Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. des. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 7& Það cr aðeins vmi tvent að velja. iuihiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. S - Fornsalan !á Hótel Hekluí c = selur allskonar fatnað, Kvenna og Karlmanna. | 1 Þess utan húsgögn í miklu | úrvali. | Alt með mjög lágu verði | næstu daga. ! 1 iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiin Ý t t % Hcynslan | er sannleikur 4 Bestar viðgerðir á allskonar % skófatnaði. Vönduð vinna. — 4 Rjett verð. - Fljót afgreiðsla. | SÆKJUM. — SENDUM. \ Skóvinnustofan Njálsgötu 23. Sími 3814. Jens Sveinsson. j. T t I t t t f t f f t f * * AVARP frá formanni Heimdallar Æska Reykjavíkur! Ihvert sinn er ásinn Heimdallur þeytti Gjallar- horn sitt, var sá lúðurþytur til viðvörunar árás- um bergrisa og hrímþursa á himinsbrúna Bifröst. í hvert sinn er fjelag ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallur, hef- ir látið til sín heyra, hefir rödd þess ómað til viðvörunar gegn þeim bergrisakendu niðurrifsöflum, sem skotið hafa upp höfðinu í þjóð- lífi voru. 1. desember s.l. þeytti „Heim- dallur“ „Gjallarhoi'n“ sitt — boð- aði til fundar, sem hundruð manna sóttu og eggjaði lögeggjan gegn þjóðskemdarstarfsemi kommún- ista hjer, sem viðurstyggilegar en nokkru sinni fyr höfðu opinberað þrælslega auðsveipni sína við hið rússneska kúgunarvald, á sama tíma, sem það hafði teygt heljar- kló sína inn yfir landamæri eins frændríkis vors. En „Heimdallur“ vill ekki láta hjer við sitja. Hann vill safna undir merki sitt Öllum ungum kon- Um og mönnum þessa bæjar, semi vilja sameinast í fjelagslegri bar- áttu gegn áhrifumí kommúnismans hjer á landi. Hann vill stefna að því, að beina aftur til betri veg- ar öllu því fólki, sem þegar hefir hrasað á einhvern hátt fyrir sigði og fagurgala erindreka hinnar er- lendu ánauðar. Á sama tíma vill „Heimdallur“ hefja merki Sjálfstæðisstefnunnar til meiri vegs og áhrifa með þjóð- inni til aukinnar blessunar fyrir land og lýð. „Heimdallur“ óskar þess nú í dag, að fá að ná tali æskunnar, því að ef boðskapur hans nær að- eins að berast æskunni til eyrna, þá trúir „Heimdallur“ og treystir á málstað sinn. Jeg bið yður því, yngri konur og menn, meyjar og sveina að muna æskulýðsfund „Heimdallar“ í Varðarhúsinu í kvöld. Ljáið kalli „Heimdallar“ eyra! Komið og kynnist st.efnu „Heimdallar“ og hlýðið á þann boðskap, sem fjelagið hefir að flvtja! Jóhann Hafstein. Dagbók I. O. O. F. 1 = 1211288'/2=E. T.l. nr. 27—28, sími 4658. Skrifstofan er opin kl. 10—12 og 2—6. Á skrif stofunni er gjöfum til starfsem- innar veitt móttaka. SNYRTIV^R^UR SKULI ^JÓHANNj^SON & Cí>. verður Jóiagjöfin 1939 Fæst í sjerverslunum. Gjafaka§§i írá Vera Simftllon Tvö armstólasett með eða án Ottoman seljast ódýrt SKÓLABRÚ 2 Húsgagnavinnustofan (Hús Ól. Þorsteinssonar). AUGAÐ hvílist m»8 gleraugum frá THIELE •í Útbreiðslufund '_í i »* heldur Heimdallur, fjelag ungra S j álf stæðisir anna í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8.30. Ræðumenn verða: Guðmundur Guðmundsson verslm. Bárður Jakobsson stud. jur. Björn Loftsson frá Bakka, llan gárvall asýslu. Sigurður Haraldsson frá Tjörnum, Rang. Kristján Guðlaugsson ritstj., form. S. Ú. S. Gunnar Thoroddsen lögfr. Jóhann Hafstein, formaður Ileimdallar. Alt ungt fólk velkomið á fundinn. Stjórnin. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA eða S-kaldi. Skúrir, Sextugur er í dag Jóhann Guð- mundsson skipstjóri, Hverfisgötu 48, Hafnarfirði. Næturlæknir er í nótt Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22. Sími 3894. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. íslensk úrvalsljóð. Nú er komið út nýtt bindi í safni því, er Isa- foldai’prentsmiðja h.f. hefir gefið út undanfarin ár af úrvali ljóða bestu íslenskra skálda. Er það að þessu sinni úrval úr ljóðum Stein- gríms heitins Thorsteinsson. Þetta eru mjög handhægar og skemti- legar hækur og hafa fjöldamarg- ir notað þær til jólagjafa undan- farin ár. Skemtikvöld heldur Heimdallur, í Oddfellowhúsinu annað kvöld kl. 9. Kemur skemtun. þessi að nokkru leyti í stað skemtunarinnar, sem halda átti 1. des. s.l., en fjell nið- ur. Stjórnmálanámskeiði Sjálfstæð isflokksins er nú að verða lokið og verður nemendum námskeiðsins boðið á þessa Heimdallarskemtun. Þess er vænst, að Sjálfstæðisfólk fjölmenni á skemtunina annað kvöld. Enski sendikennarinn, dr. J. Mckenzie, flytur erindi urn Shak- espeare#í kvöld kl. 8 í háskólan- um. Erindinu fylgja allmargar skuggamyndir. Dágott skíðafæri er enn á Hell- isheiði og að sumra dómi betra heldur en það var um síðustu helgi. Þíðviðrisins, sem verið hef- ir lijer við sjávarsíðuna, hefir ekki gætt svo jnikið upp í fjöll- um, að snjó háfi leyst að nokkru ráði. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Mj ólkurf j elagshúinu, herbergi Útvarpið í dag: 20.15 Vegna stríðsins: Erindi. 20.30 Útvarpssagan: „Ljósið, sem hvarf“, eftir Kipling. 21.00 Hljómplötur; Ljett lög. 21.05 íþróttaþáttur: Um golfleik (Friðrik Hallgrímsson dóm- kirkjuprestur). 21.25 Strokkvartett útvarpsins: Sígild smálög. SUNDMÓTIÐ í GÆR. í 50 metra frjálsri aðferð, dreng ir innan 16 ára, varð fyrstur Rafn Sigurvinsson (KR) á 31.2 sek., ann ar Randver Þorsteinsson (Á) á 31.9 og þeir Guðmundur Þórarins- son og Lárus Þórarinsson, báðir úr Ármanni höfðu sama tíma, 32.8. Hörður Sigurjónsson (Æ) varð fyrstur í 50 metra sundi karla, frjálsri aðferð á 28.3 sek., annar Logi Einarsson (Æ) á 28.4 og þriðji Guðþrandur Þorkelsson (KR) á 29.7. Methafinn, Jónas Ilalldórsson (27.6) kepti ekki með. 100 metra bringnsúnd, konur, vann Þorbjörg Guðjónsdóttir (Æ) á 1:40. Önnur varð Kristín Mar (Á) á 1:41.6 og þriðja Valgerð- ur Júlíusdóttir (Æ) á 1.44.1. í dýfingum var þestnr Lárus Þórarinsson (Á), fjekk 75% stig, annar Gunnar Þórðarson (KR), 75% og þriðji Pjetur Guðjónsson (Á), 73% stig. 50 metra frjáls aðferð, drengir innan 14 ára: Fyrstnr varð Ari Guðmundsson á 33.9 sek., annar Sigurgeir Guðjónsson (KR), 38.2 og þriðji Iíaukur Guðjónsson (Á) á 41.4. iniiuiiiiiiiiiiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiniiiiiiniiminuiiiimiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiimuiniiiiiim I Mikill afsláttur 1 á tilbúnum | ÍKJólum Rlúsum Pftlsum Nokkuð af kjólum selt fyrir hálfvirði. SAUMASTOFA == — • -j : g= |ja Guðrúnar Arngrímsdóttur | Bankastræti 11. — Sími 2725. miiimiiiiiiiiimmiiiiiimiíHiuiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinimniimiiimiimiiiniiiRtt Stór sölubúð á besta stað við Laugaveginn til leigu frá áramótum. Tilboð merkt „Framtíðarstaður“ leggist inn á afgr. Morgunbl. fyrir sunnudag. ii Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu yið andlát og jarðarför ekkjunnar ÞORBJARGAR JÓNSDÓTTUR, r ■£ Ólafsbakka við Bakkastíg. Börn og tengdaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.