Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1939, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. sept. 1939. MORGUNBL A ÐIÐ 7 Telmðnyi og Páll ísólfsson Sæti Dómkirkjunnar voru þunnskipuð á kirkjuhljóm- leik þeirra Emils Telmányi og Páls ísólfssonar á þriðjudags- kvöldið, hvort sem nú er um að kenna stríðinu, eða áhuga- leysi á tónlist alment — og þá kirkjutónlist sjerstaklega. Tíðindi. voru það á þessum hljómleik, að hjer gaf að heyra íslenskt orgeltónverk í fyrsta skifti, Chaconne Páls Isólfsson- ar, sem menn muna, að hann ljek á norræna kirkjutónlistar- mótinu í Khöfn í sumar, og hlaut mjög lofsamleg ummæli erlendra tónlistardómenda fyr- ir. Verkið er samið um íslenskt (miðaldastef í dóriskri tónteg- und — og er það upphafsstef Þorlákstíða. Tónverkið er ágæt- lega bygt og mjög tilbreytinga- ríkt innan hinna þröngu skorða, er tónskáldið setur sjer sjálft, þar sem eru bæði Chaconne- formið og hin stranga miðalda- lega dóriska tóntegund. Viðfangsefni Telmányis voru flest eða öll tónlistarvinum hjer vel kunn: La folia eftir Corelli, D-dúr sónata Hándels, Cha- conne eftir Bach og að lokum Preludium og Allegro í Pag- nani-stíl, eitt þeirra fiðlutón-' verka, sem Kreisler gaf út fyrir allmörgum árum, undir nöfn- um ýmsra klassiskra höfunda. En það vakti talsvert umtal fyr- ir skemstu, er Kreisler gekst við því, að hafa sjálfur samið þessar tónsmíðar, sem tónlistar- heimurinn hafði möglunarlaust þegið fyrir góða og gilda klas- sik. Enda þótt færri væru áheyr- endurnir í Dómkirkjunni að þessu sinni, og engin fagnað- arlæti, held jeg að Telmányi hafi nú leikið af enn meiri sann- færingarkrafti, af ennþá meiri ,,intensited“ og eldi, en fyrra kvöldið í Gamla Bíó. Chaconne BaChs var í framsetningu hans ;stórfenglegt drama í tónum, laust við stað og stund. Bacb úreldist sannarlega aldrei, með- an til eru menn, sem geta leikið hann svona. E. Th. Ný bók eftir Grjetar Fells er væntanleg á bókamarkaðinn seint í þessum mánuði. Ber hún nafnið „Ilmur skóga“. Þetta er fyrsta bókin, sem samin hefir verið á ís- lenska tungu um Vedantaheim- spekina indversku. Að vísu fjall- ar bókin ekki eingöngu um þau fræði, en alt, sem í henni er, er þó Samið í anda þeirra. Boðskapur bókarinnar er fyrst og fremst hin háleita algyðistrii Austurlanda, og eru öll viðfangsefni mannsand- ans, sem tekin eru til meðferðar í bókinni, leyst í ljósi hennar. Ým- islegt í bók þessari mun koma mönnum á óvart og er sumt þess eðlis, að vestrænum hugsunar- hætti, sem stundum er nokkuð atirður og þunglamalegur, getur virst það of ljósvakakent. Bn bók in er, að því er höfundurinn segir, rituð fyrir hugsandi menn, sem þora að taka afleiðingum af rjettri hugsun. Skákþingið: r Islendingar r unnu Ira Samkvæmt einkaskeyti, sem Morgunbl. hefir borSst frá Buenos Aires, hafa Islend- ingar nú teflt við Ira í kepn- inni um forsetabikarinn, með með úrslitum, að Islendingar unnu 2VZ gegn 1 Vá- í fyrri hluta skákþings þessa unnu íslendingamir Ira með 31/2 gegn i/o. Að þessu sinni tapaði Baldur Möller fyrir O’Donovan á fyrsta borði.. Ásmundur Ásgeirsson gerði jafntefli við Kerlin á öðru borði. Jón Guðmundsson vann Mim- us á þriðja borði, og Einar Þorvaldsson vann Nash á fjórða borði. Islendingar hafa nú lokið við sjö umferðir af fjórtán í kepn- inni, um forsetabikarinn. — 1 þessum 28 skákum hafa íslend- ingar 2014 punkt, eða 73,21%, og má gera ráð fyrir að þeir sjeu enn efstir, eða með þeim efstu. Ef taldar eru allar skákirnar, sem Islendingar hafa teflt á ‘þessu skákþingi (líka fyrri hlutinn), þá hafa Islendingar 331/2 punkt í 52 skákum, eða 64,42%. Allir þessir vinningar skiftast þannig á milli keppend- anna: Baldur Möller á fyrsta borði 7 punkta í 12 skákum, eða 58,33%. Ásmundur Ásgeirsson á öðru og fyrsta borði (einu sinni), 8I/2 punkt í 12 skákum, eða 70,83%. Jón Guðmundsson á þriðja og ö§ru borði (tvisvar) 8 punkta í 10 skákum, eða 80,00%. Éinar Þorvaldsson á fjórða og þriðja borði 4 punkta í 10 skákum, eða 40 % . Guðmundur Arnlaugsson á fjórða borði 6 punkta í 8 skák- um, eða 75,00%. 130 hvalir til Suður- eyrarstöðvar Til hvalveiðistöðvarinnar á Suðureyri voru á þessu sumri komnir 130 hvalir á mánudaginn var. Var fram- leiðslan orðin um síðustu helgi um 3000 föt af lýsi. En hval- kjöt var komið þangað 450 tonn. Hefir altaf fengist mark- aður fyrir hvalkjötið í Noregi til refafóðurs. Hvalirnir hafa yfirleitt ver- ið sóttir all-langt vestur í haf í sumar, þetta 100—130 mílur. En þegar svo langt þarf að gækja veiðina, er ekki hægt að nota hana eins vel eins og þeg- ar hún er nærtækari. I fyrra hættu hvalveiðamenn 1. september. En nú var ráðgert að halda veiðum áfram sem lengst. Er hætt við, að úr þessu sje tíð farin að spillast, svo lít- ið verði um veiði hjer á eftir. Dagbók I. O. O. F. 1 = 1219158'/2 = Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á S og SV. Skúr- ir. Næturvörður er í nótt í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Næturlæknir er í nótt Karl S. Jónasson, Sóleyjargötu 13. Sími 3925. Bifreiðastöðin Hekla, Lækjar- götu 4, sími 1515, hefir aksturinn í nótt. Búðum lokað. Öllum, sölubúðum (nema brauð- og mjólkurbúðum) verður lokað á morgun, samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar. Á )á að fara fram talning á vöru- birgðum í sambandi við skömtun- ina. Matvörukaupmenn lialda áríð- andi fund í Kaupþingssalnum kl. 10 í fyrramálið. Eru þangað boð- aðir allir matvörukaupmenn bæj- arins, hvort sem þeir eru í fjelagi matvörukaupmanna eða ekki. Hjónaband. Á morgun (laugar- dag) verða gefin saman í Osló fi'ú Editli Resberg og Herluf Clausen forstjóri. Brúðkaupið fer fram á lieimili brúðarinnar, Osc- arsgatan 53, Osló. ívar Guðmundsson blaðamaður (Vivax) kom heim með Brúar- fossi í ‘gær. Hann var sem kunn- ugt er með knattspyrnmnönnun- um í Þýskalandsförinni. Sigtryggur Klemensson lÖgfræð- ingur hefir verið ráðinn forstjóri Skömtunarskrifstofu ríkisins. Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður var meðal farþega á Brúarfossi frá útlöndum, ásamt konu sinni og dóttur. Línuveiðarinn Jökull frá Hafn- arfirði kom af síldveiðum fyrir Norðurlandi í fyrrinótt. Jökull mun aflahæstur af línuveiðurun- um í sumar, aflaði 9770 mál í bræðslu og 1800 tunnur í salf. Mótorbáturinn Snæfell kom til Hafnarfjarðar í gær af síldveið- um úti fyrir Skaga, með 24 tunn- ur síldar. Aflinn fór í Frystihús Ingólfs Flygenring og á að notast til beitu. f útflutningsnefnd hefir nú ver- ið fjölgað um tvo menn, svo að nefndin er nú skipuð fimm mönn- um. Þeir tveir, sem bættust við, eru Ólafur Johnson stórkaupm. og Skúli Guðmundsson alþm. Spegillinn kemur út á morgun, með forsíðumynd eftir J. S. Kjarval. Tónlistarskólinn verður settur í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 6. Baldvin Einarsson fulltrúi hjá Eimskip og frú hans voru meðal farþega með Brúarfossi. Söltun á Siglufirði þrjá síðustu sólarhringa hefir verið samtals 2394 tunnur. Alt úr reknetum, að Undanskildum 25 tunnum úr herpi- nót. Norskt veiðiskip frá Vestur- Grænlandi kom nýlega til Siglu- fjarðar. Hefir það stundað rost- unga- og hákarlaveiðar. Skipið hafði meðferðis tvo lifandi rost- ungsunga, 3—4 mánaða gamla. Fjárgirðing bæjarins verður smöluð á morgun. Eru fjáreigend- ur beðnir að mæta kl. 2 við girð- inguna. Drangeyjarsundið. Stjó£n í. S. í. hefir nú viðurkent tíma Hauks Einarssonar, sem besta árangur, er náðst hefir í Drangeyjarsundi, svo kunnugt sje. Farþegar með e.s. Brúarfossi frá útlöndum í gærkvöldi voru: Gísli Sveinsson alþm. og frú, Stefán Jóh. Stefánsson ráðh., Guð- rún Eiríksdóttir, Margrjet Sveins- dóttir, Soffía Pálma, Helga Sig- urðardóttir, Stella Gunnarsson, Carl Tulinius, Guðrún Tulinius, Hjalti Jónsson framkv.stj., Helgi Hermann Eiríksson skólastj., Kósa Kristjánsson, Agnar Þórðarson, Gunnar Guðjónsson skipam., Sól- veig Guðmundsdóttir, Unnur Dahl, Ásmundur Jónsson, Dulcía Ólafs, Runólfur Ólafs, Eygerður Björnsdóttir, Úlfar Jacobsen, Sveinn Ingvarsson, Ólafur Þórð- arson, Dídí Þórðarson, Dídí Her- mannsdóttir, Ásta Ólafsson, Guð- rún Þórðardóttir, Kristín Krist- jánsdóttir, Unnur Vilmundsdóttir, Þórunn Benediktsson, Guðrún Helgadóttir, Jenny Jónsdóttir, Einar Petersen, Halldór Sigfús- son, Kristinn Einarsson, Garðar Fenger, Ólafur Tryggvason, Vil- helm Stefánsson, Stefán Jónsson, Árni Björnsson, Guðmundur Guðnason, Sveinn Ólafsson, Jón Kristinsson, Gunnar Zoega, Jón- ína Jónsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Árnheiður Ilalldórsdóttir, Sigríð- ur Guðmundsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Jónsdóttir, Jónína Þorvaldsdóttir, Bergljót Sigurðardóttir, Ragna Rögnvalds- dóttir, Regína Eiríksdóttir, Kol- beinn Grímsson, Gunnar Ólafs, Dagbjartur Jónsson, Grímur Eng- ilberts, Pjetur Nikulásson, Ólaf- ur Tryggvason. Póstferðir í dag. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarn., Reykja- ness, Ölfuss og Flóapóstar. Þing- vellir. Þrastalundur. Hafnarfjörð- ur. Fljótshlíðarpóstur. Austanpóst ur. Akranes. Borgarnes. Snæfells- nespóstur. Stykkishólmspóstur. Norðanpóstur. Dalasýslupóstur. Súðin austur um í hringferð. — Til Rvíkur: Mosfellssv., Kjalarn., Reykjan., Ölfuss og Flóapóstar. Þingv. Þrastal. Hafnarfj. Meðal- lands og Kirkjubæjarklaustur- póstar. Akranes. Borgarnes. Norð- anpóstur. Útvarpið í dag: 20.30 Garðyrkjuþáttur. 20.50 Strok-kvartett útvarpsins leikur. 21.20 Illjómplötur: a) Lög leikin á ýms hljóðfæri. b) 21.30 Harmóníkulög. Úthlutun matvælaseðla. Allir íbúar lögsagnarumdæmis Reykjavíkur fá úthlut- að matvælaseðlum dagana 16. og 17. þ. m. (laugard. og sunnud.) samkv. reglugerð ríkisstjórnarinnar frá 9. þ. m. Heimilisfeður og einstaklingar, eða aðrir fyrir þeirra hönd, mæti annanhvorn þessara daga með útfyltar skýrsl- ur um heimilisfólk og vörubirgðir, sem sendar hafa verið í öll hús í bænum. Úthlutað verður í barnaskólunum f jór- um, og skulu menn mæta í skóla þess skólahverfis^ er þeir búa í. Skólahverfin takmarkast þannig: Til Reykjaskólahverfis telst alt fyrir innan Lauga- veg 165. Til Skildinganesskólahverfis telst Grímsstaðaholt og Skildinganesbygð. Skólahverfi Miðbæjar- og Austurbæjarskóla skiftast um eftirtaldar götur: Klapparstígur, Týsgata, óðinstorg, Óðinsgata og Urðarstígur. Skólahúsin verða opin frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. Menn eru ámintir um að hafa skýrslurnar greinilega og samviskusamlega útfyltar. Úthlutunarnefnd Reykjavíkurbæjar. mwB Jarðarför konunnar minnar VALGERÐAR EYÓLFSDÓTTUR, Aðalbóli á Akranesi, fer fram laugardaginn 16. þ. m. klukkan iy2 e. h. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu. Jón Benediktsson. Jarðarför konunnar minnar ÁSU HALLDÓRSDÓTTUR fer fram laugardaginn 16. þ. œi. frá Dómkirkjunni og hefst með húskveðju á heimili okkar, Flókagötu 12, kl. 1 e. h. Elías Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.