Morgunblaðið - 08.12.1939, Síða 5

Morgunblaðið - 08.12.1939, Síða 5
Föstudagur 8. des. 1939. Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjðrn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutSi. 1 lausasölu: 15 aura eintakiS, 25 aura meS Lesbók. ''lllllllimillllllllllllllllllllllllllllllllh. Nýtl frumvarp á Alþingi: '^tiiiiiiiiiitiiiiKimiiniitiiiHiiiiiiiuifi.. 99 HOGGORMURINN íi Móðgunin! ÞEGAR verið var á dögunum að ræða um það á fundi Jjjngmanna, að reka kommúnista úr Þingmannasambandi Norður- landa, vegna afstöðunnar, sem ;þeir höfðu tekið í Finnlands- málunum, risu þeir upp þrír af ijþingmönnum kommúnista og töldu, að með þessu væri Island .að brjóta hlutleysi sitt gagnvart Rússlandi, sem nú ætti í styrjöld • og að Alþingi hefði, með afstöð- unni til kommúnista, sagt Rúss- landi stríð á hendur. Ef til vill hafa menn ekki ~veitt því eftirtekt, hvað í þess- -ari yfirlýsingu kommúnista felst í raun og veru. Vitanlega snertir það á engan hátt Rússland, að alþingismenn hjer láta í ljós skoðun sína á hegðun og fram- rferði nokkurra þingbræðra sinna í sambandi við mál, sem mjög varða öll Norðurlöndin. Það er algert innanríkismál okkar og snertir á engan hátt hið volduga stórveldi Stalins. En hvernig stendur þá á því, . að þingmenn kommúnista líta á þetta sem utanríkismál? Hvern- ig stendur á því, að þeir telja það móðgun við Rússland, að þingmenn kommúnista hjer fá áminningu í sölum Alþingis? Svo mikla móðgun í garð Rússlands telja íslenskir kommúnistar þetta, að þeir segja, að ísland .hafi með þessu sagt Rússum stríð á hendur! Aðeins ein skýring er á þess- ari afstöðu íslensku kommúnist- anna. Hún er sú, að þeir telja sig hluta af hinni rússnesku þjóð, -en ekki Islendinga. Þess vegna 3ýsa kommúnistar því yfir á Al- þingi, að það sje móðgun við stórveldi Stalins, að þeim sje lijer gefin áminning og þeir reknir úr Þingmannasambandi Norðurlanda. Augljósari játning á landráða starfsemi kommúnista var ekki unt að fá. Kommúnistar telja sig þegna Rússlands, en ekki ís- ienska þegna. Þetta skýrir og alla framkomu þeirra gagnvart Finnlandi. Þar eru ,bræður“ Jþeirra að verki, sem hafa svik- ið sitt föðurland og sest í valda- stóla undir vernd rauða hers- ins, Nákvæmlega sama myndu ís-i lensku kommúnistarnir gera, ef ^eins stæði á hjer og í Finnlandi. En íslenska þjóðin mun sjá til jþess, að stöðvuð verði landráða- starfsemi kommúnista. Það er þegar kominn brestur í lið kommúnista. Hjeðinn Valdi- anarsson hefir sagt skilið við þá. Sömu leið munu allir fara, sem «kki eru beinlínis gerðir út frá Moskva. Þessu ber að fagna, því að með því er stefnt að því, að landráðamennirnir verði alger- Oega einapgráðir. Fram er komið á Alþingi frumvarp, sem vekja mun mikla athygli, encla snertir það meira og; minna afkomu fjölda fólks í land- inu. Frumvarpið er flutt af meiri- hluta f járveitinganefndar og berið fram af nefndarmönnum j um en samskonar skipum norsk- er sæti eiga í efri deild. — Það um. Margvíslegar og víð- tækar ráðstafanir vegna stríðsins nefnist „frumvarp til laga um 3. gr. Heimilt er ríkisstjórninni, nokkrar ráðstafanir vegna nú- meðan núverandi ófriður í Norð- verandi styrjaldarástands o. fl.“ urálfu varir, að ákveða tölu mat En meðal þingmanna hefir þaö hlotið nafnbótina „höggormur- inn“, sem er einskonar fram- hald af ,,bandorminum“ svo- nefnda, sem verið hefir á síð- ustu þingum og lengist altaf. Vegna þess, að þetta nýja frumvarp grípur svo mjög inn á stafsvið fjölda manns og stofn- ana, verður það birt hjer í heilu lagi. Frumvarpið er svohljóð- andi: ★ 1. gr. Ríkisstjórnin skal, eftir tilnefningu þriggja stærstu þing- flokkanna, skipa þriggja manna bjargráðanefnd til eins árs í senn til að hafa á liendi framkvæmdir til framleiðslubóta og bjargráða undir yfirstjórn ráðherra. Nefndin gerir tillögur um og hefir á hendi: reiðslu- og þjónustufólks á far- þegaskipum í millilandasiglingum. 4. gr. Olieimilt er að setja skorð- ur idð tölu iðnnema í nokkurri gréin, nema með samþykki ríkis- stjórnarinnar, og ákveður hún þá, hverjar þær skulu vera. 5. gr. Ákvæði 12. og 13. gr. 1. nr. 97 3. maí 1935, um rannsóknar- stofu í þágu atvinnuveganna við Háskóla íslands, falla úr gildi, þar til öðruvísi verður ákveðið. Rannsóknarnefnd ríksins, skip- uð til þriggja ára í senn eftir til- nefningu 3 stærstu flokka þings- ins, skal, á meðan svo stendur, liafa á liendi stjórn stofnunarinn- ar og þess hluta af rannsóknar- stofu Háskóla Islands, sem hefir með höndum rannsóknir í þágu atvinnuveganna, svo og fram- kvæmd matvælarannsóknanna. — kenslumálaráðherra setja um það nánari fyrirmæli í reglugerð. 16. gr. Ríkisstjórninni er heim- ilt, að fengnum tillögum háskóla- ráðs og mentamálaráðs, að ákveða, hve margir nýir nemendur skuli a ári hverju fá inntöku í Háskóla íslands. Ákvörðun þessi slcal mið- Ráðherra ræður starfsmenn- út- j uð við það, að árlega útskrifist svo 1. Ráðstöfun á fje því, sem veitt 'Ríkisstjórnin ræðúr starfsmenn við er í fjárlögum til frauileiðslubóta og bjargráða í erfiðu. árferði. Fje þessu skal varið til at.viunuaukn- ingar, einkum til garðræktar, hag- nýtingar fiskúrgangs til áburðar, þaratekju, framræslu lands, fyrir- hleðslu, lendingarhóta, eldiviðar- vinslu, smíði smábáta, byggingar húsa úr innlendu efni, svo sem vikri og torfi, vegagerðar og ann- ara hagnýtra framkvæmda, og til þess að stuðla að því, að atvinnu- lausu fjölskyldufólki verði komið fyrir á sveitaheimilum. 2. Ráðst.öfun atvinnulausra verk- færra framfærsluþurfa, er sveitar- stjórn hefir ekki komið í vinnu. Heimilt er að ráðstafa slíkum mönnum til starfs hvar sem er á landinu, á heimili, til atvinnufvr- irtækja og í vinnuflokka undir opinberri stjórn eða með öðrum hætti. Nefndin semur um starfs- kjör þeirra, sem á þennan hátt er ráðstafað ,og hefir fullnaðarúr- skurðarvald um vinnuskyldu allra þeirra, sem hún eða sveitarstjórn ráðstafar til vinnu. Stjórnarráðið skal annast skrif- stofustörf fyrir nefndina. Búnað- arfjelag íslands skal veita nefnd- inni hjálp við að koma mönnum fyrir í vinnu á sveitaheimilum. Meðan ákvæði þessi eru í gildi skal, að því er Reykjavík snert.ir, ■frestað framkvæmd laga nr. 4 9. jan. 1935, um vinnumiðlun, og síð- ari viðauka við þau lög. 2. gr. Heimilt er ríkisstjórninni að skipa svo fyrir, að á íslensk- um skipum megi vera færri skip- framangreindar stofnanir, að fengnum tillögum rannsóknar- nefndar ríkisins. Laun þeirra manna, sem starfa að þessiún rann- sóknum, skulu ákveðin í fjárlög- uml. 6. gr. Þar til öðruvísi verður ákveðið skal leggja niður ferða- skrifstofu ríkisins, og falla á með- an niður 1.—6. gr. 1. nr. 33 1. febr. 1936, um ferðaskrifstofu ríkisins, en gjald það, sem innheimt er samkvæmt 7. gr.. skal renna í rík- issjóð, enda sje úr honum A-arið svipaðri upphæð, að fengnum til- lögum fjárveitinganefndar, til að bæta aðbúð á gististöðum og auka lireinlæti á ferðamannaleiðum. 7. gr.i Hreinar tekjur ríkisstofn- ana, ennara en síldarverksmiðja, skulu mánaðarlega greiddar til ríkisfjehirðis, en þó skulu laun fastra starfsmanna þeirra öll vera greidd af ríkisfjehirði með þeim hætti, að hver stofnun fái mánað- arlega í einu lagi greidd laun starfsmanna hennar, og sjái hún síðan um greiðslu til hvers ein- staks manns. 8. gr. Þar til öðruvísi verður ákveðið skulu eftirfarandi ákvæði koma í stað 3. gr. 1. nr. 68 28. des. 1934, um ríkisútvarp: Kenslumálaráðherra skipar út- varpsstjóra. Skal honum falið að annast daglega stjórn og fjárreið- Ur útvarpsins, ef.tir nánari fyrir- mælum í reglugerð, er ráðherra setur. Ráðherra er heimilt að gera frjettastofu útvarpsins að sjer- stjórnarmenn og vjelamenn en stakri deild, undir stjórn útvarps- skylt er samkvæmt 1. nr. 104 23. ráðs. Ennfremur er ráðlierra heim- júní 1936, um atvinnu við sigling- il-t* að semja við blöð lýðræðisflokk ar. á íslenskum sltipum, og síðari breytingum á þeim lögum. Ekki mega þó færri slíkir menn vera á íslenskum siglinga- og fiskiskip- anna um þátttöku í starfrækslu frjettastofunnar, eftir nánari fýr- irmælum í reglugerð, er ráðherra setur. varpsins, að fengnum tillögum iit- varpsstjóra og útvarpsráðs. Laun starfsfólks útvarpsins skulu, þar til launalög eru sett, ákveðin í fjárlögum. 9. gr. Oheimilt skal forráða- mönnum ríkisstofnana, þar með taldir banltar, að ráða fasta starfs- menn, nema að undangengnu sam- kepnisprófi, og hafi auglýstur um- sóknarfrestur eigi verið skemri en einn mánuðum, þar sem úr því var slrorið, hver hæfastur væri til starfsins af umsækjendum. Ríkis- stjórnin setur í reglugerð nánari fjuirmæli um þessi próf. 10. gr. Oheimilt er forstjórum j ríkisstofnana að ráða nokkurn til starfs við þær til annars en venju- legrar daglaunavinnu, nema með samþykki ráðherra. Svo skal þeim og óheimilt að greiða nokkrum starfsmanni aukaþóknun, hvort sem um er að ræða hreina launa- viðbót eða greiðslu fyrir auka- vinnu, nje á artnau .hátt breyta launakjörum án samþykkis ráð- herra. 11. gr. Fresta skal að prenta umræðupart þingtíðindanna fyrir árið 1940. 12. gr. Aukatekjur, aðrar en rík- issjóðs'tekjur, er tilfalla þeim em- bættismönnum, og starfsmönnum þeirra, er fá goldinn skrifstofú- kostnað eftir reikningi óg þeir fá greiddar vegna embættis síns eða stöðu, skulu teljast skrifstofum þeirra til tekna. 13. gr. í skrifstofum ríkisins og í ríkisfyrirtækjum skal daglegur vinnutími vera a. m. k. frá kl. 9 árdegis til kl. 6 síðdegis, að frá- dreguum 1% klukkutíma. Þó get- ur forstjóri látið vinna á öðrum tíma dags, þar sem vaktaskifti eru höfð við vinnuna. Á tímabilinu frá 15. júní til 15. sept. skal vinnu- tími á laugardögum a. m. k. vera 4 stundir. 14. gr. Meðan núverandi ófrið- ur í Norðurálfu varir, skal kenslu- málaráðherra heimilt: a. Að stytta hinn árlega kenslu- tíma í barnaskólum landsins og draga þannig úr útgjöldum við skólahaldið. b. Að sameina fámenn fræðslu- hjeruni um einn og sama kennara, þar sem því verður við komið. Ennfremur er ráðherra lieimilt að ákveða, að fjölga skuli kenslu- stundum í íslensku, tekin upp og aukin vinnu- og íþróttakensla, en minka að sama, skapi kenslu í öðr um bóklegum fræðigreinum. 15. gr. í mentaskólana í Reykja vík og á Akureyri skal ekki veita inngöngu yngri nemendum en 15 ára að aldri. Við inntökupróf í 1. bekk menta skólanna skal leggja megináherslu á kunnáttu nemendanna í íslensku og íslenskum bókmentum, og skal margir sjerfróðir menn í þeim fræðigreinum, sem þar eru kend- aar, að fullnægt sje þörfum þjóð- arinnar. Nú sækja fleiri um inngöngu í háskólann en hæfilegt þykir sam- kvæmt því, sem að framan greinir, og skal þá ráðherra kveða á í reglugerð, að fengnum tillögum háskólaráðs, um skilyrði fyrir inn- göngu. 17. gr. Lækka skal afnotagjald þeirra útvarpsnotenda, sem ekki hafa straumtæki, niður í 20 krón- ur. 18. gr. Skylt skal öllum ríkis- stofnunum, fyrirtækjum, sem erp stofnsett með sjerstökum lögum til almannaþarfa, bæjar- og sveit- arfjelögum og fyrirtækjum og stofnunum, sem styrks njóta úr ríkissjóði, eða liafa í stjórn full- trúa, sem ríkisstjórnin skipar, að senda Alþingi fyrir lok janúarmán aðar ár hvert ýtarlega skýrslu um tilkostnað við starfsmannahald og starfrækslu á undangengnu ári. Skal í þessari skýrslu tilgreina nöfn allra starfsmanna hjá hverri stofnun og fyrirtæki, annara en daglaunamanna, tilgreina föst laun þeirra af almannafje, aukalaun, eftirvinnu, uppbætur, hverskonar hlunningi, ágóðahlut og ferða- kostnað. Auk þess skal tilgreina sundurliðuð útgjöld við húsnæði, ljós og hita hverrar stofnunar. Fjárveitinganefnd getur falið end- urskoðendum ríkisreikninganna eða endurskoðanda fjármálaráðu- neytisins að fullgera skýrsluna með athugun á bókhaldi hlutað- eigandi fyrirtækis. 19. gr. Lög þessi öðlast, þegar gildi. Fundur Norðuilanda- ráðherranna í Oslo t ð afloknum fuudi utanríkis- \ málaráðherra Norðurlanda f Osló í gær var gefin út tilkynn- ing, þar sem segir, að Norðurlönd muni gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að koma því til leiðar, fyrir milligöngu Þjóða- bandalagsins, að deilan miDi Finna og Rússa verði leyst frið- samlega. í tilkynningu um fundinn er þess m. ,a. getið, að Norðurlanda- ráðherrarnir liafi sent forsætisráð- herra íslands og utanríkismálaráð herra Finnlands kveðjur sínar. Guðspekif j elagið. Reyk j a v íkur- stúkan heldur fund í kvöld kl. 8.30. Formaður flytur erindi: Það sem augun ekki sjá. Skygnilýsing- ar með skuggamyndum. Fjelags- menn mega taka með sjer gesti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.