Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1939. Vægðarlaus lofthernaður 'Þjóðverja eykur bardagahug Bandamanna (Samkv. einkask. og FÚ). 'rá því var skýrt hjer í blaðinu í gær, að yfirherstjómin þýska hafi boðað, að framvegis muni Þjóðverjar beita yægðarlausum loftárásum gagnvart Pólverjum og ráðast á óvíg- girtar borgir án tillits til þess hvort árásir þessar hafi hemaðar- lega þýðingu eða ekki. ___ Var sagt í hinni þýsku til- kynningu, að þetta væri skoð- að sem svar við því tiltæki pólskra yfirvalda, að hvetja aL menning í landinu að grípa til vopna sem hermenn væru. Eftir að þessi tilkynning var gefin út, hafa hugir manna mjög snúist um það, hvaða af- leiðingar slíkt vægðarlaus bar- átta hefði, bæði í Póllandi og um gervallan heim á hugi mnana til hinnar þýsku her- stjórnar. FYRIRSLÁTTUR Pólska sendisveitin í London heldur því fram, að þetta sje hreinn fyrirsláttur hjá Þjóð- verjum, því þeir hafi frá önd- verðu, áður en Bretar og Frakk- ar sögðu þeim stríð á hendur, gert loftárásir á óvíggirtar borgir. Til frekari sönnunar þessu hefir breska útvarpið birt skeyti frá sendiherra Bandaríkjanna í Varsjá, til stjórnarinnar í Washington, þar sem hann segir að þýskir flugmenn hafi í Póllandi varp- að niður sprengjum án tillits til þess hvar þeir væru. íveruhús hans sjálfs hafði orðið fyrir loftárás; heilsuhæli vissi hann um, er hafði orðið fyrir árás úr iofti, flóttamannalest, sjúkra- flutningalest og skáli skáta- stúlkna. Svo vægðarlaus hefir loftófriðurinn verið, sagði hann. Er sendiherrann flúði frá Varsjá, settist hann að í varn- arlausu þorpi. Það þorp var síðar gereyðilagt í loftárás. Út af þessu, og tilkynningu þýsku herstjórnarinnar, hefir pólska stjórnin sent ávarp til menningarríkja víðsvegar um heim og beint athygli þeirra að því, sem hjer er að gerast. GEGN KONUM OG BÖRNUM En um styrjöldina í Póllandi skrifar enska blaðið „Star“, að ún sje orðin algert ógnarstríð jgegn konum og börnum. í danska blaðinu Politiken er það haft eftir þýskum liðs- foringja, er kom til Hamborg- ar, að stríðið í Póllandi sje eitt 'ægilegt blóðbað. Engir fangar sjeu teknir, heldur allir drepn- ir, sem til náist, því að enginn sje til að gæta fanganna. ÍHVER ER TILGANGURINN? 1 einkaskeyti er blaðið fekk. frá frjettaritara sínum í Höfn í gær, er skýrt frá því, að menn giski á hver sje tilgangur Þjóð- verja með þessu ógnastiíði. Að Þjóðverjar ætli með þess- um hermdarverkum að neyða Pólverja til þess að skifta um stjórn í landinu, og fá þá til þess að forðast ómælanlegt tjón og blóðsúthellingar með því að semja frið við Þjóðverja, hvað sem Vesturveldin um það segðu SLÍKT GERUM VIÐ ALDREI! Mál þetta var til umræðu í breska þinginu í gær. Cham- berlain tók þar til máls. Hann sagði m. a.: Ákvörðun Þjóðverja um vægð arlausan lofthemað er í al- gerðri mótsögn við yfirlýsingu Hitlers sjálfs í Ríkisdeginum, þegar hann sagði, að hann hefði enga löngun til þess að herja á konur og börn. Bretar og Frakkar höfðu fallist á tak- markanir loftárása, þannig, að aðeins væri leyfðar loftárásir á staði, sem hefði hernaðarlega þýðingu, en þeir hefði fallist á þær, að því tilskildu, að óvina- þjóðin gerði slíkt hið sama. Vjer verðum að heyja styrj- öldina þannig, að árangurinn verði sá, að sigur vinnist sem fyrst, sagði Chamberlain, en ef Þjóðverjar hverfa frá þeim samþyktum, sem gerðar hafa verið til þess að draga úr hörm- ungum styrjalda, verðum vjer að taka oss fult athafnafrelsi. En hvað svo sem þýski flug- herinn tæki sjer fyrir hendur, myndi breski flugherinn aldrei hverfa að því ráði, að gera loftárásir á konur og börn, til þess að ógna mönnum og kúga til uppgjafar. Ef þýski flug- herinn hjeldi áfram að varpa sprengikúlum á óvíggirtar borgir myndi það verða Bret- Um mikil hvatning meðan barist er, að vita, hvaða hætta það er, sem þeir eru að uppræta. NOTA ÞEIR EITURGAS? í efri málstofunni svaraði Halifax lávarður fyrirspum um það hvort Þjóðverjar notuðu eiturgas. Hann sagði, að þegar breski sendiherrann, Sir Neville Hend- Varsjá senn umkringd Því er haldið fra.m í tilkynn- ingum Þjóðverja í dag, að þeim hafi tekist að slá hring um Varsjá, þar sem hersveitir þeirra fyrir austan borgina hafi náð saman, Ennfremur segjast þeir hafa hertekið Modlin 15 mílur norð- vestur af Varsjá, og hérsveitir þeirra sæki fram vfir Narew-ána til VarSjá. Fyrir suðaustan borg- ina segjast þeir hafa farið yfir veginn milii Lublin og' Lemberg, en þessi vegur liggur til rúm- ensku landamæranna. Pólverjar viðurkenna í tilkynn ingum sínum, að hersveitir í bryn vörðumi bifreiðum sjeu komnar að stað, 40 mílur beint, til austurs frá Varsjá, og eímfremur að þýsk ar liersveitir hafi komist inn. í varnarstöðvar Pólverja, þar sem Weichsel og San fljótin mætast. I Havas fregn frá Zurich segir, að manntjón sje mikið í liði Þjóð verja. Engar tölur hafa verið birt ar, eii fullyrt er, að sjúkrahús í Berlín og Vínai'borg sjeu full áf særðum hermönnum. (FÚ) Ðreytingar á dönsku stjórninni; Kalundborg í gær. FÚ. I—• yrir dyrum standa í Dan- *' mörku nokkrar breytinga á ráðuneyti Staunings. Úr stjórniiini ganga á næst- unni Fisker samgöngumálaráð- herra og Steincke dómsmálaráð herra.Hefir Fisker beðist lausn- ar frá embætti sínu vegna heilsubilunar, en Steincke hef- ir beðist lausnar vegna þess, að ýms meiðryðamál, sem hann hann hefir sjeð sig neyddan til að höfða upp á síðkastið, eru stöðvuð vegna yfirstandandi, styrjaldarástands. Kémur þessi ástæða fram í brjefum, sem þeim hafa farið á milli Steincke og Stauning, og hafa þau brjef verið birt í dönskum blöðum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ, Sáttatilraun Mussolinis Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Þjóðverjar eru nú sagðir von- daufir um nokkurn árangur af sáttaumleitunum Mussolini, þar eð Bandamenn hafa nú þver- tekið fyrir að nokkur friður komi til greina, fyr en nazista- Btjórain sje úr sögunni og orð- heldnari menn komnir í henn- ar stað. Sjóhernaðurinn verður hlutlaus- um þungur í skauti Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Talí,ð er líklegt, að viðureign ófriðarþjóðanna á sjónum komi fljótar og harðar niður á hinum hlutlausu þjóðum í þessari styrjöld, en í styrjöldinni 1914—18. Á fundi þeim, sem forsætisráðherrar hinna fjögra Norð- urlandaþjóða halda í Kaupmannahöfn á mánudaginn kemur, er búist við að rætt verði um væntanlegar viðræður hlutlaúsra þjóða við ófriðarþjóðirnar um verslunarviðskiftin. Þjóðverjar hafa, eins og Bretar lýst því yfir, að matvæli væru 2. flokks bannvara. Hafa þeir skýrt svo frá, að þýski flotinn myndi rannsaka skip frá hlutlausum þjóðum. En að eins þau vöruflutningaskip verða „tropederuð“, sem sýna mótþróa. En þeim skipum verður sökt, sem flytja bannvöru, að undangenginni rannsókn á farmi þeirra. Þjóðverjar segja: Hlutleysi í viðskiftum er það eitt, að versla jafnt við báða ófriðaraðila eins og enginn ófriður væri. En hver sú þjóð, sem lætur sjer lynda eftirlit Breta á hafinu, er í raun og veru ekki hlutlaus. Á 150 kílómetra svæði Frá frjettarítara vorum. Khöfn í gær. Sáníkvæmt franskri hernaðar- tilkynningu segir, að á fiintu dag hafi franski herinn brotist inn yfir þýsku landamærin á 150 kílómetra löngu svæði. Þann dag sotti herinn, enn fram og’ treysti vígstöðvar sínar, enda þótt Þjóðverjar haldi áfram lát • lausri sföfSkótáhríð á samgöngu- leiðir Frakka bak við vígstöðvar þeirra, Mést hefir framsókn hersins verið sunnanvið Saarbrúcken, en sú borg er nú mannlaus að kalla. Hugsa sjer til hreyfings? Rússnesk blöð ræða á fimtu- dag fullum fetum um kúg- un þá og ofbeldi, sem rússneski minnihlutinn í Póllandi eigi við aS búa og láta svo um mælt, að pólska ríkið muni nú verða sund- urlimaS og uppleyst. (FÚ) Ðanir vænta áftam- haldandi Englands- markaðar Samkvæmt nýrri þýskri til- skipun er ákveðið að telj- ast skuli hernaðarvarningur alt sem er til óvinveittra þjóða og komið getur her hennar að haldi. Sem hernaðarvarningur með takmörkunum teljast mat- væli, fóðurvörur og klæði og vörur sem þessir hlutir eru unn- ir úr. Þrátt fyrir þessar tilskip- anir gera menn sjer ennþá í Danmörku von um það, að Dan- ir geti haldið áfram að selja Bretum landbúnaðarafurðir sín- ar. Meðfram allri vesturströnd Jótlands hafa varðskip verið sett á vörð til þess að hafa gát á rek-tundurduflum og öðru, sem hættulegt gæti orðið sjó- farendum. (FÚ) Bræðurnir hittast London 14. sept. Georg VI. Bretakonungur veitti í dag áheyrn hertog- anum af Windsor (Játvarði VIII. fyrverandi Bretakonungi), bróð- ur sínum. Þetta er í fyrsta skifti, sem þeir hittust í næstum því þrjú ár. (FÚ) Brynjúlfur Dagsson læknir er nýlega kominn heim fi’á útlönd- um, eftir 3ja ára dvöl erlendis við framhaldsnám í læknisfræði. Bryn- júlfur dvaldi aðallega í Danmörku og vann þar á ýmsum spítölum, bæði á Jótlandi, Sjálandi og í Kaupmannahöfn. Meðal annars var hann aðstoðarlæknir á barna; spítala skamt frá Kalundborg á Jótlandi í 1 ár. 1 Kaupmannahöfn var hann á barna- og húðsjúk- dómadeildum Ríkisspítalans, enn- fremur á Blegdamsspítalanum og víðar. Brynjúlfur mun hafa í hyggju að setjast að á Selfosai sem praktiserandi læknir á næst- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.