Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. maí 1947 MOHUUNBLAÐIÐ 9 Sjeð með Efnaieg I s.l. ■ janúarmánuði flutti Kaj Langvad verkfræðingur, sem Reykvíkingum er kunn- ugur frá hitaveitunni, fyrir- lestur í Handels- Kontorist.for- eningen í Kaupmannahöfn um atvinnumál og stjórnmál ís- lands á ófriðarárunum. Enda þótt meginhlutinn af því, sem Langvad verkfræðingur tekur fram í fyrirlestri sínum sje kunnugur lesendum blaðsins, þá hefir hann þar gert svo glögt yfirlit yfir framvindu málanna hjer á landi, að ástæða þykir til, að birta meginkafla úr þessum fyrirlestri hans. Hann getur þess, að almenn- ingur í Danmörku hafi alltaf gefið íslenskum málum yfirleitt of lítinn gaum. Og svo hafi það ekki síður verið meðal annara þjóða, þó einstakir menn hjer og þar hafi fylgt íslenskum málum með athygli. En á stríðs árunum, segir hann, hefir áhugi manna fyrir íslandi víða um heim farið vaxandi. Þá gerir hann grein fyrir mannfjölda hjer á landi, og hvernig landið er bygt. % Islendinga býr í kaupstöðum Af 130 þúsund íbúum lands- ins býr helmingurinn í suðvest ur hluta þess, 14 þúsund á Vest fjörðum, 11 þús. i umhverfi Eyjafjarðar og á Siglufirði. — Hann telur íbúa Reykjavíkur 48 þúsund, þótt nú sjeu þeir orðnir 51 þúsund, en þá reikn- ar hann, að hjer sjeu 37% af íbúum landsins. I 20 kaupstöð- um, að meðtalinni Reykjavík, býr 55% af þjóðinni, en þegar talin eru kauptún með, sem hafa yfir 300 íbúa, þá verður íbúatala kaupstaða og kaup- túna alls % þjóðarinnar. 1914 var íbúatalan alls í land inu 90 þúsund. Þá bjuggu í Reylíjavík 14 þúsund, þ. e. a. s. J 15%. En alls voru þá í kaup- stöðum og kauptúnum 35 þús., eða 39% allrar þjóðarinnar. -— Þessi mikla breyting á bygð landsins stafar, segir hann, af gagngerðum breytingum á at- viunulífinu. Þjóðin lifði áður, að mestu leyti, á landbúnaði og komst af með lítinn útflutning. En nú eru fiskiveiðarnar orðnar aðal- atvinnuvegurinn með miklum útflutningi og samsvarandi iðn- aði. Þessi straumhvörf gerðust aðallega á árunum 1914—1939. Kreppan 1939. Árið 1939 var mikil kreppa á Islandi og hafði verið í nokk- ur ár. Utflutnín.gur landsmanna fyrir stríðið var saltfiskur, nýr fiskur, saltsíld, síldarolía, síld- armjöl, meðalalýsi og fisknið- ursuðuvörur, svo og nokkrar landbúnaðarafurðír, saltað og frosið þindakjöt og ull. Utflutningurinn er því fyrst og fremst matvörur. En verð- lagið á þeim vörum hafði lækk- að mjög á heimsmarkaðinum á kreppuárunum 1930-—1933. — Spánska borgarastyrjöldin bætt ist svo við erfiðleika Islendinga. Hún eyðilagði sáítfiskmarkað- inn þar, alt frá árinu 1936. — gestsaugum: afknmá JsEefidinga styrjaldarár Eftir Kaj Langvad verkfræðing Fyrsta grein Helsti útflutningur íslendinga á árunum fyrir stríð var því síld arafurðir, einkum til Svíþjóðar, síldarlýsi og síldarmjöl og nýr fiskur, einkum til Þýskalands og svo meðalalýsi. Nauðsynlegt hafði verið að skera niður inn- flutning allra vörutegunda mjög mikið og það var erfitt að halda nokkurn veginn hag- stæðum verslunarjöfnuði. Sein- ustu árin fyrir stríðið var greiðsluhallinn við útlönd 10 —12 milj. kr. á ári. Rl'kiar verklegar framkvasmdir Þrátt fyrir þessa 'erfiðleika hafði íslenska þjó,ðin unnið af miklum dugnaði að verklegum framförum í landinu, en orðið að taka til þess erlend lán að miklu leyti. Á árunum 1935— 1937 bygði Reykjavík mikið orkuver fyrir bæinn og ná - grenni hans. Orkuverið við Ljósafoss er með 12 þús. hest- öflum. Lán fekkst í þetta Tyrir tæki hja^sænskum. og dönskum bönkurn. Norskir verkfræðing- j ar höfðu gert áætlunina, og frá Svíum komu vjelarnar. Dansk- ir verkfræðingar stóðu fyrir verkinu. Á árunum 1938—’39 bygðu Akurevringar aflstöð við Laxá, með 2 þús. hestöflum, en fengu j til þess lán frá dönskum banka. Og það voru danskir verkfræð- in',,ar. sem gerðu áætluriina og I tstoðu fyrir verkinu. Vjelarnar liomu frá Noregi og Danmörku. 1 Bygðar voru á þessum árúm nokkrar nýtísku síldarverk- smiðjur og hraðfrystihús. Auk bess var haldið áfram vega- lagningum og brúa- og hafn- argerðum. Er ekki hægt að segja annað, en að Islendingar á þessum ár- um hafi gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að koma verk. legum framkvæmdum sínum á sama stig og annara Norður- landaþjóða. En það var erfitt, einkum vegna þess. að lán þurfti að taka til framkvæmd- anna, er tekin voru einkum á Norðurlöndum. Þá nefnir höfundur hitaveit- una, að byrjað var á því að fá lán til hennar árið 1937, og hvaða erfiðleikar urðu á því verki og tafir. Vinnulaun voru lág. Vorið 1939. segir höfundur, töldu Islendingar sig nauð- beygða til þess að lækka krónu sína um 17%, þannig. að ísl. króna jafngilti 83 dönskum aurum. Þetta var gert til þess að hjálpa útflutningnum, . en samtímis hækkaði framfærslu- kostnaðurinn. Vinnulaunin voru á árinu ’39 fyrir ófaglæró'a verkamenn kr. 1,20, en hina 1,45, fyrir iðn- aðarmenn 1,90 kr. þ. e. a. s. mjög lág. Framfærslukostnað- ur var mun hærri en í Dan- mörkú'. Svo ekki varð hjá því komist að almenriirigúr liíði yið þröngan kost. Skuldaþyrði.ríkis ,og. bæjarfjelága við útlörid var tilfinnanleg, en innlent fjár- magn mjög af skornum skamti. Alt þetta gerbreyttist á stríðs árunum. Undir eins og stríð- ið hafði brotist út, varð mikil eftirspurn eftir afurðum lands- ins. Halli á vöruskiftareikningi við Þjóðverja jafnaðist strax. En er bandamenn hertu á hafn banni Þýskalands í nóvember j 1939, stöðvuðust vörusending- i ar þangað. En nú gátu Englend ingar keypt allar sjávarafurð- ! irnar. Verðlagið fór hækkandi. — Aftur á móti var það takmark- 1 að, hve mikið Bretar gátu selt! til Islands. Þess vegna þar það nauðsynlegt að fá innflutnings- vörur, ekki aðeins frá Norður- löndum, heldur einnig frá Ame ríku. Nokkur af skipum Eim- skipafjelags íslands urðu því sett í ferðir til New York. En þá var það fljótt erfiðleikurn bundið, að fá nægilegan amer- ískan gjaldeyri. Hernámið. Þann 9. apríl stöðvaðist allt samband við meginland Evrópu. Þ. 10. maí s. á. hernámu Eng lendingar ísland, og í júlí árið 1941 kom amerísk herlið til landsins. Ilernám þessi gerðu það að verkum, að fjármála- og at- vinnulíf íslands tók fullkomn- um stakkaskiftum. Geysimikil eftirspurn var eftir vinnuafli við allskopar byggingar, flug- vallagerð og herbúðir. — Og margir fengu atvinnu á öðrum sviðum vegna herliðsins, sem var í landinu. Hin mikla setuliðsvinna hjelt *fram, þangað til á árinu ’43, en þá var talið að í landinu væ,-i um 100 þúsund hermenn. Það var ekki fyr en á árinu 1944, að herliðinu fór aftur að fækka. Samtímis með að amer- %ka herliðið kofn til landsins í júlí 1941, var gerður verslunar oy borgunarsamningur við Bandaríkin. Eftir honum átti nokkuð af framleiðslu íslands, sem selt var til Englands að hn’-rrast í dollurum. og Banda- r?vin skyldu leigja íslendinyum vöruflutningaskip. Alt skyldi þetta gert samkvæmt láns- og leigulögunum. Ytkur strevma til Landsins. Frá því í desemher 1941 rtrejmidu vörur til íslands frá Ameríku, og hjelt það áfram öll stríðsárin. Aldrei hafa ver- ’ð eins miklar vörubirgðir á %slandi, eins og á þessum árum. Þsr vantaði ekkert til daglegra þarfa. Það voru ekki aðeins n^vsluvörur, heldur byggingar- vörur, vielar og efnivörur til i*haðarins, sem komu að vest- an. 9 Frá því á árinu 1942 hefur verið bygt mjög mikið af íbúð- arhúsum í laridinu. Og iðnaðar- og.; önnur framleiðslufyrirtæki á öRum syiðum hafa verið pfld, Orkuver Reykjavíkur yar stækkað úr 12 þúsurid hest- öflum í 20 þúsund hestöfl. —• Orkuverk Akureyrar úr 2 í 6 þúsund hestöfl. Bygt hefir vei.ið orkuver fyrir Siglufjörð með 2,400 hestöfl. Á að stækka það í 5 þús. hestöfl. Auk þess hafa verið bygðar 2 nýjar síldar- verksmiðjur. Á árunum 1945—1947 hefur verið bygt orkuver á Vestfjörð- um með 5.500 hestöflum.__Þá var lokið við hitaveituna í Rvík árið 1943. Bygð hafa verið hrað frystihús fyrir fisk og kjöt, víðs vegar i kaupstöðunum alls 70 talsins. Frá þessum húsum kemur hraðfrýstur fiskur í pökkum, sem er mjög verðmæt útflutningsvara. Frystihúsin geta samtals tekið við 40—50 þúsund tonnum af frosnum fiski. Vega- og brúagerð hefir verið aukin mjög á þessum ár- um, og til þess notaðar að nokk uru leyti amerískar vinnuvjel- ar. Herinn lagði nokkuð fram til vegabóta. Hraðfara fram- farir hafa átt sjer stað í land- inu, og þær halda áfram enn. Fiskiveiða- og verslunarfloti landsins varð fyrir miklu tjóni á stríðsárunum. Fyrir ,stríðið áttu íslendingar 9 skip fyrir 1000 br. tonn. En fjögur þeirra fórust af ófriðarástæðum. Auk þess fórust margir togarar og minni fiskiskip. En strax á árinu 1944 voru pantaðir 50 fiskibátar i Svíþjóð, sem nú eru að mestu leyti fu'll- gerðir og 30 átti að byggja í landinu. Síðan voru keypir nokkrir fiskibátar í Danmörku. Þá voru pantaðir 32 togarar í EnglandiT og mun það vera stærsta togarapöntun, sem nokk ur þjóð hefir gert á friðartím- um. I Danmörku er verið að byggja 4 flutninga- og far- þegaskip fyrir samgöngur milli Islands og annara landa, og 2 strandferðaskip. Þegar öll þessi skip eru komin í notkun, eiga Islendingar mjög góðan versl- unar- og fiskiskipaflota, af ný- tísku gerð. Dýrtíðarmálin. Síðan víkur höfundur að því, hve allt hefir stigið hröðum skrefum á fjármálasviðinu á undanförnum árum. Dýrtiðar- vísitalan, miðuð - við sumarið 1939 var, segir hann, í desem- ber 306. Tvisvar sinnum hefir verið reynt að stöðva hækkun dýrtiðarinnar, en árangurslaust. Fyrsta skipti á árinu 1942, með því að festa vinnulaunin, en annað skipti var það 1943—’4Í, þegar tekið var upp að greiða niður verðið á landbúnaðaraf- urðunum, sem notaðar eru inn- anlands. Verkakaup og laun, hækka hlutfallslega við vísitöluna, seg- ir hann, en auk þess hafa_grunn laun bæði fyrir verkafólk skrif- stofufólk og embættis- og starfs menn, hækkað mjög mikið, frá 50—100% á þessum árum. LONDON: — Nokkrar stofn anjr í Bretlandi .hafa tekið sig samai) og hyggjast reisa minn- ismerki yfir börn ,þau. sem fór ust í styrjöldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.