Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. jan. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson .Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, • Austurstræti 8. :— Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Embættaveitingar j FRAM er komið á Alþingi frumvarp um embættia- veitingar og ráðning opinberra starfsmanna, og er flutn- ingsmaður Gylfi Þ. Gíslason. Er í greinargerð rjettilega bent á, að það sje „eitt af megineinkennum heilbrigðra þjóðfjelagshátta, að til sjeu fastar reglur eða a. m. k. hefðbundnar venjur um veitingu embætta og opinberra starfa, en handahófi og hlutdrægni markaður sem þrengstur bás“. Ennfremur segir: „Getur ekki leikið á tveim tungum, að örugg skipan þessara mála stuðli mjög að því, að til starfa í þágu ríkisins veljist sem hæfastir menn, er bjóða hinu opinbera þjónustu sína eða gegna opinberum störf- um og óska að breyta um starfssvið eigi sanngjarna kröfu á að vita, eftir hvaða reglum muni farið, og þá jafnframt á hinu, að þær sjeu rjettlátar. Þegar veitingarvaldið er í höndum pólitískra ráðherra, sem gera pjer ljóst, að þeir kunna að sitja skamma stund aðeins á valdastóli, er óneitanlega sjerstök hætta á, að hver þeirra um sig fylgi sinni reglu eða þeir freistast til að taka meira tillit til ítjórnmálahagsmuna og kunningsskapar en góðu hófi gegnir. Meðan fastar reglur eða trausta hefð skortir, getur ráðherra og oft og einatt átt í vök að verjast gagnvaft ásælni skjólstæðinga, þótt hann sje í sjálfu sjer allur að vilja gerður til þess að sýna fylsta hlutleysi og rjettlæti“. ★ Flutningsmaður bendir ennfremur á, að hjer á landi sje ástand þessara mála ekki þann veg sem skyldi. Hann segir: „Engin heildarlöggjöf hefir verið til um veitingu em- bætta og opinberra starfa, reglur þær, sem verið hafa í einstökum lögum, eru oft og tíðum ófullkomnar og í ósamræmi innbyrðis, en um mjög fáa flokka embætta hafa skapast svo traustar venjur, að yfirleitt sje ekki frá þeim brugðið Á síðustu árum hefir það og mjög færst í vöxt, að til embætta og starfa hafi verið stofnað að Alþingi fornspurðu, þ. e. a. s. án lagaheimildar. Hvorttveggja hefir þetta valdið því, að meiri ófriður hefir verið um embætta- •(•eitingar en heppilegt er, stundum að vísu alveg að á- stæðulausu, enda virðist hafa viljað brenna við, að ^pd- stæðingar ráðherra telji sjer skylt að finna að sem flestu, er þeir aðhafast, hversu sjálfsagt sem það er, en oft hefir þó með rjettu mátt mjög að ráðstöfunum veitingarvalds- ins finna“. ★ í frumvarpi þessu er kveðið svo á, að ráðherra sje óheimilt að stofna til embættis eða opinberra starfa, að Alþingi forsurðu. En til þess að reyna að tryggja rjettlæti og samkvæmni í meðferð veitingavaldsins, er sú leið farin í frumvarpinu, að ráðherra skuli, áður en hann veitir embætti, ávalt leita umsagnar aðila, sem telja megi hlutlausa og hafi góð skil- yrði til að dæma um hæfni umsækjenda. Eru í frumvarp- inu sjerstök ákvæði um, til hvaða aðila skuli leita. Skal skylt að auglýsa öll embætti'með hæfilegum umsóknar- fresti. Ekki er ósennilegt, að ákvæðin um umsagnirnar þyki nokkuð þunglamaleg. Og flutningsmaður ætlast ekki til, að ráðherra sje bundinn við umsögnina. En víki hann frá umsögn, er honum skylt að gera opinberlega rökstudda grein fyrir því, hvers vegna hann gerði það. Þótt menn kunni að greina á um einstök atriði í þessu frumvarpi, er heildarstefnan, sem þar er mörkuð án efa rjett. Það er tvímælalaust nauðsynlegt, að setja heildarlög um embættaveitingar og ráðningu opinberra starfa. Hin síðari ár hefir það komið þráfaldlega fyrir, að embætti eru veitt án þess að þau hafi áður verið auglýst. Oft hefir þetta verið gert í pólitískum tilgangi eingöngu, og þver- brotnar allar viðurkendar reglur við veitingu embætt- anna. • ÚR DAGLEGA LÍFINU Öþorf minnismerki. ÞEGAR gengið er '*niður Bræðraborgarstíg og komið er að Vesturgötu blasir við gult skilti, sem á stendur: „Army Truck Route“. Slík skilti eru víðar í bænum og eru frá þeim tímum er hjer var her og her- stjórnin lagði fyrir vörubíl- stjóra sína að aka eftir ákveðn- um leiðum um bæinn. Mönnum sýnist sem von er, að þessi leiðarmerki, ásamt öðr um, sem víða má sjá í og fyrir utan bæinn, sjeu óþörf nú orð- ið og tími ætti að vera kominn til að taka þau niður. Menn geta litið þeim augum á hernám og hervernd, sem þeim sýnist, en um hitt ættu allir að geta ver- ið sammála, að ekki þurfi að hafa götur og þjóðvegi merkta með erlendum leiðarvísum nú, þegar allur her er loksins far- inn. Það getur ekki verið svo mikið verk að taka skiltin niður, að það ætti að vera til fyrirstöðu. • Braggar og „kampar“. BRAGGABYGGINGAR eru víða ill nauðsyn vegna húsnæð- isvandræðanna. — En hitt er lítil þörf, að láta hálfrifna bragga standa um borg og bý, eins og enn á sjer stað. Vestur í Kaplaskjóli er braggahvérfi, sem nýlega hefir verið rýmt. Hefir það gengið undir nafninu „Camp Knox“. Mun þar eiga að vera íbúðar- hverfi á vegum bæjarins. í þessu herskálahverfi eru marg ar góðar byggingar. í raun og veru er ,,Knox“ smábaér út af fyrir sig. Þar voru verslanir, skemtistaðir, leikfimihús o. s. frv.. ,,Þorpið“ hafði meira að segja sitt eigið rafmagnskerfi. Nú hafa Islendingar tekið við herskálahverfinu, en ennþá stendur við aðalhliðið, að hjer sje „flotastöð Bandaríkjaflot- ans á íslandi11. / Það skilli og önnur merki, sem minna á dvöl flotans þar mætti að skaðlausu taka niður hið fyrsta. • Tónlistarsýningin. TÓNLISTARSÝNING Tón- skáldafjelagsins í Listamanna- skálanum gengur vel og það fór eins og gera mátti ráð fyr- ir, að henni hefir verið veitt athygli utan landsteinanna. Þau ríki, sem hjer hafa fulltrúa hafa kepst um, að gera „sína daga“, sem best úr garði og veitt alla þá aðstoð, sem beðið hefir verið um og meira en það. Það er ekki laust við, að er- lendir menn hafi sýnt fullt eins mikinn áhuga fyrir sýningunni og íslensk yfirvöld. Það má vel vera, að menn geti fundið eitthvað að þessari sýningu og víst er, að með betra húsnæði og meira fjármagni til undirbúningsins hefði mátt gera hana glæsilegri, en þess ber þó að gæta, að hjer er um byrjendastarf að ræða. Almenningur ætti að sækja sýninguna. Fylgjast vel með hvað sýningin hefir upp á að bjóða þann og þann daginn og njóta þess, sem þar er fagurt að sjá og heyra. • Þægileg nýsköpun. NÝBYGGINGARRÁÐIÐ var stofnað til þess að hafa for- ystu og forgöngu um nýsköp- unina og máttt því vænta þess, að eitthvað nýtt kæmi frá þess ari stofnun, eis og líka raun hefir orðið á. í einu smáatriði hefir ný- bygingaráð tekið upp þægilega nýbreytni, en það er að senda mönnum símskeyti, sem greitt hefir verið fyrir á einhvern hátt. Venja ráða og nefnda hef ir verið að senda mönnum orð- sendingar í pósti, en það er eins og mönnum er því miður altof vel kunnugt, tafsöm boð leið stundum. — Það mun ekki vera algengt, að menn sendi boð með símskeytum innanbæj ar og ætti raunar að vera ó- þarfi, ef póstafgreiðslan væri eins og hún gæti verið best. En á meðan svo er ekki er símskeyta aðferðin fljótlegri, ábyggilegri og þægilegri. • Ný skemtun Reykvíkinga. REYKVÍKINGAR, sem hafa ráð á ökutækjum, eða vilja leggja í kostnað til að leigja sjer bíla hluta úr degi, hafa fengið nýja og nýstárlega skemtun. En það er að aka upp í Kollafjörð og horfa á er bátarnir eru að veiða síld. Því miður hefir veður ekki verið upp á hið besta til að ,,iðka þetta sport“, en þrátt fyr- ir' það skiftu Reykjavíkurbílar tugum á Kjalarnesinu á sunnu daginn var. Bátarnir voru margir að veiðum, sumir með herpinót, aðrir með troll, eða reknet. Þykir mönnum hin besta skemtun að horfa á síld- veiðarnar, enda er það ekki oft sem höfuðstaðarbúar fá tæki- færi til að sjá slíkt alveg upp í landsteinum. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 4- Enginn veit sína æfina... Fribourg, S'viss, 20. jan. 1947. Það var föstudagskvöld. Kl. var orðin 6 og jeg var satt að segja orðin dauðþreytt, því jeg hafði verið í tímum frá því kl. 9 um morgunninn og lítið getað hvílst í matarhljeinu. En jeg átti ennþá eftir einn tíma, svo jeg labbaði niður á neðstu hæð með töskuna mína og hugs aði mjer að hvíla mig ögn þenn an stundarfjórðung, sem í dag- legu máli er nefndur „akadem- iska kortjerið“. Jeg opnaði dyrnar að skólastofunni. Þar var ljós. Ungur piltur stóð við töfluna og skrifaði eitthvað á hana með krítinni. Hann hrökk við þegar jeg kom inn og lagði frá sjer krítina í flýti. Jeg bauð gott kveld á frönsku og lagði töskuna mína á bekkinn þar sem jeg ællaði að sitja. Pilt- urinn tók undir kveðju mína. Málrómur hans var dálítið vandræðalegur, svo jeg hugs- aði með sjálfri mjer, að jeg hefði líklega gert honum helst til bylt við. Til þess að bæta fyrir það, hjelt jeg áfram að tala, og tjaldaði því sem til var af frönskukunnáttu. Við erum snemma í því, sagði jeg. Hann.játaði því og bætti við, að ekki væri víst að neilt yrði úr kenslustundinni, kennarinn væri veikur. Jæja, sagði jeg. Það vissi jeg ekki, því þetta var fyrsti tíminn minn hjá þeésum kennara. Pilt urinn horfði á mig og virtist vera að ná sjer eftir skelkinn. — Hvaða mál talið þjer ann ars? sagði hann svo. Talið þjer þýsku? Jeg hló. Jæja, hugsaði jeg. Úr því hann segir þetta, þá er franskan mín líklega ekki á marga fiska! Þá er að reyna hvernig gengur með þýskuna. Við hjeldum svo áfram sam- talinu á þýsku. — Hverrar þjóðar eruð þjer? spurði hann kurteislega. — Jeg er íslendingur, sagði jeg, — og aftur varð mjer að brosa, þegar jeg sá hversu for- viða hann varð. — íslendingur! En jeg hjelt að íslendingar væru Eskimóar — Jeg er ekki Eskimói — bætti jeg við. — Nei, jeg sje það. Eruð þjer fæddar á íslandi? — Já, sagði jeg. — Og eru þá ekki líka Eski- móar á íslandi, fyrir utan hvítu mennina? Jeg fullvissaði hann um að svo væri ekki. Hann hjelt á- fram að spyrja og jeg leysti úr spurningum hans eftir bestu getu. Sagði honum frá aðal- dráttunum í sögu íslands frá landnámsöld og fram að 1944. — Jæja, sagði hann loksins, yfir sig hissa. Þetta var fróð- legt að heyra! Þjer eruð fyrsti íslendingurinn sem jeg hef sjeð á æfi minni og jeg bjóst ekki við, að það ætti fyrir mjer að liggja að sjá Islending, svo þjer verðið að fyrirgefa forvitnina. Jeg er nefnilega líka „að norð- an“. Jeg er frá Lettlandi. Vit- ið þjer hvar það er? — Já, auðvitað veit jeg það, sagði jeg. Það er eitt Eystra- saltslandanna. Og jeg hefi sjeð marga landa yðar. — Ha! Nei, nú er jeg hissg! Hvar hafið þjer sjeð þá? — í Kaupmananhöfn á stríðs árunum. Það voru flóttamenn. Og í einu vetfangi flaug hug ur minn tvö ár aftur í tímann. Jeg sá í anda langa halarófu af fólki með svolitla blikkskál í hendinni, sem beið þolinmótt eftir því að því væri útmældur súpuskamturinn sinn. Og um- hverfis það stóðu Danir og horfðu forvitnislega á hópinn. Sumir tautuðu eitthvað í barm sjer og aðrir hristu höfuðin og hröðuðu sjer síðan áfram eftir götunni, hver til síns heimilis. En fólkið í biðröðinni átti ekk- ert heimili. Það átti ekkert at- hvarf nema hálmfletið á gólf- inu í skólabyggingu sem Dan- ir höfðu, nauðugir viljugir, orð ið að láta af hendi handa þeim. Við urðum ásátt um að fara út. Það var, komið fram yfir tímann og kennarinn kom ekki. Það var eftir engu að bíða. — Vitið þjer, að það er stríð í Eystrasaltslöndunum núna? sagði jeg. Lithauen og Pólland Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.