Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ i Iþróttaæska þjóðarinnar og ISI HANN er einkennilegur xnaður, þessi Benedikt Waage. Hann er allur með hugann við íþróttir úti um öll lönd. Mikið af tíma hans fer í það, að lesa erlend blöð, um það hvaða íþróttamaður hefir unnið í þess ari eða hinni kepninni, hver er fljótastur að hlaupa í hverju landi fyrir sig og þar fram eftir götum. Jeg sje ekki hvað manninn varðar um þetta, eða hvaða gagn hann getur haft af þesskonar „fróðleik“. Honum væri nær að hugsa um sitt dag- lega starf. Eitthvað á þessa leið komst kunningi okkar að orði um Benedikt G. Waage fyrir ein- um 30—35 árum. Jeg man ekki betur en við værum nokkurnveginn sam- mála um að þetta íþróttagrúsk Benedikts, myndi bera lítinn árangur, bæði fyrir hann og aðra. En jeg hugsaði um þetta þá að hjer kynni að vera á ferðinni einhver hreyfing, sem væri sterkari og í innilegra samræmi við hugarfar og vilja unga fólksins í landinu, en jeg hafði gert mjer grein fyrir. Og því man jeg eftir þessari lýs- ingu á hinum sívakandi áhuga, sem sagt var að hefði gagntek- ið Benedikt. Þessi áhugi hans hefir aldrei dofnað öll árin síðan. Þess- vegna urðu íþróttamenn sam- mála' um að hann yrði forseti í. S. I. þegar fyrsti forseti sam- bandsins, A. V. Tulinius heit- inn, treysti sjer ekki lengur til að hafa það starf á hendi fyrir ’aldurs sakir. Og þessvegna er hann forseti í. S. í. enn í dag, þó hann hafiullan tímann sam- hliða orðið að reka verslun, til þess að afla sjer lífsviðurværis. Frá öndverðu hefir Benedikt litið á íþróttirnar sem þjóðlegt menningarmál. Hvort það hefir verið þessi e£Sa hinn, sem vann til verðlauna eða selti mét, hefir verið honum aukaatriði. Hann hefir sjálfur gert grein fyrir stefnu sinni á þá leið, að hann hafi viljað stuðla að því, að gera drengi að góðum mönn um og menn að góðum drengj- um. Hvernig var umhorfs hjer á íþróttasviðinu, áður en í. S. í. kom til sögunnar? spurði jeg Benedikt. Leikreglur. Aður en í. S. í. kom til sög- unnar voru hjer engar leik- reglur, sem menn gátu farið eftir, svo ekki var hægt að efna til skipulagðrar kepni í neinni íþgptt, nema þá glímunni okk- ar. Almennt gátu menn því ekki iðkað íþróttir nema sem leik. En um reglulega þjálfun var ekki.að ræða. Með því að gefa út reglur fyrir íþróttirnar höfum við gert ungum og áhugasömum mönnum kleift að gerast þátt- takendur í íþróttastarfinu, hvar á landinu, sem þeir hafa verið. Með þessari starfsemi í. S. í. hefir íslensk íþróttaæska orðið starfandi heild, sem að því vinnur að auka líkamsmenning þjóðarinnar. Og með þessu starfi er okkur gert það mögu- legt, að taka þátt í kepni við érlenda íþróttamenn. Stutt samtal við Benedikt Waage Á Landakotstúninu. Einhver íþróttastarfsemi hef ir þó verið hjer áður en I. S. I. var stofnað. Já, Glímufjelagið Ármann, íþróttafjelag Reykjavíkur og Knattspyrnufjel. Reykjavíkur voru hjer starfandi mqð góðum árangri, þótt hjer væri þá eng- inn íþróttavöllur. Fjelagsmenn iðkuðu frjálsar íþróttir á Landakotstúninu. Árið 1910 Jsom svo íþrótta- völlurinn. Var Ólafur heitinn Björnsson ritstjóri formaður vallarnefndar. Merkisár. Hvað telur þú merkustu við- burði á sviði-íþrótlalífsins hjer á landi síðastliðið ár? Því er vandsvarað, sem bet- ur fer, segir Benedikt. Því síð- astliðið ár, var merkasta árið, enn sem komið er á sviði íþrótta vorra. Og viðburðarík- asta. Hjer var haldin fyrsta milliríkjakepni í sundi og knatt spyrnu við Dani. Og þá kom í ljós, að við áttum frábæra sundmenn, sem eru hlutgengir meðal erlendra sundkappa, og mjög frábæra knattspýrnu- menn. Við sendum menn á Evrópu- mótið í Osló, eins og mönnum er í fersku minni. Hjeðan fóru fimleikaflokkar kvenna og karla, knattspyrnuflokkur og svo frjálsíþróttamenn á Osló- armótið. En íþróttamönnum okkar gekk yfirleitt betur en menn bjuggust við. Hirði jeg ekki að nefna nein nöfn í því sambandi. En hafi nokkur ver- ið í vafa um það, í fyrravor að við ættum efnilega íþrótta- menn, á mælikvarða hvaða þjóða sem er, þá hefir sá vafi eyðst og horfið í sumar. Um leið og íþróttamenn okk- ar hafa fengið tækifæri til að sýna sig í kepni við erlenda íþróttakappa, og það hefir kom ið í ljós, hve vel þeir geta stað- ið sig þá sjer almenningur að íþróttirnar einsog þær eru rekn ar hjer, eru mikilsverður þátt- ur í því, að ala þjóðina upp, og koma því til leiðar að henni verði í augum umheimsins skipað á bekk með fremstu menningarþ j óðum. Verkefni. Hvaða verkefni getur þú nefnt mjer sem í. S. í. hefir nú á dagskrá sinni? Jeg gæti nefnt þau mörg. Því það er að vissu leyti verkefni okkar að sjá um, að hver ung- ur áhugasamur og efnilegur íþróttamaður, geti fengið að njóta sín sem best. Við þyrftum að fá betri möguleika til þess, en við höf- um nú, að senda íþróttakenn- ara um landið, og halda íþrólta námskeið. Og við þyrflum að fá betri húsakynni fyrir starfsemi okk- ar, jeg meina skrifstofu, bóka- safn, verðlaunasafn og þess- háttar. Því nú eru liusakynnin svo ljeleg að þegar kalt er í veðri, og jeg tala ekki um ef stormur fylgir, þá er ekki nema fyrir hraustustu menn að hafast þar við í skrifstofunni. Ekki má heldur gleyma því, að við viljum koma því til leið- ar, að 17. júní verði löghelgað- ur hátíðis- og frídagur, svo hann verði um alla framtíð frelsishátíð íslenskrar æsku, þar sem íþróttaæskan kemur fram á hverju ári, undir merki alfrjálsrar þjóðar. Hreppsnefndarkosn- ingarnar á Setfossi Sig. Ó. Ólafsson kosinn í sýslunefnd Selfossi, mánudag. Frá frjettaritara vorum. Hreppsnefndarkosningar í Selfosshreppi fóru fram s. 1. sunnudag. Úrslit þeirra urðu sem hjer segir: A-listi, Alþýðuflokkur, fjekk. 36 atkvæði, og engan mann kosinn. B-listi, Sjálfstæðisflokk ur, fjekk 93 atkv., og tvo menn kosna. C-listi, verkamenn og óháðir 99 atkv. og 2 menn kosna. D-listi, Samvinnumenn, 91 atkv., og 2 menn kosna. E- listi, frjálslyndir, fjekk 55 atkv. og 1 mann kosinfi. Eftirtaldir menn voru kosn- ir í hreppsnefnd: Af B-lista: Sigurður Óli Ólafsson, kaup- maður og Jón Pálsson, dýra- læknir. Af C-lista: Ingólfur Þorsteinsson og Diðrik Diðriks- son. Af E-lista: Egill Gr. Thor- arensen og Jón Ingvarsson, bíl stjóri. Af E-lista: Björn Sigur- bjarnarson. Kosning til sýslunefndar fór þannig, að kosinn var Sigurður Óli Ólafsson af B-lista með 145 atkv. og til vara Einar Pálsson, bankastjóri. A-listi hlaut 45 atkv., C-listi 83 atkv. og D- listi 96 atkv. í hreppsnefnd Sandvíkur- hrepps voru kosnir óhlutbund- inni kosningu þessir menn: Lýður Guðmundsson, Sigurður Hannesson, Krisfján Sveinsson, Guðmundur Jónsson og Sigfús Þ. Öfjörð. í sýslunefnd var kos inn Lýður Guðmundsson. Jakob Gíslason skip- aður raforkumála- sljóri LÖGBIRTINGABLAÐIÐ frá 22. jan. getur þess að hinn 9. janúar s. 1. hafi samgöngumála- ráðuneytið skipað Jakob Gísla- son forstöðumann Rafmagns- eftirlits ríkisins, raforkumála- stjóra frá 1. jan. 1947 að telja. Sama dag var Eiríkur Briem verkfræðingur skipaður raf- veitustjóri frá sama tíma. Þriðjudagur 28. jan. 1947 Forn söngur á franska degi tónlistarsýningarinnar UM HELGINA var dagur Ítalíu og Sovjefríkjanna á Tón- listarsýningunni. Var mikil að- sókn að sýningunni á sunnudag og urðu margir frá að hverfa sökum þrengsla um kvöldið. í gær var dagur Póllands. í dag er franskUr dagur, og dagskráin á þessa leið: Kl. 12,30 Frakkneskur söngur frá fyrstu kristni. Lög eftir Lully o. fl. Kl. 14,00 Dánarmessa eftir Ga- bríel Fauré. Kl. 15,00 Lög ef.tir Rameau, Grétry og Couperin. Kl. 16,00 Verk eftir Berlioz og Dukas. Kl. 17,00 Verk eftir Debussy og Ravel. Kl. 18,00 Fiðluverk eftir Lalo og Vieauxtemps. Kl. 19,00 Lög eftir Ma^senet og Gounod. Kl. 20,30 Fulltrúi Frakka boð- inn velkominn (þjóðsöngv- arnir), Björn Ólafsson leikur 2 þætti úr sónötu eftir Cesar Franck og Havanesi eftir Saint-Saáns, frú Katrín Dal- hoff Danheim leikur undir. Kl. 21,30 Ssöngleikurinn Car- men eftir Bizet. Forn franskur söngur. Frá fyrstu kristni var hljóm- listin tekin inn í tíðagerðina. Meðan hún fór huldu höfði í grafhellunum, var hún lítillát og hljedræg. En er keisarar höfðu snúist til rjettrar trúar og reist af trúrækni sinni mikl- ar kirkjur, þá hljómaði hún þar með sigurhreimi. Áhrif frá trú- arsöng víkinganna, sem námu land í Norður-Frakklandi, virð GuIIbrúðkaup eiga í dag frú Sigríður Guðmupdsdóttir og Matthías Þórðarson ritstjóri í Kaupmannahöfn. Þau voru gift á Akranesi 28. janúar 1897. Frúin er fædd á Akranesi 22. apríl 1875, cn Matthías að Mó- um á Kjalarnesi 1. júlí 1872. Þau hjón fluttu til Englands 1914 og dvöldu þar og í Dan- ist hafa sett svip sinn á þenna' söng, sem minnir á íslensk tví- söngslög. -Frá sjöundu öld ríkti „gregór iski söngurinn“, en á gotneska tímar.um komu norræn áhrif til sögunnar. Eftir þann tíma þró- aðist fjölradda hljómlist, sem varð fyrsta mynd og uppspretta sígildrar hljómlistar. En að henni var fyrst og fremst unn- ið á Frakklandi. Það var Ljeon- in, orgelleikari í Frúarkirkjunn?. í París, sem gaf út fyrstu orgel- bókina. Verki hans var haldið áfram og það fullkomnað af Pjerotin le Grand (1180-1238), sem er hinn eiginlegi höfundur fjölradda hljómlistar. Afrit af hinni miklu „orgelbók11 hans dreifðust um allt. En hinn mikli frömuður hljómlistarinnar á 15. öld var Josquin des Prés í Niðurlönd- um, ættaður frá Hainaut á Frakklandi. Hinir miklu meistarar, með Palestrina fremstan, taka sjer tónsmíðar Josquins des Prés til fyrirmyndar. Nú um nokkur ár hefir „gre- góriski söngurinn“ og annar gamall söngur vakið sjerstaka athygli. Því meir sem menn at- huga hann, því ljósara verður, að þessi söngur var uppspretta allrar evrópskrar hljómlistar og að ef hún hirti meira um þenna uppruna sinn, þá mundi hún finna þar nýjan þrótt og ómet- anlegan auð. Sú helgitónlist, sem mönn- um gefst kostur á að heyra £ dag kl. 12,30, hefir verið hljóð- rituð í Frakklandi undir stjórn munka. mörku til 1920. Síðan 1920 hafa þau búið í Charlottenlund í Danmörku. Þau eiga 6 börn á lífi. Matthías Þórðarson er löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín og önnur störL Munu margir verða til að scnda þeim hjónum hughcilar árnað- aróskir í tilefni af gullbrúð- kaupinv:. Gullbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.