Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 8
8 Þriðjuöagur 28. jan. 1947 i n iing: Stefáns Hermannssonar jí DAG verður til grafar bor inn hjer í bæ, Stefán Her- mannsson úrsmiður, en hann andaðist á St. Jósefsspítalan- um 18. þ.m. eftir fárra daga legu, 69 ára að aldri. Stefán var fæddur 8. febrú ar 1878 í Fremra-Seli í Hróars tungu. Var hann sonur Her- manns bónda Stefánssonar Einarssonar frá Burstarfelli í Vopnafirði og konu hans Guð- nýjar Sigfúsdóttur, Sigfússon ar frá Sunnudal í sömu sveit. Stefán var með foreldrum sínum til 16 ára aldurs. Rjeðst hann þá til úrsmíðanáms til Stefáns Th. Jónssonar, á Seyð isfirði og starfaði hjá honum í 5 ár. Þaðan fór Stefán upp á Hjerað og stundaði ýmist sjó- mennsku eða var í vinnu- mennsku þar eystra um hríð. Árið 1907 fluttist hann til Reykjavíkur og vann hjer við úrsmíðar, lengst af hjá Stef- áni heitnum Runólfssyni, þar til hann fluttist vestur til ísa fjarðar árið 1912. Veitti hann þar fyrst forstöðu verslun og úrsmíðaverkstæði Jóns Gunn Jaugssonar um tveggja ára skéið, en þá keypti hann bæði verkstæðið og verslunina og rak hvorttveggja fyrir eigin reikning til ársins 1922, er liann flutti alfarinn frá ísa- firði aftur hingað til Rej'kja- vijíur. Hjer stundaði hamr svo úrsmíðar til æviloka, síð us^u 10 árin hjá Jóni Her- mánnssyni. Jeg, sem þesar línur rita, kynntist Stefáni fyrst á ísa- firði og tókst brátt með okk- ur góð vinátta, enda var Stef- án glaðvær maður og skemti- legur og kunni vel að vera með ungum mönnum. Hann var fróður vel og ágætlega minnugur, enda kunni hann feiknin öll af ljóðum og lausa vísum, og gaman var að hevra hann segja frá gömlum at- burðum og sjerkennilegum mönnum, sem hann hafði kynnst, því að hann var kím- inn og sagði ágætlega frá Endaþótt Stefán ljeti ekki til sín taka stjórnmál á opin- berum vettvangi, hugsaði hann mikið um þau mál, var fastur í skoðunum og ekki myrkur í máli, ef því var að að skifta. Hann var eindreg- inn heimastjórnarmaður á sínum tíma og mat Hannes Hafstein, og virti, mest allra íslenskra stjórnmálamanna og nú á síðari árurn fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum að mál- um og var þar allur og óskift ur eins og jafnan er hann tók afstöðu til einhverra mála. Þó að Stefán væri ókvænt ur og barnlaus fór hann ekki með öllu á mis við gleði heim ilislífsins, því að hann var tíð ur gestur á hemili bróður síns Björgvins Hermannssonar trjesmíðameistara hjer í bæ Naut hann þar ástríkis bróð- ur síns og mágkonu og barna þeirra, sem hændust mjög að frænda sínum, enda var Stef- án barngóður maður og skap- þýður. Fyrir þrem árum kenndi Stefán fyrst þeirrar mein- semdar er varð hónum að ald urtila. Ágerðist sjúkdómur- urinn mjög á árinu, sem leið en Stefán var þrekmaður og Ijet lítt á sjá og æðraðist hvergi. En sjúkdómurinn hef ur verið kominn á hærra stig en menn bjuggust við, því að ekki hafði Stefán legið rúm- fastur nema örfáa daga, er andlát hans bar að. Stefán Hermannsson var hugþekkur öllum þeim, sem höfðu af honum kynni. Hann var hreinskiftinn og grand- var í dagfari — trygglyndur og drengur góður, og þannig rnunu vinir hans og vanda- menn jafnan minnast hans. Sigurður Grímsson. Atvinna Fataverslun hjer 1 bænum rjett við Miðbæinn vantar 15. febrúar n.k. afgreiðslukonu með góða söluhæfileika. Umsóknir sendist afgr. blaðsins, merkt: „Afgreiðsla 1002“, fyrir 1. febrúar. Gólfdreglar nýkomnir — Meðal annara cröa Framh. af bls. 6 hafa gert uppreisn gegn komm únistunum. —Nei, er það satt? sagði hann. En það getur ekki verið að Lettland sje með í því stríði. — Því þá ekki, sagði jeg. Það er stundum betra að berj- ast en að rotna lifandi. — Það er heldur ekki þess- vegna, sagði hann. Haldið þjer að við myndum ekki berjast, ef þess væri nokkur kostur. En það eru engir til þess að berj ast í Lettlandi. Rússar hafa flutt alla vopnfæra menn til Síberíu í nauðungarvinnu og við, sem erum erlendis, snú- um ekki heim aftur. Það væri sama og sjálfsmorð. , Það varð þögn. Við gengum út úr háskólanum og niður í gegnum um súlnagöngin. Fyrir neðan okkur lá borgin. Borg, sem um langan aldur • hafði notið friðar og farsældar, svo íbúar hennar höfðu ekki álit- ið það nauðsynlegt að viðhalda víggirðingunum. Nú eru að- eins leyfar eftir af borgarmúr- unum, sem reistur var ein- hverntíma í fyrndinni. En í fjarska lá annað land. Víggirð- ingar þess komu því að engu haldi, því það var á valdi óvin- anna. En hvað þá? sagði jeg að lokum. Hvað getið þið gert? Ekki getið þið verið hjer í Vest ur-Evrópu lengi. Flóttafólkið í Danmörku er þungur baggi á ríkinu og Danir vilja losna við það eins fljótt og hægt er. í fyrra ljetu Svíar á annað hundr að Estlendinga af hendi við Rússa. Hvað er hægt að gera? — Jeg veit það ekki, sagði hann þunglega. Hamingjan vei* hvað gera skal. Jeg sje að minsta kosti ekkert annað ráð en að bíða. — En Pólland berst — and- æfði jeg — og Lithauar hafa ekki gefist upp! — Nei, það er satt, sagði hann íhugandi. En Rússland hefir næstum 200 miljónir í- búa. Rússar hafa hergögn og all an útbúnað og þeir hafa völd- in. — Jeg veit það, sagði jeg. En hafði ekki Þýskaland marg ar miljónir undir vopnum og rjeði það kannske ekki yfir* mest allri Evrópu árið 1942? — Jú, sagði hann. Það er satt. Við tókumst í hendur til kveðju og brostum hvert öðru til huggunar. Hver veit, hvað framtíðin ber í skauti sínu! Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka. í ^<$^<^<&^^<Sx$k®>^^^<Sx^<^^x5»<í^$>3>^^>^<Íx^k^<®x®k^^<$xJx$xSx$xSx$x&3x^<®x^x$>@>< Skákþingið Lau' • 48. Sími 7530. FJÓRÐA umferð á Skák- þingi Reykjavíkur var tefld á sunnudaginn, að Þórscafé. Úrslit í meistaraflokki urðu þau að Guðm. Pálmason vann Benóný Benediktsson, Jón Þorsteinsson vann Pjetur I Magnússon, Magnús G. Jóns- son vann Gunnar Ólafsson og Eggert Gilfer vann Guð- jón M. Sigurðsson. Biðskák varð milli Sturlu Pjetursson- ar og Lárusar Johnsen. Sigurgeir Sigurjónsson * ScBstoréttarlögmaður .§:*s ;; :. - Slcrifstofutimi 10—12 og 1-6. Aðalstrœti 8 S mi 1043 Gylfi Þ. Gíslason Jónas Haralz Klemens Ólafur Tryggvason Björnsson 1 HVAR ? ER ISLENZKA ÞJOOIN A VEGISTODD FJARHAGSLEGA ; Þessu fáið þjer svarað í Áiiti hagfræðinganefndar sem nú er komið í bókabúðir. „Hagfræðinga- álitið“ er bók, sem þjóðin 'hefur beðið eftir með óþreyju og mun áreiðanlega vekja meiri at- hygli og umræður en allar aðrar bækur, sem komið hafa út í seinni tíð. Tilkýnning frá Aiýbyggingarráði Nýbyggingarráð hefur lokið úthlutun þeirra jeppabíla, sem ákveðið er að flytja til lands- ins í ár á vegum ráðsins. Þeir, sem ekki hafa þegar fengið tilkynningu ráðsins um úthlut- un, geta ekki búist við, að umsóknir þeirra hafi verið teknar til greina. Þýðingarlaust er því að senda frekari umsókn ir á þessu ári um jeppabíla, sem og leita til Nýbyggingarráðs, hvorki til einstakra nefnd- armanna nje skrifstofustjóra, með fyrir- spurnir varðandi jeppabifreiðar. m ijbycj-cfmcjamz é Vjelritunarstúlka óskast á skrifstofu hjá ríkisstofnun, nú þeg- ar. Laun skv. launalögum. Eiginhandarum- sóknir sendist fyrir 10. n. m. til afgreiðslu Mbl., merkt: „Framtíðarstarf“. ^^^xMx$xí>^x$x®xS>^<8x$x$>^<$x^<$xM><$x:.><í><$><S>^x$><$x^>^<í><íxí><S><Sxí>^<^<^V Ungan skrifstofumann (Ci, vantar oss nú þegar. maróóon, 2oe^a C(o. L.f. Hamarhúsinu, símar 6697 & 7797 < i REYKJAVÍK — BORGARNES — REYKHOLT Áætlunarbílferðir frá Rvík: mánud., fimtud. Frá Borgarnesi: þriðjud., föstud. Afgreiðsla í Hótel Borgarnes og b.s. Heklu. Kristinn Friðriksson, sími 6515, Týsgötu 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.