Morgunblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 7
T'imtudagur 1. júní 1939. M0RGUNBLAÐ5Ð 7 Minningarorð um Kristján Kristjánsson járnsmið T dag er til moldar borinn einn -T elsti og mætasti iðnaðarmað- ur þessa bæjar, Kristján Krist- .jánsson járnsmiður, Lindara1. 28. Hann var fæddur 5. apríi 18t!l að Brunnastöðum á Vatnsleýsu- .-strönd. Poreldrar bans voru þau bjónin Kristján Sveinsson og Sig- ríður Binarsdóttir, sem þar fcjuggu. Tveggja ára að aldri fluttist Kristján með foreldrum sínum upp í Borgarfjörð. Var hann þar fyrst með þeim báðum, «n síðan með móður sinni einni til fermingaraldurs. Pór hann þá ■að vinna fyrir sjer Var hann enn tvö 'ár í Borgarfirði, en 16 ára fór hann til Beykjavíkur og byrj- aði að læra járnsmíði hjá öuð- mundi Jóhannessyni frá Pagurey. Var hanii hjá honum sem járn- smíðanemi í rúmt ár, en þá and- -aðist Guðmundur. Var Kristján síðan hjá ekkju hans í 5 ár, og vann við ýmiskonar störf. • Pór hann þá til Sigurðar Jónssonar til að halda áfram járnsmíðanámi og tók hann sveinsbrjef í járnsmíði vorið 1888 eftir 3 ára nám hjá honum. Pór hann þá að stunda járnsmíði á eigiu spýtur í smiðju Jónasar heitins Helgasonar org- anista, í Bankastræti 6. Nokkrum árum síðar keypti hann hálft hús- ið Bankastræti 12 og stundaði hann þar járnsmíði til ársins 1903, «n þá bygði laann húsið nr. 28 við Lindargöíu. Hafði hann síðaii smiðju í því húsi til dauðadags. Kristján hafði þá stundað járn- smíði í tæp 60 ár, svo starfsæfin var orðin æði löng við það starf. Var hann taíinn einn besti járn- smiður þessa bæjar og járninga- maður var hann svo góður, að enginn var talinn honum slyngari á því sviði. Var það almannaróm- ur, að Kristján leysti öll verk sín af hendi með snild og prýði og svo vægur var hann og sanngjarn í viðskiftum, að til var tekið. Kristján kvæntist árið 1888 Ing- unni Knútsdótiur, ættaðri úr Höfnum. Var frú Ingunn hin á- gætasta kona og var sambúð þeirra hin besta. Konu sína misti Kristján fyrir fáum árum. Eign- uðust þau eina dóttur, Sigríði, en mistu hana uppkomna. Var hún hin mesta efnisstúlka og var þeim hjónum það mikið hrygðarefni að missa hana. „Soðafess11 fer á föstudagskvöld 2. júní vestur og norður. Farseðlar óskast sóttir fyr- ir hádegi á föstudag. „8nllfosscc fer á mánudagskvöld 5. júní, um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Kristján Kristjánsson. Kristján var maður sæmilega efnum búinn. Hafði hann ráðstaí- að eignum sínuni eftir sinn dag til minningar um eiginkonu sína og dóttur, á þann hátt, að hann ákvað, að stofnaður skyldi af þeim sjer^takur sjóður til minningar um þær, er bæri nöfn þeirra. Tilgang- ur sjóðsins á að vera sá að styrkja munaðarlaus börn til dvalar á barnaheimili, sem fyrirhugað er að Reykjavíkurbær stofni og starf- ræki. Um Kristján heitinn mátti segja, að hann væri þjettur á velli og þjettur í lund. Þegar hann hafði myndað sjer skoðanir um hlut- ina, þá var það ekki að hans skapi að hvika frá þeim, heldur hjelt hann þeim fram af þeirri sannfæringu og krafti, sem var einkennandi fyrii hann. Hann hafði mikinn áhuga á landsmálum og fór þar ekki dult með skoðan- ir sínar. Var hann ætíð einn af þeim mönnum, sem ákveðnastir voru í sjálfstæðismálum þjóðar- innar og skipaði sjer ávalt þar í fylkingu, sem fastast var á þeim málum haldið. Kristján var mað- ur vei greindur, fylgdist vel með og var fróður um margt, sjer- staklega sögu bæjarins, enda munu fræðimenn á því sviði stundum hafa til hans leitað. Kristján heitinn andaðist 25. maí þ. á. eftir langa legu. Munu samferðamenn hans, þeir er hann þektu, ljúka upp einum munni um það, að þar sje í valinn fallinn mætur Islendingur, sem mikil eft- irsjá sje að. Guðbjörg Gunnarsdóttir FRAMH. AF SJÖTTU SÍÐU. 75 ára — og höfðingleg bæði í sjón og raun, prúð í framgöngu og vönduð til orða og verka. Einn- ig hög á allan heimilisiðnað og búsýslustörf. Glaðlynd var Guðbjörg og gest- risin, við hvern sem- að garði bar, henni varð því hvarvetna vel til vina. Mótlætið bar hún jafnt og meðlætið, með kristilegri hógværð og stillingu. Reyndi mest á það, þegar, hún misti — með þrauta legu —* mann sinn, dóttur og tengdason, á sama árinu. ★ I fyrramálið kl. 9 verður kveðju athöfn á heimili hinnar látnu, Hringbraut 66, en líkið síðan flutt þaðan að Keldum á Rv. og jarðsett þar sama daginn. V. G. Qagbófc. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- og S-kaldi. Rigning öðru hverju. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 6) : Hægviðri og góðviðri um alt land. Hiti víðast 10—14 st. Lægð að nálgast suðvestan af hafi og lítur ]ní út fyrir SA-átt og rigningu á Suður- og Vesturlandi. Næturlæknir er í nótt Eyþór Gúnnarsson; Laugaveg 98. Sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabiiðinni Iðunn. Hjúskapur. S.L laugardag voru gefin saman í þjónaband af síra Árna Sigurðssyni ungfrú Halldóra Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 26 B. og Pjetur G. J. Jónasson stýrimaður, Marargötu 5. Heimili þeirra er á Bergstaðastræti 26 B,- Trúlofun sína hafa opinbérað ungfrú Guðfinna Bjarnadóttir, Jónssonar fyrv. bankastjóra, og Björn Ólafs þanj. jijr. í Mýrar- húsum. Hjónaefni. Nýlega ljafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Jónasdóttir, Þórsgötu 14, og Þorbjörn Jónsson, Vesturholti, Þykkvabæ. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Jóhanna Aðal- steinsdóttir, vökukona á Kleppi, og Aðalbjörn Austmar frá Akur- eyri. Hjónaefni. Á hvítasunnudag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Guðríður Sigurðardóttir hár- greiðslumær, Laufásveg 64, og Ilalldór Ásmundsson innheimtum., Laugaveg 2. Ólafur Þorsteinsson læknir og frú hans fóru utan með Dettifossi í gærkvöldi. Ætlar Ólafur áð sitja þing háls-, nef- og eyrnasjerfræð- ina, sem haldið verður í Kaup- mannahöfn í þessum mánuði. Spegillinn kemur út á morgun. Af veiðum komu í gær Egill Skallagrímsson með 107 föt lifrar, Þórólfur með 105 Skallagrímur með 70, Brimir af upsaveiðum og Jón Ólafsson var væntanlegur í gærkvöldi. — Togararnir hætta þorskveiðum og verða útbúnir til síldveiða. Pólskur togari kom hingað í gær. Er þetta gamalt skip, keypt í Þýskalandi, og fyrsti togarinn, sem Pólverjar gera út. I ráði er að fá hjer íslenskan fiskiskipstjóra á skipið og háseta til að kenna Pólverjum togaravinnubrögð. Glímufjelagið Ármann hefir sótt um 3000 kr. styrk úr bæjar- sjóði til þess að senda fimleika- flokka, á alheimsfimleikamót (Lingiaden) í Stokkhólmi 20.—23. júlí. Sundæfingar Ægis í Sundlaug- unum verða í sumar á fimtudags- kvöldum kl. 9—10. Ferðir Fa,graness. Áætlun fyrir m.s. Pagranes frá 1. júní til 30. sept. er komin \it. Verða ferðir daglega milli Akraness og Rvíkur. Brottfarartíminn frá Akranesi er kl. 9.30 árd. alla daga, og frá Rvík kl. 4 síðd., nema laugardaga kl. 3. Þá dagana sem hraðferðirn- ar eru norður fer skipið frá Rvík kl. 7 árd. í hraðferðunum að norð- an er brottfarartíminn frá Akra- nesi ld. 9 síðd.; þó getur þetta breyst, ef bílarnir verða þá ekki komnir. Eimskip. Gullfoss kom til Þing- eyrar í gær. Goðafoss er í Reykja- vík. Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun áleiðis til Leitli Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Lagarfoss var á Þórshöfn í gær. Selfoss fór frá Antwerpen í gær. Skátar, sem enn eigið eftir að skila andvirði seldra miða, látið ekki hjá líða að gera það í dag, vegna þess að dregið verður í kvöld. Óseldir miðar, sem ekki verður skilað fyrir kl. 8 síðd., verða reiknaðir þeim til skuldar sem hafa þá í fórum sínum eftir þann tíma. Munið að skila í dag. Við þá, sem lrunna að hafa hugs- að sjer að senda blóm á kistu Páls sál. Jónssonar frá Hjarðarholti, yildi jeg vinsamlegast mælast til að senda heldur minningarspjöld Elliheimilisins, sem var augasteinn hans. Jeg hefi talað um það við forstjóra ElliheimiÍisms, að því sem þannig safnast yrði verið til styrktar einkverju því gamal- menni, sem fengl fyrir vistarveru nr. 38, herbergið, sem hann hafði fyrir sitt heimili sínár síðustu æfi- stundir. — Minningarspjöldin fást á eftirtöldum stöðum: Blóm & Ávextir, Verslun Björns Kristjáns- sonar, Bókaverslun Þór. B. Þor- lákssonar, frú Rósu Þórarinsdótt- ur hjá Zimsen og Elliheimilinu. — Jón Jónsson, læknir, frá Hjarðar- holti. Tengdapabbi,. gamanleikurinn, sem Leikfjelagið hefir sýnt und- anfarið við góða aðsókn, verður leikinn í allra síðasta sinn í kvöld kl. 7, en ekki kl. 8 eins og venju- lega. Farþegar með Goðafossi frá út- löndum í gær: Svava Babel, Lov- ísa Matthíasdóttir, Jón A. Skúla- son, Ingi Bjarnason, Geirmundur Árnason, Valgerður Ólafsdóttir, Gxxðrún Þórðardóttir, T. Guð- mundsson, P. Halldórsson og nókkrir útlendingar. Farþegar með Dettifossi til út- landa í gærkvöldi: Thor Thors og frú, Hannes Ó. Johnson, Adolf Björnssön, Höskuldur Ólafsson, Jóhann Árnason, Ólafur Þorsteins- , son læknir og frú, Ófeigur Ófeigs- son læknir, Ágúst Sigurðsson, > Gunnar A. Jónsson, Margrjet Guð- mundsdóttir með barn, Margrjet Jóhannsson með börn, Guðm, Kristjánsson, Árni Ilinriksson, Þorleifur Þorleifsson, Oddur Þor- leifsson og nokkrir útlendingár. Útvarpið: 20.20 Hljómplötur. Píanólög. 20.55 Utvarpshljómsveitin leikur (Einsöngur: Frú Elísabet Ein- arsdóttir). 21.35 Hljómplötur: Dægurlög. 22.00 Frjettaágrip. Dagskrárlok. t *..............................*......... * ‘ 1 ? ? % | t ❖ t t f f t t t t t » t t t t t t — Skátar! Pilfar — Stúlkur Ljósálfar — Ylfingar í KVÖLD verður dregið í happ- drætti okkar og ætlum við því að gera síðustu söluferð í DAG. — Mætið öll við Vegamótastíg kl. 2 eftir hádegi. — Mætið í búning. NB. Þið, sem ekki hafið skilað fyrir kl. 8 í kvöld, verðið að greiða andvirði miðanna. Pw w v'iV •v' ■ V Jarðarför sonar okkar og bróður, HEIÐARS, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 3. júní og hefst með bæn að heimili okkar, Kárastíg 3, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Ásgeir Guðmundsson og börn. Jarðarför konunnar minnar ög móður okkar, YILBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram föstudaginn 2. júní og hefst með húskveðju að heim- ili okkar, Hverfisgötu 16, Hafnarfirði, kl. iy2 e. h. Jón Ásmundsson og börn. Jarðarför GUÐBJARGAR GUNNARSDÓTTUR fer fram föstudaginn 2. júní og hefst kl. 9 f. h. á heimili henn- ar, Hringbraut 66. Jarðað verður að Keldum á Rangárvöllum. Aðstandendur. Jarðarför bróður okkar, PÁLS JÓNSSONAR, frá Hjarðarholti, fer -fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 2. júní, og hefst með húskveðju á Elliheimilinu kl. 3 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Margrjet K. Jónsdóttir. Guðlaug í Jónsdóttir. Jón Jónsson, læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.