Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. mars 1937 ll)) ftlM IÖLSEINI (( Hið íslenika íornritaffelag. Grettis saga Verð: Hvert bindi: Eyrbyggja saga „ f k, 9 00. Laxdæla saga Egils saga ! skinnbandi kr. 15,00. Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út. Fást hjá bóksölum. Aðalútsala í Bókaverslun Sigfúsar Eumundssonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugaveg 34. Timbtirversluii © P. W. Jacobsen & Sön. | Stofnuð 1824. 0 Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. ^ Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- © mannahöfn. - Eik til skipasmíða.-Einnig hoila ® skipsfarma frá ' Svíþióð. © Hefi verslao við ísland í meir en 80 ár. g ••••••••••••••••••••••<1 Unxbúðapappír. Getum ennþá útvegað umbúðapappír frá Svíþjóð með hagkvæmu verði. Eggert Kristjánsson B Co, Sími 1400. Kartöflumjol í 50 og 100 kg. pokum. 5ig. Þ. Skjalöberg, (HEILDSALAN). Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokknð stór Opin allan sólarhringinn. • —wninui .. ■■ —mmmm MorgunblaðiO með morgunkafflnu Brfef send MorgutiblaOInu. Þýski Gauss ieiðangurinn til Suðurheimsskautsins. Hr. ritstj. Jeg beindi í blaði yðar tveim- ur lítillátum spurningum til iir. Jóns Eyþórssonar út af' út- varpserindi hans um Suðurför Scotts. Onnur spurninjriii var á þá leið, hvort honum væri ókunn- ngt um leiðangurinn, sem Þjóð- verjar gerðu út til Suðurpólslands ins 1901—1903 undir forustu Erich v. Drygalski (svonefndan Gauss-leiðangur). Hiu spurningin var aftur þess efnis, hvort hann (J. Ey.) teldi ef til vill þann leið- angur hafa haft svo litla vísinda- lega þýðingu, að ekki væri í frá- sögur færandi. Svarið, sem J. Ey. birtir í Mbl. á laugardaginn er einkennilega vandræðalegt. Þótt gegna megi furðu, er svo að sjá, sem veður- fræðingurinn taki það óstint upp, að memi skuli dirfast að spyrja út í þau mál, sem hann af miklum lærdómi sínurn er að fræða fávísa hlustendur um. Mjer refsar hann fyrir þá dirfsku með því að bera það upp á mig, að jeg spyrji „all-drýginda lega“. Sjer eru nú hver drýgindin! mun víst margur segja. En þessi ummæli hans hafa, án þess jeg geti að því gert, fjarskalega skop- lega hlið, því að lýsingarorðið „drýgindalegur“ er í seinni tíð bú- ið að fá sjerstaklega lifandi merk- ingu meðal úívarpshlustenda. Orð- ið er nefnilega einkum notað um Jón Eyþórsson, og það sem hann flytur. Þá segir Jón, að í einu útvarps- erindi verði þess ekki með sann- girni krafist að „landfræðisaga“ Suðurskautsins sje rakin til hlítar. Það hefir víst heldur enginn ætl- ast til þess af honum, að hann rekti þá sögu til hlítar í einn stuttu erindi um Suðurför Scotts. En hann rakti þá sögu samt sem áður nægilega langt til þess, aS allir, sem henni eru kunnugir, hlutu aS búast við því svo að segja í næsta orðinu, að Gauss-leiðang- urinn yrði nefndur. En svo varð ekki, og þess vegna spurði jeg. Svo telur Jón Eyþórsson það koma fram í fyrirspurn minni, að jeg beri honum á brýn, að hann hafi „eignað sjerstökum þjóðum allan heiðurinn af heimskauta- rannsóknúnum“. Jeg nefndi hvergi heimskauta- rannsóknir alment. Jeg var að tala um fund Suðurpólslandsins (Antarktisk eða Antarktika), og jeg endurtek það, að hann ljet óminst á þátttöku Þjóðverja í þeim landfundum. Loks segir Jón Eyþórsson, að þegar hann tali um Norðurlanda- menn, þá eigi hann einnig við Þjóðverja. Telst þá Þýskaland til Norðurlanda? Jeg verð að segja, að sú skifting Evrópu kernui- mjer nýstárlega fyrir sjónir, og svo mun vera um fleiri. En það er ein hlið á þessum orðaskiftum okkar Jóns Eyþórs- sonar, sem jeg- vil benda þeim út- varpshlustendum á, sem þessar línur lesa. Útvarpsráðið hefir valct til að dæma tækt eða ótækt það efni, sem því býðst. Gerum ráð fyrir, að það sje skipað mönnum, sem sjeu færir úm þetta án hleypi dóma og hlutdrægni. En þegar útvarpsráðsmenn sjálf- ir koma fram í útvarpinu, eiga þeir þá að vera hafnir yfir alla gagnrýni? Á það að skoðast svo framvegis, að það sjeu aðeins „drýgindi“ — öðru nafni merki- legheit og tilsletni, ef við eigend- ur útvarpstækja og aðrir hjust- endur gerumst svo djarfir að hiðja þessa háu herra um skýringar á því, sem þeir eru að þruma yfir okkur og heimafólki okkar, Eigum við framvegis að gera okkur það að góðu, að þessir vald- hafar stökkvi upp á nef sitt, ef verk þeirra kynnu að vera gagiv- rýnd? Knútur Arngrímsson. Þegar sökudðlgur neitar — 1 Hr. ritstj. Undir umræðunum á Alþingi um „hlutleysi“ útvarpsins var það með skýrum stöfum sannað á frjettamann Ríkisútvarpsins ís- lenska (S. E.) að hann m. a. hefði flutt yfirlitserindi um er- lenda viðburði á mjög hlutdrægan hátt, og einkanlega liallað á „ein- ræðisríkin“, sem hann kallaði (þ. e. Þýskaland og Italíli, því að liússland átti hann ekki við). •— Hafði Gísli Sveinsson horið það fram, sem vitanlega fleiri vissu nm, að þessi frjettamaður ljet sjer sæma í erindi, er hann flutti í janúar s.l., að bera það á þessi rílsi, að þau „fölsuðu lieimildir og staðreyndir", og ætluðu sjer að | ráða niðurlögum smáþjóðanna, ef ' ekki með vopnum, þá (eins og okkur íslendinga) „með viðskifta- samningum“ ! Fyrir þessu kvaðst frjettamaðurinn hafa „í fórum sínum“ gögn, að því er haft er eftir honum, sem hann hjest um að koma með o. s. frv. I Þegar þetta gerðist í útvarpinu. var verið að undirbúa nýjar samn- ingagerðir milli íslands og Þýska- lands. Þetta vakti að vomim mikla eft- irtekt og var því beint. til ríkis- stjórnarinnar af Jóliamii Jósefs- syni, að gera hjer nokkur skil á, en svo brá við, að ráðherrarnir, einnig sá, er fer með utanríkis- málin, atvinnumálaráðherra H .G., Ijet sem ekkert væri og neituðu hlátt áfram að taka þetta trúan- legt. Og er á herti, gerði H. G. sig sekan í þeirri glópsku að lýsa yfir því, að hann tæki sinn flokks- mann, Sigurð Einarsson, trúanleg- an, þegar hann„neitaði“ þessum staðreyndum, enda myndi S. E. nú birta erindið „á prenti“, og myndu menn þá geta sjeð og sann- prófað sannleiksgildi ummæla G. Sv., — rjett eins og mark væri á slíku takandi, því vitanlega væri þessum frjettamanni í lófa lagið að breyta erindi sínu frá því, sem hann flutti það, er í óefnið var komið. Enda fullyrti tí. Sv. í heyr anda hljðði, undir ræðu ráðherr- ans, að hann að öllu stæði við mál sitt, er hann flutti í þing- ræðu.- S. E. hefði viðhaft tilvitn- uð orð og ummæli, hvað sem hann, skelkaður orðinn, fyndi nú upp á að segja eftir á. Allir heilvita menn sjá, áð hjer er framin hin mesta óhæfa. Hið íslenska Ríkisútvarp lætur við- gangast að slíkt mál sje flutt af föstum starfsmöilnum símmt, glæfralegur áburður á vinveittai* viðskiftaþjóðir okkar, og sjálf ríkisstjórnin skel'lir vísvitandi við því skollaeyrum. Það er í rauninni ekkert nýtt, að þessi maður og hans nótar fari í ræðu og riti rasanda ráði gegn öllum, sem þeim er ekki að flokks- legu skapi, þeim, er ekki hylla hina „rauðu fylking“. En hitt er á móti öllum heilbrigðum regl- nm, er þeir, sem völdin hafa og ábyrgðina, taka neitnn sjálfs sökudólgsins á verknaði sínum fram yfir alla gilda vitnishurði. Þá er siðspillingin komin í há- sætið. Hlustandi. Hið íslenska garðyrkjufjelag. Framhalds* aðalfundur Hins íslenska garðyrkjufjelags verður haldinn laugardaginn 20. þ. mán. kl. 20 í kvikmyndasal Aust- urbæjarbarnaskólans. A dagskrá meðal annars: Lagabreyting og kvikmyndasýri- ing. Áríðandi að allir mæti. STJÓRNIN. Nýfísku húseign. óskast keypt. Útborgun kr. 10.000.— Tilhoð merkt „333“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir hádegi n. k. laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.