Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ 'Laugardagur 3. maí 1947 Fimm mínúfna krossgálan SKYRINGAR: Lárjett: — 1 spónn — 6 eld- stæði — 8 bókstafur — 10 á- hald — 12 vatnsföllin •— 14 verslunarmál — 15 sama og 14 —-16 hár — 18 karldýrin. Lóðrjett: — 2 ástaratlot — 3 tenging — 4 leysa af hendi .— 5 róast — 7 á á Norðurlandi — 9 afkvæmi — 11 kindina — 13 væta — 16 atkvæðisorð erl. — 17 tónn. Lausn á síðustu krossgátu: Lárjett: — 1 jakki — 6 sár 8 — agn — 10 ort — 12 traktor ■— 14 aá — 15 tá — 16 ann — 18 Túngata. Lóðrjett: — 2 asna — 3 ká .— 4 krot ■— 5 matast — 7 stráka — 9 grá — 11 rot •— 13 kóng — 16 an — 17 na. Franskir sláliðnaðar menn krefjasl launahækkunar París í gærkvöldi. FRANSKIR stáliðnaðarmenn hafa nú farið að fordæmi starfs manna Renault verksmiðjanna og ákveðið að krefjast þegar í stað 10 franka launahækkunar á klukkustund á bónus þann, sem þeir fá fyrir aukna fram- leiðslu. í fjelagi stáliðnaðar- manna eru 300 þúsund verka- menn, en kommúnistar munu hafa mikil ítök í fjelaginu. Kröfur verkamanna munu .verða lagðar fyrir atvinnurek endur á morgun (laugardag). Atkvæðagreiðsla fór í dag fram meðal starfsmanna Ren- ault verksrniðjanna, og var á- kveðið að halda verkfallinu á- fram. Enda þótt um 30,000 hafi lagt niður vinnu, greiddu aðeins 20,000 aíkvæði. Sam- kvæmt rjpplýsingum verkfalls nefndarinnar, greiddu 11,354 atvkæði með áframhaldandi yerkfalli, en 8,015 á móti. — Reuter. Ungum manni tekst ú svíkja út 70 þiís. krónur KOMIST hefir upp upp ungan fjársvikara hjeðan úr bænum. Hann starfrækti ólöglegt fyrirtæki og taldi mönnum trú um að hann gæti útvegað bíla frá Englandi. Á þennan hátt tókst honum að svíka út 70 þúsund krónur. Rannsóknarlögreglan kom upp um þessi svik hans og situr hann nú í gæsluvarðhaldi hjer í bænum. — Maður þessi hefir ekki komist undir mannahendur fyrr og verður nafns hans ekki getið að sinni. Ólöglegt fyrirtæki. Fyrir nokkrum vikum síðan ákváðu þrír menn á Akureyri að stofna til fjelagsskapar um ýmiskonar atvinnu- og verslun arfyrirtæki. Skyldi eitt þeirra bera nafnið „Heildverslun Norðurlands h.f.“. Var þetta fastmælum bundið og gerðu þeir sín í milli þaraðlútandi samning, en þar var nákvæm- lega grein gerð fyrir verka- skifting, rjettindum og skyld- um stofnendanna, en ekkert var þar um höfuðstól skráð. Einn þessara manna er 19 ára gamall Reykvíkingur, sem farið hafði í verslunarindum' til Akureyrar. Var honum nú, með sjerstöku umboði, falið að fá í Reykjavík skráning fyrirtæk- isins og annast þar önnur minni háttar störf vegna þessa. Fór hann svo hingað til bæjar- ns. Að sögn hans vanst þó ekki tími til að lúka erindum þess- um. Hinsvegar telur hann að annar þeirra norðanmanna hafi haft umboð fyrir breska bif- reiðaverksmiðju og hafi verið um það rætt að nauðsyn bæri til könnunar á, hvort Reykvík- ingar myndu tilleiðanlegir að gerast væntanlegir kaupendur bifreiðanna. Nauðsynleg leyfi þarf ekki!! Auglýsti pilturinn nú, að hann gæti útvegað bifreiðar þessar og gat þess, væntanleg- um kaupendum til hægðarauka, að inriflutnings- og gjaldeyris- leyfi væru þarflaus. Fór nú svo, að færri fengu loforð um bifreiðar þessar en vildu, en með því að allt að helming and virðis bifreiðanna var krafist fyrirfram, voru fáir, sem ör- ugglega gátu tryggt sjer kaup- skap þenna, en þó voru það nokkrir og fjekk pilturinn með þeim hætti samtals 70 þúsund krónur í fýrirframgreiðslur frá hinum væntanlegu bifreiðaeig- endum, gaf hann skriflegar við urkenningar fyrir greiðslun- um í umboði hinnar óskráðu Heildverslunar Norðurlands h.f. — Hafði ráðstafað nær öllu fjenu. Fjenu ráðstafaði hann þann- ig, að hann lagði í banka kr. 224500.00, en ávísaði þó á sjötta þúsund af þeirri upp- hæð vegna daglegs kostnaðar. Sjálfur ætlaði hann að ávaxta um 40 þús. með þeim hætti að kaupa bifreið og selja hana síð ar, en afgangurinn fór í lausa- skuldir og margvíslegan rekst- urskostnað. Yoru því ekki nema tæplega 20 þúsund krónur í reiðu fje, og bifreiðin, eftir að fyrirframgreiðslunum er rann- sóknarlogreglan stöðvaði þenna unga kaupsýslumann á gróða- braut hans. Hefir mál þetta verið í rann- sókn hjer í Reykjavík að und- anförnu, en mun nú 'hafa ver- ið sent til Akureyrar. Situr pilturinn í gæsluvarðhaldi hjer í bænum. HEIMSOKN RUSSNESKRA EMBÆTTISMANNA í BRETLANDI LOKIÐ LONDON: — Fimtán rúss- neskir embættismenn, sem hafa verið á kynnisför í Bret- landi, eru nú farnir heim. Er þeir lögðu af stað, voru 15 Bret ar, er giftir eru rússneskum konum, sem enn hafa ekki feng ið fararleyfi frá Rússlandi, mættir á flugvellinum. Þeir báru spjöld, sem á var ritað á rússnesku: „Góða ferð og gott gengi. Og gerið okkur þann greiða að muna eftir konunum okkar fimmtán“. Grænlandsdvðl Bandaríkjamanna vekur athygli í Sví- Einkaskeyti til Mbl. LUNDÚNAFRJETTARITARI Stockholms Telegram og Morg ontidningen símar, að Banda- ríkin hafi fullgert fjórðu bæki- stöð sína á Grænlandi, án mót- mæla af hálfu dönsku stjórn- arinnar. Dvöl Bandaríkjamanna í Grænlandi vekur vaxandi at- hygli í Svíþjóð. Ýmsir Svíar álíta, að Bandaríkin haldi bæki stöðum sínum þar í framtíð- inni. * Tjekkneskur stór- iðjuhöldur dæmdur í fangelsi Prag í gærkvöldi. TJEKKNESKI stóriðjuhöld- urinn Jan Bata var í dag í fjar veru sinni dæmdur í 15 ára hegningarvinnu og missi borg ararjettinda. Allar eignir hans voru gerðar upptækar. Bata var sekur fundinn um að hafa unnið gegn hagsmun- um Tjekkóslóvakíu, með því að neita að taka þátt í frelsishreyf ingu Tjekka erlendis, auk þess sem hann hefði bannað starfs- mönnum sínum þátttöku í hreyfingunni. Jan Bata dvelst nú í Brazil Reuter. - Hýr slökkviiiðsbíll Framh. af bls. 2. væntanleg væru frá Ameríku, væru með í þessari sendingu kvað hann nei við. Hann sagði að það kynni að dragast lengi. Fyrir einum 7 mánuðum síð- an var slökkvistöðinni heimil- að af bæjarráði að kaupa þessi tæki, en Viðskiftaráð hefur alveg neitað að láta í tje gjald eyri fyrir þessi bráðnauðsyn- legu tæki og þykir mönnum það kynlegt mjög. íu. BANDARISKUR HOFUÐS- MAÐUR DÆMDUR í FANGELSI FRANFURT: — Bandarísk- ur höfuðsmaður, Durant að nafni, hefur fyrir herrjetti ver- ið dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir þátttöku hans í ráni þýskra demanta, sem virtir eru á miljónir króna. Dómnum verður áfrýjað. > "'Ý- sYú^ T y>að eX Bifreiðastjóri óskast Oss vantar nú þegar ábyggilegan og röskan hifreiðastjóra. Umsóknir sendist í pósthólf 476. Jo/tLL L/. X-9 £, £ Effir Roberf Storm 1 Jói Jaki: Fjekkstu peningana hjá Pleed, Kalli? lotu. — Kalli lítur við og hrekkur í kút. —Stattu Phil Corrigan, leynilögreglumaðurinn, sem nápp- ■— Nei, en jeg skal fá þá! Jeg tuskaði hann svolítið upp og .... hrópaði hann, en Jói spyr, hvað sje aði mig. e i^! til og hann kærir sig áreiðanlega ekki um aðra að. Kalli: Náunginn þarna við barinn. Þetta er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.