Morgunblaðið - 06.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1951, Blaðsíða 6
•f n « >, 11 /V If L A H f * * Föstudagur 6. júlí 1951 jjjfiM&' Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*- Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Ujarfleg stefna og raunhæf í ALMF.NNRI yfirlýsingu, er þing Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna, sem nýlega er lokið á Akureyri, gaf út í ávarpsformi til íslenskrar æsku er mörkuð af- staða samtakanna til þjóðmál- anna í dag og þeirra vandamála, sem þjóðin stendur nú gagnvart. Þar segir m.a að ungir Sjálf- stæðismenn telji þetta þrennt mikilvægast: „1. Að tryggja sem best sjálf- stæði þjóðarinnar. 2. Að vernda persónufrelsi borg aranna. 3. Að halda markvist áfram á þeirri braut að tryggja öllum landsmönnum lífvænlega af- , komu og þau skilyrði til andlegr- ar og líkamlegrar þroskunar, sem menningarþjóð sæmir“. í sambandi við fyrsta atriðið er síðan rætt um það, að frelsi og sjáifstæði hinnar íslensku þjóð- ar hafi verið ógnað af erlendu kúgunarvaldi og innlendum erindrekum þess. Vegna þess að við höfum ekki verið þess megn- ugir að verja sjálfir land okkar hafi ekki verið annars úrkostar en að leita stuðnings vinveittra þjóða um sendingu varnarliðs til iandsins. Um þær ráðstafanir seg ir á þessa leið í yfirlýsingunni: „Ungir Sjálfstæðismenn játa nauðsyn þessara varnarráðstaf- ana en harma um leið, að hin friðar- og frelsisunnandi ís- lenska þjóð skuli vera neydd til að grípa til þessa neyðarúrræðis til að tryggja öryggi sitt. En sök- ina á því á hin kommúnistiska hsimsvaldastefna, sem með of-® beldisaðgerðum sínum hefur neytt frjálsar þjóðir til þess að hefja stórfelldan vígbúnað til varnar öryggi sínu og frelsi“. Ungir Sjálfstæðismenn líta raunsætt á afstöðu lands síns. Þeir eins og allir góðir íslend- ingar hefðu að sjálfsögðu kos- ið það helst að friður og öryggi ríkti í heiminum og einskis viðbúnaðar væri þörf. Það hefðu allar hinar vestrænu Iýðræðisþjóðir, sem nú hafa myndað með sjer varnarsam- tök einnig kosið. En ástandið er því miður ekki þannig. Þar ríkir hvorki friður nje öryggi. Þess vegna verða frelsisunn- andi þjóðir að leita sjer skjóls í varnarsamtökum, sem hafa það takmark eitt að standa vörð um þær hugsjónir og þau mannrjettindi, sem gefa lífi frjálsra manna gildi, persónu- frelsi einstaklinganna og sjálf stæði þjóðanna. Það er einnig ósk lýðfrjálsra þjóða að þetta hættuástand í al- þjóðamálum standi sem skemmst og að nýir og betri tímar renni hið fyrsta upp. Um hið síðasta hinna þriggja meginatriða í stefnuyfirlýsingu ungra Sjálfstæðismanna segir svo j ávarpinu: „Ungir Sjálfstæðismenn leggja á það megináherslu, að sjerhver vinnufær maður hafi atvinnu við sem arðbærust störf fyrir þjóðar- heildina, og að hver sá þjóðfje- lagsborgari, sem vegna aldurs eða sjúkdóma er ekki vinnufær, njóti það ríflegrar aðstoðar úr al- mannasjóðum, að hann þurfi ekki að búa við skort. Þingið tel- ur skylt að þakka Bandaríkjun- ájm fyrir þá miklu efnahagsað- stoð, sem íslandi hefur verið veitt, en bendir um leið á þá stað- reynd, að íslenska þjóðin getur þúí aðeins verið efnahagslega •'sjálfstæð í framtíðinni, að hún KEFLAVÍKUHBRJEF geti lifað á eigin framleiðslu og vinnu“. Ungir Sjálfstæðismenn hafa með þessari yfirlýsingu sýnt að stefna þeirra mun framvegis sem hingað til byggjast á frjálslyndi og víðsýni. Það er skoðun þeirra að fjelagslegt öryggi, fullkomnar elli- og sjúkratryggingar o. s. frv., verði að byggjast á blóm- legum atvinnuvegum, sem arð- bærustum störfum fólksins í eig- in þágu og þjóðarheildarinnar. Allt starf Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum hefur hnig- ið að þvi að skapa þennan grund- völl fjelagslegs öryggis og að við- halda honum. Það er einnig rjett hjá ungum Sjálfstæðismönnum að þó efna- hagsaðstoðin frá Bandaríkjunum hafi haft gífurlega þýðingu til góðs fyrir íslensku þjóðina þá hlýtur hún þó fyrst og fremst að stefna að því að geta í framtíð- inni lifað á eigin framleiðslu og vinnu. Það er líka aðaltilgangur hinnar stórfelldu efnahagsaðstoð- ar hins nýja heims við Evrópu. j Ávarp ungra Sjálfstæðis- manna til íslenskrar æsku ber það allt með sjer að sam- tök þeirra skilja þarfir þjóðar sinnar og hafa markað sjer djarflega en raunhæfa stefnu í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins og andlegu og efna-' legu frelsi fólksins. Vopnahlje í Kóreu! HINN 29. júní s.l. var Ridgway, hershöfðingja Sameinuðu þjóð- anna í Kóreu, veitt umboð til þess að hefja viðræður um vopna hlje við kínverska kommúnista og Norður-Kóreumenn. — Lagði hershöfðinginn þá til að þessar umræður yrðu þegar hafnar. En samningar um vopnahlje hafa dregist. Kommúnistar Ijetu, sem þeir væru ekki ákafir í að hefja þá. Nefndu jafnvel að best væri að bíða í hálfan mánuð, til 10.—15 júlí. Meiri var áhugi friðardúfnanna ekki fyrir að stöðva blóðsúthellingarnar í Kór- eru!!! Ástæða þessa dráttar er al- mennt talinn vera sú að komm- únistar vilja í lengstu lög reyna að dylja þá staðreynd að þeir hafa tapað í Kóreu. Þeir vilja leyna þjóðir Asíu þeim beiska sannleika að árásin á Suður- Kóreu hefur verið brotin á bak aftur. Kínverskir kömmúnistar óttast að hrakfarir þeirra og hið gífurlega tjón, sem þeir hafa beð- ið í viðskiptum við heri Samein- uðu þjóðanna, valdi þeim mikl- um álitshnekki, bæði heima fyrir og meðal annara Asíuþjóða. En Pekingstjórnin og Moskva gera sjer ljóst að ofbeldi þeirra hefur verið brotið á bak aftur. Áframhald Kóreustríðsins er gjörsamlega vonlaust fyrir kommúnista. Það hefur nú orðið að ráði að fyrsti umræðufundur full- trúa S. Þ. og kommúnista um vopnahlje verði n.k. sunnu- dag. Má því gera ráð fyrir að senn dragi að ófriðarlokum í Kóreu Fagnar hinn frjálsi heimur því að ofbeldið skuli hafa verið brotið á bak aftur. En lýðræðisþjóðirnar munu verða varar um sig framvegis. Þær vita, hvers þær geta vænst af ofbeldisstefnu komm únista, hvar og hvenær, sem hún þorir að láta á sjer bæra. SlÐAN vertíð lauk hefur atvinnu- lífið og framleiðslustörfin gengið með besta móti. Togarinn Kefl- víkingur hefur að staðaldri lagt hjer á land milcinn karfa til fryst- ingar. Aðrir togarar hafa cinnig j lagt hjer á land afla sinn, svo vinsla frystihúsanna hefur verið nær því stöðug. Strax um lok fóru nokkrir bátar á lúðuveiðar og hef- ur þeim einnig gengið vel. Það var fallegur afli, sem „Jón Guð- mundsson“ kom með að landi fyrir I nokkrum dögum — 17 tonn af 1 stór lúðu, sem veiddist á G sólar- hringum, var verðmæti þess afla nær 90 þúsund krónur, sem allt að því tvöfaldast í útflutnings- verðmæti. Nú eru bátar óðast að fara norð- ur til síldveiða. Þrátt fyrir 6 ára raun, er ennþá' lagt af stað til Norðurlandsins og ennþá eru sjó- menn vongóðir og óbugaðir, enda er nú til mikils að vinna ef síldin lcemur. Nokkrir bátar ætla sjer ekki að taka þátt í happdrættinu fýrir Norðurlandi, heldur halda sig hjer á heimaslóðum og reyna reknetin í Faxaflóa — en ef sú silfraða kemur, þá cr valt að treysta því að netjakapallin haldi, því ef síldin kemur, má í sumar rjetta við 6 ára hallæri. LANDSHÖFN í Keflavík og Njarðvíkum cr landshöfnin mesta áhugamál íbú- anna hjer syðra, en víða annars- staðar er áhuginn minni og hvað minstur hjá yfirstjórn þessara mála, eða sjerstaklega hjá vita- málastjóranum, sem mestu völdin hefur í hafnarmálum landsins. Það verður óþokkaleg saga þegar þau mál verða rakin sundur, cn það verður ekki gert hjer að þessu sinni, heldur látið nægja að tæpa á sögunni um kerin. Fyrir 2—3 ár- um síðan var hægt að fá mikil steinker úr innrásarhöfnum Eng- lendinga og var fastlega lagt að vitamálastjóra, sem þá var ráð- herra þessara mála með hitt em- bættið í vasanum, að fá slík ker í Keflavíkurhöfn . Þrátt fyrir harðfylgi heimamanna varð engu um þokað. Ráðherran sagði kerin ónýt og að aldrei skyldu þau til íslands koma og þar við sat. Dunö að var við að steypa smáker hjer hcima. Sum komust niður en önn- ur brotnuðu og hafnleysið var stöð ugt vaxandi vandamál. Svo var farið að bjóða til sölu birgða- skemmur og verkafólksíbúðir sem byggt var í fyrsta spretti. Svo gerast umskipti snögg í „Kera- mikkinni". — Sjálfur flýgur fyr- verandi ráðherra og vitamála- stjórinn til útlanda og kaupir 2 af hinum bannfærðu kerum og læt- ur í snarheitum draga þau til íslands stranda og lenda þeim — í Hafnarfirði — við garðinn sem ekki sökk! Fleiri undur hafa skeð. Nú mun Emil Jónsson vera hættur að hafa í heitingum við kerin og kvað ætla að láta sjer á sama standa þó að Landshöfnin í Keflavík fái eitt ker — ef tekst að ná því upp af botni, þar sem því var sökkt við Belgíustrendur. 1 utanreisu sinni hefur Emil Jónsson einhvemvegin komist að því að kerin væru ekki svo bölvuð, sem hann áður taldi — gárungarnir segja að hann skilji betur „belgisku" en hafnar- mál Suðurnesjanna. ÖSKUHAUGAR KEFLVÍKINGA Fyrir nokkru síðan var einhver kommúnista spíran að senda okk- ur tóninn fyrir sóðaskap í Kefla- vík. Frá mínum bæjárdyrum sjeð er það landráðahysla lítilla svara vert og sem betur fer erum við Keflvíkingar blessunarlega lausir við þann sóðaskap sem af komm- únistum leiðir. Margt mætti betur fara í um- gengni og útliti bæjarins þó sýni- leg framför sje nú með ári hverju. Öllu sorpi er nú ekið inn á Voga- stapa og því rent þar fyrir björg, gamlir haugar hafa verið kaffærð- ir eða þeim ekið burt, utan einn, sem er út við Garðveg. Mun haug- ur sá vera í landi Gerðahrepps og því óvíst hvorum ber að hreinsa, en jafn Ijótur er haugur-j inh samt. Það sem mest skemmir útlit Keflavíkur eru hinar hálfbrotnu girðingar og gaddavírsflækjur kríngum hús og grasbletti fólks- ins. — Svo er mál með vexti að fáum mönnum hefur haldist uppi með að ala nokkrar kindur á gras- bleítum og skrautblómum annarra manna. Þessar kindur eru í mikilli vanhirðu, ekki einu sinni hirt af ! þeim ullin eða hii't um hvar þær 1 ganga til beitar. En þær hafa þó sett sinn svip á bæinn, með því að! gera síhækkandi girðingaræfla nauðsynlega og með því að jeta algjörlega upp skravitblóm, trjá- plöntur og matjurtir og síðast en ekki síst allan ræktunaráhuga fólksins. Það er óreiknað dæmi hvað þessar kindur hafa kostað íbúa Keflavíkur. En það cr mikið fje, sem allir þeir kílómetrar af girðingum kosta, sem vefja sig kringum húsin og lóðirnar og milc- ið fje hefur farið í blóm og plönt- ur, sem fjöldi fólks hefur reynt við ár eftir ár, þó að oft hafi allt verið jetið upp að morgni eft- ir að niður var sett. — Svo hanga brotnar og ryðgaðar girðingar kringum nagaða og vanhirta bletti, sem alveg er tilgangslaust að reyna að verja nema með einhvers- konar víggirðingum. Því kindurn- ar í Keflavík eru svo sprækar af sínu kraftfóðri að þær stökkva ljettilega yfir 1,20 metra girðing- ar. Og alltaf fer þeim fram. FRiÐUN SKAGANS Þau gleðitiðindi hafa borist, að þetta, sauðfje á Suðurncsjum lifi sitt síðasta sumar, að í.haust muní eiga að slátra því öllu vegna mæði- veikivarna. Ef ekki tekst að friða skagann fyrir sauðfje, þá verður að gera þá kröfu til bæjarstjómar Keflávíkur að sauðfjárbeit innan bæjarins verði með öllu bönnuð og bæjarlandið rammlega girt til að verjast ágangi af íje nábúanna. Þessar fáu kindur, sem hjer ganga á götunum eru ekki aðalatvinna eða viðurværi nokkurs manns, Enda þó svo væri, verður að finna önnur ráð, en að beita fjenaðinum á skrautblóð og matjurtir manna. Þegar við 'osnum við kindumar verður Keflavík ekki lengi að taka breytingum til hins betra hvað út- lit snertir. — Girðingarnar hverfa eins og dögg fyrir sólu og gras og annar gróðui’ fær að vera í friði og áhugi fólksins fyrir fegr- un bæjarir.s vaknar á ný. Stórfelld ræktun á skaganum cr ánnað og meira mál, en algjör friðun fyrir sauðfje, en fyrsta skrefið að því draumalandi. Frímerki S. Þ. S. Þ., 3. julí — 1 Bretlandi og Hollandi er nú verið að prenta frímerki S. Þ. Verða þau letruö 11 tungumálum. —Yikverji skriíarr —---- (JR DAGLEGA LÍFINU ísinn á íslandi UTLENDINGUR, sem hjer var á ferð snemma í vor, hafði orð á því hve sjer findist skrýtið, að sjá mcnn borða rjómaís á götun- um í Reykjavík. — Hann átti fremur von á því, að kaffivagnar væru á cðru hverju götuhorni, sem seldu vegfarendum sjóðandi heitt kaffi, eða aðra hressingu í kuldanum. Og það er rjett, að það er furS- anlega mikið selt af rjómaís hjer í bænum. Ef menn ganga eftir aðalgötum borgarinnar á kvöld- in sjá þeir fjölda manns, sem borðar rjómaís með bestu lyst. Vara, sem hefur batnað RJÓMAÍSINN er vafalaust mönnum meira sælgæti, en að þeir ætli sjer að kæla sig, eða svala sjer á honum vegna hita. — Og nú er svo komið, að rjóma- ísinn, sem seldur er hjer í veit- ingahúsum og sælgætisbúðum er ágætis vara. En það er meira en hægt var að segja um rjómaísinn fyrir nokkrum árum. Þá var það algengt, að ísinn væri að mestu leyti frosið sykur- vatn með einhverjum gulum lit. — En vegna eftirlits og einnig vafalaust vegna þess, að íssalar hafa sjeð sjer hag í því, er nú svo komið, að rjómaísinn er betri, bæði frá heilbrigðis- og næringarlegu sjónarmiði sjeð. Fitumagnið eins og það á að vera ÞAÐ mun nú vera hrein undan- tekning, ef rjómaís, sem seld- ur er til almennings inniheldur ekki tilskilið fitumagn. Betra hreinlætis er nú gætt í fram- leiðslu hans en áður var, svo að bakteríur eru- færri í tveggja krónu ísskammti nú, en var í 25 aura virði áður. (Það er sama mggni). Það, sem hjer hefur verið sagt um r jómaísinn er ekki í þeim' til- gangi gert, að auglýsa fyrir ís- framleiðendur. heldur til að benda almenningi á, að með auknu eftirliti hæilbrigðisyfir- valda bæjarins og kröfum al- mennings, fær fólk nú raunveru- lega meira og betra fyrir pening- ana en óður. Undir smásjánni SJALDAN hefur verið jafn gest- kvæmt á friðartímum í bæn- um og undanfarna daga og enn er von á gestum. Mpð Gullfossi kom fjöldi erlendra gesta í gær- morgun og á mánudaginn kemur er von á fyrsta stóra skemmti- ferðaskipinu frá Ameríku með nokkur hundruð ferðamenn, sem þó standa ekki við nema einn dag. • Það má því segja, að Reykvík- ingar verði undir smásjá hins glögga gestsauga næstu daga og vikur og það er ekki alveg sama, hvaða orð þessir gestir okkar bera okkur er heim kemur. Að minnsta kosti sárnar okkur, er við heyrum það utan að okkur, að erlendir gestir segi sitthvað misjafnt um land og þjóð. Þurfum ekkert að óttast EN SEM betur fer þurfum við ekki að óttast, að heiðarlegir menn, sem okkur sælcja heim, geti nokkuð út á okkur sett, ef við högum okkur eins og við eig- um að okkur að vera. Það er að vísu ekki neinn sjer- stakur sómi, að því hvernig búið er að nokkrum byggingum í bæn- um, sem komnar eru að falli og hafa ekki komist í kynni við málningu eða vatn pg sápu ára- tugum saman. Veslingarnir í Hafnarstrætinu og á Skúlagötunni verða heldur ekki til neins sóma. — En það eina. sem þarf verulega að ótt- ast, er tiltölulega nýr ósiður. Sníkjur krakka ITNDANFARIÐ hefur það farið J í vöxt, að krakkar hafi elt út- jlendinga og sníkt af þeim baeði ipeninga og annað. — Eru það j aðallega hermenn, sem verða fyr- , ir slíkri áreitni unglinganna, sem hafa komist að því, að hermenn eru gjafmildir á sælgæti og smó- peninga. Það væri ekki gaman að því, þegar ferðamannaskipið kemur, ef ferðafólkið fengi ekki frið fyr- ir sníkjum og annari áreitni. Hinir herskáu ungu karlmenn okkar, sem vex ásmeginn, ef þeir bragða dropa af víni, ættu sóma lands síns vegna, gð neita sjer um að bjóða erlendum “erða- mönnum úti í „eina bröndótta", eins og komið hefur fyrir hjer í bænum ekki alls fyrir löngu.,'— Það er ekki víst að friðsamir ferðalangar skilji þann glínru- skjálfta1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.