Morgunblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1939, Blaðsíða 2
2 M ^RGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. júní 1939. Þjóðverjar fóru með blekkingar árið 1936 Þjóðverjar stuððu Franco ‘JJJJ1 frá 12LÖegi styrjalðarinnar bandalaglO Þýsku hersveilirnar komnar heim Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. JÓÐVERJAR og ítalir flagga nú með afrek- um þeim, sem hersveitir þeirra unnu í Spán- arstyrjöldinni. Þýsk blöð segja m. a. frá því, að áttatíu þýskir sjálfboðaliðar, sem dulist hafi sem ferða- mannahópur, hafi verið sendir til Spánar, tólf dögum eftir að borgarastyrjöldin hófst. Tilefnið til þessarar óvæntu hreinskilni blaðanna, er heimkoma þýsku hermannanna frá Spáni í dag. Þeir komu í fimm „Kraft durch Freude“ skipum og fór Hermann Göring á móti þeim á skemtisnekkju sinni úti á Elbe. GÖRING STOLTUR Hamborg var fánum skreytt í tilefni dagsins. Hermann Göring flutti ræðu og sagðist vera stoltur af þýsku hermönn- unum. Hann sagði, að kjarkur sá, sem þeir hafi borið með sjer, hafi unnið Spánarstyrjöldina. Einn af þýsku hershöfðingj- unum, sem börðust á Spáni, von Richthofen (blöðin benda á að hann sje frændi Manfreds von Richthofens, sem gat sjer mestan orðstýr í heimsstyrjöldinni) flutti svarræðu og sagði að hann væri viss um, að hermenn sínir myndu gera alt það, sem Hitler fæli þeim að gera. Síðan veitti Göring heiðursmerki þeim, sem skarað höfðu fram úr. Þýsku blöðin segja að „ferða- mannahópurinn“, sem fyrst kom til Spánar hafi haft með sjer sex flugvjelar. Flugvjelar þessn ar hafi flutt mörg þúsund Mára-hermenn yfir Gibraltar- sundið. Síðar hafi Condor-hersveitin verið> stofnuð, en í þeirri her- sveit börðust allir Þjóðverjar, sem tóku þátt í styrjöldinni. Samtals börðust 20 þús. Þjóð- verjar á Spáni. En þó voru þar aldrei samtímis nema 5 þús. þýskir hermenn. Var oft skift um menn, til þess að sem flestir gætu aflað sjer hernaðar- reynslu. Þessir hermenn tóku þátt í öllum aðalorustunum. Auk þess stofnuðu Þjóðverjar þjálfaradeild. Þessi deild kendi 60 þús. Franco-liðsmönnum h ernað arvísihdi. --------Og------------- Italir Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Viktor Emanuel konung- ur, Mussolini og Ciano greifi, verða meðal þeirra sem taka á móti ítölsku hersveit- unum, sem börðust á Spáni, þegar þær koma til Neapel. Ciano greifi birtir grein í ítölsku tímariti þar sem hann rómar frammistöðu ítala á Spáni. Meðal annars segir hann að ítölsku flugmennirn- ir hafi flogið samtals yfir 130 þús. flug-klukkustundir, gert á fjórða þúsund loftárásir, tekið þátt í öllum mikilvæg- um orustum o. s. frv. Þýsfea flotamálastjórnin hafði flotadeildir við Spánarstrendur frá því í ágústmánuði 1936 og tóku þær oft þátt í mikilvægum sjóhernaðaraðgerðum (samkv. FÚ). SPÁNVERJAR í ÞÝSKALANDI. Þýsku blöðin halda á lofti ýmsum afrekum hermanna. M. a. birta þau mynd af flugfor- ingjum, sem skotið hafi niður fjórar rússneskar flugvjelar á einum degi. Með þýsku hermönnunum komu í dag til Hamborgar 6 spanskir herforingjar, þ. á m. Yague, foringi Mára- hersveitanna, sem komu fyrstar til Barcelona. Enn- fremur óæðri liðsforingjar Spánverja. Þessir foringjar verða gestir þýsku stjórn- arinnar á meðan þeir dvelja í Þýskalandi. (Lundúnaútvarpið skýrði frá því 8. ágúst 1936, eða þremur vikum eftir að borgarastyrjöld- in hófst, að þýski sendiherrann í London hafi þann dag tilkynt breska utanríkismálaráðuneyt- inu, að þýska stjórnin hefði engin hergögn sent til uppreisn- armanna á Spáni, þaðan af síð- ur flugvjelar, og að ekki hafi heldur nein. hernaðartæki ver- ið send frá Þýskalandi af ein- stökum mönnum. Ennfremur að þýska stjórnin myndi gefa her-> skipum sínum fyrirskipanir um, að koma ekki fram á neinn hátt, sem talist gæti hlutdrægnr). i i Þegar þýsk-ítalsxi hernaðarsáttmálinn um bandalag var undirritaðnr í Berlín, von Ribbentrop (t. h.) undirritaði sáttmálann fyrir hönd Þjóðverja og- Ciano greifi (lengst t. v.) fyrir hönd ítala. Hitler var viðstaddur, sitjandi á miðri myndinni. Samningar Rússa og Breta Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Frönsk blöð birta samhljóða fregnir um það, að samkomulag hafi náðst milli Breta, Frakka og Rússa í aðalatriðum. Dráttur sá, sem enn hefir orðið á því, að sam- komulagið verði birt, er sagður stafa af því, að Rússar vilja fylla upp í öll húgsanleg skörð á varnar- bandalaginu. Hjer valda Eystrasaltsríkin nokkrum örð- ugleikum, þar sem þau eru treg til þess að þiggja á- byrgð af hálfu Breta og Rússa. Þau óttast að Þjóð- verjar firtist við það. Sendiherra Breta í Moskva ræddi lengi við Molo- toff í gær, og í dag hafa farið fram viðræður milli Maisky og fulltrúa breska utanríkismálaráðuneytisins. Er talið að viðræður þessar standi í sambandi við af- stöðu Eystrasaltsríkjanna Molotoff flytur fyrstu ræðu sína um utanríkismál síðar í kvöld og er litið svo á, að hann myndi hafa frestað að flytja þessa ræðu, ef ekki væri komið á sam- komulag við Breta. Vígbúnaður Breta Pólverjar bjóða Danzig-búum London í gær F.tJ. reska hermálaráðuneytið tilkynti í dag, að stofnuð muni verða á ný tvö herforingja embætti, sem ekki hafa verið skipuð síðan á styrjaldarárun- um. Tilkynningar og auglýsingar hafa verið birtar hvarvetna í Bretlandi í dag, til þess að boða nýliða til herþjónustu sam- kvæmt hinum nýju lögum. 200,- 000 nýliðar eiga að gefa sig fram til herþjónustu á laug'ar- dag. samninga London í gær F.Ú. ólska stjórnin hefir hafnað þeirri kröfu senatsins *í Danzig, að hún kallaði heim Danzigfulltrúa sinn og tvo starfsmenn hans. Jafnframt hefir forseta sen- atsins verið afhent orðsending þar sem pólska stjórnin kveðst þess albúin að hefja samkomu- lagsumleitanir við senátið um bætta sambúð pólskra og þýskra manna í Danzig. * Hitler tekur á móti Páli ríkisstjóra Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Sjaldan mun þjóðhöfðingja hafa verið tekið með eins mikilli viðhöfn í Berlín og Páli ríkisstjóra í Júgóslafíu og QJgu konu hans verður sýnd, er þau koma þangað á morgun. Þau eru væntanleg til Berlín kl. 3V2 e. h. Hitler hefir sjálfur skoðað í dag höllina, þar sem þau eiga að búa, á meðan þau dvelja í Þýskalandi. Göbbels hefir birt ávarp, þar sem skorað er á Berlínarbúa að hylla ríkisstjórahjónin. Frí verður gefið í verslunum og verksmiðjum frá kl. 12 á há-l degi. í kvöld verður borgin öll upp- lýst með „flæði“-ljósi. Þjóðverjar leggja eins og kunnugt er mikið kapp á að fá Júgóslafa til fylgis við sig. Nýjung! Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Kosningar eiga að fara fram í Rúmeníu á morgun. Sú nýung hefir verið tek- in upp, að kjósendur fá mynd af frambjóðendum við kjörborðið, svo að þeir geti kosið þá, sem þeim líst best á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.