Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 2
M O R G U V B L A Ð í Ð Þriðjudagur 20. des. 1949. tfegrunarfjeBagié hefir gert mikið gagn ./-.9ALFUNDUR Fegrunarfje- ♦egs Reykjavíkur var haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudag- i'.n 11. des., kl. 5 síðdegis. — Vtlhjálmur Þ. Gíslason stjórn- s íi fundinum. Eftirfarandi skýrslu flutti f j rmaður fjelagsins, Gunnar Thoroddsen: . Stjórnarfundir voru haldnir 16 að tölu. Auk þess hittust St órnarmeðlimir oft ásamt f rmkvæmdastjóra til ráða- gerða, fóru um bæinn og at- liuguðu ýmsa staði. Stjórnin ákvað að ráða framkvæmdastjóra og auglýsti i»að starf. Ráðinn var Ingi Ár- $'■■1. og hefur hann unnið ; tjjtí'ðilega í þjónustu fjelagsins. Baðstaður og útiverusvæði f Fossvogi • Eitt hið fyrsta af stefnuskrár wi ilum Fegrunarfjelagsins var ■ ,að vínna að sjóbaðstað í Foss- vogi og útivistarsvæði þar. — Var það byggt í meginatrið- it . á tillögum dr. Jóns Sigurðs fco.iar, borgarlæknis. Seinni hluta sumars 1948 y ;r hafist handa um sjóbað- s- ð í Nauthólsvík og því verki haldið áfram á síðastliðnu aymri. Víkin var hreinsuð, fcndið lagað og tyrft, og gerð- ír bollar og hvammar í kring. Var þessi baðstaður mikið not- Bsíur á síðastliðnu sumri. Ætlunin er að halda síðan Iftam inn með Fossvoginum. Ein af tillögum dr. Jóns var s.í, að leiða heitt vatn frá hita- veitugeymunum niður í Foss- v % og hita þar upp sjóinn á Rokkurru svæði. Þrír menn tónna nú að undirbúningi þessa n'-ls, þeir borgarlæknir, hita- veitastjóri og bæjarverkfræð- ingur. L sekjargötusvæðið Fjelagið ákvað að koma upp ' si- . úðgarði á lóðunum milli Cankastrætis og Amtmanns- • " gs. austan Lækjargötu. — - -Liggja fyrir uppdrættir af þpssum garði, samþykktir af .bflejarráði. Ætlunin var að hefj íu-t þar handa í sumar, en Vo.jna framkvæmdanna við hreikkun Lækjargötu var það e‘:ki unnt nema að litlu leyti. Satnið var þó við Almenna byggingarfjelagið um lóðar- Itigun og jöfnun lands, og hef- ur það að nokkru verið fram- fcvæmt þegar, en verkinu hald- ið áfram á næsta vori. Fyrir atbeina fjelagsins hef- u : ríkisstjórnin bætt mjög út- Ii: húsa sinna á þessu svæði, I :ð mála þau og laga. •Tjörnin Það er áhugamál fjelagsins að fegra sem mest tjörnina, út- lic hennar og umhverfi, þannig hún geti orðið sú bæjar- p.ýði, sem henn ber og flestir bejarbúar vonast eftir. Fél.stj. skiifaði bæjarráði 19. júlí 1949 ca fór fram á að efnt yrði til sarakeppni um útlit og um- fc -arfi tjarnarinnar. Á fundi bæjarráðs 22. júlí var sam- þykkt að fela bæjarverkfræð- in.gi og forstjóra skipulags- deildar undirbúning þeirrar sa akeppni. Arsskýrsla Iráfarandi formanns, Gunnars Thoroddsen borgarstióra j Fjelagsstjórnin ákvað að fá I sex svani á tjörnina, og voru þeir hafðir þar í sumar, :nörg- um bæjarbúum til ánægju. Umhverfi Leifsstyttunnar Fjelagið beitti áhrifum sín- um til þess að fá umhverfi Leifsstyttunnar fegrað. — Því verki var lokið fyrir afmælis- dag bæjarins, 18. ágúst. Var svæðið hreinsað, tyrft, götur gerðar og bekkir settir upp. Framkvæmdarstjóra fjelags- ins hafa borist þakkir frá mörgum bæjarbúum fyrir að fjelagið ýtti undir þetta mál. Fjelagsstjórnin hvatti til þess, að girðingin í kringum Landakotstúnið væri tekin nið- ur, og gangstígir gerðir um túnið. Girðing var gerð austan við Landakotskirkju og hellu- lagður gangstígur. Alþingishúsgarðurinn í fyrravetur ritaði stjórn fje lagsins forsetum Alþingis svo- hljóðandi brjef: „Stjórn Fegrunarfjelags Reykjavíkur leyfir sjer hjer með að fara þess á leit við hæstvirta forseta Alþingis, að skrúðgarðurinn fyrir sunnan Alþingishúsið verði opnaður fyrir almenning, og steinvegg- ir þeir, er nú umlykja hann, verði teknir burt, að öllu eða einhverju leyti“. Þessi fagri garður, með líkneski Tryggva Gunnarsson- ar, sem var stofnandi garðsins, hefur verið lokaður almenn- ingi. Forsetarnir fjellust á að opna garðinn fyrir almenning, og var hann opinn í sumar eft- ir hádegi á degi hverjum. — Settir voru í hann bekkir, og var garðurinn töluvert sóttur af bæjarbúum. Gæslumann varð að hafa meðan garðurinn var opinn, og var kostnaður við hann greiddur úr bæjar- sjóði. •— Hinsvegar vildu for- setarnir ekki fallast á, að taka niður steinveggina við garð- inn. Fjelagsstjórninni hefur verið áhugamál, að flýtt verði lag- færingu á lóð Austurbæjar- barnaskólans. Fjelagið hefur þegar látið undirbúa trjábeð meðfram Bergþórugötu og Barónsstíg, þar sem ætlað er, að börn úr Austurbæjarbarna-' skólanum gróðyrsetji trjáplönt ur undir leiðsögn. Hefur úr fjelagssjóði verið varið til þessa hátt á 4. þús. krónum. Hitaveitugeymarnir á Öskjuhlíð Á fjelagsfundi á s.l. vetri var vakið máls á því að byggja útsýnisturn, 35 metra háan, hjá hitaveitugeymunum, eins og fyrirhugað hafði verið í upphafi. En þá komu harð- orð mótmæli frá fjelagi at- vinnuflugmanna, sem töldu þetta ógerlegt vegna hættu fyrir flugumferðina. Þótt ekki gæti af þessu orð- ið, er margt hægt að lagfæra hjá hitaveitugeymunum. Um- hverfi þeirra þarf að laga og útlit þeirra sjálfra. Er fjelags- stjórninni áhugamál, að í það verði ráðist hið fyrsta. Verðlaun fyrir fallega garða Stjórnin ákvað að veita verðlaun fyrir fegurstu garða í bænum. Þriggja manna nefnd tók að sjer að skoða alla garða í bæjarlandinu, er til greina kæmu. Áttu sæti í nefndinni Sigurður Sveinsson, garðyrkju ráðunautur, Einar C. E. Sæ- mundsen, skógarvörður, og Ingi Árdal, framkvæmdarstj. fjelagsins. Þeir lögðu í þetta mjög mikla vinnu. Að dómi þeirra var fegursti garðurinn við Flókagötu nr. 41, og fengu eigendur hans verð- launagrip, gerðan af Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal. Voru valdir úr 16 garðar, er hlutu viðurkenningarskjal fje- lagsins. Fjelagsstjórnin bauð eigendum þessara verðlauna- garða til kaffidrykkju 18. ágúst, og voru þar skjölin af- hent. Fjelagsstjórnin ákvað að skipta bænum í nokkur hverfi, 12 að tölu, og reyna að fá á- hugamenn innan fjelagsins 1 hverju hverfi til þess að fylgj- ast með öllu, er gæti orðið til fegurðarauka í hverfunum. — Var hverfaskiptingin ákveðin, en því miður reyndist mjög örðugt að fá menn til starfa í öllum hverfunum. Verður að halda þessu verki áfram, og er óhugsandi annað, en að bráð lega fáist nægilega margir á- hugamenn til þess að veita hverju hverfi forstöðu. Á ’vegum fjelagsins voru birtar greinar í blöðum bæj- arins til leiðbeiningar um hirð ingu lóða, ræktun garða og annað er stuðla mætti að auk- inni fegrun utan húss. Önnuð- ust þeir þetta starf Edwald Malmquist, ræktunarráðunaut- ur, og Sigurður Sveinsson, garðy r k j uráðunautur. Fyrsta greinin birtist 5. maí og síðan hver af annarri í nokkrar vikur. Hafa margir bæjarbúar þakk að fyrir þær upplýsingar, er þeir fengu með þessum grein- um. Fjelagið ákvað að útvega jólatrje til að koma fyrir við Lækjargötu og Bankastræti. •— Þegar undirbúningi var all- langt komið, barst bæjarstjórn tilkynning um, að Oslo og Björgvin ætluðu að gefa bæn- um jólatrje, og var þá horfið frá því, að Fegrunarfjelagið sæi um útvegun á fleiri trjám. Eftir að fjelagið hafði ráðið sjer framkvæmdastjóra, hafði það opna skrifstofu í 2 tíma á dag. Margir hafa snúið sjer þangað með ýmis vandamál í sambandi við fegrun utanhúss og hreinlæti, sem framkvæmda stjórinn hefur reynt að greiða fyrir sem best. Árbók Fjelagsstjórnin ákvað þegar í vor að gefa út árbók með greinum og upplýsingum um fégrunar- og þrifnaðarmál í bænum, ásamt myndum. Þessi árbók fyrir 1949 er nú að mestu tilbúin og kemur vænt- anlega út fyrir áramót. Árbók næsta árs, 1950, er að mestu undirbúin þegar. Afkoma fjelagsins er í stuttu máli sú, eftir að það hefur starfað nú í AVz ár, að eign þess er í peningum um 12 þús. kr., auk um 8 þús. króna, sem greiddar hafa verið til ríkisins í skemmtanaskatt, en með fyr- irvara, þar sem fjelagið telur sig ekki skylt að greiða slíkan skatt. Ef þær teljast með, á því fjelagið 20 þús. krónur, þrátt fyrir það að fjelagsgjöld fyrir 1949 hafa ekki verið inn- heimt (verða innheimt í sam- bandi við afhendingu árbókar- innar), og þrátt fyrir þær framkvæmdir, sem að framan getur, og sumar hafa kostað töluvert fje. Hjer hafa verið taldar nokkr ar einstakar framkvæmdir og hugmyndir, sem fjelagsstjórn- in hefur unnið að. En tilgang- ur fjelagsins er ekki nema að nokkru leyti þessi. í 2. grein fjelagslaganna segir, að til- gangur fjelagsins sje m.a. að vekja almenningsáhuga um út- lit og fegrun borgarinnar, fá menn til þess að hirða betur hús sín og lóðir o. s. frv. Á því er nú enginn vafi, að stofnun Fegrunarfjel. Reykja- víkur hefur þegar haft sín á- hrif á almenningsálitið. Á síðustu tveim sumrum er það áberandi, hversu menn hafa gert meira að því en áður að mála hús sín eða húða að utan, laga lóðir og girðingar og gæta aukins hreinlætis og þrifnaðar um allt utan húss. Bærinn hefur einnig, undir forystu borgarlæknis, í tvö síð ustu sumur, látið fara fram gagngerða bæjarhreinsun. — Hafa þrír aðilar haldist í hend- ur um aukna fegrun og þrifn- að: almenningur, bæjarfjelagið og fegrunarfjelagið, og er það eins og vera ber. Starfsemi Fegrunarf jelags Reykjavíkur er aðeins á byrj- unarstigi. Það hefur margt á prjónunum, margar hugmynd- ir, sumt af því er komið eða að komast í framkvæmd, en flest af því heyrir framtíðinni til. En óhætt er að fullyrða, að þegar hefur nokkur árangur orðið af starfi þess, og mjór er mikils vísir. Gjaldkeri fjelagsins, Sig- urður Ólason, hæstarjettarlög- maður, las upp reikninga fje- lagsins og stendur hagur fje- lagsins vel. Fjelagið á í sjóði um 12,000,00, auk þess sem það vantar að fá endurgreidd- an skemmtanaskatt um 8,000, 00. — Árbók fjelagsins er að verða fullprentuð og birtast þar m.a. ritgerðir eftir Sigurð Guð- mundsson, arkitekt, Niels Dungal, prófessor, Alexander Jóhannesson, prófessor, Krist- mann Guðmundsson, rithöf- und, Jón Björnsson, rithöfund og fleiri. Formaður fjelagsins Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, lýsti því yfir, að hann sæi sjer ekki fært að taka við endurkosn- ingu í stjóm fjelagsins, þrátt fyrir það, að lagt væri að hon- um af fundarmönnum og með- stjórnendum hans að gefa kost á sjer aftur. Stjórn var kosin þessi: Vil- hjálmur Þ. Gíslason, Soffía Ingvarsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurður Ólason, Ragnar Jóns- son. Til vara: Björn Þórðarson, Lára Árnadóttir, Axel Helga- son. Endui’skoðendur voru báðir endurkosnir: Gunnar Einars- son, Gísli Sigurbjörnsson. Til vara: Hafliði Andrjes- son, Sigbjörn Ármann. _____________________ j I fófspor hans ÞETTA heimsfræga skáldverk er nýkoið út og á það vel við, að það berist til almenninga fyrir jólin. Hvað myndi Kristur gera? exr viðfangsefnið til enda bókar- innaj’. Þetta fi-æga viðfangsefni ei* á listrænan hátt sarnofið lífi og baráttu fjölda manna, sem koma fi'am á sjónarsviðið í þessari bók. Það byi'jar með því að síra Henry Maxwell verður gagn- tekinn í sambandi við einkenni- legan atburð, sem gerist í kirkju hans, atburð, sem gerir gjör- byltingu í sál hans, sem prests. Hann leggur litlu síðar fram nýja stefnuskrá fyrir söfnuð sinn og honuyntekst að fá fjölda manns með sjer. Síðan er þvl lýst á snildai’legan hátt, þeg- ar þessi nýi kraftur gagntekug sóknarfólkið. Vjer sjáum í anda hina fögru, söngkonu Rachel Windslow, hina stórríku Vii'iníu Page, Ját- varð Norman ritstjóra, Alex- ander Power, foi'mann við járn- brautarfjelag, Milton Wx'ight stórkaupmann, Donald Marsh skólastjóra, West lækni og fleiri. Þá má nefna Grays trúboða. Játvarð biskup og síðast en ekki síst ungfrú Kelica Sterling, sem sýnir framúrskarandi dugnað með fórnfýsi og staðfestu í hverju sem að höndum ber. Allti þetta myndarlega og merkilega fólk, sem jeg hefi hjer minnst á, skapar hljómgrunn bókar- innar hvert á sínu sviði á svo lifandi og merkilegan hátt, að maður gelur ekki lagt frá sjer þessa bók fyr en lestri hennap er lokið. Þetta er framúrskarandi góð jólabók, vekjandi og hrífandi, flytur öllum æðsta umhugsun- arefni daglegs lífs, göfugan og fagran boðskap þeim, sem hana lesa. Jón Thorarensen,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.