Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 5
3»riðjudagur 10. sept. 1940. Tvö gagnstæð sjónarmið 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 4HIIMIIIIIIII IIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIMINinMf IHIHIHINIIIIIIII Ólafsson I 4iHiNiHiHiHiHimi«tNHiiiiimNiNiiiimmnin«NiHiniir | Eftir Olaf i ^11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111' JPorcjttitlrta&tft Útget.: H.f. Árvakur, Heykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgTSarm.). Augíýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgrelCsla: Austurstuæti 8. — Slmi 1606. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuBi innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakiS, 25 aura meC Lesbók. Vetrarforðinn Skömtun kornvara, kaffi og sykurs var nauðsynleg og sjálfsögð í byrjun stríðsins. Með skömtuninni var hægt að fyrirbyggja, að þeir sem pen- ingaráð höfðu gætu keypt upp Jjær litlu birgðir, sem til voru í iandinu, því að vitað var að varan myndi hækka. Einnig *var alt í óvissu um það til að i>yrja með, hvernig yrði með -aðdrætti til landsins, eftir að • stríðið var komið í algleyming. En nú er viðhorfið allt annað. Nú eru komin á föst viðskifti við Ameríku og þar kaupum við okkar kornvöru, kaffi og : sykur. Hjer eftir þarf ekki að ■ óttast, að menn geri óeðlilega stór innkaup á þessum vörum, :með því verði, sem nú er á vör- -unni. Skömtunin er því óþörf -eins og nú er ástatt. Hún er búin að gera sitt gagn. Skömt- ■ unin gat meira að segja beinlín- is orðið skaðleg, ef fyrirkomu- lag hennar hefði verið hið sama áfram, þannig að að- eins væri skamtað til tveggja rmánaða í senn. En þessu verður breytt frá 1. október að því er kornvöruna snertir. Verða þá 'fhentir skömtunarseðlar til 5 mánaða í einu. Rjettast hefði verið að af- nema alveg skömtunina. Hitt er þó til stórra bóta, að rýmka hana á þann hátt, sem gert verður. Með því er mönnum gert kleift, að nota sumarkaup- ið strax í haust til þess að afla vetrarforða til heimilanna. En þetta var mönnum ómögulegt með eldra skömtunarfyrir- komulaginu, að því er þessar •vörur snertir. Sem betur fer verður afkoma margra stjetta mun betri eftir betta sumar, en oft undanfarið. En það eru áreiðanlega hygg- índi sem í hag koma, að nota : sumarkaupið sem mest til þess að safna vetrarforða til heim- Ilanna. Það vill fara svo fyrir mörgum, að ef sumarkaupið er ekki notað strax á haustin, til þess að viða að til heimilanna fyrir veturinn, verður fjeð ekki fyrir hendi síðar, þegar matinn vantar. Fjeð hefir þá farið í annað, sem e. t. v. var ekki eins nauðsynlegt. Tlmarnir, sem við nú lifum á ■ eru og þannig, að enginn veit hvaða verð verður á kornvöru og annari nauðsynjavöru, þeg- ar líður á veturinn. Það er því áreiðanlega hyggilegt fyrir fólk, að vanrækja ekki að safna vetrarforða til heimilanna. Það er altaf vissast, sem í hendinni er. Allir, sem eitthvað hafa af- lögu eftir sumarvinnuna, eiga nú að muna eftir því, að lang- ur vetur fer I hönd. Deilur um mál frá gagn- stæðum sjónarmiðum eru venjulega til lítils. Það eina, sem á j)ví kann að græðast, er, að sjónarmiðin sjálf skýrist, línurnar verði gleggri. Um samkomulag getur ekki ver- ið að ræða. Það kemur afarskýrc fram í ádeilugrein síra Jóns Auð- uns í „Morgni“. Lesendum þess rits reyndi hann að telja trú um, að spíritisminn hefði lagt íslensku kirkjuna und- ir sig, að sjónarmið hans ætti eitt rjett á sjer þar, að spíritistar væru „góðir synir og dætur kirkjunnar“, en aðrir ekki, og að þetta væri hin eina sáluhjálplega kirkja. Þar mátti ekkert annað komast að, allra síst þó evangel- iskur lútherskur hoðskapur, af því spurningin fyrir spíritismann um að vera eða ekki að vera, er undir því komin. Þeir, sem þann boðskap flytja, eru með því að ráðast á spíritismann og um leið á kirkjuna, eins og hann vill að hún sje. Á þessu skyldu sauðirnir þekkj- ast frá höfrunum í íslensku kirkjunni. Annað, sem kann að hafast upp úr árekstri gagnstæðra sjóu- armiða er það, að hægt verði að greina hverjir mennirnir eru, sem þar eiga hlut að máli. Síra J. A. er einn þeirra manna, sem hafa gumað mest af sínu eigin frjálslyndi og víðsýni. Nú kemur hið sanna í ljós um það, hvort spíritisminn gerir menn frjálslynda og víðsýna, vegna þessa áreksturs. Það próf hefir síra J. A. staðist á þann veg, að hann gleymir alveg, hver hann er: Fríkirkjuprestinum finst hann vera rjettur maður til þess að halda uppi kirkjuaga í þjóðkirkj- unni, eins og væri það að tilskip- un biskups. Spíritistinn kveður upp dóm um það, hvað kenna megi í lútherskri kirkju og hverjir sjeu sannir synir hennar og rjettir fulltrúar. Ófrjálslyndur maður hefir sjálfur enga tilfinningu af því, hve afskiftasemi hans er í mörg- um tilfellum óviðeigandi. En reyna mætti að leiða honmu það fvrir sjónir. Hugsum okkur að við þjóðkirkjumenn færum að láta málefni fríkirkjunnar til okkar taka. Jafnvel við, sem er- um sífelt ásakaðir fyrir þröngsýni, leiðum þau mál hjá okkur. Hvernig því er varið með frjáls- lyndi og víðsýni höfuðfulltrúa spíritismans hjer á landi, má m. a. sjá á því, að hann getur ekki minst á andstæðing í fjarlægu landi, án þess að sýna honum ó- virðingu — próf. dr. Halleshy, á- hrifamesta prjedikara og víðlesn- asta kristilega rithöfundi Norð- urlanda, afburðamanni svo mikl- um, að jafnvel ritstjóri „Morg- uns“ er enginn maður til að ráð- ast á hann — nema aftan að. ★ Það, sem okkur síra J. A. her á milli, er ekki aðeins smávægi- legur ágreiningur um það eitt, hvort biðja eigi fyrir framliðn- um eða ekki. Eins og jeg hefi þegar bent á, kom það glögt fram í grein hans í „Morgni“. En í svargrein sinni til mín hjer í blaðinu 1. þ. m. virðist hann vera horfinn frá öllum atriðuiu hinnar þungu ádeilu sinnar, nema einu. Hann er einhverra hluta vegna orðinn allur annar maður um leið og hann hættir „ritstjóra rabbi“ sínu í „Morgni“ og fer að skrifa úm sama mál fyrir lesend- ur „Morgunblaðsins". í „Morgni“ gerir hann postula og kirkjufeður og aðra, sem hann býst við að gangi einna best í augu fólksins, að spíritistum, og fylgir í því venju fyrirrennara sinna. En í „Morgunblaðinu“ ger- ir hann spíritista að lútherskum mönnum, stillir brautryðjendum hans upp við hlið siðabótahetj- unnar frá' Worms, eins og hefði hann aldrei sjeð lúthersk kristin- fræði og vissi ekki, að þeir sögðu nei, þar sem hann sagði já. Hjer gerir hann ráð fyrir að jeg „tali fyrir munn nokkuð fjöl- menns hóps innan kirkjunnar“. En þar tók fríkirkjupresturinn rögg á sig og vildi láta reka mig einan úr þjóðkirkjunni, — og þó væntanlega ekki inn í sinn eigin söfnuð. Hjer virðist hinn skyadilegi á- hugi hans fyrir kristniboði vera liðinn frá honum aftur. En þar Ijet hann það mál til sín taka, (sem hefir verið óvenjulegt á þeirn stað, nema á annan hátt væri), og taldi mig vera óhæfan til þess starfa. Hefði því mátt búast við, að það frjettist næst frá safnað- arstarfi síra J. A., að hann hefði stofnað kristniboðsfjelag, til þess að geta sent spíritistatrúboða til Kína í minn stað, en að „Morg- unn“ tæki við samskotafje í því skyni. Hversvegna er það nú, að síra J. A. gerir sjer far um það í Morgunblaðsgrein sinni að þurka burt takmörkin milli spíritisma og kristindóms, tala eins og væri hann strangtrúarmaður um „játn- ingarrit vorrar lúthersku, kirkju“, og halda „Morgni“ á lofti sem evangelisku lúthersku trúvarnar- riti ? Er það blekking? Eða er það vegna þess, að hann fyrirverður sig fyrir fagnaðarerindi spírit- ismans ? Ekki gerðu fyrirrennarar hans það. Ekki gerði síra Ilaraldur Níelsson lítið úr þeim áhrifum, sem sambandið við andaheiminn mundi hafa á trúarskoðanir manna. Hann var þess fullviss, og fór ekki í felur með það, að „kirkjan yrði að leiðrjetta kenn- ingar sínar“ eftir niðurstöðum spíritismans. Og spíritistar hafa ótrauðir tekið kristindóminn til aðgerðar út frá því sjónarmiði, að æðsta úrskurðarvald í triiar- efnum sje að finna í sambandinu við anda framliðinna og trúarvit- und mannsins sjálfs, —- (þó þetta samband sje, vægast sagt, flestu öðru vafasamara og að af engu hafi mennirnir verið jafn afvega- leiddir og trúarvitund sinni). Á þessum grundvelli stendur síra J. A. Út frá því sjónarmiði deiMr hann á mig fyrir kenningar mínar um bænina. En okkur greiu ir ekki á um það eitt, heldur alt varðandi trú, kenningu og breýtni Úr prjedikunarstól og ritstjóra sessi flytur hann annað fagnað- arerindi en við, sem ekki viljum hvika hársbreidd frá kenninga- grundvelli evangeliskrar lútherskr ar kirkju. Við getum ekki minst svo á trúarefni, að við ekki sje- um ósamdóma. Afleiðing þess, að hann notar í þeim efnum annan mælikvarða en lútherska kirkjan, er sú, að útkoman verður gjör- ólík. Niðurstöður spíritismans og trú- arvitund mannsins sjálfs er það úrskurðarvald, sem spíritistar lúta í trúarefnum. En meginatriði evangeliskrar lútherskrar kristin- dómsskoðunar er, að Heilög Ritn- ing sje uppspretta sannleikans og æðsta úrskurðarvald um trú, kenningu og hegðun, og að inni- hald hennar snúist alt um frels- un „án verðskuldunar af náð Guðs fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú“. Þessum hvorutveggju meginat- riðum hafnar síra J. A., eins og aðrir spíritistar. Er það því öllum heilvita mönnum sjáanlegt, hve mikil mótsögn er í því að tala um „evangeliska lútherska spíritista“. ★ í svargrein sinni til mín skýt- ur síra J. A. sjer á bak við fjög- ur andans stórmenni þessa lands: Fvrsti og annar eru aðalbraut- ryðjendur spíritismans; þriðji er stórt skáld, en lítill guðfræðing- ur; sá fjórði er mikið skáld og mikill algyðistrúarmaður. Spíritistar fara sjaldnast einir, þar sem þeim er að mæta. Þeir velja sjer einatt fylgd fínna manna; „heimsfrægra prófessora og vísindamanna, framúrskarandi mælskusnillinga og rithöfunda' ‘, o. s. frv. Og af þessu fína fylgd- arliði verður allur þorri manna 1 stórhrifinn. Hafa spíritistar notað sjer það óspart. Þeir hafa reynslu fyrir því, að enga trú er auðveld- ara að hoða en „autoritetstrú“ (þ. e. trú á mannasetningar). Stóru og fínu nöfnin eru rúsínurnar í öllum þeirra ræðum og ritum. Hve ólíkt þeim, sem hafa prje- dikað fagnaðarerindið. Það hefir sýnt sig á liðnum öldum, að hinn látlausi boðskapur um synd og náð er „kraftur Guðs til. hjálp- ræðis hverjum þeim, er ,trúir“. Kristindómurinn þarf engrar að- gerðar hjá okkur mönnunum, einskis stuðnings, engrar viðbót- ar, heldur það eitt, að honum sje veitt viðtaka. Lífið hefir stað- fest það. Nú viðurkennir síra J. A. þi staðreynd, að ekki sje einn staf- ur fyrir þeirri kenningu í Nýja- testamentinu eða játningaritum lúthersku kirkjunnar, að biðja eigi fyrir framliðnum eða að fram liðnir biðji fyrir okkur. Fyrir þessari þögn kristindómsíns vil jeg beygja mig, og bið Guð að varðveita mig frá að byggja boð- un fagnaðarerindisins á niðurstöð- um spíritismans, trúarvitum 1 manna eða tilfinningum, eða mannasetningum, og byrja sál- gæslustarfið eftir að menn eru komnir í gröfina. Síra J. A. hefir ennfremur ekk- ert að athuga við þann ótvíræða úrskurð lífsins sjálfs og kirkju- sögunnar, að trúin á fyrirbænir framliðinna og hænir fyrir þeim þrífst einkum innan safnaða, sem eru formstorknaðir kirkjulega eða andlega dauðir, og að þessi trú hefir að mestu horfið fyrir öllum heilhrigðum trúarvakningum og finst að heita má ekki þar, sem kristilegt trúarlíf er mest. Fyrir þessu vil jeg ekki loka augunum. ★ „Þá mundu upp renna við- burðaríkir tímar fyrir kirkjuna, ef hún þekti sinn vitjunartíma. Þá mundi fjöldinn safnast um boð- skap hennar um þessa hluti, sem sálarrannsóknarvísindin munu færa oss sannanirnar fyrir. Kirkj- urnar mundu fyllast og söfnuð- irnir öðlast gleði og brennandi trú frumsafnaðarins' ‘. Þannig trúðu og töluðu og skrifuðu fyrstu brautryðjendur spíritismans hjer á landi. Nú eru það mörg ár liðin síðan, að tíma hlýtur að vera kominn til að svip- ast eftir þessari miklu vakningu í kirkjunni íslensku. Það hefir ekki staðið á því, að fólk hafi fengið fræðslu um niðurstöður spíritism- ans. Hjer hefir verið mikill fjöldi allskonar rita um þau efni. Kirkj- urnar flestar hafa staðið opnar á gátt, þegar spíritisminn barði að dyrum. í allmörgum söfnuðum hafa prestar hans starfað dyggi- lega árum saman. En hvenær kemur vakningin? Dó hún ef til vill með síra Har- aldi Níelssyni? Sannleikurinn er sá, að það hef- ir komið fram hjer á landi, sem Jesús sagði: „Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, mundu þeir ekki heldur láta sannfærast þótt einhver rísi upp frá dauð- um“. Spíritisminn getur hrósað sjer af að han sje „hlutfallslega áhrifa ríkari í landi voru en í flestum ef ekki öllum vestrænum löndum**. Hefir þá spíritisminn brugðist og ekki haldið heit sín, þar sem það er staðreynd að líklega er hvergi á vestrænum löndum andleg deyfð meiri hlutfallslega og kirkjusókn minni en hjer. Þeir, sem hafa kynt sjer kenn- ingar spíritismans í ljósi fagnað- arerindisins, hafa gert mikið að því að vara menn við tálvonum hans (eins og t. d. C. Skovgaard Petersen, Olfert Richard o. fl.) Enda eru þær kenningar síst væn legar vakningar. PRAMH. Á SJÖTTH SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.