Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. des. 1949. MORGUXBLAÐIÐ 3 Umbúnaður jóla- bögglanna gerir hálfs gleðina TIL ÞESS að búa um jólaböggl- ana má vel nota venjulegan umbúðapappír, og samt gera þá jnjög skemmtilega. Úr mislitum glanspappír má klippa bókstafi, hjörtu, stjörnur o. s. frv. og líma á bögglana. Lítið til dæmis á snotra, litla íjólatrj-eð á bögglinum, sem er fremst á myndinni. Það er búið til úr þríhyrningum, sem eru lagðir hvor yfir annan, þannig að oddarnir hverfa, nema á þeim efsta. Jólablað eða þunna bók má vefja innan í silkipappír, þann- ig að böggullinn líti út eins og „knallsprengja“ með stóra papp írsdúska á endunum. Hugmyndin með teninginn á xnyndinni er einnig góð, en þá yerður maður að hafa ferhyrnd- ian kassa. Þjer getið sjálf fundið fleiri hugmyndir, og ánægjan við að búa út gjáfirnar verður ennþá liieiri, ef þjer gerið það á frum- legan og skemmtilegan hátt, $em þjer vitið að mun vekja aðdáun viðtakenda. • MATUR - Ljúffeng! jólabrauð Rúsínustengur. EF ÞJER eigið rúsínur, ættuð þjer að reyna þessar góðu kök- ur. Sjerstaklega börnin munu yerða hrifin af þeim. 100 gr. smjörlíki. t 50 gr. sykur. Vz egg. I 125 gr. hveiti. Rúsínur, möndlur. í Dálítið hunang eða siróp. Blandið hveitinu, sykrinum Ög egginu saman. Skiptið deig- Inu í tvénnt. — Fletjið hvort- tveggja út. Hakkið möndlurnar og blandið þær og rúsínurnar með dálitlu sírópi eða hunangi, svo að þær hangi saman. Smyrj ið þeim svo út yfir annan hluta deigsins og leggið hinn hlutann yfir. Skerið þetta svo niður í, iBmástengur. Penslið þær með eggjum og stráið sykri á. Bak- ið við góðan hita uns deigið er orðið stökkt. — Stengurnar eru jSestar nýbakaðar. ServieHa á kökufatið Eftir cand. pshych. Grefe Janus Þegar börnin fara að lesa drengja- og telpnabækur, verð- ur framleiða þau fjölda af eftirlíkingum. Hinn stuttara- legi og þurri stíll hverfur. Sög- urnar segja nú ekki aðeins frá drengjum og stúlkum, hundum og köttum, hestum og kúm. Nú koma þar fyrir vondar stjúp- mæður, lögregla, sjóræningjar, flótti og spennahdi viðburðir. Venjulega eru sögurnar því verri því eldri sem börnin eru. Samlíkingin við raunverulegar bækur og hin vaxandi sjálfs- gagnrýni kemur í ljós og hefur sín áhrif. En er þetta mikið skólunum að kenna. Þeir kæfa hugmyndaflug margra lítilla stílista með því að gefa ákveð- in efni, sem oft eru hörmulega hugmyndasnauð, til þess að ekki sje sagt heimskuleg, og með því að leiðrjetta og leið- rjetta, til þess að fá mál barns- ins til þess að verða nákvæma eftirlíkingu fyrirskipaðra stíl- æfinga. Lítil setning um konuna Konan gefur okkur gull lífs- ins — en hún heimtar það und- antekningalaust aftur í smá- peningum. Oscar Wilde. ÞESSI fallegi, litli jólaengill er búinn til úr hvítum karton- pappír. Á hann eru málaðar litlar blómamyndir, en einnig má hafa hann alveg hvítan. — Fíngerðar hvítar serviettur með blúndumunstri eru hafðar í geislabaug, kraga, og undirkjól, sem stendur niður undan. Á höfuðið, sem er lítil kúla, ann- aðhvort úr trje, gipsi eða mynda leir, er málað andlit og hár. Það má gera með olíu- eða vatnslitum, en einnig með venju legu bleki. Vængirnir eru klippt ir út úr pappírnum og límdir á að lokum. Svona engill á jóla- borðinu leggur sinn litla skerf til jólagleðinnar. „KENNARI, mig langar til að skrifa sögu,“ segir Erlingur í 2. bekk. Hann fær pappír og blað og eftir margra mínútna strit, sem er umvafið dular- fullum leyndardómsblæ, er verkinu lokið. ,,Þú mátt gjarnan lesa hana upphátt fyrir bekkinn," segir hann rjóður með uppgerðar hógværð. „Það var einu sinni lítill api, og hann hjet Jokum.“ Punktur, basta. Þetta er ekki mjög löng saga eftir mælikvarða íull- orðna fólksins, en fyrir rithöf- undinn sjálfan er þetta aftur á móti nóg. Ef til vill kalla þessi orð fram í huga háns svo marg- ar lifandi myndir af apanum, ef til vill hefur skeð svo mikið innan í honum á meðan „verk- ið“ varð til, að honum finnst þetta í raun og veru vera löng saga. Börnin okkar — Vandamál foreldranna l^egar þau semja JóiaengilL sem við getum búið fil sjálf Löngunin til að semja smitar hin börnin. Bráðum er allt orð- ið fullt af stuttum sögum, sem allar byrja á „einu sinni var.“ Fyrr eða síðar taka önnur áhugamál við af lönguninni til að semja. Það verður Jangt hlje, sem skáldskaparþráin sef- ur í, þangað til hún vaknar aftur einn góðan veðurdag, og Finnur í 3. bekk framleiðir eft- irfarandi: „Það var einu sinni drengur hann hjet viggo hann sat úti í garði og var að negla spýtu og svo kom drengur og tók spýtuna og viggo barði hann með hamrinum svo að hann fjekk kúlu á höfuðið og varð að fara til læknis." Sko, þetta var regluleg saga, eins og H. C. Andersen segir, Frumleg í efnisvali, raunsæ og sögð í eins f áum orðum og mögu legt er. Áheyrendurnir í bekkn- um eru yfir sig hrifnir. Og nú Síðan koma á kreik f jölda marg ar eftirlíkingar, því að næstum eftirlíkingum, því að næstum allar sögurnar, sem samdar eru, fjalla um drengi, sem slá hvorn annan í höfuðið. En litli maðurinn, sem fjekk hugmyndina fyrst, kemur með aðra nýja. Hjer er næsta sagan hans. „Jeg á frænda hann heitir Billi, hann sagði Við mömmu sína að hann ætlaði niður að höfn að tína kol það gera hinir strákarnir því að þeir tína þau þar sem þau detta af bílunum. í gær fjekk hann fullan poka.“ ÞESSI servietta er falleg jóla- gjöf og auðvelt og fljótlegt að búa hana til. Efnið i hana er lítill bútur af þunnu, hvítu efni og ein hnota af heklugarni D. M. C. Heklunálin, sem er notuð, er nr. 10. Klippið efnið hring- laga í þeirri stærð, sem þjer óskið, og saumið mjóan saum allt í kring. Stingið heklunálinni niður í kantinn og heklið eina umferð af fastahekli allt í kring. Ef efnið er óþjált, getið þjer fyrst búið til göt á það fyrir heklu- nálina með saumavjel, sem þjer setjið í grófa nál. Önnur umferð: Heklið eina fasta lykkju, fitjið síðan upp þrjár lausar, bregðið þeim nið- ur í næstu lykkju og heklið eina fasta. Haldið þannig áfram um- ferðina á enda. Þriðja umferð: Iíeklið eina fasta lykkju um lausu lykkjurn ar í innri umferðinni, takið síð- an fjórar lausar, síðan eina fasta í næsta lauf, og heklið þannig áfram umferðina á enda. Haldið svona áfrarn og bætið alltaf við einni lausri lykkju í laufin fyrir hverja umferð, þangað til blúndan er orðin 7 cm breið. Stífið þá serviettuna og strau ið blúnduna og þá lítur hún út eins og á myndinni. Við hljótum að vera. sammála um að hún er falleg, og hver húsmóðir hlyti að verða glöð að fá hana i jólagjöf, ekki síst frá litlu dóttur sinni, sem er að byrja að læra að hekla og sauma. Skemfiieg bók effir Oscar Clauseit NÝLEGA kom út bók eftir Óscar Clausen, rithöfund, sem nefnist Ævikjör og aldarfar, útgefandi er Iðurtarútgáfan. í bókinni eru . fjórir þællír um fjölbreytt söguleg efni. —— Kaflaheiti eins og Útlagarnir í Víðidal, Gamalt ástarævin- týri, Fyrsti framkvæmdarstjcci Eimskipafjelags íslands <, g Síldin í Faxlaflóa, sýna ;.3 þættirnir grípa á mörgu og ó- skyldu þannig, að segja má '5 , eitthvað sje fyrir alla. | Óscar Clausen er vinsæll r:t- höfundur og fyrirlesari svo að hann þarf ekki kynningar við. En í þessari bók kemur greir.i- lega fram sá höfundarsvipur, sem orðið hefur Clausen drýgst ur til vinsælda, en hann er síi, að geta látið mikið speglast í litlu, bregða upp svipmyndum, sem gefa í stuttu og skemmti- legu máli útsýn til margxa hliða. Þetta kemur vel fram í tveimur þáttum um Jón Sig- urðsson forseta. Er annar um afskipti hans af tveim íslensk- um prenturum. sem lentu á villigötum í Höfn og hinn un> erindisrekstur Jóns fyrir pró- fastinn á Svalbarði í Þistil- firði. Það var auðvitað alkur n ugt áður hve Jón forseti var hjálpsamur við landa sína í Höfn, en þessi stutti þáttur Ó- C. um prentarana tvo skýrir frá þeirri hlið á starfi forset- ans betur en langt mál og margar skrár og skýrslur. —• Þátturinn um forsetann í-g prófastinn sýnir í skýrri < :í skemmtilegri mynd hvernig Jón Sigurðsson rækti það að vera raunverulega íslenskur sendiherra, konsúll og verslun arerindreki landa sinna án launa og embættisheitis. Þá er þátturinn af Stefáni land c g bæjarfógeta Gunnlaugssyr.i ekki ómerkilegur, þó stuttur sé. Stefán Gunnlaugsson er vafa laust einhver merkilegasti em- bættismaður, sem í Reykjavík hefir setið fyr og síðar. Stefáni blöskraði danska valdið í bæn- um og gerði ýmsar ráðstaíanir til að vekja bæjarbúa af sveiri og hrista danska klafann af sjer. Þann 7. febrúar 1848 Ijet Stefán trumbuslagara sinn fara um bæinn hrópandi boðskap, sem var óvenjulegur. n trumbarinn sló trumbu sína sjerstaklega fast og rösklega þennan dag og hrópaði 1 si- fellu: „íslensk tunga á við í íslensk um kaupstað, hvað allir at- hugi“. Stuttu síðar var Stefán kúg- aður til að láta af embætti. Bók Clausens er skemmtileg. Það leiðist áreiðanlega engum, sem hana hefur í hendi og í stuttum lýsingum er þar brugð ið Ijósi yfir mikla menn og atburði og þung örlög. E. Á. Mitiiiitimtiiinnmitmt wiitniiiiiimiiiinHmiiniii Eum : SÖLUBÚÐ, VIÐGEHBIR, VOGIR I Reykjavík og nágrermi láKura við sjálfwrkar béðarvogir á meðan á viðgerð stenJur. Ólafur Göíc.on & Cn. h.f. Hverfisgötu 49. Simi 81370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.