Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1939. Lofllicrnaðuriiin Umræður i breska þinginn PRAMH. AP ANNARI SÍÐU. erson, bað um vegabrjef sitt * Rerlín, hafi hann afhent þýsku stjórninni orðsendingu, þar sem spurst var fyrir um það, hvort Þýskaland vildi framfylgja á kvæðum GenfsamþyktarinUar sem bannar notkun eiturgass eða sýkía, í hernaði. Þýská ríkisstjórnin svaraði fy'rirspurn þessari fyrir milli göngu svissneska sendiherrans í Berlín, sem gætir hagsmuna Rretlands í Þýskalandi, og var svar hennar á þá leið, áð hún myndi haldá ákvæði nefndrar samþyktar meðan þau væri í heiðri haldin af þ^im þjóðum, Þýskaland ætti í ófriði við. Halifax lávarður kvað það skoðun sína, að Þýskalandi bæri að halda ákvæði samþyktarinn- * Smábarnaskótinn á Oðinsgötu 11. byrjar 1. okt. f z ar gagnvart öllum þeim þjóðum sem hún ætti í styrjöld við. FYRRI UMMÆLI HITLERS Halifax lávarður vjek einnig að ummælum Hitlers í Ríkis- dagsræðu hans, er hann sagði, að Þjóðverjar myndu aðeins gera loftárásir á staði, sem hefði hernaðarlegt gildi. Einnig minti hantt á loforð Hitlers til Roosevelts Bandaríkjaforseta að hann skyldi ekki láta gera loftárásir á óvíggirtar borgir Vitnaði, ITalifax lávarður í um mæli Hitlers sjálfs, þar sem hann sagði að skoðanir Roose velts, að af mannúðarástæðum bæri að forðast loftárásir staði, sem ekki hefði hernaðar legt gildi, væri í samræmi við skoðanir hans sjálfs. Hitler hefði lofaðð sagði Halifax, að forðast slíkt athæfi. % Hersilía Sveinsdóttir. t | $ Svefnherbergissett til sölu með góðu verði, Eiríks- götu 13 I. «0000000000000000« Hálf húseignin Grettisgata 60 er til sölu. Menn semji við Eggert Glaessen (hæstarjettarmálaf lutningsmann, < Vonarstræti 10. Símd 1171. OOOOOOOOOOOOOOOOOO AtJCrAO hvílíst með gleraugum frá THIELE 000000000000000000 5f < 1 Harðfiskur Riklingur vmn Laugaveg 1. Simi 3555. Útbú Fjölnisveg 2. Sími 2555. ooooooooooooooooo< KOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2, hæð. | Símar 4514 og 1845. & 0 3 ® ‘ sSg&P* B 0 8 Œ íMUéALJ DAUÐREFSING FYRIR AÐ TAKA FREGNMIÐA Umræður fóru fram í lávarða deildinni í dag um yfirlýsingu þá, sem Chamberlain gaf í gær Fyrstur tók til máls Snell lá- varður. Hann kvað það hafa hepnast framúrskarandi vel, að varpa bæklingum í stað sprengikúlna yfir þýskar borgir, en svo hræddir væru hinir þýsku leið togar við, að þýska þjóðin fengi að heyra sannleikann, að hverj um þeim, sem tæki upp slíkan bækling, væri hótað dauða. Þá kvað Snell lávarður það aðdá- unarvert hversu rólegur almenn ingur í Bretlandi væri á þess- um hættutímum. Allir væri fast ákveðnir í að vinna að því, að sigur ynnist. Ekki kvaðst hann hafa heyrt nokkurn mann mæla haturs- orðum í garð Þjóðverja. Bretar, sagði hann, kenna þeim um, sem sökina ber, en það væri ekki þýska þjóðin, heldur flokkur ævintýramanna, sem stjórnuðu landinu. SÍÐUSTU FREGNIR Síðustu fregnir herma, að þýska herstjómin hafi nú mót- mælt að hún hafi nokkumtíma gefið út fyrirskipun um vægð- arlausan lofthemað í Póllandi. Jóhann Hafstein cand. jur. og frú bomu heim frá útlöndum í gærkvöldi með Brúarfossi. Marsvínatorfan á Hvammsfjöru á Barðaströnd var að miklu leyti óseld í gær. Togarinn frá Pat- reksfirði, sem kom þangað á dög- unum, gat ekki tekið nema 50 hvali, og eina 30 tóku bændur í nágrenninu til heimilisþarfa. En um 100 voru óseldir í gær, að því er Hákon Kristófersson sagði blaðinu frá. Guðmundur Björnsson fyrv. sýslumaður, seni býr nú að Svarf- hóli í Sogamýri, hefir skýrt Mprg- unblaðinu svo frá, að hann hafi úr garði sínum þar innfrá fengið 58 kartöflur undan einu grasi.ÍI Hiúti . hann 34 þeirra, eu -fh^ígaí Frá Kaupmannahðfn PRAMH. AP ÞRJÐJU SÍÐU. menn í gamni, þegar fín frú ók í einkabíl upp að Angleterre. Sendiherrar fengu að halda bif- reiðum sínum. Jeg varð svo fræg- ur að koma upp í eina þeirra, reyndar ekki með diplomatfrú, heldur með sendiherra okkar og syni hans. Hitt sem( athygli vakti, og lang- mesta athygli, var það, að allar Ijósaúglýsingar hurfu. Og það var breyting á RáðhúsplásSiun, Vesturbrú og Strykinu, því að varla er til pláss, sem er skreytt fagurlegar en þessi partur Kaup- mannahafnar. Svo kom atburður, sem sló skugga yfir. Loftsprengjum var varpað niður í Esbjerg, Engum hefir víst doftið í hug. að stríðsþjóðirnar væru að berj ast um Esbjerg. En þetta gat þó komið fyrir! Ogn stríðsins kom alt í einu inn fyrir bæjarvegginn. Svo var flugritum dreift úr lofti yfir Suður-Jótland. Allir vissu, að þeim var ekki ætlað þangað. En þetta hefðu al veg eins getað verið sprengjur Öryggið í þeirri friðsælu Dan- mörku var horfið. Danir hafa brugðist rólega við stríðsfregnunum, en ómögulegt var að verjast þeirri tilfinningu, að þungt ský var að leggjast yf ir hinn glaðværa bæ, Kaupmanna- iöfn. Myrkrið á Ráðhiisplássinu var að seitlast inn í hugi fólksins. En hvað var um íslendingana í Ilöfn? Það var margt Um landann í Höfn eins og vant er, áður en ó- friðurinn hófst. En fregnirnar sópuðu þeim úr öllum áttum, svo að varla varð þverfótað fyrir Deiin. Og þeir sópuðust saman á Ráðhiisplássinu. Ekki þurfti ann- að en setjast fyrir framan B. T., Dá gengu þeir í hópum þar fyrir framan. Flestir voru eitthvað að hugsa um heimferð, en mörgum DÓtti samt sýnilega gaman að vera hjer þessa sögulegu daga. — Jeg var staddur í Winnipeg þeg ar stríðið byrjaði 1914, og bar ósjálfrátt saman Winnipeg þá og Kaupmannahöfn nú. Það var ó- líbt. Þar varð þýska ræðismanns- skrifstofan fyrir árás sama dag og svo mátti heita að hver maður æri með steytta hnefa, Stórfljót af bifreiðum flæddi niður eftir Portage Avenue til stórblaðanna og allir virtust fullir heiftar. Hjer kom þetta eins og stór- fregn, en alvaran seitlast inn smátt og smátt. Öllum virðist ljóst að nú fara ógurlegir tímar í hönd. Og Danmörk liggur óneitanleg'a svo nærri viðburðunum, að ómögu legt er að horfa fram á veginn öðruvísi en með ugg og ótta. Þýskalandsfararnlr komnir heim „Brúatloisi^ fagnað Kaupsýslutíðindi, nr. 27, IX. árg., eru komin út. Þau flytja grein um fall sterlingspundsins og gengi íslensku krónunnar, Ráð- stafanir vegna styrjaldarinnar, ýmsar iniilendar frjettir, Frá Bæjarþingi Reykjavíkur, afmæl- isgreinar um Lárus Fjeldated hrm. g Pjetur G, Guðmundsson o, fl. Kaupsýslutíðindi eru ®e|iní]út %£ pplývsingask^if- ..gt vinnurek- eg ; ábyrgðaryiað;, voru á við^bestu útsæðískariö£rur.”ir ritsins er Geir Gnnnarsson. Brúarfoss er fyrsta skip Eim- skipafjelagsins, semi kemur til landsins, eftir að stríðið braust út. Hánn kom hingað í gær með fullfermi af vörum og um 100 farþega. .? .1 Meðal farþega voru knatt spyrnumennirnir, sem fóru til Þýskalands. Þeir komu allir með Brúarfossi, nema fararstjórinn. Brúarfoss lagði af stað frá Höfn 9. þ. m. Gekk ferðin að öllu leyti vel. Hann fekk leiðsögumann í Kristiansand í Noregi og var síðan siglt innan skerja alla leið norður fyrir Bergen. Bar ebkert til tíðinda á leiðinni, sem minti á stríðið, annað en það, að á milli Færeyja og íslands sást enskt herskip, er fylgdist með Bniarfossi spölkorn, en sneri við, er það sá þjóðarmerkin á skip inu. ) FjÖldi fólks var á hafnarbakk- anum, er Brúarfoss lagðist að, Var knattspyrnumönnunum sjer- staklega fagnað. Forseti í. S. í. bauð þá velkomna, en þeir sungu ættjarðarljóð og heilsuðu með húrrahrópi. Skömtunin PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. vandlega, að stofnarnir glatist ekki. Tala heimilisfólksins skal og piiðast við 16. þ. m. Menn sem dvelja fjarvistum frá heimili sínu, skulu ekki taldir með, heldur skal tilkynna allar hreytingar á heim- ilunum jafnóðum og þær verða, til úthlutunarskrifstofu Reykja- víkur bæjar, Tryggvagötu 28, sem og bústaðaskifti. Fólk sem dvelur á sjúkrahús- um, svo og starfsfólk það, er þar er í fæði, skal ekki talið þar sem Dað býr, heldur á sjúkrahúsinu. Sama gildir um hörn í heimavist Reykjaskóla, vistmenn á dvalar- heimilum, svo sem Elliheimilinu, og starfsfólk á þessum: stöðum, er borgar þar að staðaldri. Þess má og geta, að vörubirgð- ir, sem fólk kann að eiga, verða ekki dregnar frá við þessa fyrstu úthlutun. Þeir, sem eiga svo mikl- ar birgðir af hinum tilgreindu vörutegundum, að þeir kæri sig ekki um matvælaseðla nú, verða semt sem áður aS afhenda skýrsl- ur við þessa úthlutun. Auk hinnar almennu úthlutunar verður veittur aukaskamtur af rúgmjöli í slátur, sem samsvarar tveim kg. í hvert slátur. Skulu Deir, er kaupa slátur, sýna versl- un þeihri, er þeir skifta við, vott- orð frá seljanda um sláturkaupin, og veitir vottorSið þeim rjett til að fá þenna aukaskamt. Þeir, sem þegar hafa aflað sjer úgmjöls í slátur, en ekki notað pað... enn, skulu telja það með bn’g&um, sínum, en framvísa á út- Illuíunai’ski’ifstofu bæjarins vott- círði Jrá seljaflda, .mm sláturkaup sín, þegar þau hafa farið fram. w I Þýskalandi - og þaðan PRAMH. AP FIMTU SÍÐU. skyldi næsta sunnudag-. Var búið að kaupa farseðla til Lii- beck, en vegna ástandsins var ekki haldið lengra en til Ham- borgar og ákveðið að fara í býtið um morguninn til Hafnar og fara heim með Brúarfossi. Þrír menn voru sendir strax um kvöldið með næturlest tií Hafn-* ar, það voru Ólafur Sigúrðsson* Jóhannes ! SBergisteinsúon og undirritaður. Áttum við, að sjá um að fá húsnæði fyrir flokk-> inn í Höfn og ef mögulegt væri að útvega J leik við eitthverfc Hafnar knattspyrnufjelaganna. í Kaupmannahöfn hittum, við sjera Friðrik Friðriksson og’ fyrir milligöngu hans og kunn- ingja Ólafs Sigurðssonar fekk knattspyrnuflokkurinn ókeypis húsnæði í húsi K.F.U.M. í Val- by. Sjera Friðrik ljet sjer mjög ant um að piltunum liði sem best og m. a. gaf hann flokkn- um einu sinni máltíð. Lögðum við svo loks af stað þann 7. þ. mán. Piltarnir hafa allir staðið sig vel í þessari ferð, verið reglu- samir, stundvísir og verið ró- lyndir, þegar eitthvað hefir bjátað á. Stjórn flokksins hef- ir farið prýðilega úr hendi hjá þeim Gísla Sigurbjörnssyni og Ólafi Sigurðssyni, sem aðstoðað hefir Gísla við fararstjórnina. Leikarnir báðir töpuðust að vísu, en það voru drengilegir Jeikir, og allir voru sammála um að hinn rjetti íþróttaandi hafi ríkt á velli, sem og í ferða- laginu yfirleitt. HEIMA ER BEST — Knattspyrnuför Vals og Vík- ings lauk á annan hátt en búist var við í upphafi. Vafalaust íefði hún orðið skemtilegri ef alt hefði verið með feldu. — Hvað sem stjtórnmálum við- cemur, getum við þátttakend- ur þessarar farar verið þakklát- ir gestgjöfum okkar. Við feng- um lítið tækifæri til að læra mattspyrnu eins og tilætlunin var með þessari för, en við !ærðum annað, sem vafalaust hefir þroskað okkur marga, — við lærðum, að það er ekki al- menningur í löndunum sem vill ófrið, heldur er slíkt fáðgert og afgert á stjórnarskrifstofun- um. Af síldveiðum fyrir norðan komu í gær Hermóður og Geir goði og Vestmannaeyjabátarnir Þorgeir goði, Óðinn og Ófeigur II. Ægir, mánaðarrit Fiskifjelags íslands, 8. tölublað, er nýlega komið út og flytur mikið og fjöl- breytt efni. M. a. Hugleiðingar um breytingar á lögnm Fiskifje- lagsins eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Löndunartækin á Dagverðareyri eftir Sigurð Krist- jánsson alþm., Frjettir frá ver- stöðvunum, Brlendar frjettir o. fl. Þá er og í ritinu minst tveggja látinna manna, er unnið hafa sjó- mannastjettinni gagn, Sigurðar Sigurðssonar skálds , frá Arnar- . holti og Jóns Sturlaugssenar hafnsögumanns á Stokkséyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.