Morgunblaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.1939, Blaðsíða 3
Fimtudagnr 7. sept. 1939. M 0Í.B-UU X BLAÐI Ð B Einka-lólksbfl- ar bannaðir Akstur leigubfla takmarkaður Með nýrri reglugerð, sem út var gefin í gær, er akstur einkabíla bannaður, nema til brýnna nauðsynja, og annar bílaakstur tak- markaður all-mjög. Keglngerðin er birt í heiln lagi .á öðrum -stað í blaðinu, en eítir- farandi athugasemdir fytgdu henni :frá atvinnumálaráðun eyt inu: Bensínnotkun 2 næst undan- farin ár hefir numið rúmlega S500 smálestum á ári, og hefir nær eingöngu farið til bifreiða- aksturs. Samkvæmt upplýsing um olíufjelaganna munu ben- sínbirgðir þær, sem nú eru í'; landinu væntanlega nægja fram i febrúar með venjulegri notk- un. Bensín hefir yfirleitt verið flutt hingað til lands á tank- skipum, sumpart beint frá Ame- ríku, en sumpart frá Englandi. Vegna fyrirsjáanlegra örðug- leika á vöruflutningum hingað, þykir þó nauðsyn að takmarka notkun bensíns til bifreiðaakst- urs og setja jafnframt nokkur ákvæðí er tryggja jafna dreif- ingu bensíns til annara þarfa. Til övipaðrá ráðstafana hefir og verið gripið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þannig mun akstur einkabifreiða hafa verið bannaður alveg eða að mestu leyti, og að minsta kosti í Nor- egi mjög takmörkuð notkun allra tegunda bifreiða. Bifreiðar hjer á landi eru nú rúmlega 2000 auk rúmlega 100 bifhjóla. Fólksbifreiðar eru nær 950, en vöruflutningabifreiðar nær 1100. Af fólksbifreiðun- um eru um 100 fyrir 14 far- þega og fleiri, og eru flestar þeirra notaðar í sjerleyfisleið- unum, um 270 eru leigubifreið- ar, flestar fyrir 4 farþega og um 520 einkabifreiðar. Takmarkanir þær á notkun þifreiða, sem settar hafa verið, miða að þessu: 1. Að banna akstur einkabif- reiða, nema að því leyti, sem brýn nauðsyn þykir í þágu op- inberra stofnana og í lækniser- indum. Þá þykir sjálfsagt að banna akstur bífhjóla. 2. Að leitast við að koma í veg fyrir óþarfaakstur yfirleitt en erfitt er að setja þar um á- kveðin fyrirmæli og verður mest að treysta á þegnskap borgaranna. Rjettmætt hefir þótt að tak- marka mjög allan næturakstur innanbæjar og má geta þess, að t. d. í Noregi eru sett ákvæði um, að leigubifreiðar verði ekki notaðar nema í brýnustu þörf og aðeins samkvæmt tilvísun lögreglunnar og munu svipuð FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Tundurduflin Á uppdrættí þessum eru sýnd svæðin, þar sem lögð hafa verið tundurdufl nú í ófriðinum, Beinu strikalínurnar sýna hættusvæðin. — Sjá gxein á bls. 6. LONDCN* 5 Tvö flutningaskip leituðu hingað í gær Annað þýskt, hitt á leið til Englands með málm Igær leituðu tvö skip hafnar hjer í Reykjavík vegna ófriðarhættu á hafinu. Annað skipið, þýskt, flýði bresk herskip; hitt, norskt, flýði þýska kafbáta. Síld! Samkvæmt fregn frá Siglu- firði, sem Morgunblað- inu barst seinc í gærkvöldi, hafði talsvert sjest af síld á austur-veiðisvæðinu síðdegis í gær. Sáust þar margar falleg- ar torfur. Veður var óhagstætt fram eftir deginum, en fór batn- andi. Mörg skip fengu þarna stór köst. Saltaðar voru í Siglufirði síðasta sólarhringinn 2615 tn., þar af 895 úr reknetum. Þýska skipið er vöruflutningaskip, eign Hamborgar-Amer- ríkulínunnar 5880 smálestir brúttó að stærð, kom hingað í gær, til að komast í hlutlausa hofn. Skipshöfnin er úm 70 manns. Skipið var á leið til Ástralíu með allskonar vörur (,,Stykgods“) um 2000 tonn, hafði lagt af stað frá tanarisku eyjunum, og var ekki komið lengra en til Caþvefdísku eýjanna. Skipstjóri fjekk skeyti frá útgerðarfjelaginu þ. 29. ágúst um að hann skyldi leita til hlutlausrar hafnar. Hann valdi Reykjavík og sigldi beint norð- ur í haf, og kom hingað eftir 8 daga siglingu. Málað hafði ver- ið yfir reykháfsmerki skipsins og yfir nafnið. Skipstjóri hefir skýrt svo frá, að hann hafi orðið var við bresk herskip hjer nálægt landinu. Hann hraðaði för sinni sem mest hann mátti, og þegar hann kom að landinu sigldi hailn svo nálægt ströndinni að mönn- um, sem sáu til ferða skipsins þótti óvarlega siglt. MEÐ JÁRNMÁLM TIL ENGLANDS. í gærmorgun barst hafnar- stjóra skeyti frá skipstjóranum á norsku skipi Sirahei. Kvaðst skipstjóri vera sunnan við Reykjanes og væri á leið til Reykjavíkur. En hann kæmist ekki lengra, því hann vantaði alveg sjókort af Faxaflóa. Baö hann um að sjer yrði sendur hafnsögumaður þangað suður eftir. Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður fór til Sandgerðis og tók þar bát út í skipið. Kom skipið hingað kl. að ganga 9 í gærkvöldi. Það er 3880 smá- lestir að stærð. Þannig stendur á ferðum skips þessa. Það var á leið frá New Foundland með óunninn málm til Englands. En þannig var gengið frá samningum áð- ur en skipið ljet úr höfn, að það þyrfti ekki að halda áfram til Englands, ef ófriður brytist út meðan það væri í hafi. Þegar Atheniu var sökt, var Sirehei 200 mílur þaðan. Þá fekk skipstjóri skipun frá eig- endum skipsins að snúa út af siglingaleið sinni og fara hing- að. 1 fylgd með honum er kona hans og börn tvö. Alveg er óvíst hvað skip þetta verður hjer lengi. En fjöl- skylda skipstjóra óskar eftir fari með Lyru heim til Noregs. Þar er nú farþegarúm orðið mjög fult, yfir 100 manns sem hafa pantað far með Lyru. LEITA NORSKRA HAFNA. 8000 smálesta skip, þýskt, frá Hamborg, ,kom í gær til Trond- heim, siglandi undir dönsknm fána. Hafði verið málað yfir nafn skipsins og reykháfseinkenni. Skipið heitir Fleburg, en er nú kallað Ebro. Það er eign Ham- borgar-Ameríkulínunnar. Þýsk skip, sem eru á leið til Þýskalands frá Narvik og Kirke- nes með kis-farm, munu, að því er menn ætla, leita inn í Trond- lieim-fjörðinn. Bresk flugvjel varpaði sprengj- unum yfir Esbjerg Breska stjórnin hefir lýst yfir því við ríkisstjórn Danmerk- ur, að hún harmi það mjög, að Ioftárás var gerð á Esbjerg, en ;rannsóknir hafa leitt í ljós, að ‘sprengikúlurnar voru breskar. Nákvæmar atliuganir liafa farið j fram í London og strangar yfir- heyrslur, út af þessum atburði. Menn hafa ekki getað komist að annari niðurstöða en þeirri, að ein hinna bresku hernaðarflug- vjela hafa vilst af leið, er hiín ásamt öðrum flugvjelum tók þátt í árásarflugi, og orðið fyrir bil- unum, sem af leiddi að sprengi- kúlurnar fjellu til jarðar. Flug- vjelin hafi e. t. v. flogið ofar skýj- um og ekki vitað hvar hún trar er sprengjurnar fjellu. Sendiherra Breta í Khöfn hef- ir verið falið að bera fram afsak- anir við dönsku stjórnina vegna þessa atburðar. (FÚ.). Engin hætta - segir sendiherra Ríkisstjórninni hefir borist skeyti frá sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, þar sem skýrt er frá því, að íslendingar þeir, sem dvelja nú í Þýskalandi og á Norðurlöndum, sjeu ekki í neinni hættu. Bræðslu- síldarverðið hækkar í kr. 8.20 Stjórn síldarverksmiðja ríkisins hefir, samkvæmt heimild frá atvinnumálaráð- herra, ákveðið, að hækka verðið á bræðslusíld þeirri,, sem verksmiðjunum berst hjer eftir, upp í kr. 8.20 ‘pr.. mál. Tilkynning þessi var send út í gærkvöldi og gildir verðhækkunin frá þeim tíma. Yerðhækkun þessi á bræðslu- síldinni á rót sína að rekja til verðhækkunar, sem orðið hefir síð- ustu dagana á bræðslusíldarafurð- um, mjöli og lýsi. Oll skip, sem hafa íastan samn- ing við ríkisverksmiðjurnar, hvort heldur er með föstu verði við af- hendingu eða áætlunarverði, njóta fyrst um sinn þessarar verðhækk- unar, á þeirri síld, sem þau af- henda verksmiðjunum hjer eftir. Bræðslusíldarverðið var kr. G.70 pr. mál. Hvað um hlut- leysi Sovjet- Rússlsnds? I' Breska st jórrnin tilkynti j! gær, að henni hafi eng- ar tilkynningar borist um hlut- leysi Spánar, Júgóslafíti, Ar-> gentínu og Sovjet-Rússlands. En í tilkynningunni segir, að stjórninni sje kunnugt um að þrjú þessara ríkja hafi birt hlutleysisyfirlýsingu — öll nema Sovjet-Rússland. Fregn frá Belgrad hermir, að ríkisstjórnin í Júgóslafíu hafi fyrirskipað takmarkaða her- væðingu. 1 tilkynningu istjórnarinnar segir, að aðeins hafi verið kvaddir til herþjónustu sjer- fróðir menn úr varaliðinu. 1. Útvarpserindi Umferðarvik- unnar: Brynjólfur Stefánsson for- stjóri flytur erindi kl. 7.15 um bifreiðatryggingar. 2. Aukið lögreglulið leiðbeinir í umferð á götum úti. 3. Úthlutað til bifreiðastjóra og hjólreiðamanna, sjerprentun (í vasahókarformi) af ljósatíma hif- reiða og reiðhjóla, 4. Námskeið fyrir sendisveina í umferðarkenslu hefst kl. 8 í kvöld í Hafnarhússportinu. 5. Rafskinna flettir 40 síðum með lesmáli og myndum af um- ferðarreglum í Skemmugluggan- iim. 6. Umferðarmyndir til sýnis í Ibænum og í kvikmyndahúsunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.