Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 3. maí 1947 íslenskn þjóðin fylkir liði til nð hnldn i heiðri lögum og lýðræði I 'ÞESSUM umræðum hef- ur sannast, að allar ásakanir háttvirts Socialistaflokks á stjórnina eru staðleysu stafir. Núverandi stjórn er ekki að húa til kreppu heldur er hún að reyna að leysa þann vanda, sem Socialistaflokkinn skorti hug til að leggja í baráttu við. Launastjettunum hlíft Núverandi ríkisstjórn hefur ekki lagt sjerstakar kv'aðir á launastjettir landsmanna, held ur hefur hún með skattaálög- um sínum einmitt hlíft þeim svo mikið sem unnt er, þegar inn þarf að ná jafnmiklum upphæðum og rau'n ber vitni um. Núverandi stjórn hefur el;ki fundið upp það ráð, að halda dýrtíðinni niðri með niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Sú aðferð hefur verið notuð árum saman og socialistar samþykktu hana meðan þeir voru í ríkisstjórn og fulltrúar þeirra voru einmitt, ásamt öðrum fjárveitinganefndar- mönnum, nú flytjendur að til- iöguninni um að ætla 35 millj. úr ríkissjóði í þessu skyni. og enginn kommúnisti greiddi á Alþingi atkvæði á móti þess- ari fjárveitingu. Ef þar er því um að ræða árás á launastjett- irnar, sem ekki er, þá er Socia listaflokkurinn ekki síður sek ur en aðrir. Auknar tekjur nauösynlegar Það hefur sannast, að þó að það hafi fallið i hlut þessarar stjórnar, að fá samþykkt ný tekjuaukalög fyrir ríkissjóð, þá er það ekki hennar verk, að útgjöldin eru nú svo há, að nauðsyn er á þessu. Þetta er annarsvegar afleiðing verð- bólgunnar, hinsvegar ýmiskon ar nytsemdar löggjafar, sem sett hefur verið _síðustu árin, en befur þann galla með sín- um kostum, að fjármuni verð- ur að gjalda til að framkvæma hana. Þó að ríkistjórnin hafi beitt sjer fyrir nokkrum sparnaði á sumum útgjöldum fjárlag- anna frá því áður var, þá er nú engu að síður meira veitt til verklegra framkvæmda en nokkru sinni áður. „Er þaö hœkkunartíllaga?“ Það hefúr sannast, að þó að Socialistaflokkurinn ávíti stjórnina fyrir of háa skatta, þá hefur enginn flokkur nokkru sinni í sögu landsins gengið lengra í útgjaldakröf- um en þessi flokkur hefur gert á þessu þingi. Þegar formaður flokksins kom inn i alþingissalinn eitt sinn meðan á atkvæðagreiðsl- unni stóð og vissi ekki um hvað verið var að greiða at- - kvæði, þá spurði hann upp yfir alla: „Er það hækkunartilíaga?“. Þegar því var svarað ját- andi, þá greiddi hann henni | atkvæði, án- þess . að vita um ; hvað hún vár. Þarna er ■' stefnu flokksins rjett lýst. Flokkurínn hefur vérið méð hverri einustu hækkunartil Ræða Bjarna Benedikts- sonar við eldhús- umræðurnar lögu og á móti hverri einustu lækkunartillögu annari en að lækka framlag til Elliheimilis-; ins Grundar hjer í Reykjavík. Af einhverri óskiljanlegri á- j stæðu var það eina málið, fyr- ] irgreiðslan fyrir gamla fólk- J inu, sem Socialistaflokkurinn vildi ekki styðja heldur greiddi atkvæði á móti. Ætla aö beita ólögmœlum ráöum Ferill Socialistaflokksins í þessum umræðum og afskipt- um af málefnum þingsins, er með þeim hætti, að einsdæmi er. Út yfir tekur þó, að flokk- urinn hyggst nú, eftir að hann hefur orðið undir í rök- ræðum og atkvæðum á Al- þingi, að reyna að beita áhrif- um sínum í verkalýðsfjelögum landsins til að brjóta á bak aftur nauðsynlega skattalög- gjöf, sem Alþingi hefur sett á lögmætan hátt. Almenningur rwöur Það hefur verið sagt, að kommúnistar rjeðu yfir verka- lýðshreyfingunni á Islandi og þess vegna væri nauðsynlegt að semja við þá. Þetta er ekki nema að litlu leyti rjett. Sem betur fer þá er það enn al- menningur sem úrslitaráðin hefur. 1 frjálsu þjóðskipulagi ráða verkamenn fjelögum sínum gagnstætt því þar sem komm- únisminn hefur náð öllum völdum í ríkinu. Það er að vísu rjett, að kommúnistar geta efnt til verkfalla og mis- beitt aðstöðu sinni í verklýðs- fjelögunum á pólitiskan hátt a.m.k. um sinn. En þeir geta þetta ekki til lerígdar nema þeir fái til þess fvlgi almenn- ings. Hruniö bíöur kommúnista Nú er að því komið, að al- menningur verður að vakna til vitundar um skemmdar- starfsemi kommúnista. Komm únistar ætla nú að misbeita trúnaðarstöðum sínum i verka lýðsfjelögunum til að brjóta á móti lögmætum fyrirmælum Alþingis Islendinga. Ef almenningur lætur nota fjelagsskap sinn til slíkra ó- þurftarverka, gerist hann eigin böðull. Málin hafa nú verið skýrð og glögglega lögð fyrir almenn ing þessa lands. Blekkingar kommúnista eru sundurtættar. Þeim sem á þær trúa er því engin vork- unn lengur og mun svo reyn- ast, að þeir eru færri en komm únistqr hefðu kosið. Islenska þjóðin fylkir nú liði til þésS að halda í heiðri lög- um og lýðræði þessa lands. —- Þess vegna er dómurinn kVeð- inn upp yfir kommúnistum.! Það er flokkur þeirra, sem bíður hruns og launaðir eidnd- rekar þeirra, sem bíða at- vinnuleysis. Það er þess vegná, sem nú lætur svo ámátlega í þeim. En íslenska þjóðin læt- ur þau óp ekki trufla sig held- ur sækir einhuga fram til betri tíma. Ríkisráðsfundur sfaðfestir fjáriögin Á RÍKISRÁÐSFUNDI sem haldinn var 1. maí 1947, stað- festu handhafar valds forseta Islands, samkv. 8. gr. stjórnar skrárinnar, forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstarjettar fimm eftir greind lög’: 1. Fjárlög fyrir árið 1947. 2. Lög um breyting á raf- orkulögum nr. 12, 2. apríl 1946. 3. Lög um heimild fyrir rík isstjórnina til að selja Dal víkurhr. jörðina Böggvis- staði. 4. Lög um heimild fyrir rík isstjórnina til að selja Ó1 afsfjarðarkaupstað jörð- ina Hringverskot í Ólafs- firði. 5. Lög um skipulag og hýs- ingu prestssétra. it- og ialsíma- samband tekið upp Berlín í gærkvöldi. Opinberlega var tilkynnt hjer í Berlín i dag, að sam- komulag hefði náðst um að opna rit- og talsímasamband á ný milli breskbandarísku her námssvæðanna í Þýskalandi og Danmerkur, Luxemburg, Sví- þjóðar, Noregs, Tjekkóslóvakíu Svisslands og Frakklands. Aðeins þeir Þjóðverjar, sem standa í beinu sambandi við efnahagslega endurreisn Þýska lands, fá að senda símskeyti og hringja til annara landa. -— Reuter. GARÐYRKJA Matjurtir og hætiefni LE CAPITAN • GAMLA BlÓ sýnir um þess ar mundir franska kvikmynd, sem nefnist Le Capitan og ger ist á öndverðmn stjórnarárum Lúðvígs XIII. og fjallar um einn hraustan riddara, ástir og baktjaldamakk fyrir auði og völdum. Þeir, sem gaman hafa af fjör ugum og spennandi kvikmynd um, skilmingum og eltingar- leikum munu hafa ánægju ag þessari löngu kvikmynd, sem er í tvfeimur kÖflum og stend ur yffr í 3 klukkustundir, Danskúf téVti er tneð mynd- inni. » Eftir Ragnar Ásgeirsson. VORIÐ ER KOMIÐ og vor- hugurinn er farinn að gera vart við sig — Það er svo margt sem ræktunarmaðurinn þarf að athuga og undirbúa fyrir sumarið. Fyrirhyggja hefur alltaf verið talin til hinna fornu dygða og er i góðu gildi enn, þó sumar þeirra hafi verið mikilsmetnar und- anfarin veltuár. En sólin er nú óðum að hækka á lofti og ylja jörðina og marga kitlar i lóf- ana af löngun yfir að fara að fást við moldarverkin, rækt- unarstörfin. En er nokkur ástæða til að fara að hreyfa sig frekar nú en áður í þessu efni? Mjer sýnist vera fullkomin ástæða til þess. Alþýða rnanna er nú farin . að skilja glöggt live nauðsynlegt það er ungum og gömlum að hafa holla og góða — og fjölbreytta fæðu. Það hefur verið kvartað árum saman yfir að innflutningur skuli ekki vera leyfður nægi- legur hvað suðræna ávexti snertir — og því máli verið þokað svo áfram að þingsálykt unartillaga hefur verið sam- þykkt á Alþingi um nauðsyn á innflutningi þeirra. Lækn- arnir hafa skýrt frá þeirri lífs- nauðsyn sem bætiefni eru okkur mannfólki ■— og þau eru m.a. í ríkum mæli í um- ræddum aldinum. Enginn lít- ur á þau sem lúxus og er nær sanni að telja þau til lífsnauð- synja. En það er nú einu sinni þannig að samþykktir eru ekki alltaf fullnægjandi í mál- unum — og hjer þarf líka er- lendan gjaldeyri, og lands- menn heimta að ávextir sjeu keyptir og hann höfum við af skornum skammti, svo skorn- um að bjartsýni þarf til að halda að aldinin muni verða nóg á boðstóhun hjá okkur á þessu ári. Það er fullt útlit j fyrir að færri en vilja fái I þessa vöru á næstunni og því rjett að reyna aðrar leiðir sem færar eru í þessu máli. Það hefur verið bent á, af þeim sem á sínum tima neit- uðu um innflutning á ávöxt- um að í hrognum væri svo mikil bætiefni að þau ættu að vera „sítrónur" okkar Islend- inga. Það er að vísu satt að þau eru góð og bætiefnarík, en þó þýðir ekki að vísa öllum við sjó og sveit á hrognin. Það er erfiðara að geyma þau ó- skemmd en ávextina — og er það engin móðgun við hrogn- in þó þau sjeu ekki talin jafn- góð og hressandi sem hinir suð rænu ávextir. En það er til leið, sem öll- um er fær, til að útvega sjer ljúffenga, bætiefnaríka fæðu, sem óhikað má jvísa fólki á: Að rækta matjurtir sem þola veðurfarið islenska — og að neyta þeirra. Sje það gert svo að í lagi sje, þurfa engin vand- ræði að verða þó þina erfendu ávexti vanti. 'AIlir sem háfa eitthvað lært í bætiefnafraAi vita að bætiefnin myndast í grænum blöðum jurjanna fyr- ir áhrif sólargeislanna á þau. Þess vegna er rjett að telja jurtirnar nokkurskonar bæti- efnaverksmiðjur — og allt sem lífi lifir, jafnt dýr og menn, fær þessi aýrmætu efni, sem ekki verður lifað án til lengdar frá þeim. — Þess vegna er það -rjett að nefna hollar og vel ræktaðar mat- jurtir „undirstöðufæðu“, því án nægilegra hætiefna fá menn ekki heilsu haldið, enda þótt þeir hafi nóg af öllu öðru, sem til lífsins þarf. Meðan menn vissu ekkert um bæti- efni og fæðan var metin mest eftir eggjahvitu, fitu- og kol- vetnainnihaldi fæðitegund- ánna, var grænmetið ekki met ið bátt og oft nefnt „ljettmeti". Má með sanni segja að hlutir þess hafi hækkað um helming eða meira, síðan bætiefnin og áhrif þeirra á heilsufar manna og dýra voru kunn. Þess vegna eiga allir sem einhver tök hafa á — og ráða yfir þó ekki sje nema örlitlu landi að rækta matjurtir, sjer og sínum til heilsuverndar og hagsbótar. Ekki einasta það er hollt að neyta þeirra — held- ur hefur vinnan, útiveran, við ræktunina orðið fjölda mörg- um til heilsubótar. Og enda þótt mikið sje rætt nu á dög- um um stórvirka tækni við ræktun á víðáttumiklum svæð um, þá hefur ræktun heimiU anna stórkostlega þjóðhagslega þýðingu, þó hver einstakur blettur sje allt að því hlægi- lega smár. En hve mikla og verðmæta uppskeru má fá af litlum garði, vita þeir best sem reynt hafa og hirt um garðinn með alúð. Hvert heim ili sinn litla garð — ætti að vera kjörorðið. Þó landið okkar sje norð- j lægt og kalt, er svo fyrir að ' þakka að ýmsar matjurtir þríf | ast hjer ágætléga og sumar ná : ekki minni þroska hjer en í j heitari löndum. Jurtir vinna , ekki efni úr loftinu nema í. I birtu, eins og kunnugt er ,— ^en þegar sólargangur er lengst I ur hjer og auk þess nógu hlýtt, ' vaxa þær allan sólarhringinn | og er það skýringin á að sum- ar tegundir þurfa hjer skemmri tíma til þroska, en sumar þar sem nóttin er dimmari. Auk þess hentar hin rakasama veðrátta Suðurlands ýmsum tegundum matjurta einkar vel, t.d. blómkálinrf. Allir þéir, sem ráða yfir einhverjum bletti ættu að nota hann til matjurtaræktunar í sumar, sjer og sínum til heilsu og hagsbóta. Það er munur að taka hjá sjálfum sjer nýjar og óskemmdar matjurtir eða verða að kaupa þær að dýru verði og ekki alltaf eins vel með farnar og æskilegt er. Þetta suinar ætti að verða garðy'rkjusumar. LONDON: — Bevin utanrík- ismálaráðherra, hefir boðið Sforza greifa, utanríkisráð- herra Ítalíu, að koma til Bret- lands, til viðræðna við stjórn- arvaldin þar um ýmislegt, sém viðkemur hagsmunum beggja landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.