Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. des. 1949. MORGXJTSBLAÐIÐ íslendingar sprengja fiskmarkaðinn Frh. af bls. 6. miðunum hlaðin af fiski án þess að fá nokkuð í staðinn. Þessi er- lendu veiðiskip nota vita okk- ar og radiovita, fara sum á hafnir okkar eftir þeim, til að liggja af sjer veður, án endur- gjalds. Þurfi hinsvegar skipin aðstoðar við úr landi, þá greiða þau milli 2—3 krónur á hvert nettó tonn í afgreiðslu- og vita- gjald, auk hafnargjalda. Loftbrúin. Bretland og Ameríka höfðu 35 km. breiða loftræmu til að flytja nauðsynjar til hernáms- svæða sinna í Berlín, aðrar sam gönguleiðir voru þeim lokaðar á tímabili. Getum við ekki tek- ið okkur fisknámssvæði og bannað öðrum en íslenskum skipum að fiska þar? Flugvjel- ar sem lenda ætla í ókunnum löndum, verða að sækja fyrir- fram um leyfi til að lenda, en veiðiskip, sem nota gullnámur á sjó úti, þurfa ekkert leyfi. Þeir koma og fara án þess að tilkynna komu sína, en skilja eftir uppurir. fiskímið. Áróður. í þýskum blöðum og útvarpi hefur upp á síðkastið verið skor að á fólkið að kaupa ekki fisk veiddan af íslenskum skipum. Sennilega er þessi áróður kom- inn frá þýskum útgerðarmönn um, sem gera sjer ekki ljóst, frekar en samherjar þeirra í öðrum löndum, að íslendingar eru sú, þjóð, sem eftir stærð. kaupir og flytur inn meira, magn á íbúa en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þessa stað- reynd vilja þessir menn hvorki sjá nje heyra. En viðkomandi stjórnir, sem hafa í höndunum skýrslur um inn og útflutning okkar, líta á málin frá annari hlið. Þeir vita, að þegar íslend- ingar gera verslunarsamning við einhverja þjóð, þá kaupa þeir aðrar vörur í staðinn, sem þá getur verið gott að selja út úr landinu og fá í skiptum matvöru. Það er ekki stórfrjett, þó fyrir um þrem vikum land- aði íslenskur togari afla sínum í Þýskalandi. Gekk állt að ósk- um og eftir að hafa tekið vistir til túrsins fór hann. Þegar þeim kom og skipið var næstum ferðbúið í aðra veiði- för, kom þýskur togari og lagð- ist utan á hann. Einn skipverjá kom undireins að máli við skip- stjórann og sagði honum, að sitt skip hefð'i selt afla sinn í sömu höfn og sama dag og hann og af því að íslenski togarinn hefði einmitt landað afla sínum á sama tíma, hefði skipverjinn skaðast um 100 mörk og krafð- ist að skipstjórinn á íslenska togaranum greiddi sjer þessi mörk. Það skal tekið fram, að þýski skipverjinn var ekki alsgáður, en sagt er ,,öl er innri maður“. Þessu eigum við von á og hef jeg hvergi sjeð að þessum mönn um þyki neitt fyr-ir frekar en öðrum, sem fiskveiðar stunda íjer við land, þótt útlendingar hafi eyðilagt íslensk fisklrhið, Það hafa þeir gert og má þar vitna til fyr 1 þessari grein. hvernig landhelgin var eyði- lögð og jafnframt þeim búsyfj- um sem íslenskir fiskimenn urðu fyrir er þeir sáu á eftir aleigu sinni í veiðarfærum í botnvörpur erlendra veiðiskipa og svo stóðu heimilin eftir bjarg arlaus. Þarna var tekinn skatt- ur af bláfátækum íslenskum fiskimöhnum, sem enga afkomu höfðu aðra en að sækja á sjó- inn björg fyrir heimilið, sem svo var útilokað um lengri eða skemmri tíma, eftir að veiðar- færin voru komin í botnvörpur érlendra togara. Jeg skora á einhverja, sem þessa grein lesa, að skrifa í blöðin, hvernig tog- arar ljeku línur fiskimanna úr Ólafsvík áður fyrr og þá sjer- staklega að taka upp það sem bókað hefur verið um málið. Það er vel þess vert, að það sje rifjað upp. Ameríka. Á síðastliðnum vetri buðu Japanir fram að stofna amerískt japanskt fjelag til laxveiða á Kyrrahafsströndinni, þar sem tækin og tæknin kæmi frá Ameríku, en allir sem vinna ættu við framleiðsluna frá Jap- an. Með þessu væri hægt að tryggja mikið ódýrari fram- leiðslu og meiri ágóða sökum þess, að vinnulaun í Japan væru mörgum sinnum ódýrari en í Ameríku. Þess utan mundi slíkt fjelag hafa algjör yfirráð á heimsmarkáðsverðihú. Jeg sá að skrifað var um þetta í amerískum blöðum og alft á einn veg, að þarna væru Jap- anir að reyna að taka vinnu frá amerískum borgurum með því að bjóða sína eigin vinnu fram fyrir mikið lægra verð. Þeir hafi gert þetta fyrir stríðið, en vonandi tækist þeim það ekki nú. Ameríska fiskimenn langar ekkert sjerstaklega til að Jap- anir sæki fiskinn að þeirra ströndum eins og þeir gerðu íram að 1940 og bjóði hann svo fyrir mikið lægra verð á heims- markaðnum, en þeir geta sjálfir framleitt hann fyrir. Að þessu leyti hagar afar líkt til hjer og í Ameríku. Erlendar þjóðir sækja fiskinn til okkar og geta framleitt hann með lægra verði en við getum. Svartfuglinn. A sínum tíma mun dr. Bjarni Sæmundsson hafa haldið því fram, að togaraflotinn væri síst hættulegri bolfiskstofninum en bjargfuglinn og geti einn svart- fugl innibyrgt jafn mörg lífhæf nytjafisksseyði á hálfum mán- uði sem hálfur vertíðarafli eins togara var þá. Sje rjett með far- ið, þá er hjer um hreint innan- ríkismál að ræða, sem mætti verða aðalmál fiskifræðinga okkar. Reynist það rjett að bjargfuglinn brjóti svona stórt skarð i stofninn, er fylgir straumnum norður á bóginn um og fyrir varptímann, þá væri það áta^c margra nefnda vert, þótt jafnvel þyrfti að herja með eiturhernaði á svartfuglinn yf- ir varptímann í fuglabjörgum landsins. Jeg hef reynt af veikum mætti að draga fram staðreyiMl ir sjeð frá sjómannsins hlið um, hvernig fiskimiðin við strendur landsins eru að ganga til þurrð- ar, sökum ágengni útlendinga og beini til þeirra sem vel geta fært í letur kröfu okkar íslend- inga um 50 mílna landhelgi cð5 taka sjer sem flestir penra-a hönd og Ijá þessu máli mái- anna lið. Siómaður. Þetfa má nú kalla próf-skelk! KAUpMANNAHÖFN: — Geð- veikralæknar í Kaupmanna- höfn hafa um þessar mundir pilt einn til athugunar, sem ekki er í frásögur færandi út af fyrir sig. Svo er mál méö vexti, að pilturinn, sem er 1»7 ára og nemandi í skóla, taloi sigViundu falla á lokaprófínu, en það stóð fyrir dyrum. Ttil þess að binda endi á öll vand- ræðin að minnsta kosti um sinn, þá gerði kauði tilraun tíil að kveikja í skóla sínum, os> það er háttarlag, sem þeim •<> Danmörku finnst sennilega eitthvað bogið við. — Reuter. BEST AÐ 4UGLTSA I MORGUNBLAÐIIXU 1 erkir slendinaar í nýju bókinni IVIerkum Éslend- ingum eru ævisögur 16 íslenskra afburðamanna Bókin Merkir Islendingar hefir að geyma áhrifamikinn þátt iir sögu íslensku þjóðarinnar. Ævisögur frumherjanna í menningar og at- vinnulífi þjóðarinnar hvetja eftirkomenduma til framtaks c.g dáða. Þeir, sem unna þjóðlegmn fróðleik og hafa ána'giu af skemmtilegum frásögnum munu lesa Merka íslendinga sjer til gagns og gamans. Merkir íslendingar eiga að vera til á sjerhverju íslensku heimili. Merkir Islendingar eiga að vera öndvegisrit, sem jafnt ungir sem gamlir vilja eignast, því að það ev i senn skemmtileg bók og varanleg éign. ókiellsútgáian

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.