Morgunblaðið - 18.02.1945, Side 6

Morgunblaðið - 18.02.1945, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. febrúar 1945. Útg.: H-f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Kitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettariistjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Osæmileg íiamkoma SAMGÖNGUMÁLARÁÐHERRA Emil Jónsson, upp- lýsti á Alþingi á dögunum, að stjórn Eimskipafjelags ís- lands hefði skrifað ráðuneytinu brjef — og einnig Ný- byggingaráði — þar sem farið var þess á leit, að fje- laginu yrði trygður gjaldeyri til þess að kaupa alt að sex ný skip að stríðinu loknu. Lagði stjórn Eimskips í brjefi sínu áherslu á, að hafist yrði handa um framkvæmdir í þessu efni eins fljótt og auðið væri. Allir sannir íslendingar munu.af einlægni fagna þess- um tíðindum. Fagna þeim stórhug, sem hjer kemur fram og þeim skilningi á þörfum þjöðfjelagsins, sem lýsir sjer í þessu brjefi stjórnar Eimskips. Þó voru til menn á Alþingi, sem fanst ekki ástæða til að fagna þessum tíðindum. Það voru hinir þröngsýnu afturhaldskurfar í Framsóknarflokknum, undir forystu Eysteins Jónssonar. Þessir menn vildu svifta Eimskip öll- um möguleikum til aukningu skipastóls landsmanna. Þeir vildu láta ríkið taka af Eimskip gróðann, sem fjelaginu áskotnaðist 1943, en einmitt vegna þessa óvænta happs getur fjelagið nú ráðist í þau stórfeldu skipakaup, sem ráðgerð eru. Og þeir vildu ganga lengra afturhalskurf- arnir. Þeir vildu skattleggja svo Eimskip í framtíðinni, að örugt væri að fjelagið næði aldrei því takmarki, sem að var stefnt í upphafi, er fjelagið var stofnað: — Að sjá þjóðinni fyrir nægum skipakosti, svo að hún þyrfti ekki að vera upp á aðra komin í því efni. Þannig var hugarfar ráðamanna Framsóknarflokksins á fyrsta ári hins íslenska lýðveldis! ★ En það er í fleiru en þessu, sem framkoma Framsóknar- manna hefir verið með þeim hætti, að undrun sætir. Svo takmarkalaust er ábyrgðarleysi þessara manna, að það verður ekki skýrt með því einu, að þeir hafa nú valið sjer hlutskifti stjórnarandstöðunnar. Lítum aðeins á það, hvernig Framsókn snýst við þeirri viðleitni ríkisstjómarinnar, .að bjarga fjárhag ríkissjóðs. Þegar fjörlögin voru afgreidd laust fyrir áramótin, vissu allir þingmenn, að enn vantaði ríkissjóð a. m. k. 15—20 miljónir króna, til þess að geta staðið undir óhjákvæmi- legum útgjöldum. Þingið átti sem sje eftir að afla tekna úil þess að greiða uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur og til niðurgreiðslu landbúnaðarvara á innlendum mark- aði. Þingið átti þess engan kost, að skjóta sjer undan þess- um greiðslum. En hvað skeður, þegar ríkisstjórnin leggur fyrir þingið skattafrumvörp, sem gera ríkissjóði möguiegt að standa undir þessu? Aðalskattafrumvarpið — veltuskatturinn — á að mæta fullum fjandskap af hálfu Framsóknar- flokksins í heild. Skiljanleg gat þessi afstaða verið, ef flokkurinn hefði haft aðrar uppástungur að gera, til þess að afla ríkissjóði þessara tekna. En þessu er ekki þann veg farið, Framsókn hefir enga tillögu gert í þessu efni. Hvernig á að skilja þessa framkomu? Hvernig á að skilja það, að Framsóknarmenn, sem gerðu samkomulag við fulltrúa bænda á Búnaðarþingi í haust, að ríkissjóður greiddi uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir og jafn framt lýstu yfir þeim vilja sínum, að útsöluverð landbún- aðarvara á innlendum markaði skyldi haldast óbreytt til 15. september 1945, með greiðslum úr ríkissjóði — já, hvemig ber að skilja, að þessir sömu menn skuli rísa önd- verðir gegn öflun tekna í ríkissjóð, sem gerir honum kleift að standa undir þessum greiðslum? Fjandskapur Framsóknar í garð núverandi ríkisstjórn- ar skýrir ekki þessa framkomu. Ríkisstjómin á enga sök á þessum greiðslum. Þær eru leifar frá fyrverandi stjórn, sem Framsókn hjelt dauðahaldi í. Ætlast Frarpsókn, til, að ríkisstjórnin svíki samkomu- lagið við full.trúa ba;nda? Eða er ætJunin sú, að reyna að. koma fjárhag ríkissjóðs í kaldakol? Hvorugt ef sæma«di stjórnmálaflokki, sem vill telja sig ábyrgan gerðá sinna. íslendingar eru ein- menn I SKIPASKORTI á flutningi útlendra vara til landsins, er talið einna nauðsynlegast að flytja til landsins úllendan gerfiáburð á tún og í garða, 3— 4000 smálestir árlega, sem lág- mark, og á sama tíma framleið- um við hjer í landi álíka mik- ið af fiskimjöli sem útlending- ar keppast um að fá til áburð- ar hjá sjer og telja betri vöru en sinn eigin gerfiáburð í mörg um lilíellum. Jeg á hjer sjerslaklega við fiskimjöl, sem framleitt er nú nýýju hráefni daglega, það eru fiskimjölsverksmiðjur á Akra- nesi, Patreksfirði og Vestmanna eyjum, sem þannig vinna. Hrá- efnið, sem unnið er úr: þorsk- hausar, hryggir og þunnildi á- samt karfa, keilu og öðrum verðlitlum fiski. Úr þorski, sem er flakaður til hraðfrystingar ery ca. 40% flök en 60% fer til fiskimjölsvinslu. Hin að- ferðin er að þurka hráefnið úti á túnum, melum og klöppum o. s. frv., en í okkar veðráttu hjer á veturna fer mikið áburð arefni til spillis, nema þar sem túnin eru notuð sem þurkvöll- ur, þá fá þau sinn hluta af á- burðarefnunum strax. Þegar þetta hráefni er orðið hæfilega þurt úti, er það flutt í hús og malað, og hefir það síðan verið selt og auglýst, sem sólarmjöl Verðið á vjeluna mjölinu er tals vert hærra til útflutnings. Áður fyrr notuðu menn við sjávarstíðuna talsvert af slori og fiskúrgangi til áburðar á tún og í garða, en nú þykir það ekki „fínt“ lengur, enda líka talsverður tilkostnaður með núverandi kaupgjaldi að koma þessum úrgangi á sinn stað og hefir líka þann leiða galla að talsverður óþefur er af slíku, þegar það fer að rotna. Oðru máli gegnir með fiskmjöl- ið, það er líkt og grófmalað rúg mjöl og geta menn dreift því sparibúnir án þess að saurga sig hið minsta. Á Akranesi háfa menn notað vjelþurkað fiski- mjöl með mjög góðum árangi árum saman. bæði sem skepnu- fóður og til áburðar. Jeg vil sjerstaklega benda mönnum á, að þar sem slæmir kúahagar eru, er mjög mikils virði að bera fiskimjöl á, og gefur það tvöfaldan gróða, meiri mjólk og betri hagar. Útlendi áburð- urinn hverfur í jarðveginn fyrsta árið, en beinkornin í fiskimjölinu halda sennilega áfram að gefa arð árum sam- an. Það hafa ýmsir haldið, að útlendi gerfiáburðurinn sje beinlínis skaðlegur skepnum, en um það atriði get jeg ekkert fullyrt. Mjer findist ekki nein fjar- stæða, þó íslenskum stjórnar- völdum væri bent á, að nauð- syn bæri til þess að athuga, hvort ekki væri heppilegra að ’ioia það takmarkaða skiprúm, sem við höfum, meira til flutn- ings á byggingarefnum og alls konar vjelum og öðrum slíkum nauðsynjum, en takmarka sem mest flutning á gerfiáburðin- verji álripar: ><$&&$>&$ % ilaoleqci (íji inu um. 16. febrúar 1945. Haraldur Böðvarsson. í töfrahöll. LISTAMANNASKÁLINN er sannkölluð töfrahöll þessa dag- ana. Þúsundir Reykvíkingar hafa farið þangað til að skoða dýrð- ina hans Kjarvals og það verður ábyggilega enginn fyrir vonbrigð um. Hvílíkir litir og línur! Mikill listamaður er það, sem hefir fest þessa tóna og þessar raddir á Ijer eftið. Jeg er enginn listgagnrýn- andi og veit ekki, og get ekki skýrt hversvegna þessi málverk hrífa mann eins og þau gera. En það er eins og að koma inn í undraheim að skoða þessa sýn- ingu. Þegar maður horfir á þess- ar myndir, getur maður skilið hversvegna menn frá stórþjóðun um, sem kynst hafa verkum Jó- hannesar S. Kjarvals, öfunda okk ur íslendinga af að eiga slíkan istamann. Það myndi hvaða þjóð, sem er vera hreykin af því að eíga Kjarval og list hans og hugsa um hann og verk hans eins og dýrustu fjársjóði sína. Sem flestir þurfa að sjá sýninguna. ÞESSA DAGANA er verið að smala skólabörnum á áróðurssýn ingu eina hjer í bænum. Það get ur verið saklaust og jafnvel á- gætt. En ef það er ástæða til að sýna hinni upprendandi kynslóð löfuðstaðarins tómar áfengisflösk ur og skrípamyndir á Hótel Heklu, þá er þúsund sinnum meiri ástæða að fará með þau á hina miklu listasýningu í Lista- mannaskálanum. Skólastjórar hinna svonefndu æðri skóla ættu að sjá til þess, að nemendur þeirra fengju tækifæri til að sjá listaverkin hans Kjarvals. — Það myndi verða nemendum minnis- stæður dagur. Unglingar hjer í höfuðstaðnum eiga ekki kost á því á hverjum degi, að kynnast listaverkum eins og þeim, er til sýnis eru í skálanum við Austur- völl. Erlendis er almenningur bet ur settur. Þar eru listasöfnin op- in öllum. En við íslendingar eigum ekk- ert opinbert listasafn og þess vegna má tækifæri, eins og þetta ekki ganga úr greipum þeirra, sem vilja kynnast listinni. Fátækt. MIKIÐ er íslenska þjóðin fá- tæk. Að vísu á hún nokkur hundr uð miljónir króna í erlendum inn stæðum. En við eigum ekkert listasafn. — Jú, eitt einkasafn. En verk okkar bestu listamanna voru til skamms tíma geymd í hrúgum niður í kjallara. Það er erfitt að vera fátækur, en fátæktin stafar oft af því, að verðmætunum er kastað á glæ eða það er ekki hugsað um að varðveita þau. Hvað listina áhrær ir, höfum við kastað verðmætun- um á glæ og þessvegna erum við fátæk á því sviði. Hvaða þjóð sem væri, hvort hún ætti miljónir í erlendum inn stæðum eða ekki, væri búin fyrir löngu að reisa listamönnum sín- um höll til að geyma í fjársjóð- ina, sem þeir hafa gefið þjóðinni. Ef að Jóhannes S. Kjarval hefði lifað meðal miljónaþjóðar, væri hann heimsfrægur maður, sem búið væri að reisa mikið og veg- Iegt safn. Pílagrímar listarinnar myndu koma hvaðanæfa að til áð skoða listaverkin hans og lofn meistarann. - A'd; i-xi'. Enn er hægt að bæta úr. NÝLEGA var þess getið í blaði að Kjarval listmálari yrði sextug ur á hausti komanda, og væri það viðkunnanlegt, að í sambandi við þau merku tímamót yrði lista- manninum reist hús, þar sem hann gæti dvalið innan um lista- verk sín það sem eftir er. Þetta er svo sjálfsögð tillaga, að það ætti ekki að þurfa að ræða hana heldur framkvæma orðalaust. Með því væri hægt að bæta nokkuð úr vanrækslu margra ára. Tillögumaður talaði um, að hafa mætti einhvern paragraf um það, að er listamaðurinn fjelli frá, rynni húsið aftur til þess er reisti það. Ekki til að tala um. Slíkt hús ætti að reisa þannig, að það gæti orðið veglegt Kjarvals-hús, sem stæði um ókomnar aldir, sem minnisvarði um þenna merka listamann, sem framtiðin mun kunna að meta, ekki síður en nú- tíðin. Það á að uppfylla ósk lista- mannsins, sem hann bar fram við opnun sýningarinnar á dögunum: „Jeg vildi helst, að myndirnar yrðu sameign ykkar allra“. • Heimsókn í verstöð. HJER á dögunum fjekk jeg tækifæri til að heimsækja ver- stöð eina í nágrenninu. Það var lærdómsríkt. Bátarnir voru að koma að í blæja logni, drekk- hlaðnir af-físki. Landfólkið var önnum kafið við að gera að og koma fiskinum fyrir. Einn hlut- inn fór í ís, annar í hraðfrystihús. Alt gekk eftir ákveðinni snúru, ef svo mætti segja. Hjer að framan var jeg að stinga upp á því, að skólanemend unum væri gefinn kostur á að skoða sýningu Kjarvals og víst væri það ómaksins vert. En það ætti líka að fara með skólanem- endur, sem komnir eru til vits og ára upp á Akranes, eða á Suð urnesjahafnirnar, þegar vel fisk ast og sýna þeim, hvað er að ger ast. Hversvegna við höfum ráð á að lifa í vellystugum praktur- lega, meðan aðrir svelta. Þau hefðu gott af að sjá vinnu brögðin, vinnugleði sjómannanna ^ ög þeirra, sem í landi vinna við að bjarga fengnum afla.. Koma í sjóbúð og heyra karlana rabba saman um „sjóferðir og fiskirí.. “ og svo framvegis. Og það væri jafnvel mentandi og þroskandi fyrir fleiri í okkar þjóðfjelagi, að finna einu sinni ærlega slorlykt og hressandi sjó- loft. • Skíðaferðir barna. NÚ HEFIR bæjarráð ákveðið að veita fjárupphæð til þess að hægt verði að fara með skólabörn í skíðaferðir. Þetta var gert í fyrra og mæltist vel fyrir og var börnunum til skemtunar og á- nægju. Hefir nú verið gengið feti framar en í fyrra og ákveðið að halda námskeið fyrir nemendúr í efstu bekkjum barnaskólanna. Hafi bæjaryfirvöiþin þakkir fyrir góðan skilning á þessu máli. Flandin fyrir rjetti. LONDON: — Pierre Fland- in, hinn kunni franski stjórn- málamaður, sem var forsætis- ráðherra um skamma hríð, efl ir að Pétain setti Laval frá um stundarsakir, verður dreginn fyxir dóm ásamt öðrum Vichy- ráðherrum. 50 menn af skæru- flckkum munU. dæma hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.