Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1939, Blaðsíða 8
orflutiMati4v Föstudagur 8, des. 19391 LITLI PISLARVOTTURINN Einn liinna ákærðn hafði gengið «ftir C'hamps Elysées án þess að bera merki lýðveldisins; annar hafði sett sparifje sitt í enskt fyrirtæki og sá þriðji hafði keypt ríkisskuldabrjef, sem höfðu þegar fallið í verði á hinum franska markaði. Við og við heyrðust kröftug .mótmæli frá þeim mönnum, sem leiddir voru svona samviskulaust á höggstokkinn. Já, og nokkrar konur hrópuðu í angist og grát- báðu um náð. En hrottaleg högg með bvssuskeftum hermannanna þögguðu uiður allar slíkar raddir og dómar voru upp kveðnir — dauðadómar í tugatali. Fjöldinn Ijet hrifningu sína í ljós og dóm- arinn hló hrottahlátri. Armand fyltist viðbjóði og gat ekki hafist þarna við nema nokkr- ar mínútur. Hann flýði burt úr rjettarsalnum, en hafði þó vit á að slást í fylgd með nokkrum slæpingjum, sem hægt og rólega gengu hurt af göngunum. Hánn fylgdst með þeim og var hrátt staddur í hinum langa gangi, Gaterie des Prisonniers. Avinstri hönd hans var boga- gangur, sem skilinn var frá garðinum með járngrindum. Gegn um járngrindurnar kom Armand auga á nokkrar stúlkur, sem sátu eða gengu um í garðinum. Hann heyrði mann við hlið sjer útskýra fyrir kunningja sínum, að þetta yærú konur, sem ætti að yfirheyra’d’áginn eftir, og hugsun- in um að Jeanne væri ef til vill meðal þeirra ætlaði alveg að gera hann sturlaðan. Hann ruddi sjer braut að grind- unum og stóð brátt við hlið varð- manns, sem vjek til hliðar til þess að hann gæti betur sjeð að- alsfólkið. Armand hallaði sjer upp að grindunum og einbeindi hug- anum að því sem hann sá í garð- inum. Hann hafði enn ekki komið auga á ástmey sína og veik von vaknaði i huga hans. Varðmaðurinn, sem vikið hafði til hliðar fyrir honum, stríddi hon- um fyrir ákafa hans. „Áttu kærustu meðal þessara að- c’skveima, börgarif', spurði varð- maðurinn. „Það lítur helst út fyrir að þú ætlir að gleypa þær ineð augunum' ‘. I hinum óhreinu verkamanna- fötum, með óhreint og sveitt andlit virtist Armand ekki geta átt neitt saman við þessar fyrverandi aðals- mær að sælda. Hann leit upp. Her- maðurinn horfði á hann gletnis- lega og er hann sá hið hræðslu- lega augnaráð Armands, sagði her- maðurinn: Framhaldssaga 29 MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIM „Hefi jeg getið rjett, borgari. Er hún þarna inni?“ „Jeg hefi ekki hugmynd um hvar hiin er“, sagði Armand næst- um óafvitandi. „Hvers vegna reynir þú ekki að hafa upp á hennif', spurði hermaðurinn. „Jeg vildi óska að jeg gæti fundið hana“, sagði Armand, „en jeg veit ekki hvert jeg á að snúa mjer. Kærastan mín er farin heim- an að frá sjer“, bætti hann við eins og út í bláinn. „Sumir segja að hún hafi svikið mig, en jeg er þeirrar skoðunar að hún hafi verið handtekin“. „Jæja, bjáninn þinn“, sagði her- maðurinn góðlega. „Farðu til La Tournelle; veistu hvar það er?“ Armand vissi það vel, en hann hjelt að það væri betra að haga sjer eins og óvita kjáni. „Alveg við endann á fyrsta ganginum til hægri“, sagði her- maðurinn og benti í áttina. „Þá kemur þú að hliðinu til La Tourn- elle. Þti skalt biðja) húsvörðinn að sýna þjer lista yfir þær konur, er handteknar hafa verið — sjerhver frjáls lýðveldissinni hefir rjett til þess að fá að sjá listann. Það er ný tilskipun, sem gerð hefir verið til að tryggja rjettindi almenn- ings. En ef þú rjettir gullpening að manninum", bætti hann við í trúnaðarróm, „muntu komast að raun um að það er ekki svo auð- velt að fá að sjá listana“. „Gullpening“, sagði Armand og reyndi að vera undrandi, því hann vildi leika hlutverk sitt eins vel og hann gat. „Ilvaðan ætti bláfá- tækur aumingi að fá gullpeningf' „Jæja, nokkrir aurar væru kannske nóg; á þessum erfiðleika- tímum þykir manni gott að geta eignast nokkra aura“. Armand skildi bendinguna, og þar sem þeir voru nii staddir í hinum enda gangsins, flýtti hann sjer að rjetta hinum hjálpsama hermanni nokkra koparpeninga. Hann vissi vitanlega vel livar La Tournelle var og hann hefði viljað flýta sjer eins og hann mögulega gat til að komast þang- að, en í þess stað gekk hann ró- lega, hreykinn yfir aðgætni sinni, niður ganginn og að þeim enda garðsins, þar sem karlfangarnir voru. Er hann hafði bevgt' til vinstri, gekk hann upp tröppur og loks var hann við dyr þess herbergis, þar sem maður sá, er geyma átti lista yfir fangana, átti að hafa að- setur sitt, til þess, eins og það hjet, að tryggja öryggi hinna frjálsu borgara lýðveldisinS. En Armand til sárra vonbrigða, varð liann þess brátt vísari, að enginn maður var í herberginu. Dyrnar voru læstar; það var hvergi neina lifandi sálu að sjá. Vonbrigðin urðu honum ennþá bitrari vegna þess, að vonin hafði veriðl að vakna í brjósti lians. Hann gekk eirðarlaus um á þessum hljóða og hræðilega stað, þar sem hinar læstu dyr virt- ust útiloka alla von um að hann fengi bráðlega að sjá Jeanne. Hann spurði varðmennina, hvenær maðurinn, sem hefði lista yfir fangana, kæmi, en hermennirnir hristu aðeins höfuðin og yptu öxl- um og gátu engar upplýsingar gef- ið honum. Hann sneri aftur til hins hjálp- sama hermanns, sem gætti kvenna- garðsins, en f jekk þar enga hugg- un. „Það er enginn tími nú“, svar- aði hermaðurinn stuttur í spuna. Það var augsýnilega ekki á þess- 'TTUcT nvt&íCjU/nlkcLppsnLL Enskt blað hefir heitð verð- launum fyrir besta svarið við spurningunni: „Hvað er barnið?“ Fjöldi svara komu til blaðsins víðsvegar að í Englandi. Hjer eru nokkur þeirra: Keppinautur föðurins um ást móðurinnar. Galdur, sem breytir húsi í heimili. Smá hnattmynd af heimi full- um af sorgum og gleði. Það, sem framkallar það besta sem til er hjá konunni: sjálfs- fórnina. Veik, lítil hjálparlaus vera, sem veldur því, að heimurinn er ekki eyðimörk. Óafvitandi sáttasemjari milli föður og móður. Það, sem gerir heimilið ham- ingjusamara, ástina sterkari, þolinmæðina mikla, eykur dugn- aðinn, næturnar lengri, dagana -styttri, peningabudduna ljettari •og framtíðina bjartari. ★ Hans von Búlow sagði einu sinni um tónskáld, sem gerði sjer mikið far um, að vera frumlegur í verk- um sínum: „Það eru einkennilegar hug- myndir, sem :menn geta fengið, þegar þeir hafa ekkert hugmynda flug“. ★ Ungur maður gerði gis að Heine vegna þess hve hann hefði stór eyru. Heine sagði: — Hugsið yður, eyrun af mjer og heilinn yðar. Það yrði alveg fyrirmyndar asni úr þeirri sam- setningu. ★ Ungverji einn, sem var á ferða- lagi í Frakklandi, kom: á pósthús og spurði eftir brjefi til Arpad Lajos. 1 — Poste restante?, spurði póst- maðurinn. — Nei, kaþólskur, svaraði Lajos. ★ Amazonáin í Suður-Ameríku er stærsta fljót í heimi. Breidd fljóts- ins við ósinn er 257 kílómetrar. Fjarlægðin (loftlína) frá upptök- um fljótsins í Andesfjöllum til óssins er 3218 km., en ef fylgt er öllum beygjum fljótsins er fjar- lægðin um það bil helmingi lengri. 20 stórár renna í Amazonfljót og um 100) minni ár. ★ I Asíu er til lítill stöðuvatna- fiskur, sem nefnist „skyttan“. Fiskur þessi getur sprautað vatni meter á hæð á skordýr og hittir þau að jafnaði svo vel að skor- kvikindin detta niður í vatnið og verða fiskinum að bráð. —■ Hvort þykir þjer vænna um pabba eða möímmu? — Það segi jeg ekki, frænka — jeg er hlutlaus. um tíma dags, sem almenningur gat fengið að sjá lista yfir fang- ana og- hjá einhverjum góðlynd- um náunga fjekk Armand þær upplýsingar, að listana væri ekki Framh. éiMt* VANTI YÐUR MÁLARA. þá hringið í síma 2450. HREINGERNINGAR Önnumst allar hreingerning- ar. Einnig ryksugun. Pantið í tíma. — Guðni og Þráinn. Sími 2131. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur kjöt, fisk og aðrar vörui til reykingar. Fyrsta flokks vinna. Sími 2978. OTTO B. AkNAR, löggíltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af burða vel. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bón. FULLVISSIÐ YÐUR UM að það sje Freia-fiskfars, sem þjer kaupið. L O. G. T. BAZARMUNIR, sem eftir urðu 25. f. m., verða seldir í G. T. húsinu í dag kl. 3. Verðið mjög lágt. JCaups&apxt* BLÁBER (þurkuð). Rabarbar á heilum og hálfum flöskum. Sítrónur. Þor- jsteinsbúð, Hringbraut 61, sími 2803, Grundarstíg 12, sími 3247 1 JÓLAGJAFIR mikið úrval. KAKTUSBÚÐIN. Laugaveg 23. Sími 1295. SMOKING á grannan meðalmann til sölu, tækifærisverð. Reykjavíkurv. 4. LEIKFÖNG Lítið á jólabasarinn í Flösku- búðinni Bergstaðastræti 10. — Mikið úrval. Sanngjarnt verð. MATROSAFÖT, sem ný, á 10—11 ára dreng til sölu í búðinni Laugaveg 18. SAUMASTOFA. Sauma dömu- og barnafatnað. Júlíana V. Mýrdal, Þórsgötu 8. KÁPU- OG BLÚSSUEFNI falleg, í búðinniwLaugaveg 18. ERFÐAFESTULAND til sölu, ca. 2 hektarar. Uppl. í síma 1568. DÚKKUR (sem loka augunum) margar tegundir, og fjölbreytt úrval af öðrum leikföngum. Elfar, Lauga^ veg 18. KAUPI ALLSKONAR GULL hæsta verði. Sigurþór. Hafnar— stræti 4. ÞÚSUNDIR VITA að gæfa fylgir trúlofunarhring- um frá Sigurþór, Hafnarstræti 4. KAUPIÐ ryk- og vatnsþjettu sportúrin,- dömu og herra, aðeins hjá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Blóm & Kransar lt.f. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæjarins lægsta verð. BLINDRA-KERTI fást í Körfugerðinni. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda. meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna. Lýsið er svo gott, að það inniheldur meira af A- og D- fjörefnum en lyfjaskráin ákveð- ur. Aðeins notaðar sterilar (dauðhreinsaðar) flöskur. — Hringið í síma 1616. Við send- um um allan bæinu DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðna. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. REYKJAVÍKUR APÓTEK kaupir daglega meðalaglöð,. smyrslkrukkur (með loki), hálff flöskur og heilflöskur. SALTVlKUR GULRÓFUR góðar og óskemdar af flugu o® maðki. Seldar í 1/1 og V2 pok- am. Sendar heim. Hringið í síma 1619. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig sauma®* með stuttum fyrirvara. Gott snið! Kápubúðin, Laugaveg 3&. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Spari®' milliliðina og komið beint til okkar ef þið viljið fá hæst*. verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Simi 3594. Kaupum allskonar FLÖSKUR hæsta verði. Sækjum að kostn*- aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar- stræti 21, sími 5333. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela,. glös og bóndósir. Flöskubúðin,. Bergstaðastræti 10. Sími 5395* Sækjum. Opið allan daginn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofaur Uppsölum, Aðalstræti 18. —» Sími 2744.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.