Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 8. des. 1939. Vonir Rússa um skyndistríð hafa brugðist Barist á tíu vígstöðv- um í Finnlandi Rússar reyna að sækja að Mannerhaim-viglinunni aftan frð Nota eiturgas! R Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. IJSSAR hafa lýst Finnland í hafnbann frá því á morgun, 8. desember. En samkvæmt finskum fregnum hafa Rúss- ár byrjað að framkvæma hafnbannið þegar í dag. Þýskt skip kom til hafnar í Finnlandi í dag og skýrðu skipsmenn frá því, að rússneskur kafbátur hefði skotið á það, er það var á leið inn í Botniska flóann um sundið milli Álands- ^yja og Finnlands. SÆKJA FRAM TIL BOTNISKA FLÓANS. Nánari fregnir haía borist í dag um vígstöðvamar í Finn- landi. Rússar halda uppi sókn á samtals 10 stöðvum á landamær- unum. Auk vígstöðvanna syðst á Kyrjálanesinu og nyrst við Pet- samo, eru 8 vígstöðvar milli Ladogavatnsins og Norður-Ishafsins. Hörðust er sóknin á þessum slóðum, fyrir vestan borgina Kantalachs, við Kantalachsfjörðinn í Hvítahafi. (Kantalachs er beint í suður frá Murmansk og eru járnbrautarsamgöngur á milli þessara borga) Hjer reyna Rússar að sækja í vestur til borgarinnar Torneá fyrir botni Botniskaflóans. Þeir eru með því að reyna að kljúfa S.-Finnland frá N.-Finnlandi og rjúfa samgöngur á landi milli Finnlands annarsvegar og Noregs og Svíþjóðar hinsvegar (Torneá er við suðurmörk hinna sameiginlegu landamæra Finn- lands og Svíþjóðar). Rússar segjast vera komnir 50 km. inn í Finnland á þessum vígstöðvum. FEIKNA ÁHLAUP Á KYRJÁLANESI. Á vígstöðvunum rjett fyrir norðan Ladogavatn virðast Rúss- ar vera að reyna að brjótast vestur og suður með Ladogavatni, til þess að geta gert árás á vígstöðvar Finna á Kyrjálanesi (Manner- heimvíglínuna) aftan frá. ' Orustur hafa verið harðar á þessum vígstöðvum í dag. Hafa Rússar haldið uppi látlausri fallbyssuskothríð á tvær finskar borg- ir norðanvert við Ladogavatn. Finnar halda því fram, að Rússar hafi notað hjer gas- sprengjur og segja að 11 finskir hermenn liggi á sjúkra- húsum þeirra með gaseitrun. Á sjálfu Kyrjálanesinu hefir Rússum ekkert orðið ágengt. Ákafar orustur hafa staðið þar í dag á austanverðum vígstöðv- unum nálægt Ladogavatni. Gerðu Rússar þar feiknaáhlaup, en Finnum tókst að hrinda því, og fregnir í kvöld herma að Finnar hafi byrjað þar gagnsókn. _______ —Fyrirætlanir Rússa í Evrópu og Asíu— „Stalin er kominn á Napoleons- stigið!u Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ÍGAGNRÝNI enska blaðsins „News Chron- icle“ á fyrirætlunum þeim, sem Rússar eru sagð- ir hafa, á prjónunum um landvinninga kommún- ista í Evrópu og Asíu, kemst blaðið að þeirri niðufstöðu, „að Stalin sje kominn á Napoleonstigið“. í London gætir yfirleitt nokkurs kvíða út af kröfum alþjóða- sambands kommúnista (Komintems) á hendur Rúmenum. „Daily Telegraph“ skýrir meðal annars frá því, að 20 rússneskar hersveitir (divisionir) sjeu við landamæri Rúmeníu (hjá Bessarabíu). Ungverski þjóðbankinn tilkynti í dag, að hann myndi ekki kaupa rúmenskan gjaldeyri frá og með deginum í dag. Þetta þykir boða ilt, þar sem Ungverjar hafa elt grátt silfur við Rúm- ena út af Transylvaníuhjeraðinu í Vestur-Rúmeníu, þar sem bú- settir eru 2 miljónir Ungverja. ÓSKASEÐILL RÚSSA. Á óskaseðli Rússa, sem talið er að lagðuí kunni að vera fyrir Rúmena, eru mjög svipaðar kröfur og Rússar kúguðu Eystrasalts- ríkin til að ganga að, svo sem um gagnkvæman aðstoðarsáttmála, og um flotabækistöðvar í rúmenskum höfnum við Svartahaf, auk Bessarabíu, sem þeir heimta að Rúmenar skili aftur. Að svo stöddu hafa Rússar þó ekki sett fram formlega við rúmensku stjórnina neinar óskir í þessa átt. Rússar tilkyntu í morgun, að þeim hefði; á einum stað tekist að brjótast í gegn um varnarlínu Finna á Kyrjálanesinu, hina svo- kölluðu ' Mannerheim-línu. En Finnar segja, að hjer sje um hel- beran uppspuna að ræða. Benda Finnar á, að Manner- heim-línan sje 30 km. breið og þar sje tengd saman vötn, mýrar og þjettir skógar. Á víð og dreif á varnarlínunni eru stórir granit- veggir, sem sumstaðar eru hús- háir, og eru því ágætar skriðdreka varnir. Ennfremur er jarðsprengjum stráð um alla línuna og fyrir framan hana og auk þessu eru þar ramgerðar gaddavírsgirðingar, og er leitt rafmagni um sumar þeirra. Orustur hjá Petsamo. Nyrst á vígstöðvunum hjá Pet- samo eru orustur mjög harðar. í hernaðartilkynningu Rússa í kvöld segir að þeir hafi tekið Petsamo aftur. En í tilkynningu finsku herstjórnarinnar segir, að Finnar verjist þar ennþá af mik- illi hreystí. Samkvæmt * ítölskum frjettum kveiktu Finnar í húsum í Petsa- mo, svo að Rússar komu að rúst- um einum, þegar Finitar urðu að hröfa burtu úr borginni í byrjun stríðsins. En áður höfðu þeir tæmt matvæli og aðrar vörur úr öllum sölubúðum. FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐT3 Frakkar vilja fara með Finnum gegn Rússum! Frá frjettaritara vorum. Khöfu l gær. rönsk blöð kref jast þess í dag, að bandamenn, Frakkar og breska heimsveld- ið slíti stjómmálasambandi við Rússa. „Le Temps“, áhrifamesta blaðið í París, gengur jafnvel feti lengra og krefst þess, að bandamenn lýsi yfir því, að þeir sjeu á bandi með Finnum. Blaðið segir, að útlit sje nú helst fyrir, að tímamót sje í styrjöldinni. „Það er gömul reynsla“, segir blaðið, „að í styrjöldum er hugrekkið mik- ilvægasta dygðin“. Butler, aðstoðarutanríkis- málaráðherra Breta, lýsti yfir því í þinginú í dag, að Hali- fax lávarður væri að í- huga að nýju afstöðu Bret- lands til Sovjet-ríkjanna. * En því er lýst yfir í Eng- landi í dag, að flugvjelamar, sem Finnar fá frá breskum flugvjelaverksmiðjum, sjeu á engan hátt á vegum bresku stjómarinnar. Flugvjelar þessar em sagð- ar yera 100. ★ Finski sendiherrann í Rúss- landi fór í dag — á níunda degi stríðsins — frá Moskva. Með honum voru 30 starfs- menn hans. Hann fer yfir Þýskaland til Svíþjóðar og þaðan til Finnlands. Hefir hann ekki getað kom- ist frá Rússlandi fyr en þetta, m. a. vegna þess, að Rússar hafa neitað að viðurkenna, að stríð væri milli Finnlands og Rússlands. Fjöldi sænskra, norskra, belgiskra, hollenskra, breskra, franskra og bandarískra manna vora á járnbrautar- stöðinni til að hylla sendi- herrann er hann fór. FuSllrúi Pélverja i Genf! Pólverjar munu senda fulltrúa á fund Þjóðabanda lagsráðsins, sem hefst á laugardaginn. Þriðja hollenska stórskipinu sðkt Khöfn í gær. ollendingar hafa enm mist eitt af stórskipum sínum, „Tiandoon“, 8200 smálestir. Þetta er þriðja stórskipið, er Hollendingar missa á rúmum hálfum mánuði. Hin skipin voru „Simon Bolivar“, 8 þús. smálest- :ir og „Spaarndam“, 9 þúsund smálestir. Samtals voru þessi skip því 25 þús. smálestir. Manntjón á skipunum hefir verið 95: þ. e. 84 af „Simon Bolivar", 5 af „Spaarndam“ og G af síðasta skipinu „Tiandoon“ Þessir sex menn voru allir skipsmenn (af samtals 53) ; en allir (14) farþegarnir á skipinu björguðust. Þjóðverjar segja að „Tian- doon“ hafi rekist á tundurdufl ,í Ermarsundi, en Bretar halda því fram að skipið hafi verið skotið í kaf með tundurskeyti. Skipið sökk á hálfri klukku- stund. „Tiandoon“ var á lei'ð til Austur-Indlands með vörufarm. Pólski kafbáturinn „OrzelIe“, sem í byrjun pólsk-þýska stríðsins slapp fráj Gdynia til Eistlands og flúði síðan þaðan, er nú kominn til Englands. Var hann þrjár vik- ur á leiðinpi og varð oft að forða sjer undan þýskum og rússneskum herskipum. En Gafencu, utanríkismála- ráðherra Rúmena, sem staddur er í Aþenu um þessar mundir, hefir lýst yfir því, að Rúmenar sjeu jafnan reiðubúnir til þess að yfirvega allar óskir, sem sett- ar kunna að vera fram við þá, en þó með því skilyrði — og það er aðalatriðið — að þær fari ekki í bág við sjálfstæði og full- veldi rúmensku þjóðarinnar. En meðan ekki er hróflað við sjálfstæði Rúmena þá munu þeir gæta strangasta hlutleysis. Gafencu bætti því við, að hann fengi ekki sjeð að hagsmunir Rúmena og Rússa rækjust á í neinu atriði. Tyrkir kvíðnir. Það þykir benda til þess, að horfurnar á Balkanskaga hafa versnað undanfarna sólarhringa, að sendiherra Tyrkja í Rúmeníu lagði í dag af stað til Istambul til að ráðgast við tyrknesku stjórnina. Tyrknesk blöð eru hvassyrt í garð von Papens, sendiherra Þjóðverja í dag, og saka hann um að vera að reyna að skapa misklíð milli Rússa og Tyrkja. Blöðin segja að hann hafi lát- ið útbreiða í Tyrklandi óhróð- ursgrein um Tyrki, sem nýlega birtist í Pravda. von Papen bað í dag um við- Sarajoglu, utanríkismálaráðh. Tyrkja og ræddust þeir við í hálfa klukkustund. Fregnir frá Þýskalandi herma að einn af nánustu samstarfs- mönnum Hitlers, sje nú á leið- inni til Ankara. Morgunblaðsafgreiðslan tekur eins og undanfarna vetur á móti peningagjöfum til Vetrarhjálpar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.