Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. sept. 1940, UNDIRBÚNINGUR UNDIR INNRÁS Liðssafnaður Þjóðverjaá Frakk- landsströnd BRETAR ÁLÍTA, að loftárásirnar á London sjeu gerðar til að dreifa athyglinni frá gíf- urlegum liðssafnaði, sem Þjóðverjar hafa nú við Ermarsundsströnd bæði í Frakklandi og í Belgíu. Þessi skoðun var látin í Ijós opinberlega í London í gær, og því bætt við, að Bretar myndu ekki láta ginna sig til að svara loftárásunum á London með samskonar loftárás- um á Berlín. En aftur á móti hafi bresku flugvjelarnar í fyrrakvöld gert stórfeldar loftárásir á skip og hafnarmannvirki í Ost- ende, Calais og Boulogne og ennfremur á hafnarmannvirki í Emden, Bremen og Hamborg. Breskar flugvjelar hafa einnig gert loftárás á skip í höfn- inni í Dunkerque og á þýska skipalest í Norðursjó. LANGDRÆGU FALLBYSSURNAR. Snemma í gærkvöldi byrjuðu Þjóðverjar að skjóta af hinum langdrægu fallbyssum sínum handan við Ermarsund, yfir á suð- austurströnd Englands og skömmu síðar hófu Bretar skothríð yfir á Frakklandsströnd. Þetta einvígi yfir 22 mílna breitt sundið, atóð enn yfir síðast þegar frjettist í gærkvöldi. Frá Englandsströnd var greinilega hægt að sjá blossana úr fallbyssunum Frakklandsmegin. __________ Þriðja stórárás- in á London í gærkvöldi HUNDRUÐ ÞÝSKRA FLUGVJELA voru yfir London í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð frá því að „stórárásir þýska loftflotans á höfuð- borg breska heimsveldisins“ hófust síðastliðið laugardags- kvöld. Loftvarnamerki var gefið fyrst kl. 4*4 og síðan kl. 8*/4, og stóð það enn yfir á miðnætti í nótt. Kl. 10 í gærkvöldi sögðust Bretar vera búnir að skjóta niður 46 þýskar flugvjelar og missa sjálfir 13. En Þjóðverjar sögðust nokkru áður vera búnir að skjóta nið- ur 40 breskar flugvjelar og missa sjálfir 13. Miðað við tölu flugvjela sem skotnar hafa verið niður, virð- ist árásin í gærkvöldi hafa verið ákafari en daginn áður, því að þann dag sögðust Þjóðverjar hafa skotið niður 22 breskar flug- vjelar og Bretar 11 þýskar. En á laugardagskvöldið segjast Bretar hafa skotið niður 103 þýskar flugvjelar, en Þjóðverjar 94 breskar. Þjóðverjar segja, að veðurskilyrði til loftárása hafi verið slæm á sunnudag. Á VÍÐ OG DREIF. Því er haldið fram í London, að loftárásin á laugardaginn hafi beinst meir að ákveðnu marki, heldur en árásin á sunnu- daginn, sem hafi verið dreifðari (flugvjelarnar komu þá ein og ein eða stundum þrjár saman) og handahófslegri. Engar tölur hafa verið birtar um manntjón á sunnudaginn, en talið er, að það hafi verið minna heldur en daginn áður. En það hefir verið opinberlega tilkynt, að á laugardaginn hafi 306 manns beðið bana og 1337 manns særst hættulega. Tjónið að öðru leyti má flokka undir 1) hver áhrif loft- árásirnar hafa haft á þrek og kjark fólksins og 2) hve mikil brögð hafa orðið á skemdum á mikilvægum iðnverum. ÁHRIFIN Á FÖLKIÐ. Þjóðverjar vitna í skrif amerískra blaða sem skýra frá því, að þegar Lundúnabúar komu út úr loftvarnaskýlum sínum, eftir að hafa hafst þar við í 9 klst. og 35 mín í fyrrinótt, — eða frá því kl. 7 um kvöldið til kl. 4.35 um nóttina — hafi horft skelfdúm augum til himins. 1 fregnum frá London er því aftur á móti haldið fram, að loftárásirnar hafi vakið meir reiði heldur en ótta, einkum hafi tjón það, sem sprengjurnar hafi valdið á sjúkrahúsum vakið reiði fólksins. Það er haft eftir Georg Breta- konungi, þegar hann kom frá því að skoða tjónið sem orðið hafi í skipakvínni í London, að hann hafi mælt: „Fólkið hefir sýnt frábæra ró ‘.___________________________ I London er á það bent, að bresku flugvjelamar, sem gerðu árásirnar á Ermarsundsborgimar í fyrrakvöld hafi mætt öfl- ugri skothríð úr loftvarna- byssum. Er það sýnilegt, segir í fregn frá London, að Þjóðverjar hafa sett þama þjettriðun net af loftvarnabyssum til að vernda liðssafnaðinn, sem þarna er. Loftárásins á Ostend hófst kl. 9 um kvöldið og stóð yfir með litlum hljeum þar til kl. 4 um nóttina. Sprengjum var varpað á skip 1 höfninni, hafnarmann- virki og birgðageymslur. Sprengjur sáust m. a. hæfa flutningabáta í höfninni. Tvær árásir voru gerðar á Bou- logne. Er þetta fimta kvöldið í rÖð, sem gerð er árás á þessa borg. Bretar segja, að sprengjur hafi liæft þarna hafnarmannvirki. í Emden og Bremen hæfðu sprengjur flutningabáta, birgða- geymslur o. fl. En hörðust var loftárásin á Hamborg. í tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins segir, að árás þessi hafi staðið í þrjár klukkustundir. M. a. hæfði sprengja eina af aðalskipasmíðastöðvum Þjóðverja í breskum fregnum er skýrt frá því sem einum þætti í herferð ,Þjóðverja gegn Bretum, að 30 þýskar flugvjelar hafi á sunnu- daginn verið að leggja tundur- duflum undan ströndum Englands Loftárásirnar f gsr Auk árásarinnar á London voru þýskar flugvjelar sagðar yfir Wales í gærkvöldi og einnig yfir borgum í suð- vestur og norðvestur hluta landsins og yfir iðnaðarhjeruð- unum í Midlands. 3 ítöiskum skipum sökt Breska flotamálaráðuneytið til- kynnir, að tveir breskir kaf- bátar hafi sökt 3 ítölskum birgða- skipum í Miðjarðarhafi. ítalskur tundurspillir var í fylgd með tveimur af skipunum. Skip þessi voru á leið til Libyu með vistir. En um sama leyti kom til Al- exandríu stærsta skipalestin, sem þangað hefir nokkru sinni kom- ið, segja Bretar, án þess að ítal- ir hafi nokkuð getað gert til að hindra ferð skipanna. BRESKS KAFBÁTS SAKNAÐ. V * í ___ Bretar tilkynna, að breska kaf- bátsins „Thenies" (1475 smá- listir, áhöfn 50 manns) sje saknað. Eldbjarminn sást suður til Cheibourg ýska frjettastofan skýrði frá því á sunnudaginn, að ljóminn af eldunum, sem kveiktir voru í London á laug- ardagskvöldið, hafi sjest yfir Ermarsund, alla Ieið suður í borgirnar hjá Signu og jafnvel í Cherbourg. Þegar þýsku flug- vjelarnar komu til London í gærkvöldi, sáu þær reykinn frá brununum austur við Thamesár- ósa. Þýska herstjórnin tilkynti á sunnudaginn, að Göring ríkis- marskálkur stjórnaði sjálfur „hefndarárásunum“ á London frá Frakklandi. I fregn frá Berlín segir, að á- rásimar hafi leitt í Ijós. að þau ummæli Hitlers, að þýski loft- flotinn myndi þurka út borgir í Englandi, væri ekki slagorð, sett fram í áróðursskyni, heldur hemaðarleg staðreynd. Ofursprengjur. Þjóðverjar segjast nota í á- rásunum á London svokallaðar ,,ofursprengjur“, — þ. e. sprengjur, sem eru miklu öfl- ugri, en þær, sem notaðar hafa verið fram til þessa. Þeir halda því fram, að loftþrýstingurinn frá sprengjunum sje svo mikill, að fólk kafni í námunda við staðina sem þær springa. Bresk- ur frjettaritari skýrir frá því, að á ferð sinni um London í gærmorgun hafi hann sjeð hús, sem tætt hafi verið í. sundur, cn allar rúður í húsunum í ná- grenninu hafi verið brotnar. Hann bætti því við, að svo virt- ist sem Þjóðverjum hafi einu sinni ratast satt á munn, er þeir segðu að þeir notuðu öflugri sprengjur, en þeir hafa gert fram til þessa. Blaðamaðurinn sagði, að þessar sprengjur hefðu fyrst verið notaðar í á- rásinni á sunnudagskvöldið. í Þýskalandi er því haldið fram að loftvarnabyssur Breta sjeu slæmar og að orustuflugvjelarn- ar fái ekki rönd við reist. En Bretar benda á, að af 103 flug- vjelum, sem skotnar voru niður á laugardagskvöld, hafi 28 verið skotnar niður af loftvarnabyss- um og 3 af 11 á sunnudagskvöld- ið. í þýsku hernaðartilkynningunni í gær er skýrt frá því, að þýskar könnunarflugvjelar hafi í gær tekið myndir yfir London, sem FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Síðan á föstudag hafa Lund- únabúar orðið að hafast við, að meira eða minna leyti í loft- varnaskýlum frá 7—91/2 klst. á hverri nóttu. Aðfaranótt sunnudags stóð loftvarnamerkið yfir í rúmlega 8 klst. Nokkur tregða var á að fólkið leitaði til skýlanna fyrsta kvöldið, en á sunnudagskvöldið var þessi tregða horfin. Meðfram þess- vegna er talið að manntjónið hafi orðið minna þá en fyrra kvöldið. En mörg hundruð manns, sem leitað höfðu hælis í skýlunum, komu þaðan að húsum sínum að meir eða minna leyti í rústum af völdum loftárásanna. Hefir orðið að sjá þessu fólki fyrir nýjum dvalarstöðum og sumstaðar hefir tjón orðið svo mikið, að flytja hefir orðið fólk úr heilum götum og koma því fyrir annars staðar. Fregnir hafa borist um að í ráði sje að flytja fólk burtu alveg úr þeim hluta Lundúna, sem harðast hefir orðið úti. Einnig hefir það valdið nokkr um örðugleikum að gasstöðvar og rafmagnsstöðvar hafa lask- ast, svo að fólk hefir ekki haft neinn hita til að elda við mat. Matvælaráðherrann hefir nú ráðið bót á þessu með því að gefa fólki kost á að kaupa nið- ursoðið kjöt. Það hefir haft nokkuriáhrif á fólkið, að manntjón hefir orð- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.