Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. maí 1947 Á HEIMILI ANNARAR £ftir Yííjicjnon Cj. Cfl erhart Æfintýrið um EVIóða Manga Eftir BEAU BLACKHAM. 22. — Vitið þjer, sagði hann, að þetta er í fyrsta skipti sem hringekjan hefir ekki verið í gangi á skemmtistaðnum mínum? í fimmtíu ár hefir ekkert á við þetta hent mig! Þetta er -voðalegt! Þetta er eiginlega engin skemmtun, þar sem hringekjan er biluð! — Þjer hafið rjett fyrir yður, Finnigan, sagði vörðurinn. Meðan á þessu stóð, var Mangi að beyna að finna eitt- hvað ráð til að hjálpa Finnigan. Allt í einu datt honum snjallræði í hug. — Afsakið þjer, herra Finnigan, sagði hann, en get jeg ekki komið hringekjunni tit að ganga? — 'Ha? Látið hringekjuna ganga? sagði Finnigan undr- andi. Nú er mjer nóg boðið! Hvernig ættir þú svo sem að gera það? — Nú, nú, sagði Mangi, hver veit nema það sje hægt? Mjer datt í hug, að ef jeg væri fluttur að hringekjunni og látinn upp á eitthvað, svo að hjólin á mjer snertu ekki jörðina,'þá gæti jeg ef til vill komið í staðinn fyrir mótor! Eða er það ekki rjett hjá mjer? Og Mangi leit á Finnigan og velti því fyrir sjer, hvort hugmvnd hans mundi verða tekin alvarlega, eða aðeins vekja hlátur. En hann hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af þessu. — Mjer finnst þetta allra skynsamlegasta hugmynd, sagði Finnigan og baðaði út höndunum. Við skulum reyna þetta! Mangi hefCi getað klappað saman höndunum — ef hann hefði haft nckkrar — þegar Finnigan sagði þetta, en eim- reiðir hafa engar hendur, svo það gat hann ekki, en í staðinn bljes hann út geysistórum gufumekki af eintómri ánægju. — Komið þið þá, hrópaði Finnigan, og látum hendur standa fram úr ermum. Lestarvörðurinn leysti vagnana frá eimreiðinni og svo ók Mangi út af teinunum og í gegnum fólksþyrpinguna, og hann flautaði bæði oft og hátt, til þess að enginn yrði fyrir. Fólkinu fannst þetta hin furðulegasta sjón, en brátt kvisaðist það, að Mangi ætti að koma hringekjunni af stað, og þá lustu allir upp fagnaðarópi. Nokkrir smiðir tóku sig til og smíðuðu pall, sem Mangi var látinn standa á, þannig að hjól hans snertu ekki jörð- ina. Er þessu var lokið, var hestunum tveimur komið fyrir á sínum stað á hringekjunni, og Finnigan setti hana í sam- band við Manga. Svo dró Mangi að sjer andann og fór jS/riiij 48. dagur Maðurinn við dyrnar stóð grafkyr. Myra fánn það ósjálf- rátt og að hann hlustaði með athygli á það, sem fram fór. Alice mælti í sárustu ör- væntingu: „Bregstu mjer ekki, Sam, góði------“. Hún leit í augu hans og sá þar kveðinn upo dóm yfir sjer. Húm rendi þá augum um her- bergið og sá byssuna, sem Sam hafði lagt á borðið. Hún hljóp þanyað og greip byssuna. Hár hennar hafði alt farið í óreiðu, en nú strauk hún það aftur svo að það fjell um hana eins og gullstrengir. Kjóllinn hennar hafði líka aflagast. Hún sveip- aði mum að sjer og rjetti úr sjer. Hún var sannarlega fögur á þeirri stund. Sam ætlaði að hlaupa til hennar og Richard hrópaði: „Alice, gáðu að þjer“. Alice mælti í sama örvænt- ingartóninum: „Ef Richard elskar mig ekki og þú bregst mjer, Sam, þá get jeg ekki lif- að — þá hefi jeg ekkert til að Ufa fyrir“.. Hún miðaði byssunni að hjarta sjer. Myra hugsaði: Hún veit hvað hún er að gera. Alt er með ráði gert. Og svo vissi hún undir eins hver tilgangur- inn var: að vekja meðaumkun Sam. Þetta var aðeins látalæti til bess að hræða þá Richard og Sam. því að byssan var ó- hlaðin. Maðurinn í dyrunum stökk inn í herbergið og hrópaði: „Takið byssuna af henni — —“. Um leið tók Alice í gikkinn. Byssan hafðilekki verið ó- hlaðin. Hvellur heyrðist og púðurlykt lagði að vitum þeirra. Eitt andartak stóð Alice hrevfingarlaus. Undrunarsvip- ur kom á hana. Svo sagði hún eins og við sjálfa sig: „Jeg skil ekkert í þessu. Jeg tók skotin úr henni — þau eru þarna í rauða stólnum------“. Hún slepti byssunni og byss- an fjell glamrandi á gólfið. Svo sneri Alice sjer við og gekk fram gólfið. Hún gekk fram i fram hjá gestinum, ókunnum manni í frakka og með hatt á höfði. Hún gekk fram í and- dyrið og ósköp hægt eftir því að drTunum á herberginu þar sem Mildred hafði dáið og sem myndin af henni sjálfri hjekk uppi. Þar fór hún inn. Richard og Sam fóru báðir á eftir henni. Gesturinn sagði: ,,Hún myrti Manders. Hún hlýt ur að hafa drepið konuna hjerna í nótt. Hún hefir myrt þau bæði“. Og svo íór hann á eftir þeim. Yfir Myru kom einhver skelf ing svo að henni fanst hún væri að kafna. Hún ráfaði fram að franska glugganum og opn- aði hann með sjálfandi hönd- uin. Svalur gustur kom inn í herbergið og sópaði á brott púðurreyknum. Myra hallaðist upp að dvrastafnum og ljet svalann leika um sig. Eftir langa stund kom Ric- hard aftur. Hann sýndist hafa elst um mörg ár. Hann gekk lyfti upp setunni. Mýra sá að hann dró þar upp kúlurnar. Hann taldi. „Þrjár, fjórar, fimm“. Svo þreifaði hann vand lega um allan stólinn og lagði svo setuna í sinn stað. „Þær eru aðeins fimm. Hún ætlaði þá ekki að drepa sig. Hún ætlaði aðeins að hræða okkur með byssunni. Jeg þótt- ist líka vita það að byssan væri óhlaðin. Hún hefir gleymt eiyni kúlunni“. Sam kom í dyrnar. „Saka- dómarinn heyrði svo að segja alt sem fram fór“, sagði hann. „Og hann ætlar að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir. Og jeg skal líka gera það“. Hann gekk að Richard og lagði höndina á öxl hans. Ric- hard opnaði lófann þegjandi og sýndi honum kúlurnar. Sam sagði: „Fimm. Hún hefir haldið að byssan væri ekki hlaðin. Hún hefir haldið að hún hafi tæmt hana“. Okunni maðurinn kom nú aftrv í dyrnar. Hann hafði tek- ið af sjer hattinn. Hann sagði: „Jeg verð að taka skýrslu. Jeg þarf að fá alla söguna“. „Sjálfsagt", sagði Sam. „Við skulum segja yður alt eins og er. En viljið þjer ekki lofá okk ur að vera í friði svolitla stund?“ Sakadómarinn var hinn besti: „Auðvitað, auðvitað“, sagði hann. „Jeg heyrði játn- ingu hennar eins og þið vitið. Jeg hefði orðið að dæma hana til dauða. En svei mjer þá, að þetta fór best eins og það fór — hennar vegna“. ,,Já“. sagði Sam. Sakadómarinn gekk fram I anddyrið. Einhver kom hlaup- and; nicur stigann, Það var Tim. Hann kom æðandi inn í lesstofuna. „Jeg heyrði skot. Hvað — — Sarp sagði: „Jeg skal segja honum frá öllu“. Richard sagði: „Jeg var altaf hræddur um það að hún hefði myrt Manders. Jeg var líka hræddur um það að hún hefði drepið Mildred. Þess vegna fór jeg til læknisins. Jeg spurði hann hvort ekki gæti verið um morð að ræða, en hann fullyrti að bað gæti ekki verið“. „þ’ú hefir viljað losna við gru^semdir þínar“, mælti Sam, „en það veit hamingjan að jeg var alveg grunlaus“. Svo tók hani^ við kúlunum af Richard og fór. Ómur af röddum manna, sem voru inni í hvítgullnu setustof- unni heyrðust óljóst í gegp um vegginn, eins og hann kæmi úr öðrum heimi. Richard gekk til Myru þar sem hún stóð úti við verandar- dyrnar og hörfði út yfir garð- inn. Nú var hætt að rigna og var að birta í lofti. Gulleitri slikju sló á austurloftið. Það var boð- beri hins komandi dags. Logn- tært sundið blasti eins og Silfur band við þeim, en ofan af landi barst ofurlítill morgunandvari, hreinn og hressandi. Forboði fagurs dags. Þau stóðu þögul og horfðu á dagsbrúnina. E N D I R. Síst betra. Tvær ungar systur sátu kvöld eit og voru að lesa upp- hátt hvor fyrir aðra brjef, sem þær höfðu fengið frá aðdáend- um sínum. Faðir þeirra, sem var einnig í stofunni að lesa blöð, gat loks ekki orða bund- ist: •— „Forðið mjer frá að hlusta á þetta venjulega bull“, hrópaði hann. Móðirin lagði frá sjer prjón- ana, kinkaði kolli til dætra sinna á þýðingarfullan hátt og fór síðan út úr stofunni. Er hún kom aftur var faðirinn enn að halda prjedikun um hinn spilta og teprulega ungdóm síðari ára. Dæturnar svöruðu honum því til, að hann skyldi bara bíða örlítið, því að það versta væri eftir. Síðan lásu þær fyrir hann úr nýju brjefi. — Aldrei hefi jeg heyrt ann- að eins, hrópaði faðirinn, jeg fyrirbýð ykkur að svara þessu brjefi. Maðurinn hlýtur að vera alger fáráðlingur. sýnt brjefið. Það var dagsett 1915, skrifað utan á það til konu hans, og var frá honum sjálfum. ★ Það vakti mikla athygli á hundasýningu í London, að hundur einn af „bansenji“- tegund fór alt í einu að span- góla, en hundar þessir eru yf- irleitt ákaflega þögulir og láta lítið til sín heyra. ★ — Hvernig stendur á því, að frænka þín er ekki lengur hjá þjer? — Hún vildi endilega, að, hún yrði tekin eins og ein af fjölskyldunni, og þegar það var gert, fór hún. 'ár Erfitt nafn. í Lansing í Michigan jók veitingamaður einn mikið á að- sókniná að veitingastofu sinni með, því að heita öllum þeim, sem gætu nefnt nafn hans rjett ókeypis máltíð. Enginn gat það. Maðurinn hjet Papavlahodi- mitrakopoulus. UNGLINGA Vantar okkur til að bera Morgunblaðið til kaup^nda. Hverfisgöfu Bráðræöishdf Skólavöröusfígur Við sendum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. 0rglw|rifeitriiC i *?**»**•**» K. S. F. R. Völsunsar S. F. R. Skátaskemtunin 1947 Frumsýning verður í Skátaheimilinu við Hring- braut laugardaginn 3. maí kl. 8 e. h. með dansi á eftir. Aðeins fyrir skáta og aðstandendur. U P P S E L T ! Önnur sýning fyrir ljósálfa og ylfinga verður á sunnudag 4. maí kl. 2 eftir hádegi. Þriðja sýning verður mánudaginn 5. maí kl. 8 e.h. Mætið í- búning! Aðgöngumiðar eru seldir í Skátaheimilinu í dag kl. 2—6. Skemtinefndin. rakleitt að rauða stólnum og Þannig hjelt hann áfram góða stund, en þá var honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.