Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 6
6 HUttírL 01 BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. des. 1949 Sjötugsafmæli: UTSALA í dag hefst útsala á gólflömpum. Stendur hún aðeins í 3 daga. — Seldir verða lampar úr járni, skyggðri hnotu o. fl. — Afsláttur allt að 50%. Ath.: Utsölunni lýkur á laugardagskvöld. enna^et Þetta glæsilega leikspil er spilað jafnt af ungum • sem gömlum. ; Heildsölubirgðir: Ásbjörn Ólafsson, : heildverslun. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■ með vísnahendingum eftir Stefán Jónsson, kennara. FRÁBÆRT UPPELDISTÆKI. r Olína Snæbjarnardéffir F Y R I R 45 árum fluttust ung presthjón að Stað í Reykhóla- sveit. Presturinn hafði fengið veitingu fyrir Staðarprestakalli. Þar og þá hefst lífsstarf ungr- ar konu, er að verðleikum mun lengi minnst í sögu breiðfirskra kvenna. í dag er kona þessi, frú Ólína Snæbjarnardóttir, sjötug að aldri. Hún er fædd í Svefneyjum á Breiðafirði, dóttir Snæbjarnar Kristjánssonar, hreppstjóra í Hergilsey, hins þekta sjógarps og fullhuga og konu hans, Guðrún- ar Hafliðadóttur frá Svefneyjum. Uppvaxtarár sín lifði hún í for- eldrahúsum í Svefneyjum og Hergilsey að fráskildum náms- tímum er hún naut utan heim- ilisins. Menntaðist hún betur til munns og handa en almennt var um ungar stúlkur á þeim íím- um. Var hún um skeið í Reykja- vík við músik- og handavinnu- nám, enda er hún frábær hag- leikskona á flestar kvenlegar hannyrðir. Hafa munir eftir hana hlotið verðlaun á sýningum hjer í Reykjavík. Árið 1904 giftist Ólína síra Jóni Þorvaldssyni frá Hvammi í Norð- urárdal, gáfuðum og mikilhæfum manni. Hann hafði þá, eins og í byrjun er sagt, nýlega fengið veitingu fyrir Stáðar- og Gufu- dalsprestakalli. Staður á Reykjanesi telst með- al stórbýla breiðfirskra byggða. Hafa löngum setið þar sköruleg- ir prestar og atorkumenn til bú- sýslu. Umfangsmikil bústörf íylgja þeim býlum, er hafa nytj- ar bæði til lands og sjávar. Svo er um Stað. Ungu prestshjónin tóku alla jörðina til ábúðar og hjeldu henni öll þau 35 ár sem síra Jón þjónaði prestakallinu. Ýmsir munu í fyrstu hafa í efa dregið, að ungu prestshjónun- um tækist að efna til rausnar- búskapar á Stað, því áhugi prests ins virtist óskiptur við embætt- isstörf, og fræðiiðkanir. En sá efi hvarf skjótt. Húsmóðirin var vandanum vaxin. Þaulvön marg- háttuðum störfum eyjabúskap- arins tók hún með röggsemi við búsýslu og fyrir vaxandi áhuga hins gáfaða eiginmanns hennar, samfara hagsýni, jókst' búsæld þeirra ár frá ári. Á fyrstu búskaparárum sínum byggðu þau vandað íbúðarhús og hagnýttu svo vel gæði jarðarinn- ar, meðan þau voru þar, að eigi mun betur hafa verið búið á Stað. Þeim varð heldur ekki góðra hjúa vant og úrvalsmanna nutu þau til forystu búverka. Þjónustustúlkum sínum var frú Ólína ekki einasta umhyggju söm og góð húsmóðir, heldur einnig kennari. Hinnar hagnýt- ustu húsmóðurfræðslu nutu þær undir stjórn hennar; auk þess kenndi hún þeim og fleiri ungum stúlkum ýmsar hannyrðir. Skipa nú margar þessara stúlkna fyrir- myndar húsmæðrastöður víða um landið. Það er ekki hægt að segja, að Staður liggi í þjóðbraut, á land- fræðilega vísu, en þó var gesta- umferð þar mjög mikil alla tíma ársins. Olli því einkum tvennt, í fyrsta iagi embættisþjónusta prestsins og í öðru lagi, að til góðra vina lágu gagnvegir. Sá sem átti þeirri gleði að fagna að vera gestur Staðarhjóna, leit upp frá því heimili þeirra sem tákn gestrisninnar, því svo voru mót- tökur alúðlegar og frjálsmann- legar, samfara rausn og góðri að- búð, sem enginn fór varhluta af. Auk þess flutti þaðan margur fá- tækur björg í bú sitt af nytjum jarðarinnar. Bar því oftar gesti að garði en þá, er brýn erindi áttu. Tíðum sátu langdvölum að Stað erlendir gestir og mennta- menn. Kom þá að góðu haldi meðfædd háttprýði og virðuleiki húsmóðurinnar. Mun hinum er- lendu gestum hafa þótt vel að sjer búið frá hendi hennar eins og í andlegum efnum hjá hús- bóndanum, sem var góður tungu- málamaður og lærdómsmaður mikill. Stendur þjóðin í þakkarskuld við þetta íslenska prestsheimili, fyrir ágæta landkynningu. Þótt síra Jón skipaði sess með skörulegustu og virðulegustu prestum landsins, í öllum þjón- ustustörfum og nyti hollustu og trausts sóknarbarna sinna, þá leyfi jeg mjer að láta í ljós þá skoðun, að frami hans hefði get- að orðið meiri á sviðum vísinda og bókmenta, hefði hann lagt út á þær brautir í stað þess að ger- ast prestur að Stað. En jeg segi fyrir mig og munn annara vina Staðarheimilisins: Guði sje lof að svo varð ekki. Við værum fá- tækari af góðum minningum, ef við hefðum ekki kynnst Staðar- hjónunum og heimili þeirra. í árslok 1938 missti frú Ólína mann sinn, eftir 35 ára kærleiks- ríka sambúð. Hann andaðist hjer í Reykjavík, nýkominn til lands- ins eftir stutt ferðalag erlendis. Afhenti hún þá bú sitt Snæbirni syni sínum, hagsýnum og dug- legum bónda. Önnur börn frú Ólínu og síra Jóns eru Kristján lögfræðingur á ísafirði og Ragn- heiður, stúdent, gift kona í Reykjavík. — Fóstursonur þeirra, er þau ólu upp frá bernsku sem sitt eigið barn, er síra Jón Á. Sigurðsson, prestur í Grindavík, systursonur síra Jóns á Stað. Fyrsta barn þeirra, efnilegur drengur, andaðist í bernsku. Má af þessu ráða hvílíka rækt þau lögðu við uppeldi og mentun barna sinna. Hjá Staðarhjónum áttu einnig foreldrahús nokkur önnur ungmenni, er nutu sömu umhyggju og þeirra eigin börn. Þegar minnst er á lífsstarf frú Ólínu, verður ekki hjá því kom- ist að minnast einnig manns hennar, því svo gagnkvæmur var stuðningur þeirra i ölium efnum og svo órjúfandi samstarf þeirra, að um aðgreiningu getur ekki verið að ræða. Nú býr frú Ólína í Grindavík hjá fóstursyni sínum, síra Jóni. Henni var óljúft að hverfa frá Stað. Þar hefði hún helst kosið að dvelja alla æfi, þar sem sjer- hver blettur umvafði hana fögr- um og kærleiksríkum minning- um, en heilsutjón bægði henni burt þaðan. Erfiður og þjáninga- fullur sjúkdómur, er hún hefur strítt við tvö síðastliðin ár, veld- Frh. á bls. 12. og stuUur kjóll, stórt númer, 2 | kvenskór no. 37 c r 38, kven- s s kápa no. 42, svört föt a giann- s an mpðalmann og handsnúin f saumavjel á Skúlagötu 52 I. hæð i til hægri. 3 .................... pOsmnlasamiur íra Hvuleyn. Skehasan lut rauftamöl og stej pusandur. . Símj uj.jo , «iQi t Gudmuiuiur Magnúnson. E Opið daglegu kl. 2 -«0. Tlt JQIMMPQI i SÝNINGflRSícmfl ASHL/NDAf? SVFINSSDNAR - FREYJU60TU#/ Hóseigendur Mig vantar eitt til tvö herbergi í og eldhús. Get útvegað duglega = stúlku í vist. Þeir sem vildu | sinna þessu sendi tilboð fyrir E hádegi á laugardag merkt: „Sjó | maður —• 226“. I ftlHI11MI• llllIIII■ ••••l••lll|ll•■l||||f Ibúðaskifíi Vil skipta á góðri 3ja hrabergja i ibúð rýstandsettri á hitaveitu- | svæði, er laus nú þegar, fy-rir i aðra jafnstóra eða stærri, sem | þarf ekki að vera laus fyrr en i í haus . Greinilegt tilboð leggist i inn á afgr. Mbl. fynr föstu- j dagsktöld merkt: „Hitaveita -— | 221“ | ................................ „HEKLfi“ vestur um land til Akureyrar liinn 18. þ.m. Tekið- á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Isafjarðar, Sigluijarðar og Akurevrar í dag og á morgun. Pant- aðir farseðiar óskast sóttir í dag. M.s. Skjaidbreið til Snæfelsneshafna, Gilsfjarðar og Flateyrar hinn 19. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og a morgun. Pant- aðir farseðlar óskast sóttir i dag. M.s. Helgi til Vestmannaeyja á morgun. Tekið a móti flutningi í dag og á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.