Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangur ‘ 97. tbl. — Laugardagur 3. maí 1947 í«*foldarprentsmiðja h.f. Forselinn í Höfn. ÞESSI MYND var íekin er Sveinn Björnsson forseti íslands kom íil Kanpmannahafnar á dögunum. Við vinstri hlið hans stendur Knud erfðaprins, en við hœgri hlið Gustav Kas- mussen utanríkisráðh. Dana. í aftari röð er Jak. Möller sendih, Kaupmannahöfn, fimtudag. Frá frjettaritara vorum. FORSETI ÍSLANDS, herra Sveinn Björn^son, fór til Svíþjóðar frá Kaupmannahöfn á fimtudagskvöld. Friðrik IX Danakonungur fylgdi forsetanum á járnbrautarstöð- ina, en forseti stje í iestina frá biðsal konungs. Meðal ann- ara, sem fylgdu forseta á járnbrautarstöðina voru Gustav Rasmussen utanríkisráðherra, C. A. C. Brun sendiherra, Jakob Möller sendiherra, Jón Krabbe fyrv. sendisveitar- fulltrúi, utanríkisráð Dahl, s?ðsti maður ríkisjárnbraut- anna. Ileiðursgesíur. Forsetinn var heiðursgestur í kvöldveis'lu utanríkisráðherr- ans, sem haldin var til heiðurs érlendum gestum er komu til að vera viðstaddir jarðarför Kristjáns tíunda. Jakota Möll- er sendihefra og Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri voru einnig gestir í þeirri veislu. ■ 1 kvöld sitja þeir forsetinn ög Agnar Kl. Jónsson boð hjá konungshjónunum. Við jarðarförina. Við jarðarför Kristjáns tíunda gekk Sveinn Björnsson í annari röð, við hlið Gustavs Svíaprins, mágs konungs, Kastenskjöld og Olav Noregsprins. I fyrstu röð gengu konungarnir Friðrik og Hákon, Georg Grikkjaprins og Knud prins. Forsetinn nýtur trausts í Dan- mörku. Kaupmannahafnarblaðjð ,,In- formation'1 skrifar um heim^ sókn forsetans til Danmeykur: ,.Forsetinn er gamall vinur Danmerkur og vinur konungs- fjölskyldunnar. Sem hlutlaus sendiherra gat hann stundum gert konungi greiða meðan á hernáminu stóð. Hann nýtur _mikils-trausts í Danmörku eins og heima á ís- landi“. Páll. --------------------------- Hðfnarverfcfalllnu : Londen því nær lokið London í gær. VINNA er nú hafin við öll nema tvö af þeim 105 skipum .sem uppskipun stöðvaðist við, er hafnarverkamenn í London ákváðu að gera verkfall í sam úðarskyni við starfsbræður sina í Glasgow. Er atkvæðagreiðsla var lát- in fara fram um vinnustöðv- unina, kom í ljós, að talsverð um meirihluta verkamanna var stöðvuninni andvígur. Samkvæmt fyrirmælum leið toga sinna, tóku því flestir verkamanna upp vinnu á ný í morgun. — Reuter. 1 m m Ný sfjórnarskrá • Syrir Japan Tokyo í gærkveldi. HIN nýja stjórnarskrá Japan gengur í gildi á morgun (laug ardag). ■Llirohito keisari mun trl- kynna gildistökuna á fjölda- fundi, sem háldinn verður fyr ir utan keisarahöllina. LÍKLEGT AÐ FRAIMSKA STJÓRNIN SEGI AF SJER Kommúnistar andvígir ffármálastefnu Ramadiers París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. PAUL RAMADIER, forsætisráðherra Frakklands, fór þess á leit við franska þingið í kvöld, að það tæki afstöðu til þess þegar í stað, hvort það væri fylgjandi eða andvígt stefnu hans í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ramadier tók þessa ákvörðun, eftir að kommúnistameðlimir stjórnar hans fyrr í vikunni höfðu lýst því yfir, að þeir væru ekki sammála öðrum stjórnarmeðlimum um lækkandi verðlag og óbreytt kaup. Telja ýmsir frjettamenn, að allt bendi til þess, að Ramadier verði að segja af sjer fyrir sína hönd og' stjórnarinnar eftir helgina, en það er á sunnudag sem ijárhagsprógram hans verður borið undir atkvæði. Menningarsamtand Breta oa Tjefcfca ræSS London í gærkvöldi. SAMNINGAR fara nú fram i London um menningarlegt samband milli Bretlánds og Tjekkóslóvakíu. Er þess vænst að samningar" nm þessi efni verði undirritaðir innán skams Búist er við, að liinn nýi menningarsáttmáli verði svip- aður þeim, sem Bretar og Belg ir gerðu með sjer á s.l. ári. Samkvæmt þeim sáttenála, munu Bretar og Belgíumenn skiftast á kennurum, stúdent- um og vísindamönnum. — Reuter. BRESK Mosquito-flugvjel setti í gær nýtt met á flugleið- inni Bretland-Suður Afríka. Leiðin er 6,600 mílur, en flug- vjelin, sem tilheyrir breska flughernum, flaug hana á 21 klukkustund og 29 mínútum. Meðalhraði vjelarinnar var 312 mílur, og bætti hún gamla metið, sem Bretar áttu einnig, um næstum 11 klukkustundir. Óeirðir vegna óeirða. Upptökin voru þau, að kom- múnistaþingmaður hjelt því fram í ræðu, að hægrimenn ættu sök á því, að átta menn ljetu lífið og 33 særðust í Sikil- ey-óeirðunum. Stólar notaðir. Hægrimenn tóku þessum á- sökunum illa, og þrátt ætlaði allt um koll að keyra í þing- sölunum. Hversu hatramlega var barist, má marka af því, að Sækja um lánlii Aiþjóóabankans Washington. MEXIKO og Holland hafa formlega sótt um lán hjá Al- þjóðabankanum — Mexiko um 208,875,000 dollara og Holland um 535 miljónir. I tilkynningu bankans um þetta segir, að Mexiko muni ætla að nota lánið til áveitu- framkvæmda, hyggingu raf- orkuvera, vega, járnhrauta og liafnargerða. einn þingmanna hafði tekið upp stól, til að lumbra á andstæð- ingi sínum, þegar hann var „af- vopnaður“. Að lokum tókst þó að stilla til friðar með þing- mönnum. Allsher j arverkf all. I kvöld var lesin auglýsing í útvarpið í Rómaborg, þar sem leiðtogar verklýðsfjel. skora á menn að leggja niður vinnu á morgun (laugardag) til að mót- mæla atþurðunum á Sikiley. Herkænska kommúnista. I umræðunum um þetta í dag sagði Ramadier, að hann fjell- ist á þá skoðun kommúnista, að hægt mundi vera að hækka kaup manna í samræmi við auk in vinnuafköst. En hann dró hinsvegar enga dul á það, að hann mundi ekki láta komm- únista komast upp með það, að tvískifta sjer í málinu, líkt og þeir gerðu, er deilt var um Indo Kína, en þá greiddu stjórnar- meðlimir kommúnista atkvæði með stjórninni á sama tíma sem þingmenn þeirra sátu hjái Franski fjárhagurinn í hættu. Ramadier hjelt því fram í ræðu sinni, að verðlag yrði að lækka og kaupgreiðslur að standa í stað, ætti fjárhag Frakklands að verða borgið. — Yrði það ekki gert, gæti það leitt til hruns frankans, en það gæti aftur haft í för með sjer voðalegar afleiðingar í mat- mælamálum þjóðarinnar. Afstaða kommúnista enn óviss. Er blaðamenn ræddu við þingmenn kommúnista að þing- fundi loknum, neituðu þeir að skýra frá því, hvort þeir mundu greiða atkvæði með stefnu Ramadiers, er hún verður bor- in undir atkvæði á sunnudag. Þó er talið mjög ólíklegt, að kommúnistar í stjórn hans segi af sjer, enda þótt margt bendi til þess að þeir með aðgerðum sínum neyði Ramadier til að segja af sjer fyrir sína hönd og ráðuneytis síns. . ÞÝSK BÖRN TIL SVISS- LANDS BERLÍN: — Svissneski rauði krossinn hefur beitt sjer fyrir því, að 1450 börn frá Berlíu dveljist í Svisslandi yfir sum- ál’mánuðina. Slagsmál i ítalska þinginu Deill um óeirðir é Sikiley. » Rómaborg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. TIL SLAGSMÁLA kom í dag í ítalska þinginu og börð- ust þingmenn eins og berserkir með höndum og fótum. Til átakanna kom, er umræður fóru fram um óeirðir þær, sem brutust út á Sikiley í gær í sambandi við 1. maí há- tíðahöldin þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.