Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 m ay I I ■ I ■ .................ihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiii.iiihiiihiiiiiii.uiiiiui Ofriðarblikan yfir|KoiaskamturtiiI Kaupmannahöfn I mánaðar í senn I Hvernig Danir tóku styrjaldar- fregnunum Samtal við Magnús Jónsson prótessor BRÚARFOSS er fyrsta skipið, sem hingað hef- ir komið síðan styrjöldin hófst. Þó menn hafi hjer getað fylgst með aðalatburðunum, hafa fáar sagnir borist af því, hverjum breytingum daglegt líf manna hefir tekið í þeim löndum, sem nærri eru skelfing- um ófriðarins. i Skólahaldið verður stytt Kenslumálaráðherra hefir nti fyrirskipað, að skólahald eftirtaldra skóla verði stytt sem hjer segir: Kensla í öllum gagnfræðaskól- um, sem njóta styrks lir ríkis- sjóði, svo og Háskólanum og Við- skiftaháskólanum, fellur niður í janúarmánuði. Mentaskólinn í Reykjavík byrj- ar 10. októher í stað 20. sept- Mentaskólinn á Akureyri byrjar 20. okt. í stað 1. okt. Kennaraskólinn byrjar 1. nóv. í stað 1. október. Magnús Jónsson prófessor Fregnaði blaðið hann um lífið í 1 talið hjer á eftir. Það var ekki ómerkilegt að sjá, sagði Magnús, hvernig Kaup- mannahöfn brást við fyrstu ófrið- arfregnunum. Þær urðu þess valdandi, að jeg varð að bíða eins og aðrir, sem með Brúarfossi áttu að fara, og þá var ekki annað að gera en ganga um og athuga. Síðustu dagana á undan stríð- inu ljetu menn sjer hægt. Blöðin höfðu gleiðletraðar fyrirsagnir, en menn kippa sjer ekki svo mjög upp við það. „Skyldi nú verða stríðf' sögðu menn, sem mættust á förnum vegi, til-þess að hefja samtal. Og svör- in voru misjöfn. En í rauninni held jeg, að menn hafi varla trú- að því. Á hinn bóginn heyrði jeg á mörgum, að þeir vildu að nú yrði stríð. „Það kemur að því, og eftir hverju er þá að bíða?“ sögðu sumir, og- það engir angurgapar. Svo kom 1. sept. með fyrstu fregnirnar. Berlingske Tidende setti stór- eflis spjald á hornið hjá sjer. Og yfirleitt virtist mjer það hlað taka völdin í stríðsfregnunnm, líkt og Morgunblaðið gerir hjer. „Danzig hefir gerst þýsk og Hitler hefir veitt henni viðtöku", stóð þar með stóru letri. Fólkið hópaðist á Ráðhúspláss- ið, stóð og las. Menn hlupu um með fregnmiða. Aukaútgáfur af blöðunum voru rifnar út svo fljótt, að allir blað- salar settu met sitt. En ró var yfir öllu, enginn ofsi. Það var frjettalöngun. Það var gaman að standa við glugga á Palaee Hotel og horfa yfir Ráðhúsplássið um kl. 5. Þó að plássið sje stórt, tók það ekki mannfjöldann og umferðina. Allir hqrfðu á spjöldin og í gluggana. Jeg gekk fram h-já matsölustað á, Vestnrbrú. Fólk stóð eins og sild í tunnú á stjettinni fyrjr framán opnár dyr« Þar vár há- talari fyrir innan og Hitler var að halda ræðu. meðal farþega á Brúarfossi. þessa síðustu daga. Fer sam- Allir hátalarar voru umsetnir. Á öllum veitingahúsum voru há- talarar, og radiofrjettirnar voru bókstaflega talað gleyptar. Hvernig sem stóð á þagnaði alt. Menn hættu að eta eða drekka eða tala. Allir lögðu eyrun við og reyndu að missa ekkert orð. Hvernig voru fregnirnar ? Þær voru nálega eingöngu hlut- laus upptaka hernaðartilkynning- anna. Þýsku fregnirnar voru hirt- ar alveg orðrjettar. Hvernig tóku menn því, er Eng- lendingar og Frakkar fóru í stríð- ið? Það virtist vekja alveg almenn- an fögnuð. Danir halda hlutleysi sitt út í æsar, en ekki virtist mjer vafi, hvoru megin hugur þeirra var. Á kvöldin fyltist Ráðhúsplássið svo, að lögrgelan átti fult í fangi með að stjórna umferðinni. En Danir eru nú þessi einstöku prúð- menni, að hvergi kom til árekstra. En um ráðstafanir þeirra sjálfra? Þingið var kvatt saman, en ekki virtust menn sinna því mik- ið. Og þegar lögunum tók að rigna niður, tóku menn því alveg ró- lega og hljóðalaust, Mesta athygli vakti tvent. Ann- að var það, að allir einkahílar hurfu úr umferð. Yar þá ekki gott að fara um göturnar ? Jú, í vissu falli. En nú jókst, reiðhjólaplágan um allan helm- ing. Eins og kunnugt er, er Kaup- mannahöfn mesti reiðhjólabær ver- aldarinnar, en nú tók út yfir all- an þjófabálk. Reiðhjólin voru eins og þung elfa á Óllum götum. Og það sem út yfir tók var það, að nú komu márgir á reiðhjól, sem voru óvanir. En Danir taka öllu vel. Stór- laxarnir lögðu bílunum og stigu á reiðhjólin sín. Blöðin birtu myíidír af þéim t'l gamans. „Þarna er dipIomatfrú“, SDgðu ------- ; ,.."3/- ’J FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Aðeins ðþarfa akstur bannaður Forstjórar bifreiðastöðvanna hafa orðið þess varir, að almenningur í bænum hefir mis- skilið að nokkru leyti ákvæði bensínreglugerðarinnar. Ýmsir líta svo á, að ef þeir panta sjer bílfar á einhverri bifreiðastöð t. d. til innanbæjaraksturs, þá þurfi þeir að geta sannað það, að aksturinn sje þeim nauð synlegur, annars geti þeir átt það á hættu að lögreglan stöðvi þá á leið þeirra. Það er aðeins akstur einka- bifreiðanna, sem er bannaður. Leigubifreiðar mega aka, eftir því sem um er beðið — nema það sje alveg sýnilegt, að um fullkomlega óþarfan akstur sje að ræða. Þá er það stöðvanna, eða bifreiðastjóranna að sjá um að komast hjá slíkri óþarfa bensín eyðslu. En ýmsir virðast hafa skoðað ökubann bifreiða víðtækara en það er, og orðið fyrir óþæg- indum fyrir þær sakir. Annað mál er, að það er vitanlega æskilegt, að menn geri sjer það að skyldu, að draga sem mest úr bensíneyðslu allri. Hugul- semi í þá átt sýnir, að menn vilja standa saman um þann sparnað, sem þjóðinni er nauð- synlegur. Ferð „Lym" til Noregs Danska háskólafólkið, sem fór heimleiðis frá íslandi með Lyru á dögunum, skýrir frá því í blöðum, að heimförin hafi orðið tálsvert viðburðafík, en alt gengið slysalaust. Lyra var fjórum sinnum stöðvuð af enskum herskipum, og nokkru fýrir sunnan Þórshöfn flugu 2 lefuskar- árásarflugvjelar stund- arkorn yfir skipinu. I Ný reglugerð um | J miðlun kola | lirilHHIIIIIHHIIIHiHHHIHUHHIHIHHIIIItllill! IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIim SÍÐDEGIS í gær gaf ríkisstjórnin út reglugerð um sölu á kolum til húsa. Samkvæmt reglugerðinni mega kolaverslan- ir ekki selja meira magn af, kolum til húsa en sem svarar til mánaðarnotkunar og eigi til annara en þeirra, sem venjulega skifta við þær. Þar sem þessi nýa reglugerð snertir svo mjög allan almenn- ing, ekki síst hjer í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, telur Morgunblaðið rjett að birta hana í heilu lagi. En það er nú svo um þessa reglugerð, sem aðrar að alt veltur á framkvæmdinni. En á því ríður e. t. v. meira en nokkru öðru, að í miðlun kola verði stranglega fylgt reglunni: Eitt yfir alla! Reglugerðin er svohljóðandi: Leiðbeiningar um skðmtunina i Reykjavfk Uthlutun matvælaseðla til íbúa lögsagnarumdæmis Reykjavíkur fer fram á morgun og sunnudag í barnaskólunum fjórum, og skulu menn mæta í skóla þess skólahverfis, er þeir búa í. Undanfarna daga liafa verið hornar í öll hús í bænum skýrslur um tölu heimilisfólks og hirgðir af nokkrum vörutegundum: Rúg- mjöli, hveiti, haframjöli, hrís- grjónmn (og öðrum kornvörmu), kaffi, sykri og kolum. • Ber heimilisfeðrum að tilgreina alt heimilisfólk sitt með fullum nöfnum og fæðingardag, en til lieimilisfólks teljast allir þeir, er borða og húa á sania stað. Hins- vegar skulu allir einstaklingar, sem horða annarsstaðar en þeir búa, eða matbúa fyrir sig sjálfir, gefa skýrslu fyrir sig eina. Allir, sem hafa eitthvað fyrir- liggjandi af ofannefndmn vöru- tegundum, á heimili sínu eða ann- arsstaðar, skulu tilgreina þær á skýrslunni. Skýrslurnar skulu vera sam- viskusamlega útfyltar, að viðlögð um drengskap. Þeir, sem gefa rangar npplýsingar, verða látnir sæta ábyrgð. Skýrslumar um vörubirgðir skulu miðast við 16. þ. m. Mat- vælaseðlarnir, sem úthlutað verð- ur, gilda fyrir það, sem eftir er af september. Er hverjum heimil- ismanni eða einstakling ætlaður einn matvælaseðill. Stofninum (með nafni og heimilisfangi) ber að skila við næstu úthlutun. ‘Gegn afhendipgu hans verður úthlutað matvælaseðlum fyrir næsta mán- i;ð. Menn verða því að gæta þess :t'íf* ' * ; ,r;. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. 1. gr. Kolaverslanir mega ekki selja meira magn af kolum til húsa (hitunar eða matgerðar), en sem svarar til mánaöamotkunar, og eigi til annara en þeirra er venjulega skifta við þær. Hafi kolaverslunin engin kol hauda viðskiftamönnum sínum, en önnur kola verslun er á staðnum, gefur sú fyr- nefnda viðskiftamanni sínum vottorð um að hann sje hennar venjulegur við- skiftamaður og tilgreinir mánaðamotk- un hans. Er öðrum kolaverslunum heim- ilt að afgreiða kol gegn afhendingu. þessa vottorðs. 2. gr. Einstaklingum og stofnunum. ei bannað að kaupa kol nema fyrri birgðir sjeu þrotnar og þá eigi meir en svo að birgðir sjeu til eins mánaðar. 3. gr. Allir þeir, er versla með ko!, skulu 16.—17. sept. 1939 senda skömt- uiiarskri fstofu ríkisins skýrslu um. birgðir sínar. 4. gr. Á öllum þeim stöðum, seirr verslað er með kol, skal hlutaðeigandi dómari tilnefna einn mann til þess að vera eftirlitsmann með kolaverslunum á staðnum. Getur hann veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. gr. reglugerðar þessarar t. d. þar sem staðhættir eru þannig, að erfitt er með aðdrætti mán-t aðarlega. Eftirlitsmaður skal halda gjörðabók þar sem skráðar eru allar þær undanþágur, sem gefnar verða. Áfrýja íná ákvörðunum hans til skömt- unarskrifstofu ríkisins. 5. gr. Hreppsnefndum og hæjar- stjómum er skylt að aðstoða eftirlits- manninn eftir því, sem þörf gerist um upplýsingar um kolaþörf, kolahirgðir o. s. frv. G. gr. Þóknun eftirlitsmannsins á- kveður hlutaðeigandi bæjarstjóm eða sýslunefnd og greiðist hún úr hlutað4 eigandi bæjarsjóði eða sýslusjóði. 7. gr. Brot á reglugerð þessari t'arða sektum alt að kr. 10,000,00, og skal farið með mál út af þeim sem al- menn lögreglumál. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Ríkisstjórn Islands, 14. sept. 1939. Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors. J;.kob Möller. Hermann Jónasson. Gaskolaskipið Flutningaskipið, sem er með kolafarminn til Gasstöðvar- > innar, lagði af staö frá Englandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.