Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 n t i Minningarorð um Jón Bjarnason a JON BJARNARSON frá Sauðafelli andaðist að heimili sínu hjer í bæ 14. þ. m. Hann var fæddur að Sauðafelli í Döl- um hinn 4. maí 1894. Foreldrar Jóns voru hjónin Guðný Jónsdóttir Borgfjörð og Björn Bjarnarson sýslumaður í Dalasýslu. I Dölum vestra, á- Sauðafelli, ólst Jón upp í for- eldrahúsum við áhrif frá bjart- sýnum stórhug og athafnasemi. Sauðafellsheimilið var um margt á undan samtíð sinni. — Sýslumannsfrúin, móðir Jóns var fyrirmyndar húsmóðir, og Stjórnsöm og góð móðir. Faðir Jóns var hrifnæmur, stórhuga athafnamaður, er samhliða em- bættisrekstri sínum rak stórt bú, og vann, á þeirra tíma mæli kvarða, stórvirki til umbóta, á jörð sinni. Við áhrif frá þessum aðstæðum mótaðist bernska Jóns og síðara viðhorf hans til lífsins. Hann var mjög bráðþroska og gjörvilegur í hvívetna. Hann átti stórbrotið lundarfar, og var því erfitt á stundum að beygja sig að vilja annara. Fór því eigi alltaf troðnar götur samtíðar sinnar. í æsku varð hann s^álf- kjörinn foringi hinna yngri manna, og það bæði í starfi og leik. Foreldrum Jóns sýndist eins og eðlilegt má heita, að hann ætti að ganga menntaveginn, fara í latínuskólann, en hugur hans hneigðist strax til búskap- ar. I viðræðum, er faðir hans átti við hann, rjett um ferming- araldur, um framtíð hans, benti hann Jóni á, að búskapur krefð ist mikils erfiðis. Svar sonar- ins var skýrt, stutt og ákveðið: „Jeg veit það og jeg hefi nóga krafta“. Fimmtán ára gamall tók Jón við bústjórn á hinu stóra búi föður síns, og fórst vel úr hendi. Hann ljet sjer aldrei nægja að skipa fyrir og horfa á fólkið vinna. — Hann gekk sjálfur til verka með fólki sínu, og hlífði sjer aldrei við erfiðustu verkunum. Jón var þrekmikill og afkastamaður við vinnu, en jafnframt verklaginn. Þau ár, sem hann stjórnaði búi foreldra sinna, hafði hann sjer samhent verkafólk, því að heim ilið var hjúasælt og sama fólk- ið vann ár eftir ár hjá sýslu- mannshjónunum, og það vildi hag húsbænda sinna sem bestan í hvívetna. Er faðir Jóns ljet af embætti sakir heilsubrests, fluttust þau hjónin til Reykjavíkur með börnum sínum, en Jón vildi ekki skilja við sveit sína og bú- skapinn. Hann hjelt búi á Jón Bjarnason Sauðafelli eitt ár, og keypti svo jörð í Miðdölum og bjó þar tvö ár. Um það leyti missti hann föður sinn, móðir hans og syst- kini bjuggu í Reykjavík. Þessi atvik og önnur leiddu til þess, að hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Eftir stutta dvöl þar sigldi hann til Danmerkur', til að kynna sjer kaffibætisgerð. Er hann kom aftur heim stofnsetti hann Kaffibrennslu Reykjavík- ur ásamt föðurbróðir sínum Pjetri M. Bjarnarsyni. Síðar gerðist hann meðeigandi firm- ans Magnús T. H. S. Blöndal. Ferðaðist hann þá víða um land sem sölumaður fyrirtækisins, eignaðist hann marga vini og kunningja, því að meðfætt fje- lagslyndi og hispurslaus glað- værð fylgdu Jóni hvar sem hann fór. Síðustu tíu árin var Jón starfsmaður við löggildingar- stofu ríkisins. Þeir, sem þekktu Jón, hafa margs að minnast. Hann var karlmenni í lund, á það reyndi oft í lífi hans, því að þar skiptust á skin og skúr- ir. Hann var óeigingjarn, hrein lyndur og hreinskilinn, skoð- anafastur og áliti hann sinn mál stað rjettan, fylgdi hann hon- um með festu og ljet sig þá ekki ætíð skifta álit fjöldans. Hann var með afbrigðum örlát- ur og hjálpfús. Hann bar jafnan sjerstakan hlýhug til átthag- anna og þess fólks, er hann kynntist þar á æskuárum sín- um. , Nutu Dalamenn í ríkum mæli gestrisni á heimili hans og að- stoðar í mörgum greinum. i Jeg kveð þig vinur og fjelagi, með þökk frá mörgum árum. I Leiðirnar skiljast í bili, en til góðs vinar liggja gagnvegir, einnig handan við landamæri þau, sem þú nú hefir stigið yfir. Pálmi Einarsson. Guðmundur Jónsson Söngskemtun í Gamla Bíó ÞAÐ LEYNIR sjer ekki, að Reykvíkingar bíða með óþreyju hverrar söngskemtunar, sem Guðmundur Jónsson heldur. — Utsölustöðunum helst ekkert á miðunum, ailt selt upp á svip- stundu! Nú hafði farið frægðar- orð af honum í Ameríku, þar sem hann söng með Karlakór Reykjavíkur. Hvernig skyldi hann vera nú? Jú, kastljósin lýstu'upp pall- inn, og þarna kom hann inn, mikill að vallarsýn og raunar gjörbreyttur, breiður og búst- inn, svon rjett og jeg hefi allt af hugsað mjer að barytón- söngvari ætti að líta út. — Jeg hugsaði sí-svona: Bara að ekki fari nú fyrlr honum eins og tenórnum, sem engin brynja passaði lengur á! En svo þegar hann hóf raust sína, var mjer strax ljóst, að engin ópera mundi horfa í kostnaðinn við að láta gera honum nýja brynju við hans hæfi. Já, menn eiga ekki að grafa sín pund. — Og Guðmundur sýndi það nú enn betur en fyrr, að hann hefur ekki legið á liði sínu, heldur stundað list sína með þeirri kostgæfni, sem sæmir góðum þjóni í víngarðr sönglistarinn- ar. Hann hefur vaxið hið innra, tekið miklum þroska og syng- ur nú af meiri myndugleik en áður. Hann söng með ágætum undirleik Fritz Weisshappel, lög eftir Hándel og Schubert af prýði, einnig sex íslensk lög al- veg ágætlega; tvö óperulög, ann að var „Prologo“ úr Pagliacci, eftir Leoncavallo erfitt mjög, en þar minnti söngur Guðmundar mig sjerstaklega á söng Helge Lindberg’s, hinn finnska stór- söngvara, er ljest fyrir nokkr- um árum, en var stór í brotun- um. Söngskránni lauk með lögum eftir Rachmaninoff, Richard Strauss, René og Huhn. í öllum lögunum kom i ljós, hversu söngvaranum er um- hugað um að allt sje sem vand- aðast og best af hendi leyst, og er það dygð, sem sumir söngvarar flíka ekki æfinlega um of. Ber því að virða það að maklegleikum, því það er sú höfuðdyggð, sem ætti ekkj að þurfa að fjölyrða um, en snertir þó sjálfan kjarna máls- ins, sem sje listina sjálfa og tilveru listamanBsins. Þessi söngckemmtun var hin prýðilegasta. Raddgæði Guð- mundar eru mjög sjaldgæf, hvar sem leitað er, og sjálfur er hann á þroskabrautinni, og siglir hraðbyri beint inn á ónerusviðin. Góðan byr, Guð- mundur! P. í. Embættaveitingar og rálning opinberra starfsmanna GYLFI Þ. GISLASON flytur í Nd. frv. um embættaveitingar og ráðningu opinberra starfs- manna. ♦’ ” í frv. þessu felast þrjú meg- inatriði: í fyrsta lagi skal ráðherra óheimilt að stofna til embættis eða opinbers starfs án laga- heimildar. í öðru lagi skulu öll embætti og opinber störf, sem ráðherra veitir auglýst til umsóknar með minnst mánaðar fyrirvara. I þriðja lagi skal ráðherra, áður en hann veitir embættið, leita umsagnar viðkomandi að- ilja (sem nánar er tilekið í frv.) Gylfi benti á hve ólíkar reglur hafa gilt í þessum efnum fram til þessa. Mönnum væri enn í fersku minni hinar miklu deilur, sem urðu á Alþingi um stofnun tveggja dócents embætta við háskólann, — í sögu og bók- mentasögu, — sem þó að lokum var samþykkt. Aftur á móti hafi atvinnumálaráðherra, Aki Jakobsson stofnað á s. 1. tveim árum ekki færri en 10 embaetti við Atvinnudeild Háskólans, án þess að það kæmi til nokkurra kasta Alþingis. Gylfi minnti í þessu sambandi á skipun deildarstjóra iðnaðar- deildar atvinnudeildar háskól- ans. Hann gat þess, að í haust hefði deildarstjóri iðnaðarat- vinnudeildar Háskólans, Trausti Olafsson sagt starfi sínu lausu, en starfar áfram sem sjerfræð- ingur við deildina. Atvinnu- málaráðherra hafi skipað nýj- an starfsmann við þessa deild og gerði hann jafnframt að deildarstjóra. Samkv. lögum um náttúru- rannsóknir, nr. 68, 7. maí 1940 væri ráðherra skylt að hafa samráð -við rannsóknarráð ríkisins, er hann skipar nýjan starfsmann við atvinnudeildina. Þessi lagafyrirmæli hafi ráð- herra virt að vettugi í sam- bandi við ráðningu þessa starfs manns, og hefði þó ekki síður verið ástæða til þess að fylgja þeim fyrir þá sök, að þessi nýji starfsmaður vaí þegar í stað skipaður yfirmaður hinna, sem fyrir voru. Gylfi kvaðst hafa borið fram fyrirspurn til ráðherra fyrr á þessu þingi varðandi þetta mál, en ráðherra hafi ekki svarað. Einnig tóku til máls Gísli Sveinsson og Jörundur Brynj- ólfsson, en því næst var umr. frestað. BEST AÐ AUGLYSA í MORGLTNBLAÐINU «»<$h$><^<$><$><$><§><§><§><§><$>3><$><§><§><§><§><§><$><§><$><$><§>3><§><$><$><§h$*$*§><§*$><$><§><§><$><^<^^ I i Vanan línumann t vantar nú þegar á góðan vjelbát frá Sandgerði Uppl. hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, Hafnarhvoli, sími 6651. Bæð og kjallari fokhelt, í Hlíðahverfinu, ca. 130 fer.m, til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa L. Fjeldsted, Th. B. Líndal og Ág. Fjeldsted, Hafnarstræti 19, sími 339*5. VersIunarsEarð Tvær ungar stúlkur óskast til afgreiðslu- starfa nú þegar eða síðar. Tilboð með upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf, send ist Morgunblaðinu fyrir næstu mánaðarmót, og auðkennist „Bókaverslun“. IS. í. í DAG, á 35 ára afmælt íþróttasambands íslands, mun stjórn Í.S.Í. taka á móti sam- herjum sínum, vinum og vel- unnurum, í Oddfellowhúsinu, niðri. Klukkan 8,30 í kvöld verða methöfum á árinu 1946 afhent verðlaun sín í Oddfellowhúsinu, uppi. Borgnesingar! Afgreiðslumaður óskast fyrir Morgunblað- ið í Borgarnesi. Uppl. hjá Bjarna Guðjónssyni, Borgarnesi, eða skrifstofu blaðsins í Reykjavík. Plitur eða stúllca óskast til að veita forstöðu vefnaðarvöruversl un í Reykjavík. Umsóknir merktar „1947“ ósk ast sendar afgreiðslu blaðsins fyrir 1. febr. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.