Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. maí 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Sundfjeiagið Ægir tuttugu ára FYRIR TUTTUGU árum, 1. mai 1927, komu 12 áhuga- samir sundmenn og unnendur sundíþróttarinnar saman og stofnuðu með sjer fjelag — -Sundfjelagið Ægir — er skyldi yinna að eflingu og framgangi þessarar nytsömu íþróttar. — Aðalhvatamenn að stofrítm fjelagsins voru þeir Jón Pálsson, sundkennari, Jón D. Jónsson, sundkennari og Eiríkur Magnús- son, bókbindari. Fyrsti formaðm- fjelagsins yar Eiríkur Magnússon og var 'það óslitið í nær 15 ár, en sið- an "hefur Þórður Guðmunds- gon verið formaður fjelagsins. Þótt fjelagið væri fámennt í fyrstu, bættust þvi fljótt aukn ir kraftar og betri árangur Ráðist í sundi, en þekkst hafði til þessa. Var það skiljanlega mikið að þakka hinum reynda bg góða þjálfara fjelagsins, Jóni Pálssyni, sem var aðal- kennari þess 15 fyrstu árin. Aðstaða til sundæfinga og keppni var fyrst framan af mjög erfið. Fram til ársins '1934 varð að keppa í sjónum Og var það gert út við Örfiris- ey. Árið- 1935 fór meistara- mótið fram á Akureyri, en næstu tvö árin að Álafossi. Síðan hafa þau öll farið fram í sundhöllinni í Reykjavík. Er Jón Pálsson Ijet af kennslu hjá fjelaginu 1941 yar Jón D. Jónsson ráðinn að- alkennari fjelagsins, en auk þess hafa kennt hjá fjelaginu Einar Kristjánsson, Ingi Sveinsson og Sigríður Einars- dóttir. Ægir hefur, síðan fjelagið var stofnað, borið ægishjálm yfir önnur sundfjelög og hef- ur haft á að skip flestum af bestu sundmönnum landsins, þótt hin síðari ár sjeu önnur fjelög farin að veiía því harða keppni. — Um yfirburði Ægis nægir aðeins að minna á það, að fjelagið á nú 21 Is- landsmet af þeim 37, sem stað fest hafa verið. Stjórn Ægis er nú þannig skipuð: Þórður Guðmundsson, formaður; Jón Ingimarsson, varaformaður; Theodór Guð- mundsson, gjaldkeri; Helgi Sigurgeirsson, ritari; Guð- mundur Jónsson, fjehirðir; Hörður Jóhannesson, vararit- ari og Ari Guðmundsson, með stjórnandi. 1 tilefni afmælisins gefur Ægir út myndarlegt blað. Þar er m.a. ávarp til fjelagsins frá forseta I . S. 1., þættir úr starfs sögu fjelagsins síðustu fimm árin. Jón Pálsson ritar grein ÞórSur Guömundsson núverandi formaður Ægis. er hann nefnir „Fegurð sund- stílsins“. Þá er- „Gazelludreng urinn“, eftir Úlfar Þórðarson, læknir-, ,.Hlutverk dýfing- anna“, eftir Einar Kristjáns- son, „Fjelagshyggja“ eftir Jón D. Jónsson, grínkvæði um gamla Jjelaga, „20 ára unglingur", eftir Pjetur Jóns- son, „Sundiðkanir“, efíir Ara Guðmundsson, „Ur Ægis-för- inni 1944“, eftir Jcn Ingi- marsson, „Endurminningar um Ægi“ eftir Jón I. Guð- mundsson og fleira. Blaðið er prýtt fjölda mynda. Ægir mirmtist afmælis sins með hófi í Tjarnarcafé sJ. fimtudag. Voru þar nokkrir fjelagsmenn heiðraðir fyrir vel unnin störf og afrek. Var hófið hið ánægjulegasta. Sundfjelagið Ægir hefur I unnið mikið og gott starf í I þágu þessa bæjaj og sund- menntar landsmanna yfirleitt. En fjelagið lætur hjer ekki staðar numið, heldur eflist og evkst með auknum starfs- kröftum og auknum skilningi á sundíþróttinni. — Hin fyrsta ganga þess hefur verið góð og megi þess bíða björt og gæfu- rík framtíð. — Þorhjörn. jVokkrir drengir á æfingu hjá Jóni D. fyrir 5 árum Sömu unglingar 5 áruni síSar. Ari Gúðmundsson Stendur næst kennara síuum (lengí tiF vinstri) á háðuni myndunum. Hnefaieikamynd sýnd í Tjarnarbíó á morgun Á MORGUN kl. 1,30 e. h. verður hnefaleikamynd sýnd á vegum I. S. I. í Tjarnarbíó, en mynd þessa hefir Þorsteinn Gíslason hnefaleikakennari, út- vegað. I mynd þessari eru sýndir flestir frægustu hnefaleikarar, sem uppi hafa verið, í keppni.1 Nægir í því sambandi að nefna ( Dempsey, Tunney, Carpentier, Schmeling, Firpo, Sharkey, I Max Baer, Billy Conn og Joe Louis, auk fleiri færustu hnefa- leikara heimsins. Það tekur rúman klukkutíma að sýna myndina, og er enginn vafi á því, að hún verður til mikillar ánægju fyrir unnendur hnefaleikanna. Snorra-nefndar- Á miðvikudagsskvöldið fór fram handknattleikskeppni milli KR og Hauka í íþrótta- húrinu við Hálogaland. Urslit urðu þau, að í meist- araflokki karla unnu Haukar KR með 18:14, en í meistara- flokki kvenna vann KR með 9: 3. I 1. fl. karla unnu Haukar með 11:5, en KR í öðrum og þriðja flokki með 11:4 og 6:4. Leikurinn í meistaraflokki karla var mjög tvísýnn og spennandi. Haukar bjujuðu á mikilli sókn og um tíma stóðu leikar 9:1, en þó fóru KRingar að sækja á og komst markatal- an í 14:13, en undir lokin náðu Haukar aftur yfirhönd í leikn- um, og lauk honum með 18:14, eins og fyr segir. I öðrum og þriðja flokki (B- lið) og fyrsta flokki kvenna, háði KR aukaleiki yið.,Ármann:. Vann Ármann þá leiki. í 1. fl. ípeð.e:!,. í 2. b.,.jp#g,.S,;5 gg.:3,.þ,: méð 7:5. mennirmr TVEIR MENN úr Snorra- nefndinni norsku, þeir Hákon Shetelig prófessor og Hákon Harme cand phil. eru komnir hingað til lands, en eins og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu koma þeir hingað til að undirbúa frá Norðmanna hálfu Snorrahátíðina í Reyk- holti, sem halda á í sumar, þegar likneski Snorra, sem Norðmenn gefa hingað verður afhjúpað. Hefir áður verið skýrt ítar lega frá þessu í frjettum blaðs ins. 4 Snorra-nefndármennirnir munu dvelja hjer í tvær til þrjór vikur að þessu sinni. íslensku rilsfjórarnir komnir til Stokkh. Stokkhólmi, miðvikudag. VIÐ komum til Stokkhólms á þriðjudag eftir 600 kílómetra ánægjulega og lærdómsríka bíl ferð um Vermaland. Á miðvikudaginn skoðuðum við merkisstaði og menningar- stofnanir í Uppsölum og Upp- salahauga. Tókum síðan þátt í Valborgarmessuhátíð stúdent- anna, þar sem menntaæska há- skólabæjarins fagnar vori. I kvöld sitjum við veislu, er utanríkisráðuneyticF heldur. Hefir ferðin öll gengið mjög að óskum. V. St. Franskir læknar mót- mæla bílaúthlutun Paris i gærkvöldi. FRANSKIR læknar gerðu í dag mólamynda-verkfall, til að mótmæla þvi, hvernig bifreið ! um og hjólbörðum er úthlutað til læknastjettarinnar. Fvrir um mánuði siðan settu lækn- arnir fram mótmæli sin, með því að fara í kröfugöngu um stræti Parisar. Verkfall þeirra í dag kom fram i þvi, að þeir neituðu að pndirrita o|)inber skjöl, en tals ipenn þeirra sögðií hlaðámönn inn, að dteknarnh’ , ,hefðu als ékki í hyggju að láta kröfur svnár hitna á sjúklingum. Braskið hans Aka NOKKRAR umræður urðu i gær i N.d. um frv. um breyt- ingu á sildarniðursuðuverk- smiðju rikisins. Fer frv. fram á að rekstur verksmiðjunnar verði einfald- ari og ódýrari í framkvænid með því að fela • stjórn S.R. rekstur hennar. Við það tækifæri flutti Áki Jakobsson meir en felukkutíma ræðu um alla heima og geyina, én kom lítið nólægt efni frum- varpsins. * Að lokum spurði hann samt með nokkrum- þjósti, hvað stjórnin ætlaði sjer fyrir með frumvarpi þessu. Væri mein- ingfn, að stöðva þennar."iðnað? Jóhann Þ. Jósefsson fjármála ráðherra varð fyrir svörum. Kvað hann Áka' ekkert þurfa að óttast, aÁ þaðYorveldaði þess ar frámkvæmdir þótt stjórn síldarverksmiðjanna yrði falin byggingin og reksturinn. Það færi fyrst og fremst eft - ir. því hvemig tækist að út- vega fje til þessara fram- kvæmda. Þegar hann (Áki) var ráð- herra hefði hann hrúgað upp allskonar stjórnum og nefnd- um, sent menn iit í lönd til, að kaupa vjelar o. s. frv., en van- rækt í einu og öllu að sjá fyrir fjárhagshlið þessara mála. Þegar núv. stjórn tekur við þessum mólum, er Áki búinn að kaupa lóðir, panta vjelar utan úr heimi, stofna stjórnir, sem auðvitað eru allar á full- rnn launum, en hvergi er sjeð fyrir fje! Þessi vanræksla Áka hefur ekki þokað málunum á- fram, heldur beinlínis torveld að þau. Það er allt annað að útvega lán nú en áður var. Ráðherra benti einnig ó að Áki hefði einungis haft sjér til hliðsjónar bóklærða menn, en ekki tekið neitt tillit til þeirra manna, er reynslu höfðu i þessum efnum. Umræðum var frestað. Timmssniiði: Frv. um breytingu á lögum um tunnusmíði (að síldarút- vegsnefnd hafi yfirstjórn tunnuverksmiðja rikisins) var afgr, sem lög. Urðu all-langar umræður milli Áka og Finns Jónssonár i vikunni um þessi mSl. Upplýsti Finnur margt furðu legt úr ráðherratíð Áka, er hann var að braska með þessi mál upp á eigin spýtur, m.a. að Góttfredsen, er var gerður landrækur, hafi verið sjerstak ur sendimaður Áka í Bretlandi Var sent tilboð hingað um gjarðajárn, sem síðar kom í ljós að ekki var til. 1 Sviþjóð hafði einn af sendi mönnum Áka* samið um kanp á tunnum, sem voru ónothæf- ar, en fyrir sjerstaka heppni var hægt að koma i veg fyrir kaupin. Ennfremur hafði, fyr ir tilstilli Áka verið samið um kaup á tunnuefni með þeim fáheyrðu skilmálum að Islend ingar áttu að borga efnið hvort sem útflutningsleyfi fyrir því fjekkst eða ekki. J iiiiiiimimiiiiMimiiMMUMiiiiMiiiiminiiiinin mmiMii | Bílamiðlunin | I Bankastræti 7. Sími 6063 | i er miðstöð bifreiðakauiáa. ? iiiiiiiiminiiiiiii ii iii 11111111111111111111111111 iiiiiiii(irin)<M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.