Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 8
8 M ORGUNBl ABii) Laugardagur 3. maí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sígfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. li,00 utanlands. ___ W f lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fíílslegar aðfarir ÞAÐ ER vissulega tími til kominn fyrir verkamenn Jandsins, að þeir í fylstu alvöru íhugi hvert stefnir í hags- muna- og velferðarmálum þeirra, fyrir atgerðir pólitískra æsingjaseggja kommúnista, sem illu heilli hafa náð tök- um á verklýðsfjelögunum og fara með æðstu völdin þar. Nú eru kommúnistar í óða önn að undirbúa kaupdeilur og verkföll, í því skyni að knýja fram nýjar grunnkaups- hækkanir. Er Dagsbrún, fjölmennasta verklýðsfjelagi landsins ætlað að ríða þar á vaðið. Kommúnistar fara ekki dult með, að ástæðan fyrir þess- ari herferð gegn atvinnuvegunum sje hinir nýju bráða- birgðatollar, sem Alþingi samþykti á dögunum. Þar með játa þeir beinlínis, að hjer sje ekki um að ræða verklýðs- mál í eiginlegum skilningi, heldur eigi að nota það vald, sem kommúnistar hafa í verklýðsfjelögunum, til þess að brjóta á bak aftur ákvörðun, sem Alþingi hefir tekið á full- komlega löglegan og stjórnskipulegan hátt. Með öðrum orðum: Hjer er í undirbúningi skipulögð herferð gegn sjálfu þjóðskipulaginu. Þarf ekki orðum að því að eyða, hvaða afleiðingar slíkt framferði hefði fyrir okkar unga og óreynda lýðveldi. ★ Foringjum kommúnista er ljóst, að í stjórnmálunum hafa þeir haldið þannig á spilunum, að þeir hafa gert flokk sinn áhrifalausan á Alþingi og í stjórn landsins. Á liðnum tveim árum bar flokkur þeirra gæfu til að vera þátttak- andi í ríkisstjórn, sem afrekaði meiru til heilla og vel- farnaðar fyrir land og þjóð en nokkur stjórn önnur. — Þetta stjórnarsamstarf rufu kommúnistar, þegar verst gegndi og svikust þar með undan skyldunni við hin góðu mál, sem stjórnin barðist fyrir. Þetta tiltæki foringja kommúnista olli að vonum mikl- um vonbrigðum og sárri gremju meðal kjósenda flokks- ins. En ekki reyndust foringjarrrir menn til að taka af- ieiðingum verka sinna. í þess stað stefna þeir nú að svo ííflslegri misbeitingu á því valdi, sem þeim er trúað fyrir í verklýðsfjelögunum, að það nálgast brjálæði. ★ Það er ástæða til að aðvara verkamenn, sem ætlunin er að tefla fram til þessa leiks. Á hvaða grundvelli á nú að reisa almennar kaupkröfur? Án efa hafa verkamenn gert sjer ljóst, hvernig ástatt er hjá atvinnuvegunum, sem þeir og þjóðin öll eiga lífsaf- komu sína undir. Þeir vita, að vegna hinnar geigvænlegu dýrtíðar í landinu, sem er orsök hins mikla framleiðslu- kostnaðar, situm við enn með óseldan állan bátafiskinn frá vertíðinni, sem ríkið hefir tekið ábyrgð á. Verðið, sem við þurfum að fá fyrir fiskinn er langt yfir heimsmarkaðs- verðið. Eina von okkar er, að geta svælt út fiskinum með því að nota síldarlýsið honum til meðgjafar. Með þessu er hugsanlegt, að ríkið geti sloppið undan ábyrgð- inni á fiskverðinu. Af þessu er ljóst, að nýjar kaupkröfur og þar með ný hækkun dýrtíðarinnar myndi leiða af sjer algera stöðvun atvinnuveganna, og þar með baka ríkissjóði útgjalda (vegna ábyrgðarinnar), sem hann með engu móti gæti undir risið. Hjer stefna kommúnistar svo fíflslega, að það er bein- línis glæpsamlegt að ætla að nota grandvaralausan verka- lýðinn til slíkra hermdarverka. ★ Verkamenn fylktu sjer um nýsköpunina. Þeir skyldu hvaða þýðingu það hafði fyrir eigin afkomu, að ný framleiðslutæki væru keypt til landsins. Foringjar kommúnista sviku nýsköpunina þegar verst gegndi, er þeir hlupu úr ríkisstjórninni. Og nú yilja þeir fá verkamenn í lið með sjer, til þess að láta knje fylgja kviði og stöðva allan atvinnurekstur í landinU. Vonandi láta verkaíhehn ekki slíkt óhappaverk henda sig, því með því gerðust þéir eigin böðlar. verfi ÚR DAGLEGA LÍFINU Lofsverð viðleitni. ÞAÐ ER ÞVÍ MIÐUR ekki oft, sem hægt er að hæla Reyk víkingum fyrir virðulega með- ferð fánans okkar. Og þess vegna þykir það í frásögur fær andi, þegar það kemur fyrir. Eins og vera bar voru fánar í hálfa stöng á hverri flaggstöng á miðvikudaginn, þegar minn- ingarathöfnin um Kristján kon ung fór fram. Og þegar minn- ingarathöfninni var lokið var fáninn dreginn að hún á flestum byggingum — og þannig á það einmitt að vera. Vitanléga er það ekki nema sjálfsagður hlutur, að þetta sje gert og ætti ekki að vera orð á því gerandi, en svona er það nú samt að-menn verða undrandi þegar rjett er með fánann far- ið vegna þess að það er sjald- gæft. Þó er rjett að geta þess, að þó nokkrir fánaeigendur höfðu flaggið í hálfa stöng langt fram á nótt. Skömm var að því. • Sofnað undir barnatíma. BÖRNUNUM VAR ekki gleymt 1. maí. Sjerstök barna- skemtun var haldin og útvarp- ið hafði barnatíma, þótt dag- inn ^æri ekki upp á sunnudag að þessu sinni. Það var fallega gert. En fullorðna fólkið hlust- ar misjafnlega vel á barna- tímana, eins og eðlilegt er. Það fór bannig fyrir mjer, að jeg sofnaði á meðan á honum stóð og dreymdi einn af þessum skrítnu draumum, sem maður botnar ekkert í. Mier þótti jeg vera kominn upp 1 útvarpssal og það væri annar í jólum. Þarna var mik- ið um dýrðir. Fult af börnum og jólasveinn einn mikill vexti stóð í miðjum barnahópnum. Sýndist mjer það fyrst vera Lárus Ingólfsson, allur úttroð- inn innan undir fötunum, en er- jeg gáði betur að var þetta alls ekki hann. heldur Þorsteinn Ö. og hann var ekki. í jólasveins- búningi heldur í rauðri rússa- úlpu og með rússastígvjel á fótunum. Það var búið að raka af honum vangaskeggið, sem hann var með þegar hann Ijek Brynjólf biskup og eftir var bara Stalin-skegg á efri vör- inni. • Svipmikla draumkonan. FYRIR FRAMAN hljóðnem- ann s.tóð kona og var að syngja Bí bí og blaka. Hún var búin eins og Pílar í kvikmyndinni eftir sögu Hemmingways, „Klukkan kallar“ og hafði hríðskotariffil um öxl. „Ekki er þetta hún Petrína?" spurði jeg einhvern sem stóð við hlið ina á mjer. „Nei, altaf eruð þið jafn heimskir. þessir Morgunblaðs- menn og lítið bókmentalegt gildi í því, sem þið talið eða skrifið. eins og hann Kristinn E. orðar það“, svaraði maður- inn. „Þessi svipmikla kona heitir Anna Pauker og er einn af helstu foringjum rúmenskra kommúnista“. Og nú sá jeg hver það var, sem svarað hafði. Það var enginn annar en hann Bryniólfur Bjarnason í fínu föt unum hans Tító marskálks og með 32 gullorður á brjóstinu fyrir utan Suvarov-orðuna með demantssverðum. Það er annars meiri vitlevs- an, sem mann getur dreymt! • Enn vantar smámynt. EN SVO VIÐ snúum okkur aftur að veruleikanum væri ekki úr vegi að orða enn einu sinni smámyntarskortinn. Þeir' fá að finna fyrir honum gjald- kerar þæjarins og afgreiðslu- fólk í verslunum. Það hefir brugðið svo einkennilega við, að eftir að smáaurarnir komu / frá Bretlandi hafa krónu og tveg^ja krónu peningarnir horf ið með öllu. Jafnvel pappírskrónkallarnir sjást ekki lengur og ætti Gut- enberg-prentsmiðjan þó að geta prentað þá, svona á milli þingtíðinda. — Einhverjir hafa verið að hvísla um, að nú væru menn farnir að safna smámynt af ótta við innköllun hinna verðhærri seðla, en varla er sanngjarnt að láta heiðarlega menn líða fyrir slíka söfnunar- tilhneigingu, þótt sönn sje. Smámyntin verður að vera í umferð hvað sem eignakönnun og i^-rköllun líður. • Falast eftir soðningu. ÞAÐ ER VÍST tilgangslaust fyrir menn að falast eftir fiski í soðið í bátunum, sem eru að koma að. Þótt ekki fáist uggi hjá fisksölunum. Þetta sá jeg v góða veðrinu á miðviku- daginn er bátarnir voru að koma að með fullfermi af þeim gula og öðru góðmeti. Við það, sem einu sinni hjet Elíasar- bryggja, lá „Þorsteinn“ og á þilfari hans var mikið af fall- egum, nýjum fiski. „Getið þið selt mjer í soðið, piltar?“ sagði maður á bryggjunni. En hann var ekki svo mikið sem virtur svars. „Þið ansið ekki svona vitleysu?“ spurði jeg einn sjó- manninn. — „Þetta er reiðar- inn“, sagði hann í lotningartón og beti á stórvaxinn og mynd- arlegan mann, sem sneri baki vio aulunum, sem voru að tefja fyrir mönnum, sem voru að vinna með asnalegum spurn- ingum. — Það þarf nú aldeilis ekki að ómaka sig við að svara svoleiðis kónum nú á tímum. ■I» .. - - .1.- .. I MEÐAL ANNARA ORDA * Robert Ley var ofdrykkjumaður DR. FELIX KERSTEN, finsk ur sálfræðingur, sem dvaldist í Þýskalandi á stríðsárunum, hefir skrifað í Sunday Express um reynslu sína, er hann var kallaður sem sálfræðilegur ráðunautur, vegna veikinda ýmis^a leiðtoga nasista. Hjer segir hann frá því, er Himmler skipaði honum að rannsaka heilsufar Roberts Ley, leiðtoga þýsku verklýðsfylkingarinnar. — Jeg hafði heyrt ýmislegt um Ley, sem gerði það að verk um. að mjer var á móti skapi að stunda hann, og fyrsta sam- tal okkar í Tiergartenstrasse staðfesti það, sem mjer hafði verið sagt. Ley var ofdrykkju- maður og vafalaust sálsjúkur. Jeg komst að því, að hann var sífullur. Ofdrykkjumaður. Hann angaði af bjór og viský en sagði mjer þó, að það eina, sem hann hefði drukkið þann daginn, væri eitt glas af mjólk. Ley var undir umsjá minni í fjórar vikur .... Hann var ölvaður hvern einasta dag. Einn daginn sagði hann við mig: „Vitið þjer, hver jeg er“. „Þjer eruð dr, Robert Ley“, svaraði, jeg. ... „Dat.t mjer ekki í hug!“ hróp aði.hann. „Þjer vitið ekki,:hver jeg í raun og verú er! Jég ér mesti framleiðsluleiðtogi heims ins. Jeg er heimsins mesti verk lýðsleiðtogi .... Heimurinn hefir aldrei átt minn jafn- ingia“. Hann þagnaði. andartak og hrópaði svo: „Jeg er mesti leið togi heimsins!“ En hvo horfði hann flóttalega í kringum sig og bætti við lágri röddu: „Hvað sagði jeg? Jeg'er aðeins annar mesti leiðtogi heimsins. Adolf Hitler er meiri maður en jeg!“ Að þessu loknu heilsaði hann að nasistasið og sagði: „Heil Hitler“ • Kona Leys. Einu sinni kynti Ley mig fyrij; konu sinni. Hún var ákaf- lega lagleg: há, smekklega klædd og ljóshærð. Ley vildi að ieg rannsakaði hana vegna þrálátra höfuðverkja .... A meðan á rannsókninni stóð, bað jeg hann að fara út úr herberginu, en hann neit- aði. Svo hann dvaldist áfram með okkur, gekk fram og aftur í herberginu og fór ókvæðisorð- um um konu sína. Við skiftum okkur ekkert af bonum, og að lokum fór hann út. Strax og hann vár farinn, sagði frú Ley við mig: „Margar konur öfundá mig, végna þjóð- fjelagsstöðu minnar. En jeg er ó'hamingjusamasta kona Þýska lands. Jeg gekk ekki að eiga mann. Jeg giftist villidýri. Framkoma hans við mig er fyr- ir neðan allar hellur. Öll orð hans eru lygar. Jeg hræðist hann. Einhvern daginn m\jn hann drepa mig.......“ Hefnigirni og hótanir. Þe^ar jeg spurði hana, hvers vegna hún færi ekki frá hon- um, svaraði hún: „Það er eng- inn hemill á hefnigirni hans. Hann mundi drepa okkur öll. Hann hefir oft hótað því“. .... Skömmu eftir að jeg hætti að stunda Ley, fór jeg til Róm. Jeg átti eftir að mæta Ley á ný. en konu hans sá jeg aldrei aftur. Hinn dularfulli dauðdagi hennar vakti geysi- mikla athygli í Berlín. Jeg var staddur hjá Himmler, þegar hrinvt var og tilkynt, að frú Ley héfoi skotið sig. Flestir trúðu þessu. Jeg ef- aðist um sannleiksgildi þess — og geri það ennþá. (í næstu grein skýrir dr. Felix Kersten frá kynnum sín- um af Ribbentrop). Ef Loftur ffetur það ekki hó hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.