Morgunblaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 2
M O R G U'N B L A Ð I Ð Fimtudagiir 7. sept. 1939. 2 Rydz-Smigly ,sterki maður Pólverja* hef- ir sagtjlf Sjer þpverjar saka Pólska stjórnin , flum ra arsja sg|(kva Atheniu! Frá frjettaritara vorum. 'Khöfn í gær. PÓLSKA STJÓRNIN er flúin frá Varsjá, sam- kvæmt samhljóða fregnum frá Reuter og Press Association og hefir sest að í Lublin, 200 km, í suðaustur frá Varsjá. Farið er að flytja særða hermenn burtu úr höfuð- borginni. Press Association skýrir frá því að Rydz-Smigly, mar- skálkur, yfirhershöfðingi Pólverja, og sá maður sem kall- aður hefir verið „hinn sterki maður“ þeirra, hafi sagt af sjer í dag. Fregnir frá Þýskalandi herma, að þýski herinn sæki í átt- ina til Varsjá úr tveimur áttum, að norðvestan frá Grauden- Culm vígstöðvunum og að suð-vestan í áttina yfir Lodz. Er tal- ið að Lodz kunni að falla þá og þegar. Norðvesturherinn var í dag aðeins 40—50 km. frá Varsjá. ÞEIR MISSA IÐNHJERUÐIN I hernaðartilkynningu Þjóðverja síðdegis í dag segir, að þýski herinn hafi náð allri Efri-Schlesíu á sitt vald, og þar með mikilvægasta iðnaðarhjeraði Pólverja. í tilkynningunni segir, að herinn hafi tekið Königshutte og Kattowitz, nær viðnáms- laust. Suðurherinn tók í dag borgina Krakau, mikilvægustu iðn- aðarborg Pólverja, þar sem eru mörg hergagnaiðjuver. Nyrst á vígstöðvunum í Posen, tóku Þjóðverjar í dag borg- ina Bromberg. Frá frjetta-ritara vorum. Khöfn í gær. 1 ýsk blöð ráðast ákaft a Mr. Winston Churchill fyrir yfirlýsingu hans í breska þinginu um það, að það hafi verið þýskur kafbátur, sem skaut ,,Atheniu“ í kaf. Mr. Churchill sagði í þing- inu í dag, að kafbáturinn hafi fyrst skotið tundurskeyti á skipið og síðan kornið upp á yfirborð og skotið fallbyssu- kúlu á aðalþilfarið. Síðan hafi kafbáturinn siglt nokkrum sinnum umhverfis skipið. Þetta segir Mr. Chur- chill að sjie sam'kvæmt :eið- svarinni frásögn skipsmanna og breskra og amerískra farþega um borð í Ahteniu. ÁRÁSIRNAR Á CHURCHILL. í árásum þýskra blaða á Mr. Churchill er gefið í PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. 'mTiítiiáiamiiffBM MEMEL KOkÍGSBERG 0STP9. E'JSSEí'l WTMtim Brauchitsch yfirhershöfðingi Þjóðverja hefir lýst yfir því, að pólsku göngin aðskilji nú ekki Iengur Austur-Prússland frá að- allandinu. Pólverjar geta ekki skýrt frá góðum árangri neins staðar, nema norður við Danzig. Setulið þeirra á West-Platten verst enn þrátt fyrir ákafa fallbyssu- skothríð af hálfu Danzig- hersins. Pólskar hersveitir í Gdynia gerðu í dag útrás gegn Danzig- hernum og tóku nokkra stríðs- f%pga, auk annars herfangs. ERU BETRI VÍGI AÐ BAKI? f U.P.-fregn frá London síð- de^-is í dag segir, að pólsku herstjórninni hafi frá upphafi verið Ijóst, að litlir möguleikar væru til þess að koma fyrir vörnum sem dygðu í Vestur- Póllandi. Breska frjettastofan segir, að ef sókn Þjóðverja heldur á, fram, þá muni Pólverjar að líkindum hörfa undan í ágæt- ár varnarlínur frá náttúrunn- ár hendi við .Weichselfljótið og Bugfljótið í Austur-Póllandi. Sjotíu þýskar flugvjelar tóku þátt í ioftárás á Varsjá í gær. Var varpað niður sprengikúluin og Á þessu korti sjest afstaðan Varsjá — Lublin. Einnig sjást borg- íkveikjusprengjmn. irnar Kattowice og- KrakoW, sem Þjóðverjar segjast hafa tekið. (Pól- 7—8 þýskar flugvjeíar voru verjar mótmæltu því seint í gærkvöldi að þýski herinn hefði tekið skötnar niður. (NRP. —Ffí.). Xrakow). Þá sjást einnig borgirnar Bromberg og Lodz. h-aiMtai BROMRERG * • THORN POSEN m MRSZAWA L0D2 BRESLAU mmm s. OPPELN mBEUTHEN . WKATTOW/CE KRAKOW ......... I Frakkar hafa rofið I I „Siegfried-línu“ ( | Þjóðverja — | I sækja til Saarbriicken I ........... .............. FREGNIR, sem borist hafa frá Luxemburg og Basel í kvöld, herma, að franski herinn hafi rofið varnarlínu Þjóðverja á svæðinu Mosei — Rín og sæki nú fram í áttina til Saarbriicken. Herinn sækir fram með flugvjelum og skriðdrekum, I alla nótt heyrðu íbúarnir í Luxemburg og Basel (Sviss) ákafa fallbyssuskothríð í áttina frá þýsk-frönsku landamærunum og virtist hún sjerstaklega mikil á svæð- inu hjá Mosel. I hernaðartilkynningu Frakka í dag er vakin athygli á því, að munur sje á varnarskilyrðum hjá Mosel og hjá Rín, því að hjá Rín liggi Maginotlínan og Siegfriedlínan sín hvoru megin við fljótið. I hernaðartilkynningu Þjóðverja segir í dag, þvert ofan í fregnirnar frá Frakklandi, Basel og Luxemburg, að engar hernaðaraðgerðir sjeu byrjaðar á vesturvígstöðv- unum, þar ríki alger þögn. Þjóðverjar segjast ekki ætla að hafa sig í frammi á meðan Vestur-ríkin hafi hægt um sig. t Þýskalandi er ekki litið á loftárásir Breta, sem lítið tjón hafa gert, sem raunverulegar hernaðaraðgerðir. ViðskiftastrfOs- ráöuneyti Breta! Nýtt ráðuneyti hefir verið stofnað í Englandi, við- skiftastríðsráðuneyti, Hið nýja ráðuneyti hefir svipað hlutverk með höndum og hafnbannnsráðu- neytið svokallaða, á heimsstyrj- aldarárunum, þ. e. að tvístra fjár- hags- og viðskiftalegu skipulagi óvinaþjóðarinnar, með ýmiskonar fjárhags- og viðskiftalegurc, ráð- stöfunum. Ráðuneytið starfar í samráði við samskonar ráðuneyti, sem stofnað hefir verið í Frakklandi. , Fjái'hags- og viðskiftalegur hernaður hefir mikið sóknargildi í styrjöldum, og hefir að sínu leyti ekki minni þýðingu en hern- aður landhers, sjóliers og flug- hers. (FÚ.). Pólverjar og Frakkar London í gær F.Ú. onnet, utanríkismálaráðherra Frakklands, og sendiherra Pólverja í París hafa undirritað pólsk-franskan aðstoðarsamning, samhljóða þeim, seiri Bretar og Pólverjar gerðu í fyrra mánuði. I sáttmálanum eru ákvæði um, að hvorugur 'aðíli megi, ef þeir lenda í ófriði, gera samning um vopnahlje eða frið, án samþyklös hins. (FÚ.). EFTIR HVERJU ER BEÐIÐ ? Þjóðverjar eru — að því er segir í Lundúnafregn — forviða yfir því, hve lítið er hafst að í stríðinu, þótt það bafi staðið í fjóra daga. Hafa komið fram ýmsar getgátur, sem takast verða varlega. Sumir líta svo á, að Vestur- ríkin fari sjer hægt á meðan þau sjeu að bíða eftir hvernig pólsk-þýska stríðinu lyktar. Þegar það sje á enda, kljáð, ætli þau að reyna að komast að samkomulagi við Þjóðverja til þess að koma í veg fyrir hrun í Evrópu. En aðrir telja aftur á móti að Frakkar sjeu ófúsir til þess iað byrja sókn inn í Þýska- land, og sjeu að bíða eftir að breskir hermenn komi til Frakk land. En getgátur þessar komu fram áður en spurðist um sókn franska hersins hjá Mosel. TJÓNIÐ í WILHELMS HAFEN. í hernaðartilkynningu Breta segir í dag, að breskar flugvjel- ar hafi farið þriðju könnunar- flugferðina yfir Þýskaland í gærkvöldi og varpað niður miljónum flugrita. Flugvjelarn- ar komust allar óskaddaðar heim aftur. Upplý.singaráðuneytið í Lond on upplýsir í dag, að ástæða sje til þpss að ætla, að tjónið sem varð af loftárásiniii á Wíl- helmshafen í fyrrakvöld hafi orðið miklu meira en í fyrstu var ætíað. Þjóðverjar segja, að ekkert tjón hafi orðiö nema af FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.