Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. jan. 1947 GRÍPTU OLFINN cCítir cjCeólie (Skarterió Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS, 20. dagur Og þegar hann sá að hvorki hótanir nje bænir mundu duga, þá afrjeð hann að láta undan. En hann skildi þó ekki hvað henni gekk til, hvaða tilfinn- ingar það voru, sem knúðu hana til þess að gera hans mál- efni að sínu. — Jeg hefi þekt margar sauð þráar konur, en enga eins og yður, sagði hann. — Agætt, þá verðum við samherjar! sagði hún. — Já, samherjar. Og ham- ingjan gefi að við berum hærra hlut frá borði. En munið það, að það er ekki mjer að kenna að þjer hlaupið í gin úlfsins. Jeg skal nú samt reyna að bjarga ýður út úr því aftur. — Þakka yður fyrir, sagði Patricia lágt. IX. Patricia er þrá. — Jæja þá, sagði Helgi eftir langa þögn. Hvar eigum við nú að byrja? Hún var hissa á því hvað hann var kuldalegur, en hún vissi seinna að það var vegna þess að hann varð að sitja á sjer. — Jeg hefi einnig sögu að segja, mælti hún, sögu, sem skeði í gærkveldi. Og svo sagði hún honum frá því hvað þeim Miss Giston hafði farið á milli. Hann hlýddi á með stökustu athygli. Hún hafði ekki sjeð hann þannig fyr. Hann greip •aldrei fram í fyrir henni, en hallaðist aftur á bak í stóln- um með lokuð augu, eins og hann væri sofandi. Þegar hún hafði lokið máli sínu, mælti hann: — Þetta verður flóknara og flóknara. Aggie frænka ein í bófahópnum. En hvað getur hún hafa gert af sjer svo að hægt sje að hræða fje út úr henni? Ef jeg á að segja al- veg eins og er þá hjelt jeg að hún hefði aldrei haft dug í sjer til þess að brjóta neitt al- varlega af sjer. — Já, það er ótrúlegt, en — Helgi klóraði sjer í höfðinu. — Hvað vitið þjer um hana? — Það er nú mjög lítið, svar aði Patricia. Móðir mín dó þeg ar jeg var tólf ára og faðir minn dó á veiðum þremur árum áð- ur. Svo varð Agatha frænka fjárhaldsmaður minn. En jeg kyntist henni lítið fyr en al- veg nýlega. Hún var lengst um erlendis. Jeg var í skóla. Hún borgaði allan kostnað og skrif- aði mjer reglulega tvisvar í mánuði. — Hvenær settist hún þá að í Baycombe? — Þegar hún kom heim frá Suður-Afríku. Fyrir eitthvað sex árum fjekk jeg brjef frá henni. Hún var þá stödd í Port Said og kvaðst vera á leið til Höfðaborgar. Svo leið ár að jeg frjetti ekkert af henni. En alt í einu skaut henni hjer upp. Hún sagðist vera leið á ferða- lögum og ætlaði að setjast hjer að. — — Og settist hún þá um kyrt? — Já, en hún fór stundum til útlanda, en var jafnan stutt- an tíma í þeim ferðalögum. — Hvenær var hún seinast á’ ferðalagi? Hún hugsaði sig um. — Það eru líklega tvö ár síðan, eða tæplega það. Jeg man það ekki upp á hár. — Hugsið yður nú vel um, sagði hann. Þjer segið að þjer hafið varla sjeð hana fyr en hún settist að hjer og þá vor- uð þjer sextán eða seytján ára. — A seytjánda árinu. — Margt gat nú skeð á þeim tíma, sem hún var erlendis. Hún ypti öxlum. — Það getur vel verið. En það er ótrúlegt .... — Auðvitað, sagði Helgi. En það er svo margt ótrúlegt. Það er ótrúlegt að úlfinum Skyldi takast að ræna Confederate bankann í Chicago og flytja gullið hingað. Það er ótrúlegt að hugsa sjer það að einhvers staðar hjer í nágrenninu skuli vera stór gullfjársjóður. En hann er hjer. Og við verðum að gera ráð fyrir því að ekk- ert sje svo ótrúlegt að,það geti ekki skeð. Meðal annara orða. Þekkið þjer gömlu húsin hjer í Baycombe? Eitthvert þeirra hlýtur að vera svo gamalt að Fernando hafi þótt nægja að kalla það aðeins Gamla húsið. — Hjer eru tvö hús, sem ganga undir því nafni. Annað þeirra er hjerna nokkuð innan við þorpið. Það var áður veit- ingahús og var altaf kallað Gamla húsið. Nú er það í eyði og komið að hruni. Það er sagt að þar sje reimt. Það hafa ver- ið negldar fjalir fyrir alla glugga og margir menn gætu hafst þar við án þess nokkur vissi, ef þeir gættu þess að vera aldrei á ferli á daginn. Helgi komst á loft og skelti á lærið. — Svei mjer þá, Pat, ef þjer eruð ekki ómetanlegur sam- herji! Og jeg sem hjelt að við værum komin í sjálfheldu. En nú sje jeg að við erum ekki byrjuð! Hvar er hitt húsið! — Það er á hólma hjema fyrir utan. — Fiskimennirnir kalla það Gamla húsið, en það er ekki svo ellilegt nema frá sjó að sjá. Það stendur alveg fram við sjóinn og efri hæðin nær «út fyrir neðri hæðina. Helgi stökk á fætur og hljóp fram á klettabrúnina. Þar sá hann hólmann, svo sem eina mílu undan landi. Þetta var klettur upp úr sjónum og á honum fáeinir runnar og trje. — Hjer getur verið um bæði húsin að ræða, sagði Helgi. Úlf- urinn getur haft bækistöð á fleiri en einum stað,- en það er sennilegt að hann geymi gullið þarna úti í hólmanum. Hann verður að hafa það þar sem auðvelt og fljótlegt er að koma því út í skip, því að hann ætl- ar að senda það til Afríku. Bíð- ið þjer andartak .... Hann hljóp inn í Hjallinn og kom aftur með sjónauka. Og svo beindi hann sjónaukanum út á hafið frá austri til vest- urs. Alt í einu kiptist hann við. — Nú það er svona, sagði hann. Síðan fjekk hann henni sjón- aukann og benti til norðaust- urs. — Vitið hvað þjer sjáið þarna. — Það er engu líkara en jeg sjái ofan í tvö siglutrje. — Það er vjelskip, reykháfs- laust, sagði hann. Jeg býst ekki við, að skip sem eru á leið til Bristol hætti sjer svo nærri hjer. En það er best að sjá í hvaða ferð það er. Hann tók sjónaukann af henni aftur og fór inn í Hjall- inn. Hún fylgdist með. Hann snuðraði fram og aftur um eld- húsið þangað til hann fann dá- litla fjöl úr gömlum kassa. Hann reisti hana á rönd í glugg anum og stakk tveimur títu- prjónum í röndina. Svo gekk hann eins langt frá og hann gat og miðaði siglutrjen við títuprjónana. Þá skildi hún hvað hann var að fara. — Þjer haldið að skipið muni koma hingað inn eftir að 'dimt er orðið? — Enginn efi á því. Þeir ætla að flytja gullið suður til Afríku og láta sem það komi úr námu T. T. tíeeps. Þeir þora ekki að geyma það lengur hjer. Jeg hefi þá skotið úlfinum skelk í bringu. Hann horfði stöðugt á skip- ið. — Er dr. Corn leynilögreglu- þjónn? spurði hún. — Þjer éigið kollgátuna, sagði hann, en látið engan vita um það. Það væri ekki fallega gert að spilla fyrir honum. — En eruð þjer þá ekki leynilögreglumaður? spurði hún hikandi. Jeg hjelt að þið væruð keppinautar, aðra skýr- ingu gat jeg ekki fundið. Helgi glotti. — Að vísu erum við keppi- nautar, sagði hann. En jeg er ekki leynilögreglumaður og hefi aldrei verið. Jeg spila á eigin spýtur. Jeg græði stór- fje ef hepni er með, en er ör- eigi ef mjer mistekst. Mitt starf er að leita ævintýra, það er að segja að taka að mjer hættu leg störf, sem eru vel borguð, og hugsa ekki mikið um það hvort maður fer altaf eftir strangasta bókstaf laganna.. Þannig er jeg. Það vildi nú svo til að jeg rakst á Fernando og fjekk sögu hans. Síðan fór jeg rakleitt til Chicago og páði tali af aðalbankastjóra Confeder- ate. Það er nú nærri því ár síðan bankinn var rændur, sagði jeg, og með allri fyrir- höfn lögreglunnar hefir hún ekki getað haft upp á einu centi fyrir ykkur. Viljið þjer semja við mig um að greiða mjer fimta hluta fjárins, ef jeg næ í það, annars ekkert. Jeg skal ekki láta neinn vita um það, og taka alla áhættuna á mig. Þetla þóttu þeim góð kjör og hjer er jeg. Hann horfði stöðugt framan í hana á meðan hann ljet dæl- una ganga, en sá ekki að henni brygði hið minsta. I Alm. Fasteijmasalan { i Bankaitrætl 7. Slmi 6063. i | er miðstöB faateignakaupa. i l■lllllllll■ll■llll■llllllllllllllllr-llllllll■ll■l•llllllllllllll■ll■ 73. Jeg hafði komið svona fram við Sagothana, til þess að þá grunaði ekkert um hina fyrirhuguðu flóttatilraun mína. Ef þeir hjeldu, að mjer fjelli vistin á Phutru svo vel, að jeg hefði snúið sjálfviljugur aftur, eftir að hafa fengið svona gott tækifæri til að komast undan, mundi þá aldrei gruna, að jeg mundi strax byrja að undirbúa aðra flóttatilraun. Svo þeir leiddu mig fram fyrir einn af hinum slepju- iegu Mahörum, sem sat á steini í stóru herbergi, sem átti víst að vera skrifstofa skriðdýrs-ófreskjunnar. Óferskjan horfði á mig með hinum miskunnarlausu drekaaugum sínum og mjer fannst eins og hún horfði inn í innstu hug- arskot mín. Maharinn hlustaði á frásögn Sagothanna, og horfði á varir og fingur apamannanna, meðan þeir töl- uðu. Síðan byrjaði hann að yfirheyra mig, og notaði einn Sagothanna fyrir túlk. — Þú segir að þú hafir snúið aftur til Phutru ótilneydd- ur, af því að þú hyggur þú sjert betur settur hjer en annarsstaðar. Gerirðu þjer ljóst, að þú getur næst verið valinn til að ofra lífinu í þágu þeirra dásamlegu vísinda- tilrauna, sem vitringar okkar stöðugt fást við? . Þetta kom mjer algerlega á óvart, en jeg áleit, að best væri að láta á engu bera. — Jeg gæti ekki verið í neinni hættu hjer, svaraði jeg, en nakinn og óvopnaður í hinum ógnarlegu frumskógum eða á hinum einmanalegu sljettum Pellucidar. Jeg tel það sjerstaka heppni, að mjer skyldi takast að komast aftur til Phutra. Sannast að segja munaði minnstu, að jeg vrði geysistórum sithica að bráð. Nei, það er jeg viss um, að mjer er betur komið hjer undir stjórn þess gáfaða kyn- þáttar, sem fer með völd í Phutra. Þannig mundi þetta að minnsta kosti vera í mínum eigin heimi, þar sem mann- legar verur, eins og jeg, eru allsráðandi. Þar láta æðstu kynþættirnir hinum ókunnugu í tje vernd sína og gest- risni, og þar sem jeg er ókunnur hjer, gerði jeg auðvitað ráð fyrir, að jeg mundi eiga samskonar gestrisni að mæta. Maharinn horfði þögull á mig um. stuncl, eftir að jeg Dýr fangi. Fyrir nokkru strauk fangi úr Pankhurst-fangelsinu á eynni Wight fyrir suðurströnd Eng- lands. Leit var þegar hafin að honum. í henni tóku þátt nokkr ir blóðhundar, ■ fallhlífarher- menn, „heliokopt“~flugvjelar og hermenn með „radíó-hand- síma“. Fanginn fanst, en leitin að honum kostaði breska ríkið 15.000 sterlingspund. ★ Ráku 8000 km. Á vesturströnd Ameríku rak fyrir nokkru fjölda glerkúlna. Við athugun á þessu kom í ljós, að þetta voru japönsk fiski- dufl. Fyrir sjö árum síðan losn uðu dufl þessi í flóðbylgju mik- illi, er þá reið yfir. Síðan hafa þau verið á reki um Kyrra- hafið og farið 8000 km. leið áður en þau ráku á land. ★ Nýlega var reynt í höfninni í Genua í Italíu nýtt merkja- tæki fyrir skipsbrotsmenn. Er þetta lítið tæki, sem flýtur. Þegar það kemur í sjóinn og blotnar, sendir það frá sjer sterkt ljós og stjörnuflug upp í loftið. Einnig framleiðir það hátt hljóð. ★ Stúdentarnir í Bergen hafa hafist handa um hjálparstarf- semi til handa nauðstöddum stúdentum í öðrum löndum. Safna þeir bæði matvöru, klæð um og námsbókum. Hjá nokkrum þjóðflokkum í Ástralíu og Suður-Ameríku tala konurnar annað tungumál en karlmennirnir. ★ í Los Angeles hafa menn fundið upp aðferð til þess að fjarlægja algerlega myndletur bláðanna, þannig að nota má píppírinn aftur eins og nýr væri. Er aðferð þessi ódýr. ★ Hið þekta vöruhús í Berlín ,,Etam“, sem liggur á rússneska hernámssvæðinu, hefir tekið upp á því að gera sokka úr flugnaneti. Sokkarnir hafa ekki neina lögun eftir fætinum, en samlagast honum strax í fyrsta sinn, sem þeir eru notaðir. Bi lamiD lunin | Bankastræti 7. Sími 6063 1 er miðstöð bifreiðakaupa. Ef Loftur getur það ekki — þá hvei?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.