Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Italir hafa 170 þús. manna lið í Albaníu Þýðing flotaaukningar Breta í Miðjarðarhafi PAU ummæli Churchills í ræðu þeirri, sem hann flutti síðastliðinn fimtudag, að búast mætti við alvarlegum átökum í Austurlöndum innan skams, eru skilin svo, að breska stjórnin geri ráð fyrir að ítalir sjeu nú um það bil að hefja innrás í Grikkland eða Egyptaland eða e. t. v. hvorttveggja samtímis. Sú skoðun hefir jafnvel komið fram í Englandi, að líklegt sje að ítalir fari á stúfana um leið og Þjóðverjar geri alvöru úr því, að hefja innrás í England. í London er litið svo á, að mikil hætta sje á að Italir reyni að kúga Grikki með góðu eða illu, til þess að beygja sig undir vilja öxulríkjanna. __________ Lega Grikklands gerir land- ið mjög mikilvægt í öllum hern- aðaraðgerðum í Austurlöndum; liefir það þess vegna vakið óskifta ánægju í London hve fastir Grikkir hafa verið fyrir gagnvart ógnuniim ítala. ALBANÍUHER iTALA. En það er hinsvegar kunn- ugt, að Italir hafa um eða yfir 170 þús. manna her í Albaniu, þar sem undir venjulegum kringumstæðum er talið nægi- iegt að hafa 70 þús. manna her. Annars er það nokkrum örðug- leikum bundið, að fá nákvæma vitneskju um hve lið Itala er raunverulega mikið, því að þeir hafa tekið upp þá aðferð að yeita hermönnunum mikil heim- ferðaleyfi, og senda í staðinn ®,ðra hermenn, en vitað er að undanfarið hafa verið fluttir frá Italíu yfir til Albaníu um 500 hermenn á dag. í lok ágúst varð það kunnugt, að Italir voru að skipa liði sínu í hernaðarlega mikilvæg fjalla- skörð á landamærum Albaníu ug Grikklands. Einnig sendu Italir herlið inn á landamæra- svæði, sem óvíggirt skyldu vera samkvæmt vináttusamn- ingnum sem ítalir gerðu við Grikki í október síðastliðnum. BRESKI FLOTINN. Með tilliti til þess, hve liorfur eru ískyggilegar við austanvert Miðjarðarhaf, hafa fregnirnar um sjóhernaðarað- :gerðir breska flotans í Miðjarð- arhafi í vikunni sem leið vak- ið mikla ánægju í Englandi. Breski flotinn er nú kominn fil Alexandríu og var honum þar vel fagnað. 1 skeyti, sem frjettaritari „Daily Telegraph“ sendir blaði sínu um sjóhernaðaraðgerðirnar segir svo: Jeg var um borð í einum tundur- spillinum, sem tók þátt í hernaöarað- gerðunum, tundurspilli sem ítalska út- varpið er búið að ,,sökkva“ tvisvar. Jeg sá Breta sýna yfirburði sína í ha.fi, sem Mussolini er vanur að kalla „Mare nostrum" (vort haf“), og.gera harðari skothrið a Dodocaneseyjum en nokkru sinni áður í sögu eyjanna. Næstum allur floti Breta í austan- verðu Miðjarðarhafi hafði sameinast flotadeildum úr vestanverðu hafinu og þegar skip þessi voru komin saman, líktust þau fljótandi eyjum, sem ekk- ert féngi haggað. Við sigidum um Miðjarðarhafið í næstum viku, en urðum einskis varir, nema nokkuiTa ítalskra flugvjela, sem reyndu að varpa sprengjum yfir okkur. Eftir að hafa siglt fram og aftur þvert yfir Miðjarðarhafið og leitað þar að ítölskum herskipum, sem við höfð- um heyrt að fælu sig þar, sigldi flot- inn í áttina t liMalta. HERNAÐARAÐGERÐIR. Nokkrum kiukkustundum síðar lögð- um við þó úr höfn aftur til þess að taka upp að nýju leitina að herskip- um ítala. Um kvöldið á þriðjudaginn voru hengdar upp tilkynningar á veggi í tundurspillinum, þar sem skýrt var frá þvi, að hemaðaraðgerðir myndu fara fram á morgun. Okkur var næstum ómögulegt að sofa, og engan, sótti svefn, þegar menn vissu að von var á hem- ððaraðgerðum. Stundin til þess að hefja aðgerðir kom um dögun. Skipherrann og liðs- foringjar stóðu með sjónauka og virtu fyrir sjer hæðirnar á eyjunni Sear- panto, litauðugar í ljósaskiftunum. Byssur tundurspillisins hófu nú skothríð með ógurlegum hvin. sem þeytti mjer upp að handriðinu á brúnni. Framundan, í nokkur hundr- uð metra fjarlægð sáum við greinilega hús ítalska landsstjórans á eynni, en hann og allir eyjaskeggjar hljóta að hafa verið í svefni, þegar skothríð- in hófst. Fallbyssukúlurnar fjellu með brandi og brauki á hæðirnar, her- mannaskála, sjóflugvjelaskýli og hafn- armannvirki. Aftur sást eldstrókurinn út úr byssum tundurspillisins. Suður af eynni sáum við tvö beitiskip, sem skutu ákaft á flugskýli óvinanna. Fallbyssuvirki ítala í landi svömðu ekki skothríðinni með einu einasta skoti. Síðan h.jelt flotinn rólega áfram í áttina til bækistöðva sinna í Alexandríu án þess að Italir gerðu nokkra tilraun til loftárása. Tvisvar var gefið merki um að hætta væri á kafbátaárás. En ekkert gerðist í hvorugt skiftið. Rjett val Herra ritstjóri. 17 yrir nokkrum dögum kom á ■*- bókamarkaðinn ný matreiðslu bók eftir ungfrú Helgu Thorlaci- us. Hefir hennar verið vinsamlega getið í dagblöðum höfuðstaðarins og talið meðal annars það til gild- is, .að hún kenni fólki matreiðslu á ýmsum innlendum nytjajurtum. I formála bókarinnar kemst Bjarni læknir Bjarnason jafnvei svo að orði, að hún sje brautryðj- andi á því sviði. Þeim mönnum verður ekki nóg- samlega þakkað eða verðlaunað, sem stuðlað geta að almennum um bótum á matarhæfi almennings, jafnvel þótt í smáu sje. Þessar umbætur geta verið með tvennu móti: I fyrsta lagi heppilegra val fæðutegunda, og í öðru lagi bætt meðferð þeirra. Þetta tvent, rjett val fæðutegunda og rjett meðferð þeirra, ætti að vera hyrningar- steinninn undir allri matreiðslu, heilög boðorð allra, er við mat- reiðslu fást. En hvernig eru svo þessi boðorð rækt? Því er fljót- svarað: Þau eru yfirleitt vanrækt. Flestir láta sjer nægja að fá kvið- fylli sína við hverja máltíð — og raunar vel það. Allir skilja kali magans, hungrið, og leitast við að svara því. En þótt allur líkaminu æpi og öskri af fjörefnahungri, af skorti á málmsöltum, þá skella menn við skollaeyrunum og það af þeirri einföldu ástæðu, að þeir skilja ekki það kall. Og hinir sjer- fróðu menn, læknarnir og heilsu- fræðingarnir, sem ættu að leið- beina almenningi í þessum efnum, þeir eru flestir hverjir ekki hót- inu betri en sauðsvartur almúg- inn. Til eru læknar, sem vje- fengja eins augljósar staðreyndir og það, að aukning tannskemda stafi af breyttu matarhæfi, og fá- ir munu hafa gert sjer það ljóst, að sykurinn og hvíta hveitið eiga þar mestan hlut að máli. En það mun láta nærri, að þessar tvær fæðutegundir, sem báðar eru snauðar að fjörefnum og málm- söltum, sjeu látnar fullnægja alt að helmingi af kolvetnisþörf manna bæði hjer á landi og víðar, að minsta kosti í kaupstöðum. Af- leiðingin af þessari einhæfni í matarhæfinu er augljós: stórkost- leg vöntun á sumum þeim efnum, sem líkamanum eru nauðsynleg; sjúkdómar, sem stafa beinlínis af efnaskorti, svo sem tannskemdir, og aðrir sem koma fram vegna þess, að líkamann vantar viðnáms þrótt gegn árásum sýkla, og má þar til nefna eins algenga sjúk- dóma og botnlangabólgu og kvef. Er það ekki átakanlegt dæmi um heimsku og sljóleika mann- anna, að þrátt fyrir hið augljósa tilfelli um fjörefnasjúkdóminn beriberi og hrísgrjónin í Kína, þá skuli almenningur í flestum lönd- um Evrópu og Ameríku hafa gert hið hýðislausa hveiti að einni að- alfæðu sinni, ásamt sykrinum, sem inniheldur alls engin efni nema sykurinn sjálfan? Og að neysla þessara fæðutegunda beggja skuli sífelt vera að auk- ast? Jeg bendi á þetta tvent, Þriðjudagur 10. sept. 1940. # BRJEF f fæðutegunda — og rjett meðferð Vanrækl boðorð hveitið og sykurinn, sem tvö dæmi af ótal mörgum um andvaraleysi lækna í heilbrigðismálum þjóð- anna. Og það er ekki því að heilsa, að læknar láti þessi mál afskiftalaus, heldur ”er nærtækt dæmi þess, að læknir hvetji fólk blátt áfram til aukinnar sykur- neyslu. Hefði ekki verið sanni nær að brýna fyrir fólki í tæka tíð að spara af sykurskamtinum, til þess að ekki þyrfti að úthluta sykri í stórum stíl aukreitis til niðursuðu? Þetta veit jeg, að margir hafa gert ótilkvaddir. Sem betur fer hafa nú augu margra opnast í þessum efnum 4 síðari tímum. En raddir þeirra ná enn of skamt, eða þá að þeim er ekki gaumur gefinn. Hjer á landi hefir nokkuð verið rætt og ritað um þetta á síðari árum. Hefir allmikill skriður komist á ræktun og neyslu allskonar garðjurta, og ennfremur hefir áhugi glæðst mjög á neyslu innlendra jurta og berja, enda má svo vera, því að við stöndum langt að baki öfum okkar og langöfum um þetta. Og nú, þegar aftur er af stað farið með að kenna okkar ungu kyn- slóð að feta í fótspor forfeðra okkar, þá verður að sjá svo um, að kenslunni sje ekki til muna á- bótavant. Gildi einnar matreiðslu- bókar á ekki að meta fyrst og fremst eftir bragðgæðum eða út- liti rjettanna eða leiðbeiningum um niðurröðun borðbúnaðar og diska o. s. frv., heldur eftir inni- haldi rjettanna og hollustu þeirra. Og það er sjerstaklega varhuga- vert, þegar um nýmæli er að ræða, ef mönnum eru gefnar rangar eða skaðlegar upplýsingar um með- ferð matvæla. Þá er vissulega ver farið en heima setið. Þetta á við um bókina, sem getið er í upphafi þessarar grein- ar, eða þann hluta hennar mest- allan, sem fjallar um íslenskar nytjajurtir. Þau efni, sem við sækjum í jurtir þessar, eru eink- um málmsölt og fjörefni, aðal- lega C-fjörefni. Nú veit það hvert mannsbarn, að C-fjörefni þolir ekki suðu, að minsta kosti ekki ef loft kemst ekki að. Auk þess er það reynsla mín og margra annara, að margt grænmeti, sem tekið er til meðferðar í bók þess- ari, svo sem grænkál, njóli, spín- at o. fl., er síst bragðverra, ef það er sett hrátt út í heitan jafning- inn og ekki látið sjóða í honum. Og ef menn skyldu óttast sýking- arhættu af þesum sökum, þá hefir Jónas læknir Kristjánsson bent á, að nægilegt sje að leggja blöðin í saltvatn um stund til þess að drepa sýkla, sem kunna að vera á þeim. Raunar lítur ekki út fyr- ir, að það sje þessi hætta, sem vaki fyrir ungfrú Helgu Thor- lacius, þegar hún fyrirskipar suðu á grænmeti, því að í bókinni eru fáeinir rjettir, þar sem gert er ráð fyrir, að grænmetið sje etiS hrátt án nokkurra öryggisráðstaf- ana. En annarsstaðar gengur hún svo rækilega frá því, að fyrst á að sjóða það, venjulega í salt- vatni, í einar 5—15 mínútur, og þar að auki á stundum að hræra í á meðan, og síðan á að sjóða þaú aftur í jafningnum eða súpunni í nokkrar mínútur. í sumum upp- skriftunum er auk þess gert ráG fyrir, að saltvatninu sje helt burt, og hefir þá ekki einungis tekisí. að eyðileggja öll C-fjörefnin, held ur og nokkurn hluta málmsalt- anna. Bók þessi kann að vera góð að öðru leyti, um það kann jeg ekki að dæma. En þessi ljóður gerir hana stórkostlega varhugaverða í mínum augum, sjerstaklega fyr- ir þá sök, að einn af þektustu læknum höfuðstaðarins, og þar að auki sjerfræðingur í meltingar- sjúkdómum, hefir lagt blessun sína yfir hana með því að skrifa formála að henni og lýsa þar yfir sjerstakri ánægju sinni yfir þeim nýmælum, sem hún hefir að flytja. Já, sannarlega flytur hún nýmæli, og þau hin furðulegustu, því að hver hefir heyrt þess getið, að sjóða skuli skarfakál? Þykist læknirinn geta læknað skyrbjúg með soðnu skarfakáli ? Metur hann gildi bókar þessarar og hinna imr lendu nytjajurta eingöngu eftir þeirri fjölbreytni, sem þær gefa bragði og útliti rjettanna? Hefir hann yfirleitt lesið handrit bók- arinnar? Skrifar hann formálann gegn betri vitund og þekkingn, eða einungis af greiðvikni og í al- gerðu skeytingarleysi og ábyrgð- arleysi um áhrif orða sinna? Höfund bókarinnar get jeg ekki áfelst svo mjög fyrir hennar mis- tök. Jeg virði þar viljann fyrir verkið. Yngri stallsystur hennar, sem ættu að vera minna klafa- bundnar, hafa strandað á sama skerinu. En lækninum get jeg enga afsökun fundið fyrir hans vanhugsuðu orðum. Hann má vita, að margir munu taka mark á orð- um hans og meta bókina og inni- hald hennar að nokkru eftir þeim meðmælum, sem hann gefur henni. Þetta er mikið ábyrgðarleysi af manni í hans stjett. En þótt hryggilegt sje til þess að vita, þá er þetta þó ekki nema eitt sýnis- horn af hugsunarhætti flestra lækna; Þeir heilbrigðu koma mjer ekki við, heldur aðeins þeir sjúkn, sem til mín leita; og þá lækna jeg, ef lækningu er að fá, með hnífnum eða með rándýrum lyfj- um — og það eins þótt sjúkdóm- urinn stafi eingöngu af skorti á efnum, sem’ við troðum daglega undir fótum okkar eða eyðileggj- um á leiðinni upp í munninn. Reykjavík, 23. ágúst 1940. Björn L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.