Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. sept. 1939. « ----------IflorgírcMaðið ......................— Útgef.: H.t. Árvftkur, ReykJaTlk. Rltstjörar: Jðn KJartanuon og Valtjr Stef&muon (AbyrcðarnaOnr). Auslýsinffar: Árnl Óla. Rltstjörn, ausiysinsar o* afrrslQsla: Austuratneti S. — lllnl 1*00. ÁskriftarKjald: kr. 1,00 * n&nuSl. í lausaaöiu: 15 aura etntakíC — Sf aura naO LacbCk. MIÐLVN HITANS AÐ sem mestri áhyggju veld- ur meðal alls þorra Reyk- víkinga um þessar mundir er, hversu takast muni að fá hituð upp húsin í vetur með kostnaði, sem almenningur getur risið und- ir. — Ef svo vel tekst að Hitaveitan haldi sinni áætlun og hún komi til framkvæmda á áramótum 1940— 1941, þá er það rúmt ár, sem Reykjavíkurbær þarfnast hita á annan hátt. Spurningin er þá sú, hvaða möguleikar verði til þess, að afla hitans við viðunandi verði, yfir þetta tímabil. ★ Þessa dagana fer fram könnun 'kolabirgða hjá húsráðendum í ihænum og einstaklingum. Þegar þtessar skýrslur eru komnar, og kolaverslanir hafa gefið upp sínar hirgðir, fæst fult yfirlit yfir þær ikolabirgðir, sem til eru í hænum. iEn nú mun ,'talsverðu af þeim 'hirgðum, sem kolaversianir hafa, vera ráðstáfað út úr bænum og verður að draga þær frá, til þess ■••að fá gl'ögt yfirlit yfir þær birgð- iiir, sem ætlaðar eru til notkunar í hænum. IÞegar fengið er glögt yfirlit um þetta verður næsta skrefið íþað, að fá upplýsingar um kola- þörf húsa og heimila í bænum. Þegar svo búið er að fá upplýs- tingar um þetta, er auðvelt að sreikna út, til hve langs tíma þau ikol endast, sem nú eru til í bæn- :um, bæði hjá einstaklingum og Jrolaverslunum. Þá verða stjórn- •tarvöldin að sjá til þess, að miðla kolunum þannig, að þau gangi jafnt til allra. Margir einstaklingar hafa án 'efa birgt sig upp af kolum til ilangs tíma. En ef rjettlæti á að ríkja, verður að sjá til þess, að þessir menn verði að engu leyti betur settir en hinir, sem hafa hlýtt þeirri skipun valdhafanna, að birgja sig ekki upp. Að öðrum ikosti væru valdhafarnir, með fyr- iírskipunum sínum beinlínis að stuðla að því, að hinir efnuðu fengju tækifæri til að kaupa upp ikolin, meðan þau eru í lágu verði, æn hinir fátæku fengju ekki neitt ífyr en dýru kolin koma. Slík ráð- stöfun væri svo hróplegt ranglæti, að það yrði með engu móti þolað. IHjer verður sama reglan að rgilda og um matvælin, sem skömt- mð verða, að eitt gangi yfir alla. Ef þessari reglu verður stranglega fylgt í einu og öllu, þá hefir eng- inn annan að öfunda og enginn .upp á annan að klaga. ★ Þegar búið er að fá vitneskju um, til hve langs tíma þær kola- birgðir endast, sem nú eru fyrir- iiggjandi í bænum, verður næsta skrefið það, að finna úrræði til ■ þess, að spara kolin sem mest, svo að þau geti enst sem lengst. Þar getur rafmagnið komið til góðrar hjálpar. Vitanlega er sjálfsagt, áð nota rafmagnið til hitunar í húsum eins og mögulegt er. Fróðir menn segja, að Reykjavíkurbær hafi til umráða um 4000 kw. af rafmagni, sem nota mætti til upphitunar í húsum að næturlagi. Þetta raf- magn er hægt að selja með vægu verði. Ei sjeð er um það, að þessu rafmagni verði miðlað jafnt milli húsa í bænum, spara mjög mikið af kolum. En til þess að hægt verði að nota rafmagnið til hitunar í hús- um að næturlagi, þurfa tæki (ofn- ar) að vera til í húsunum. I mörg- Vivax segir frájferðalagi knattspyrnumannanna í ÞÝSKALANDI og þaðan um húsum eru þessi tæki til og mikil eftirspurn er nú eftir ofnum hjá verksmiðjunni í Hafn- arfirði. Verksmiðjan hefir enn tals- vert efni til að vinna úr, en ekki nóg. En efnið kaupir hún í Noregi og er því von til þess, að það fá- ist áfram. Verða öll stjórnarvöld að stuðla að því, að ekki verði hörgull á efni í rafmagnsofna, því að á því veltur það, að unt verði að hagnýta rafmagnið til hins ýtrasta. ★ Ef þess verður stranglega gætt, að láta eitt yfir alla ganga í rniðl- un kola og rafmagns til hitunar, eru allar líkur til þess, að Reýk- víkingar geti sloppið við að kaupa mikið af dýrumi kolum. En sú von byggist vitanlega á því, að Ilita- veitan komi á tilsettum tíma. Við finnum það best nú, Reyk- víkingar, þegar stríðið er skollið á, hvers virði Hitaveitan er fyrir þenna bæ. Standi stríðið lengi yf- ir getur vitanlega farið svo, að kolaverðið komid i.pp í 100—200 —300 kr. tonnið. Ilvað verða jjeir þá margir, baíjarbúar, sem hafa ráð á að hita i.pp ]jús sín? Við vonum öll, að sií blessun fylgi þessu bæjarfjelagi, að Hita- veitan verði komin upp í lok næsta árs. En það eru ekki aðeies Reykvíkingar, s:*si myndu njóta góðs af Hitaveitunni. Fyriv þjóð- ina í heild yrði þetta hið mesta happ, því að Hitaveitan myndi á stríðstímum spara þjóðinni milj- ónir króna í erlendum gjaldeyri Reykvíkingar þurfa engu að kvíða, ef þeir fá vissu fyrir þvi, að Hitaveitan kemur á tilsettnm tíma. Ef stjórnarvöld ríkis og bæjar gera sína skyldu og sjá tu þess, að rjettlátlega sje miðlað kolum og rafmagni, mun alt slampast af sæmilega, En bæjar- búar munu fylgjast vel með gerð- um valdhafanna í þessu efni og öllum frainkvæmdum hjer að lút- andi, því að krafa þeirra er: Eitt yfir alla! Knattspyrnuför Vals og Víkings til Þýskalands 1939 hefir fyrir margra hluta sakir orðið hin sögu- legasta og eitt æfintýraleg- asta ferðalag, sem íslenskir íþróttamenn hafa lent í. Það mtV segja, að við höfum orð- ið að flýja frá Þýskalandi, þó „flóttinn“ gengi vel og skipulega! Fyrstu dagana sem við vor- ma | um í Þýskalandi, datt engum okkar ófriður í hug. Þeir, sem eitthvað hugsuðu um stjórnmál þóttust í rússnesk-þýska sátt- málanum sjá friðarboða, enda var það og skoðun Þjóðverja sjálfra. Yið það bættist svo, að svo að segja hver einasti maður er við áttum tal við sagði: ,,Það kemur ekkert stríð. Foringinn sjer um það.“ Síðustu orðin, sem jeg heyrði af vörum Þjóð- verja áður en jeg fór að sofa um kvöldið þann 31. ágúst voru þessi: ,,Góða nótt. Þjer getið sofið rólegur, það verður ekkert stríð.“ — Klukkan fimm um morguninn voru bardagar byrjaðir á austurvígstöðvunum. Mörg fleiri dæmi mætti nefna því til sönnunar að almenningur í Þýskalandi trúði alls ekki að til stríðs kæmi. Fyrstu merki þess, að ekki væri alt með feldu, urðum við Islendingarnir varir við í landa- mæraborginni Trier. Við kom- um þangað föstudaginn 25. ág Var tekið á móti okkur með virktum af borgarstjóra og föru neyti hans. Knattspyrnupiltunum var til- kynt að þeir ættu að æfa sig klukkan 10 á laugardagsmorg- un. En í stað knattspyrnuæf- ingar var hraðað undirbúningi til að komast frá Trier. Hefi jeg í annari grein lýst brott- förinni og ferðalaginu til Duis- bnrg. Fram að þessu höfðu móttök- urnar í Þýskalandi verið hinar prýðilegustu í alla staði. Ekk ert skorti á fullkomna gestrisni og höfðingsskap. Við bjuggum á bestu gistihúsunum og mestu fyrirmenni hverrar borgar, sem við komum í keptust um að gera okkur til hæfis. Aðalleiðsögu- >menn okkar voru þeir dr. Er- bach, íslandsvinurinn góðkunni, þjálfari Víkings Buchloh og herra Geilenberg, framkvæmd- arstjóri Gau Niederrein, þar til hann var kallaður til herþjón- ustu. Þeir tveir fyrnefndu skyldu ekki við okkur fyr en á járnbrautarstöðinni í Ham- borg, er við fórum heim. stökustu vandræðum hvað þeir ættu við okkur að gera. Við vorum um þessar mundir eini útlendi íþróttaflokkurinn í landinu, því aflýst hafði verið öllum íþróttamótum, sem út- lendingar tóku þátt í og áttu að fara fram sunnudaginn 27. ág. Eftir að hafa ráðfært sig við yfirvöldin í Berlín, var á- kveðið að við hjeldum áfram ferðalagi okkar um Þýskaland. Við sjálfir gátum lítið fylgst með í alþjóðastjórnmálum, þar sem frjettir þýsku blaðanna voru mjög takmarkaðar. Auk þess vorum við gestir í landinu og gátum ekki farið að hlaupa til Hafnar meðan ait var í ó- vissu um hvort yrði stríð eða friður. Það munu því allir hafa verið sammála fararstjóranum, Gísla Sigurbjörnssyni, er hann ákvað að vera í Þýskalandi svo lengi sem ekki brytist út stríð, eftir að hafa fengið loforð f/á Berlín um að undir öllum kring umstæðum yrði flokknum sjeð fyrir farkosti til landamæranna. Enda fór það svo, að þegar bardagarnir hófust á austur- vígstöðvunum og auðsjeð var að Dettifoss — sem við ætluðum heim með — kæmi ekki til Hamborgar, greiddu Þjóðverjar ferðakostnað fyrir flokkinn til Kaupmannahafnar, þó samning- ar við þá hefðu aðeins verið að sjá um okkur til landamæranna Björgunarskipið Sæbjörg kom hingað til bæjarins að norðan og vestan í fyrrakvöld. Sæbjörg hef- ir liaft aðalbækistöð sína á Siglu- firði síðan í maí í sumar, verið við vörslu, í síldarleit, farið með berklayfirlækni í berklaeftirlits- ferðir o. fl. Frá Trier hjeldum við til Duisburg og þó ekki væri brot ist út stríð, var augsýnilega iriklu verra fyrir Þjóðverjana -ð hugsa um okkur en áður Ekki vantaði þó viljann til að láta okkur líða sem best, en vafalaust hefir sannleikurinn verið sá, að þeir hafa verið í SKEMTILEGUR LEIKUR Loks fengum við svo kapp- leik, miðvikudaginn 30. ágúst. Tveim leikjum hafði verið af- lýst, í Trier og Krefeld. Liðið, sem keppa átti á móti okkur var talið afar sterkt. I Bremen eru um 1600 virkir knattspyrnu menn í elsta aldursflokki og það var 11 manna úrval úr þessum stóra ;hóp, sem keppa átti á móti okkur. Meðal kappliðs- manna voru þrír stórfrægir knattspyrnumenn, sem oft hafa kept í landsliðum Þýskalands, Það voru þeir Tribulski, Hundt og Heidemann — Tribulski hefir þrisvar sinnum kept í landsliði. Hann er úr „Schalke 04“. Hægri bakvörður Hundt, hefir átta sinnum kept í lands- liði og ljek meðal annars í landsliði með Buchloh 1935 og 1936. Heidemann, hægri útfram herji er frá Bonn. Hann kepti m. a. í landsliðinu á móti Itöl- um 1934. Kappleikurinn í Bremen fór fram á Stadion, sem er nýr í- þróttavöllur og er þar rúm fyrir 30 þúsund áhorfendur. Leikur- leikið betur og hefðu því átt að vinna. Enginn ágreiningur var um, að besti maður á vell- inum hefði verið Ellert Sölva- son á vinstra kanti, enda Ijek hann með ágætum og hefir sjaldan tekist betur upp. VIÐ HITTUM LANDA Það þykir venjulega viðburð- ur þegar Islendingar hittast í erlendri borg (annarstaðar en í Höfn!) og rjett áður en farið var út á Stadion í Bremen tfl að keppa, hittum við landa, sem lent hafði í mestu hrakn- ingum. Það var frú Maja ÓI- afsson og sonur hennar þriggjía. ára. Frú Maja er gift spænsk- um manni og á heima í Barce- lona. I sumar hefir hún dvalið heima og í Danmörku, en fór frá Bremen 21. ág. með haf- skipinu ,,Postdam“ áleiðis til Barcelona. Þegar „Postdam“ átti eftir 12 stunda siglingu til Barcelona fekk skipstjóri skip- un um að snúa við og leita til þýskrar hafnar, sem fyrst. En til þess að komast til Þýska- lands fór skipið í ótal króka og fór alla leið norður undir Vest- firði á Islandi. Farþegarnir á skipinu uyðu að fara í land í Bremen, og- fengu ekkert endurgreitt af fargjaldinu. Frú Maja var í hin- um mestu vandræðum að kom- ast til Spánar, því ekki var hægt að komast landleiðina. Hún komst þó loks fyrir milligöngu spænska ræðismannsins í Brem- en með kolaflutningaskipi til Bilbao. Á eftir kapleiknum var okk- ur tilkynt að íslensk stúlka óskaði að tala við okkur. Var það ungfrú Sigríður Axelsdótt- ir, er stundar verslunarfræði- nám þar í borg. Hún var gestur okkar um kvöldið í samsæti, sem haldið var eftir kappleik- inn. FERÐLAG, SEM EKKERT VARÐ ÚR Okkur hafði verið tilkynt að daginn eftir kappleikinn ættum við að fara til Bremerhaven, sem er 60 km. frá Bremen og- að þar ættum við að skoða hið víðfræga hafskip „Evropa“. En sökum þess að ekkert farar- tæki fjekst, gat ekki orðið úr ferðinni og í stað þess var æft á Stadion og farið í bað í Wes- eránni á baðstað, sem er hjá. íþróttavellinum. TIL KAUP- MANNAHAFNAR Um hádegi á fimtudag 1. inn var vel leikinn af báðum sept. fórum við frá Bremen og liðum og stóð 0:0 í hálfleik, en endaði með sigri Þjóðverja 2:1. Þjóðverjar viðurkendu að ís- lendingarnir hefðu yfirleitt var áætlað að fara um Ham- borg til Lúbeck, þar sem keppa FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.