Morgunblaðið - 04.10.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1953, Blaðsíða 2
■ MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 4. okt. 1953 Leikféiag Hveragerðis sýnir „Húrra krakka" í 30. sinn Eimdæmi mun að leikiélag ufan Rvíkur hafi svo margar sýningar á sama leiknum. Sðmlai við iciksfiérann, frú Magnei! Jéhannesdóllur 9? VAKI kk X.EIKFÉLAG Hveragerðir sýnir gamanleikinn „Húrra Krakka", eftir Arnold og Back í Iðnó í dag jkl. 3 og 8. Kvöldsýningin er 30. .sýning leiksins og jafnframt sú síðasta. Það mun einsdæmi, að lékfélag utan Reykjavíkur sýni sama leikinn svo oft og má nokk- •uð af því marka, hverjar vin- saeldir leikurinn hefur hlotið. Blaðið átti í gær tal við leik- sttjórarm, frú Magneu Jóhannes- dóttur, en hún er reykvískum leikhúsgestum að góðu kunn frá ■fyrri tíð. — Ég lék mitt íyrsta hlutverk í Iðnó, undir stjórn Indriða "Waage, sagði frúin. Það var í jplaleikritinu ,,Flónið“ árið 1929 —30. Næstu 9 árin lék ég að stað- aldri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og auk þess aðalkvenhlutverkið í „Fornum dyggðum“ 1938. — Lögðuð þér þá leikstarfsem- ina á hilluna? — Já, að mestu Ieyti, en þó .æfði ég nokkur ieikrit með fé- lögum í Borgarfirði á meðan ég ■var búsett þar. í HVERAGER.ÐI — En svo byrjuðuð þér á nýj- an leik í Hveragerði? — Já, 1952 lék ég í „Á útleið", frú CIiveden-Banks, en Indriði "Waage setti það leikrit á svið fyrir okkur. Var það leikið níu sinnum, þar af þrisvar í Hvera- gerði. Síðastliðinn vetur tók ég svo að mér leikstjórn á „Húrra krakka" fyrir tilmæli þáverandi formanns Leikfél. Hveragerðis, Theódórs Halldórssonar, Höfð- um við frumsýningu 28. febrúar, en lékum síðan um hverji helgi fram í maí. FERÐAST UM MEÐ LEIKINN — Þær sýningar hafa ekki all- ar verið í Hveragerði? — Nei, þar lékum við 6 sinn- nm, og hefir ekkerr. leikrit verið sýnt þar svo oft áður. Eftir það ferðuðumst við með „Húrra krakka“ víðsvegar um Suður- og Suð-véstur-land og vorum bú- in að sýna leikinn 19 sinnum, 'þegar hætt var s.l. vor. Sýn- ingar byrjuðu svo að nýju síðast í ágúst og hafði leikurinn verið sýndur 28 sinnum ettir sýninguna í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. — Þið hafið^svo í hyggju að sýna leikinn hér í Reykjavík? 30. SÝNINGIN — Jú, tvær sýningar verða í Iðnó í dag, síðdegissýning kl. 3 og kvöldsýning kl. 8. Er síðari sýningin 30. sýning leiksins og sú síðasta. — Er ekki sjaldgæft, að leikfé- lög utan Reykjavíkur sýni sama leikinn svona oft? — Jú, það er áreiðanlega sjald- gæft, ef ekki einsdæmi. MIKIIX ÁIIUGI — Er ekki lítið um æfða leik- ara í Hveragerði, þannig að erfitt hafi verið að koma leiknum af stað í byrjun? — Það er nú lítið um vana leikara þar. Nokkrir hafa þó leik- ið með Leikfélagi Hveragerðis ■undanfarin ár, en Gunnar Magn- ússon, ;sem fer með annað aðal- karlmannshldÞÁirkíð hafði áður starfað mörg ái* "með Leíkfélagi Akurevrar á >rríéðán hann' Var -bú- settur par. Ég vil sérstaklega taka það framj 'aS allir-leikendumiv þafa verið mjög áhugasamir og ósérhlífnir og samvinnan verið einstök. FJALLA EYVINDUR NÆST — Hvað hyggizt þið fyrir næst? — Ntí höfum við hug á að fást við veigameiri viðfangsefni, og verður það „Fjalla-Eyvindur“, er aldrei hefir verið sýndur austan Fjalls svo mér sé kunnugt um. Við erum svo heppin að fá Harald Björnsson fyrir leikstjóra, og er Magne Jóhannesdóttir. það fyrir sérstaka velvild þjóð- leikhússtjóra. LEIKSTJÓRAR FYRIR HÓFLEGT VERÐ — Mörg leikfélög utan Reykja- víkur hafa verið svo stórhuga síð- ustu árin að fá leikstjóra frá Reykjavík, sagði Magnea að lok- um, sem er nauðsynlegt öðru hverju til þess að um framför geti verið að ræða. En sá kostn- aður hefir orðið félögunum ofviða og eru þau nú mörg stórskuldug þess vegna. Væri óskandi að Þjóðleikhúsið sæi sér fært að greiða götu þessarra áhugasömu félaga með því að hjálpa þeim um leikstjórn fyrir hóflegt verð, eins og t. d. við fáum núna. Sex bæjarfogaranna á veíðum ÞRÍR togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur eru nú á saltfisk- veiðum, Pétur Halldórsson, Jón Baldvinsson og Þorkell Máni. — Ingólfur Arnarson og Jón Þor- láksson eru á ísfiskveiðum og Þorsteinn Irígólfsson er á karfa- veiðum. Hallvéig Fróðadóttir er í Reykjavík og Skúli Magnússon er væntanlegur til Reykjavíkur frá Þýzkalandi í dag. Undanfarið hafa um 130 manns unnið í fiskverkunarstöðinni við ýmiss framleiðslustörf. keminiQ úft I GÆR kom í bókabúðir annað hefti af tímaritinu Vaka. Að því i standa nokkrir ungir og áhuga- samir menn um listir, er kynna vilja nýjustu sjónarmið í mynd- listum, bókmenntum og öðrum menningarmálum. „Þeir vilja“, i eins og segir í formála fyrsta ' heftis, „beina orðum sínum eink- j um til ungra íslendinga og hvetja i þá til að líta innlendan menning- ararf og hið erlenda svið í ljósi núverandi aðstæðna." Af efni tímaritsins má einkum benda á grein um Hallgríms- kirkju, er vafalaust mun vekja allmiklá athygli. í henni skýra ýmsir af húsameisturum okkar viðhorf sitt til fyrirhugaðrar kirkjubyggingar. Eru það þeir Gunnlaugur Halldcrsson, Skarp- héðinn Jóhannsson, Hannes Davíðsson og Sigvaldi Thordar- sen. — I heftinu eru enn fremur greinar um þýzka skáldið R. M. Rilke og listsýningar veturinn 1952—’53, grein sem nefnist Formheimur eftir franska safn- fræðinginn H. Focillon og grein eftir Skotann A1 MacCain um Leitarstefið í fornnorrænum sögnum. Auk þess eru í tímarit- inu þýdd og frumsamin ljóð, rit- dómar, fréttir o. fl. Úr einum vinnuskálanuni. vinnugreinum vistmanna. líúsgagnabólstrun er ein af helztu Reykjalundur LUNDUNUM, 3. okt. — Shinvell fyrrum ráðherra brezku verka- mannastjórnarinnar lagði í dag af stað til ísraels, þar sem hann mun dveljast í vikutíma í boði Isrelsstjórnar. — Reuter. Framh. af bls. 1. húðaður rafmagns- og símavir, — rafmagnsrör, — vatnsrör og plast-umbúðir, hið svo kallaða „skæni“, sem gefið hefir af- bragðsgóða raun, sem umbúðir. Er það alger nýjung hér á landi, að unnið sé að þesskonar fram- leiðslu af öryrkjum og mun vinna þeirra hreinar tekjur fyr- ir þjóðarbúið. Reykjalundur byggir miklar vonir á plast-iðn- aðinum og álítur að hann geti orðið hinn fjárhagslegi grund- völlur heimilisins í framtíðinni. verður með svipuðum hætti og undanfarin ár. Hefir 7 manna nefnd unnið að undirbúningi hennar síðan í maímánuði s. 1. Seld verða merki berklavarnar- dagsins, skemmtanir og sam- komur haldnar og blað SÍBS, | „Reykjalundur", selt. Er sérstak- lega til þess vandað. í ár í til- ! efni 15 ára afmælis Sambands- ins. Er það með litprentaðri for- 1 síðu, mörgum fróðlegum grein- um, smásögu eftir Þóri Bergsson, ljóðum og fjölda mynda og auk BERKLAVARNAR- DAGURINN í ÁR Hin árlega fjársöfnun SÍBS, sem fram fer í 15. skipti í dag V.S.V. fimmtugur Húsasmíðapróf að hefjasf PRÓF í húsasmíði hefjast 11. okt. n.k. Slík próf eru.haldin tvisvar á áijji á haustin og vorin. Próf- nefiidina skipá Brynjólfur N. Jónssdn, Tómas Vigfússon og Guð mutidúr Halldórsson. Áður en próí|n:: hefjast skulu meistarar servda skilríki .iil SEynjólfs ,N. . Jónssonar, Bárugö j 20. ÞVÍ HEFiR stundum verið hald- ið fram að byltingamenn kæmu að jafnaði frá ríkum heimilum, þar sem menning vséri höfð í hávegum. Þekking mín á póli- tískri sögu mannanna er af svo skornum skammti, að ég gæti aðeins nefnt fá dæmi því til sönnunar eða til að afsanna þetta. En vinur minn, sem af góðum og gildum ástæðum, er efst í huga mér þessa dagana getur hvorki státað af því, að hafa fengið ríkmannlegt uppeldi, né heldur hinu, að lífið hafi sýnt honum mikið af sinni blíðu og örlæti. Hann er fæddur og upp- alinn hjá góðu og gegnu alþýðu- fólki, sem menntaðist af lestri íslendingasagna og volki í lífsins ólgu sjó. Á æskuheimili hans, eins og víðar þar í sveit, var hver sá dagur jóladagur, er svo mikið var borið á borð að allir mættu borða sig sadda. í Vinaminni í Eyrarbakka, þar sem Vilhj. S. Vilhjálmsson, öðru nafni Hannes á Horninu, er fæddur fyrir réttum fimmtíu ár- um, var því örugglega trúað, að manneskjunni bæri að stefna að öðru og æðra marki en því að hafa í sig og á. Því var trauðla trúað á því heimili, að lífið byrj- aði ekki fvrr en brauðstritinu væri lokið, heldur snerist allt um það að komast af með svo lítið til munns og maga, að eitthvað yrði eftir fyrir andann. Fimmtíu ár er náttúrlega ekki hár aldur nú á dögum. Það er varla hægt að kalla það frétt, þó að merkur maður haldi upp á svo þýðingarlitinn afmælis- dag. Fundum okkar V. S. V. bar fyrst saman í barnaskóla. Það kom þá stundum í minn garð að taka hann með í skólann. Við höfum aldrei orðið viðskila síð- an. V. S. V. hefir fengizt við margt um dagna, verið skóari, skradd- æri, blaðamaður og skáld, svö fátt eitt ;sé nefnti En ríi.np Ivefp';.; hp alltaf fyrst dg^á-emst -*vérí$ð TfýiM ingamaður, óþreytandi, málsvari hinrja veiku :og .ppauðu, pdrgp- andi jbai'd^gamaður fyrir ré'tti hins umkeFrHilausa, -= Það er erfitt að meta og vega störf manna og afrek. Einn hef- ir aðeins hamar og sigð í hönd- unum annar vélskóflur og jarð- ýtur. Einn fer yfir löndin á sár- um fótum, annar lyftir sér frá álfu til álfu í atómflugu. En þegar á allt er litið, eru það hvorki fæturnir, sterkir eða veik- ir, né bifreiðar og flugvélar, sem fara með okkur yfir víðáttar jarðlífsins, heldur er það hugur- inn, sem ber okkur áfram. Það er hugurinn, kjarkurinn, viljinn, sem alltaf hafa haldið um stjórnvölinn á skútunni hans V. S. V. Þessvegna hefir honum lánasl að lyfta þungum björgum með veikum höndum og farið á grönnum fótum yfir lönd og álfur. Góði, tryggi vin. Við höfum aldrei orðið viðskila síðan við hittumst í skóla. Þó þú værir byltingasinnaður en ég íhalds- samur, hefir það ekki komið að sök. Við höfum þrátt fyrir mis- munandi skoðanir um leiðir haid- ið að sama marki. Við höfum alltaf leikið vel saman eins og lík börn. Ég kippti þér stundum yfir pollinn fýrir vestan skólann, og þú;, réttir, mér. höpdina, þ.egap 0$ íéjl í þönglaorustunupj. váð itháka(ha á Bakkanum. Mjegi lífið unrtö bkkíir'jþeás að verða , h'dldur . ekkir viðskiia s.xðé ari fie|ming aldarinnar. .-.-Þínn-''v„ ,-tnr Ragnar Jónsson. þess verðlauna getraunum myndagátu. og 230 UMBOÐSMENN Fjársöfnunin fer fram um allt land og hefir SÍBS ekki færri en 230 umboðsmenn víðsvegar á landinu. Reykjavík er skipt í 4 hverfi og hefir umsjónarmaður hvers hverfis undirbúið fjársöfn- unina mjög vandlega. Þegar SÍBS efndi til fjársöfn- unar í fyrsta skipti árið 1939, söfnuðust 5 þús. krónur. í fyrra, sem þó var ekki með beztu ár- unum, söfnuðust 276 þús. krón- ur, 34 þús. merki seldust og 8600 blöð. í dag er takmarkið að selja 45 þús. merki og 10 þús. blöð. MERKJASAI.A — HAPPDRÆTTI Merkjasalan er happdrætti i senn og er samkvæmt því hvert merki með happdrættisnúmeri og eru vinningarnir í ár 300 tals- ins, þriðjungi fleiri en s. 1. ár. Happdrættismunirnir eru til sýn- is í Skemmuglugganum hjá Haraldi Árnasyni og einnig errs til sýnis í sýningarglugga „Mál- arans“ framleiðsluvörur, sem unnar eru í Reykjalundi. Á föstudagskvöldið gekkst SÍBS fyrir fjölbreyttri útvarps- dagskrá og í dag er sú nýbreytoi tekin upp í sambandi við berkla- varnardaginn, að SÍBS hefur sér- staka dagskrá að loknu hádegis- útvarpi, sem sérstaklega er ætl- uð sjúku fólki á sjúkrahúsum, sem ekki á þess kost að hlusta á kvölddagskrána. Þá verður einnig á vegum Sambandsins skemmtun fyrip börn í Austurbæjarbíó kl. 1,15 í dag. IIEJTIÐ Á ÍSLENDINGA íslendingar hafa jafnan sýnt málefnum SÍBS góðvild og skiln- ing eins og greinilegast hefir, komið fram í örlæti almennings, þegar efnt hefir verið til fjár- söfnunar á vegum þess. Er þesa vænzt, að þeir bregðist vel við nú sem fyrr. Vinnuhælið ac3 Reykjalundi er málefni, sem alla landsmenn varðar. Þar er enn( margt eftir ógert. Herferðin gegni hinum „hvíta fjanda" á íslandf hefir reynzt árangursrík, svo að ástæða er til að gléðjast yfir. Eni við megum ekki láta hér stað- ar numið. — Takmarkið er fullux? Sigiu- -r- enginn berklaveiki á ís- landi. Í Að því ma^kjrKéfi'r SÍBSI — ! bterlflas.il; úláíi&glflrtit' £ .s$61ílr cf:í stefptí að Irá.mupphafi með a3- dáuríajfverðu þreki og framsýni, og ij þjeirri baráttu ber öllum vel hugsandi ...mönnum að . leggja.. . fram sinn skerf. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.