Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 7 Svíarlána RússumlOO milj. (sænskra) króna Verslunarsamningar hafa verið undirritaðir milli Svía og Rússa. Samkvæmt samn- ingum þessum er gert ráð fyrir að heildarviðskifti þjóðanna nemi 150 miljón sænskum krón- um. — Svíar flytji inn frá Rússlandi (olíur o. fl.), fyrir kr. 75 milj. og Rússar kaupi af Svíum (iðnaðarvörur o. fl.) fyrir kr. 75 milj. Er hjer um að ræða stórlega viðskiftaaukn- ingu. Einnig er gert ráð fyrir i samingn- tm, að Svíar veiti Rússum 100 miljón sænskra króna lán til 5 ára með vöxtum. Badminton Þeir fjelagar, sem ætla að iðka badminton á komandi vetri, eru beðnir að gefa sig fram við Jón Jóhannesson- fyrir 20. b- m. Stjórn T. B. R. A U 6 A Ð hvílist rae6 gleraugum frá THIELE nr-~-- : ~ =su-—-it===u ==i □ NiOursuOoglðs margar stærðir. Víun Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykja- vík o g að undangengnum úr- skurði, verða lögtök látin fram fara fyrir ógreiddum bifreiða- skatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem fjellu í gjalddaga 1. júlí 1940, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- . lýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 9. sept. 1940. Björn Þórðarson. Linoleum fyrirlig-gjandi í fjölbreyttu úrvali. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN. Sími 1280. Loftárásirnar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ið einnig í loftvarnaskýlum, sem talin höfðu verið örugg, en sem hæfð voru beint af sprengjum. Á einum stað hæfði sprengja neðanjarðarbyrgi og fórust þar 50 manns. Til marks um hprmungar fólksins er þess getið, að spregja hefir hæft verkamanna- íbúðarhús í Eastend og að í- búarnir sem voru samankomnir í kjallara hússins hafi orðið undir rústunum. Eftir langan tíma voru þeir grafnir út. TJÓN Á MANN- VIRKJUM. Pregnir bárust til New York á laugardagskvöldið um að 300 eld- ar hafi logað í London, aðallega í austurhluta borgarinnar, þá nm kvöldið. Þjóðverjar segjást háfá miðað sprengjum sínum á /olíu- geyma, hafnarmannvirki, raf- magnsstöðvar, vatnsgeyma, gas- stöðvar, verksmiðjur og birgða- geymslur. Það er viðurkent í breskum fregnum, að tjón hafi orðið „al- varlegt“ á laugardagskvöldið óg „mjög mikið“ á sunnudaginn. En því er bætt við, að miðað við það, sem í húfi er í styrjöldinni sje tjónið ekki mikið. Það er viðurkent, að sprengj- um hafi verið varpað niður á hafnarmannvirki beggja megin við Thames, og að miklir eldar liafi komið þar upp. En þótt mesta tjónið hafi orðið í austurhlnta Lundúna, þar sem m. a. ern þjettbýl verkamanna- hverfi, sem leikin hafa verið illa, þá háfi tjón einnig órðið mikið annarsstaðai- í borginni, einkum eftir árásirnar á sunnudaginn, er sprengjnm var varpað niður á víð og dreif um borgina. Þannig er frá því sagt, að alþekt kirkja í City hafi orðið fyrir sprengju, einnig tvö safnahús, þá er þess og getið í tilkynningum flugmála- ráðuneytisins, að nokkrar „opin- berar byggingar og verslunar- byggingar hafi orðið fyrir sprengjum". Mikill eldur var sagður loga ekki langt frá City, á sunnudag- inn. Þegar bresku flugvjelarnar komu á sunnudaginn, gátu þær áttað sig á eldum, sem ekki var enn biiið að slökkva frá nóttinni áð- ur. Einnig tilkynti breska flug- málaráðuneytið, að þegar árásin hófst í gær „haffi verið búið að slökkva. marga eldana frá nótt- inni áður, og að húið væri að ná tökum á öllum öðrum eldum“. I loftárásinni í gærkvöldi er þess getið, að ein sprengja kom niður á götu í miðri London og olli tjóni. Þjóðverjar skýrðu frá því í gær, að 2000 metra há eldsúla hafi gosið upp, er sprengja hæfði gas- st.öð eina í London. Einnig skýra Þjóðverjar frá því, að eldur hafi logað eins og á jóns messuhátíð í birgðageymslum, sem reistar eru úr timbri, við skipakvíarnar. Dagbók á Stuart 59409108 Mikilsrarðandi mál til umræðu. I.O.O.F. Rb.st. 1 B.Þ. 899108^. Nætnrlæknir er í nótt Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríksgötu 19. Sími 2255. Nætnrvörðnr er í Ingólfs Apó- teki og Laugaregs Apóteki. 75 ára. Ekkjan Ingibjörg Þor- steinsdóttir frá Hofstöðum í Helgafellssveit verður ^5 ára í dlag. Hún á nú heima í Stykkis- hólmi. \ Hjónaband. S.l. föstndag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjama Jónssyni Svanbjörg Hall- dórsdóttir og Ásgeir Sigurðsson forstjóri. Heimili brúðhjónanna er á Hringbraut 50. Hjúskapnr. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Friðrik Hallgrímssyni Sigrún Guðmunds- dóttir, Gunnarsbraut 34 og Ing- ólfur Pjetursson, Laufásveg 79. Hjónaefni. Laugardaginn 7. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ung- frú Sigríður Þorbjömsdóttir Pjet- urssonar vjelstjóra, Lokastíg 25, og Gunnar K. Hildiberg mat- sveinn. Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna, hjelt fyrsta skemti- kvöld sitt á þessu hausti í Odd- fellowhúsinu síðastliðinn laugar- dag. Var aðsókn svo mikil, að fjölda margir nrðu frá að hverfa sökum rúmleysis. Ræðu flutti Gnð- mundur Guðmundsson. Skúli Halldórsson ljek frumsamin verk á slaghörpu við mjög góðar und- irtektir. Frk. Guðbjörg Vigfúsdótt ir útvarpsþulur las upp kvæði með undirleik Skúla Halldórssonar og vakti upplestur hennar almenna athygli og hrifningu. Að aflokn- nm lestri var Guðbjörgu færð úr- valsljóð eftir Einar Benediktssón að gjöf frá Bókaverslun ísafold- arprentsmiðju, með þökk fyrir góðan flutning. Frk. Inga Elís sýndi stepp-dans og akrobatik og ljetu áhorfendur óspart hrifningu sína í ljós með lófataki. Lúðvík Hjálmtýsson setti skemtunina og kynti skemtiatriði. Skemtunin fór hið hesta fram í alla staði. Ungfrú Elly Þorláksson er nú að hefja danskenslu á ný og verð- ur skóli hennar á Bjarkargötu 8. Ungfrúin kennir ballet, plastik, akrobatik og stepp, bæði börnum og fullorðnum. Einnig kennir ung-, frúin samkvæmisdansa, en aðeinsl börnum. Útvarpið í dag: 13.05 Sjöundi dráttur í Happ- drætti Háskólans. 20.30 Erindi: Kvæðið um Martius, Eftir Stephan G. Stephansson (Guðmundur Finníogason lands bókavörður). MYNDIR TEKNAR AF TJÓNIINU. FRAMH. AF ANNARI BÍÐU. staðfesta hve tjónið þar hefir orð- ið mikið. í Berlín er á það bent, að 20% af faglærðum verkamönnum Breta sjeu í London og hjeruðunum um- hverfis, að % hlutinn af matvælá- birgðum, helmingurinn af kjöt- hirgðum, 14 af hergagnaframleiðsl nnni o. s. frv. sje í London. Þess- vegna sje London hernaðarlega mikilvægust allra staða í Eng- landi. B. S. I. Símar 1540, þrjár línur. Góðir bflar. ------ Fljót afgreiðsia. Tilkynninð frá Reykjavíkurhöfn. Hjer með tilkynnist, að vegna hernaðarað- gerða Breta verður hafnarmynninu lokað með duflagirðingu frá því í kvöld kl. 8 til kL 6 árd. á morgun, og verður lokun þessi fram- kvæmd á sama tíma sólarhringsins fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið. Hafnarsffóri. Reykjavík - Akureyri Draðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar, Bifreiðastöð Steindðrs Bifreiðarstjóri með [meira prófi og bílaviðgerð- arinaður. gefa ffengið™ atvlnnu. — Afgr. vÍKar á. Hðrkambar — Hárspennur Nýasta tíska frá New York. MIKIÐ ÚRVAL. K. Einarsson & Björnsson Hjer með tilkynnist, að maðurinn minn NIKULÁS NIKULÁSSON andaðist að heimili sínu, Vesturgötn 48, mánudaginn 9. þ. m. Fyrir hönd vandamanna Guðríður R. Bjarnadóttir. Jarðarför móður okkar GRÓU SIGURÐARDÓTTUR frá Austurvöllum fer fram fimtudaginn 12. sept. og hefst með húskveðju að heimili hennar, Holti, Akranesi kl. 2 e. h. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús, Sigurður og Daníel Vigfússynir. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og bróður JÓNASAR RAGNARS JÓNASSONAR frá Hólmahjáleigu, fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 11. sept.. og hefst með bæn frá Rannsóknastofu Háskólans kl. 2 e. hád. Fanney Þorvarðardóttir, börn og systkini. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall manns- ins míns og föður KARLS PETERSEN. Solveig og Martin Petersen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.