Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. sept. 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bræðslusíldaraflinn 2/2 milj. hektólítrar Saltsíldin aðeins 87 þús. tunnur * _____ SAMKVÆMT SKÝRSLU Fiskifjelagsins nam bræðslusíldaraflinn s.l. laugardag (7. sept.) 2.427.984 hektólítrum, en var 1.158.850 hl. um sama leyti í fyrra og 1.519.370 hl. árið 1938. Saltsíldin var á sama tíma 87.523 tunnur, á móti 234.597 tn. á sama tíma í fyrra og 309.239 tn. árið 1938. Saltsíldin skiftist þannig í flokka: Venjuleg saltsíld 411, sjer- verkuð saltsíld 60.519, matjessíld 21.094, kryddsíld 1637, sykursíld 2339, sjerverkuð síld 1523. Aflahæsta skipið í flotanum var Tryggvi gamli, er hafði 26.416 mál og 318 tn.; þá kom Garðar með 25.444 mál og 139 tn. — Af línu- veiðurum er Ólafur Bjarnason enn langhæstur með 22.150 mál og 155 tn. — Dagný er hæst af mótorskipunum með 17.615 mál og 104 tn. ipmtMMfiiuuuiiiuiuiuiiiiiiiiiimiiiiiuimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmiiiiiiiiiNiiiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | „Egill Skallagríms- I son“ og íbjarga 40 erlendum | skipbrotsmönnum I ..................... aiiiiiimiiiiiiiuiiiiitiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiu UM FYRRI HELGI björguðust 40 erlendir sjó- menn, sem voru á hrakningi í björgunarbát- um skamt frá Skotlandsströndum, um borð í tvo ísienska togara. Sjómenn þessir voru af skipinu „Ville de Hasselt“, sem sigldi undir belgiskum fána, en var áður amerískt og hjet þá „American Trader“. Togararnir voru „Egill Skallagrímsson“, skipstjóri Lúðvík Vilhjálmsson, sem bjargaði 26 mönnum aU tveimur bátum og „Hilmir“, skipstjóri Jón Sigurðsson, sem bjargaði 14 mönnum úr einum bát. Bátur skipstjórans á „Ville de Hasselt“, sem var vjelknúinn komst hjálparlaust til hafnar í Skotlandi. Hjer birtist afli hvers einstaks skips, talið í málum, innan sviga tunnur í salt: Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson (í beitu 151)j 5870, Garðar (139) 25444, Gyllir 4730, Kári (129) 19488, Rán (100) 19628, Skallagrímur 6868, Surprise (207) 14671, Tryggvi gamli (207 cg 111 í beitu) 26416. Línugufuskip: Aldan 7124, Alden (143) 7603, Andey (435) 7393, Ármann (205) 13452, Bjarki (430) 12201, Bjarnar- ey (203) 11344, Björn austræni (94) 5309, Fjölnir (269) 16669, Freyja (620) 9630, Fróði (175) 14832, Hringur (47) 6759, ísleifur (541) 7702, Málmey (416) 6526, Ólaf (387) 8504, Ólafur Bjarnason (155) 22150, Pjetursey 8291, Reykjanes (194) 11753, Rifsnes (201) 12954, Rúna (411) 8588, Sigríður (212) 14451, Sigrún (593) 7772, Skagfirðingur (165) 7193, Sæborg (424) 7382, Sæ- fari (350) 10489. Mótorskip: Aldan (335) 3541, Ágústa (473) 5530, Ari (349) 3856, Árni Árnason (533) 8326, Ársæll (460) 5062, Art- hur & Fanney (261) 4390, Ásbjöm (453) 8051, Auðbjöm (434) 5801, Baldur (539) 7649, Bangsi (504) 6935, Bára (401) 4667, Birkir (597) 7110, Björn (616) 8567, Bris (597) 8048, Dagný (104) 17615, Dóra (346) 8360, Eldey 16613, Einar Frið- rik (280) 3764, Ema 10346, Fiska- klettur (489) 8505, Freyja (361) 4858, Frigg (493) 4485, Fylkir (301) 11544, Garðar (272) 11200, Gautur (676) 3556, Geir (198) 8485, Geir goði (643) 9946, Glaður (522) 7458, Gotta (472) 4263, Grótta (410) 7187, Gulltoppur (967) 7117, Gullveig [(594) 6890, Gunnbjörn (407) 7588, Gunnvör (470) 16395, Gylfi (276) 5671, Hafþór (675) 1937, Haraldur (402) 4982, Heimir (872) 8019, Helga (191) 9446, Helgi (157) 10374, Her- móður Akranesi (594) 6224, Her- móður Rvík (622) 6168, Hilmir (355) 5841, Hjalteyrin (645) 4966, Hrafn- kell goði (796) 8178, Hrefna (317) 10817, Hrönn (588) 7679, Huginn I. 14197, Huginn II. (301) 13463, Hug- inn III. 14971, Hvítingur (284) 5356, Höskuldur (194) 5795, Ísleifur (127) 4600, Jakob (260) 4331, Jón Þor- láksson (337) 8572, Kári (450) PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Innbrot upplýst T> annsóknarlögreglan hefir * haft upp á þjófunum, sem hrutust inn í herbergi Hannesar Pálssonar pylsusala, Laugavegi 103 aðfaranótt laugardagsins s.l. Voru það tveir menn, 23 og 24 ára, sem ekki hafa gerst veruléga brotlegir við lög áður. Heima hjá öðrum þeirra fund- ust um 100 krónur í koparpening- um, faldir inni í fiðurpoka. Auk þess voru í peningakass- anum, sem þeir fjelagar stálu, um 100 krónur í erlendri mynt, alls- konar. Mikið næturfrost á sunnudagsnótt Ráölegt að draga ekki upptöka úr görðum Aðfaranótt sunnndags var mik- ið næturfrost hjer í Iteykja- vík. Átti blaðið í gær tal við Matthías Ásgeirsson garðyrkju- ráðnnaut, og skýrði hann svo frá, að snemma á sunnudagsmorgun hafi frostið verið hjer 4 gráður. Fór hann þá inn í Kringlumýrar- garða. Þar var jörð svo frosin, að ekki sporaði í garðmoldinni. Matthías sagði, að hann teldi ó- ráð að draga það lengi að taka upp úr görðum, einkum ef kuld- arnir halda áfram. Kartöflugras er mjög fallið, öll blöð svört, aðeins leggir grænir eftir, svo um lítinn viðhótarvöxt verður að ræða hjer á eftir. Lengur en til 15. sept. ætti það ekki að dragast, segir hann, m. a. vegna þess hve garð- arnir eru blautir eftir hin lang- varandi votviðri. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Margrjet Björnsdóttir, Lilta-Velli, og Sig- urður Þórarinsson, Seljaveg 3 A. Tveír menn drtíkna í Þístílfir ðí r I ofvíðrí á laug- ardagsnótt \ föstudagskyöld eða að- faranótt laugardags drukn uðu tveir menn af trillubát í Þistilfirði, þeir Maríus Ólafsson og Sigurjón Sigurðsson. Þeir voru báðir kvæntir, búsettir á Þórshöfn. Þannig var háttað ferðum þeirra. Til Þórshaftiar hafði komið vjelarhlutur frá Siglu- firði, sem átti að f?ra til síldar- verksmiðjunnar á Raufarhöfn. Hafði stykki þetta verið sent frá Siglufirði með fisktökuskipi er átti leið til Þórshafnar. Var mikil þörf fyrir að fá hlut þenna til verksmiðivtnnar, þvi vinna stöðvaðist að einhverju leyti meðan hann vantaði. Þessir tveir menn fóru frá Þórshöfn um hádegi á föstudag áleiðis til Raufarhafnar á tveggja tonna trillubát með þessa sendingu J^rá Siglufirði. Þeim gekk vel til Raufarhafnar, og voru komnir þangað á 5. tímanum. Er hjer var komið, var sýni- legt, að rok var að skella á af norðaustan, og var þeim fjelög- um ráðið frá því að halda heim leiðis, enda höfðu þeir ekki meira en svo gert ráð fyrir því, að koma heim samdægurs. En á Raufarhöfn gerðu þeir sjer vonir um, að veðrið myndi I ekki verða skollið á, meðan þeir væru að komast leiðar sinnar til baka yfir Þistilfjörðinn. En þeir komu ekki fram. Daginn eftir fanst báturinn rekinn á Brekkusandi fyrir botni Lónsfjarðar. Er búist við því, að þeir hafi lent þar á grunnsævisbroti, farið helst til vestarlega, vegna roks og nátt- myrkurs, en hafi verið komnir þetta langleiðis heim. Marínó Ólafsson var formað- ur á bátnum, vanur sjómaðuv og stundaði útgerð frá Þórshöfn. Hann var 43 ára. Ekkja hans er Valborg Árnadóttir. Sigurjón Sigurðsson var útgerðarmaður frá Þórshöfn. Hann var ættað- ur úr Vestmannaeyjum 53 ára að aldri, og vanur sjómaður eins og fjelagi hans. Ekkja hans er Þorgerður Sigurðardóttir. Þau áttu einn son. Lík þeirra fjelaga voru ekki fundin er blaðið átti tal við Þórshöfn í gær. Frú Kristín Pálsdóttir, kona Theodórs Jakobssonar skipamiðl- ara andaðist í gær, eftir mjög langvinna vanheilsu. Tennismeistaramót í. S. 1. Tvímennis- kepni lokið Tennismeistaramót í. S. í. hef- ir staðið yfir nndanfarið og í gær lauk tvímenningskepni karla. Sigurvegarar (meistarar) urðu Friðrik Sigurbjörnsson og Lárus Pjetursson (úr T. B. R.). Næstir þeim urðu Sigurður Ól- afsson og Hafsteinn Bjarnason (K. R.). Þriðju í röðinni urðu Magnús Davíðsson og Arne Dam. Einmenningskepni hefst í kvöld kl. 7 ef veður leyfir. Þátttakend- ur eru 11 (7 frá T. B. R. og 4 frá K. R.). Heldur mótið svo áfram næstu daga, eftir því sem veður óg aðr- ar ástæður leyfa. T. B. R. sjer um mót þetta. „Aldan“ seld tilAkraness Síðastliðinn laugardag kom hingað til Akraness línu- veiðagufuskipið „Aldan“ frá Akureyri. Hefir firmað Bjarni Ólafsson & Co. keypt skipið hingað. Skipið er um 100 tonn að stærð. Byggt úr eik 1919. Skipið verður nú tekið til hreinsunar eftir síldveiðarnar. Að því loknu á það að sigla með ísfisk til Englands. Skipið hefir verið skírt um og heitir nú „Þormóður" og fær umdæmistöluna M.B. 85. Kosningar í Svíþjóö Kosningar til neðri mál- stofu sænska þingsins fara fram n. k. sunnudag. „Ville de Hasselt“ sem var um 15.000 smálestir, hafði verið í förum milli Englands og Ame- ríku og flutti aðallega hergögn að vestan, en lítið vestur. Skipið var á leið til Arneríku er þýsk- ur kafbátur sökti því með tund- urskeyti. Á skipinu var 54 manna á- höfn. Skipstjóri var enskur, en skipshöfnin af ýmsum þjóð- flokkum, þar á meðal Norður- landamenn, Indverjar, Hollend- ingar; alls um 18 þjóða menn. FRÁSÖGN LÚÐVÍKS VIL- HJÁLMSSONAR SKIPSTJ. Blaðamaður frá Morgun- blaðinu hefir haft tal af Lúð- vík Vilhjálmssyni og beðið hann að segja frá björguninni. Fórust honum orð á þessa leiö: — Það var snemma morguns, ekki alllangt frá Skotlands- ströndum, að við sigldum inn í mikið brak úr skipi og var þar mikil olíubrák á sjónum. Jeg þóttist strax sjá, að þarna hefði skip farist. Nokkur ólga var í sjónum, en veður mátti þó kalj- ast gott . Um 7 leytið þenna sama morgun sá jeg að neyðarmerki var skotið stjórnborðsmegin fyr- ir framan okkur og sigldi í átt- ina þar sem því var slcotið. Nokkru síðar komum við auga á björgunarbát, sem í voru 12 menn. Tókum við mennina um borð til okkar og bátinn á þil- far. Fyrirliði þessara 12 manna var hollenskur og sagðist hafa verið 4. stýrimaður á skipinu „Ville de Hasselt ‘ sem siglt var undir belgisku flaggþ en hafði áður verið amerískt «g hjer þá „American Trader“. Sagði stýrimaður mjer frá því, að 17 klukkustundum áður hefði þýskur kafbátur sökt skipi þeirra . fjelaga. Skipverjar, sem alls voru 54 á skipinu, höfðu allir komist í báta, nema þessi Hollendingur. Hann hafði kastað sjer í sjóinn og velkst þar í hálfa klukkstund áð- ur en fjelagar hans fundu hann. Hinir höfðu skift sjer í 3 báta og hjeldu skipverjar, að tveir FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.