Morgunblaðið - 18.02.1945, Page 10

Morgunblaðið - 18.02.1945, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnuclagur 18. febrúar 1945. „Poker-spil!“ hvæsti hún. „Poker-spil — þegar hjer eru nautheimskir miljónamæringar á hverju strái! Heldur þú að jeg hafi komið hingað í von um nokkra þvælda dollara-seðla? Heldur þú að jeg sje eins og þessar stúlkur, sem þú sagðir mjer að hjeldu sig í spilasölun- um í Texas? Heldurðu það!“ Alt í einu varð hún rólegri. — „Farðu hjeðan út------— undir eins“. — Kaka,. sem verið hafði að bjástra við farangurinn, kom nú til hennar, klappaði henni bhðlega á kinnina og kjassaði við hana, eins og hún væri lít- ið barn. Síðan sneri hún sjer að Maroon óg sagði: ,,Berið hana inn í svefnherbergið. Jeg ætla að koma henni í rúmið“. Clint hafði staðið hreyfing- arlaus og horft á hana. Nú gekk hann þegjandi til hennar, tók hána upp og bar hana inn í svefnherbergið. Hún veitti ekkert viðnám — reiði hennar hafði hjaðnað eins snögglega og hún’hafði komið. — Þegar Kaka hafði háttað hana niður í rúm, kom Clint og settist hjá henni. ) „Fyrirgefðu, elskan“, sagði iún. „En jeg hefi ekki sofnað olúr, síðan við fórum frá New Órleans, og lítið borðað, svo að jeg er dauðþreytt á sál og lík- ama. — En nú líður mjer vel“. Og hún teygði makindalega úr sjer í rúminu og brosti til hans. Hann var ekki á því að fyr- irgefa henni undir eins. „Jeg skal trúa því, að þjer líði vel, já. En jeg get sagt þjer það, væna mín, að jeg get einnig verið skapmikill — og ef þú hegðar þjer þannig við mig aft- ur, mátt þú sigla þinn sjó fyr- ir mjer“. Hún setti á sig innilegan iðr- unarsvip og horfði biðjandi á hann. „En það getur verið“, hjelt hann áfram, og talaði nú í föð- urlegum áminningartón, ,,að þú sjert þreytt. — En annars hefi jeg aldrei vitað til þess áður, að fullorðin stúlka Ijeti fara með sig eins og smábarn — hátta sig niður í rúm um há- daginn! Móðir mín lagðist aldrei í rúmið alla sína ævi, hversu veik, sem hún var“. ,,Hún hlýtur að hafa verið stórmerk kona — eins og land- nemakonurnar, sem maður les um í bókunum. — En þegar jeg er veik, kvarta jeg — þeg- ar jeg' er reið, öskra jeg — og þegar jeg er glöð, hlæ jeg. Það er svo miklu auðveldara að lifa þannig“. Hún leit brosandi á hann. „Vertu nú ekki svona úr- illur á svipinn! — Segðu mjer heldur frá því, sem á daga þína hefir drifið, síðan þú komst hingað“. •, „Það er ekkert að segja“, únsaði hann ólundarléga. „Clint — vertu ekki svona leiðinlegur. Nú erum við kom- in til Saratoga — og hjer ætl- um við að verða rík og voldug. Segðu mjer frá þessum miljqna mæringum, sem hjerna eru. Vita þeir, að þú ert mikill burgeis og stór karl — eins og við vorum búin að ákveða?“ „Það er ekki hlaupið að því að blekkja þessa menn, Clio. Jeg hugði sjálfan mig nokkuð glöggskygnan á að ráða í hugs- anir manna og kendir af and- litssvipnum. En þessir náung- ar eru ekki mannlegir. Það hvílir einhver kaldrifjuð ró yfir þeim, sem ógjörningur er að skygnast á bak við. Þeir hugsa ekki um að græða pen- inga. Þeir hugsa aðeins um að koma hver öðrum fyrir katt- arnef. Þeir eiga orðið meira af peningum en þeir hafa hug- mynd um sjálfir. Vanderbilt á t. d. tvö hundruð miljónir — tvö hundruð miljónir, hugsaðu þjer! — Nei, væna mín, við eigum alls ekki heima hjerna". „Hvers vegna ekki? Ertu hræddur?“ „Nei. Jeg hefi aðeins ekki svo mikinn áhuga á peningum, að jeg vilji skíta mig út á því að rýja þessa þorpara, þeirra vegna. — Eins og jeg sagði áðan, hrærast engar mannleg- ar tilfinningar í brjóstum þeirra. Þeir bera ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut fyrirlíta alt — mennina í kringum sig, föðurland sitt — alt. — Vilt þú, að jeg verði eins og þessir menn, Clio?“ „Þú þarft ekki að verða eins og þeir. Þú þarft aðeins að vera þeim slungnari“. „Jamm. Það væri það, já. Jeg gæti vitanlega sett mjer það takmark að leika á þá alla — verða hundrað sinnum auðugri en þeir eru. — En jeg geri það bara ekki. Heima í Texas bygði fólkið upp, en reif ekki niður — það gaf, en tók ekki frá öðr- um. Þegar maður hugsar um landnemana, sem hingað komu og þræluðu eins og húðarjálkar frá morgni til kvölds, en höfðu þó vart til hnífs og skeiðar — og horfir svo á þessa karla, spikfeita — aumlega ásýndum af alls kyns ofnautnum, •— er skiljanlegt, að maður finni hjá sjer löngun til þess að kála þeim. Jeg hefi oft með herkj- um einum getað stilt mig um að þrífa til byssunnar og senda þeim kúlu. Enda vita þeir sem er, að margir vilja þá feiga, því að þeir hafa allir um sig lífvörð“. „Talaðu ekki svona barna- lega, Clint. Jeg held, að þeir sjeu allir mjög einfaldir, þess- jir amerísku miljónamæringar. Þessi Van Steed virðist t. d. ekki stíga í vitið. Hann er bein línis hræddur við móður sína '— og hefir slæma meltingu! Hann hefir rjóðar kinnar, eins og ung stúlka — hvít augna- hár og stamar dálítið. Viðkunn anlegasti maður! — Jeg vildi annars, að jeg væri ekki svona syfjuð. Það er svo margt, sem við þurfum að tala um. •— Heyrðu, Kaka — vertu ekki að rífa alt upp úr töskunum. Við verðum ekki lengi hjer“. Clint starði á hana. „Hvað áttu við? Ertu orðin snarvit- laus? Hvert ætlar þú að fara?“ „Hann var að tala um ein- hver lítil hús — maðurinn þarna niðri — glæsilegar íbúð- ir — þangað ætla jeg að flytja“. „Hm — jeg held þú ættir að reyna að sofna dálitla stund“. „Nei — það er svo ótal margt sem jeg þarf að vita, áður en jeg get sofnað. — Heldurðu, að Van Steed sje kænni en við? „Það veit jeg ekkert um. En hann á a. m. k. meira af pen- ingum“. „Já — en ekki hefir hann átt þá í upphafi“. ,,Heyrðu, ljósið — þú skilur þetta ekki. — Kvenfólkið ihjerna myndi ekki víla fyrir j sjer að rífa þig á hol — ef það jvissi um fyrirætlanir þínar. Og , svo kemurðu hingað ein — og kona, sem ekki er í fylgd með karlmanni hjer í Saratoga, er — ja, eftir viku verða þær bún ar að gera útaf við þig“. „Já, en jeg er ekki ein. Þú ^ert minn fylgisveinn — og eft- ir viku hefi jeg tvo aðdáendur á hælunum — þig og Bart litla!“ I : „Hann fær von bráðar arn um j annað að hugsa en kvenfólk, Jvaena mín. Jeg heyrði í gær, að þeir væru í þann veginn að hremma hann“. I „Hverjir? Hvernig? Hvers vegna?“ Hann stóð á fætur og tók að skálma aftur og fram um her- bergið. „Þú spyrð of mikið. — Jeg veit það ekki gjörla ennþá. — Van Steed á um það bil hundr- að mílna langa járnbraut á milli Albany og Binghampton, sem móðir hans gaf honum til þess að leika. sjer að, fyrir nokkrum árum. Nú hefir það komið í Ijós, að þessi brautarspotti er margra miljóna virði“. „Hvers vegna?“ „Hann virðist tengja saman kolasvæðin 1 Pennsylvaníu og Nýja England. Og það er þessi járnbraut, sem þeir vilja kló- festa“. „Veit Van Steed, að hún er svona verðmæt?“ Hokkrir kútar úrvals Saltkjöt enn óseldir. Pantið síma 1080 og 2678. — Sent heim samdægprs. Samband ísl. Samvinnu- fjelaga. Æfintýr æsku minnar (Jdptir (J. ^yJJnderien gekk á undan og var það venjulega gamall maður, Hans Struh að nafni, sem það gerði. Var hann málaður svart- ur í framan og þótti mikið til hans koma. Mömmu þótti svo mikið varið í skrípalæti hans, að hún vildi gjarna fá það sannað, að hann væri skyldur okkur, en hann var á- kaflega fjarskyldur,, en enn man jeg það, að jeg mót- mælti því harðlega að vera skvldur manni, sem ljet eins og fífl. Mánudaginn í föstuinngang.fóru slátrararnir um göt- urnar með feitan uxa og á baki hans sat drengur í hvít- um fötum og vængi á bakinu. Sjómennimir fóru um göt- urnar daginn eftir og var mikið um dýrðir hjá þeim. Að lokum glímdu svo tVeir þeir hraustustu þeirra á fleka, sem lagður var milli tveggja báta. Sá vann, sem ekki datt í sjóinn. En eitt mundi jeg öðru betur, óg var einnig oft ryfjað upp fyrir mjer síðar með sögusögnum, en það var dvöl Spánverjanna á Fjóni árið 1808. Danir höfðu snúist á sveif með Napoleon, en hann hafði sagt Svíum stríð á hendur, og áður en menn vissu nokkuð af, voru fransk- ar hersveitir og spánskar hjálparsveitir komnar inn á mitt Fjón, til þess að fara þangað inn til Svíþjóðar undir stjórn Bernadotta marskálks, prins af Pontecorvo. Jeg var þá ekki meira en þriggja ára gamall, en þó man jeg sæmilega vel eftir hinum þeldökku mönnum, sem fóru um göturnar með hávaða og látum, fallbyssum, sem skotið var af á torginu og fyrir framan biskupssetrið. — Jeg sá framandi stríðsmenn liggja og teygja sig á gang- stjettunum, eða á hálmbyngjum inni í grámunkakirkj unni gömlu, sem var hálffallin. Koldinghöll brann til grunna og Bernadotfe kom til Odense, þar sem frú hans og sonur þeirra dvöldu. Úti í sveitunum hafði skólunum verið breytt í varðstöðvar, og messur voru sungnar uhd- ir stærstu trjánum við vegina. Frakkarnir voru taldir frekir og drottnunargjarnir, en Spánverjar góðlyndir og vingjarnlegir, þeir hötuðu hvorir aðra eins og pestina, og fólkið á Fjóni kendi í brjósti um Spánverjana. Einu sinni tók Spánverji mig upp og sýndi mjer silfurkross, sem hann bar við brjóst sjer. Móðir mín reiddist þessu mjög, Aður en gefið er saman í hjónaband, ætti að spyrja brúð gumann þessardr spurningar: ■ Eruð þjer vissir um, að þjer gerið yður ánægðan með að tala við þessa konu, þar til þjer eruð orðinn gamall? Alt annað er aukaatriði í hjónabandinu. — Nietzsche. ★ —; Þetta brjef er of þungt. Þjer verðið að setja annað frí- merki á það. — En þá verður það ennþá þyngra. ★ Prestur nokkur segir frá því, að mestu vandræði, sem hann hafi komist í yfir prjedikun, hafi verið einu sinni, er gömul jkona ákveðin á svipinn kom í ^kirkju til hans og settist á jfyrsta bekk. Þegar prestur hóf ræðuna, tók gamla konan heyrnartæki upp úr trjestokk, sem hún var með. Hún skrúf- aði saman heyrnartækin og hagræddi þeim. Eftir að hún hafði hlustað í tvær eða þrjár mínútur, tók hún af sjer heyrn artækin, skrúfaði þau í sund- ur og stakk þeim ofan í stokk- inn aftur. Presturinn varð að halda ræðunni áfram, en hann segir, að það hafi verið eitt af því allra erfiðasta, sem fyrir sig hafi komið, eftir að hafa fengið þessar móttökur hjá gömlu konunni. ★ Ef einhver, sem býr í New York, finst hann þurfa á and- legri fæðu að halda, getur hann fengið hana með því að hringja í ákveðið símanúmer. Gegnum símann kemur tveggja mín- útna ræða af presti. Sá sem hringir þarf ekkert að borga og það er ekki einu sinni spurt um nafn hans. Kemur oft fyrir, að yfir 300 manns hafi notað sjer þessa andlegu huggun á dag. ★ — Ó, læknir, sagði ung stúlka. Haldið þjer, að órið sjáist? — Hún haíði verið skorin upp við bofnlangabólgu. — Það, ungfrú, sagði lækn- irinn, er algerlega undir yður sjálfri komið. ★ Það einkennilegasta við líf- ið er, að ef þú neitar að taka við öðru en því besta, þá færðu það oftast. — S. Maugham.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.