Morgunblaðið - 04.10.1953, Side 7

Morgunblaðið - 04.10.1953, Side 7
Sunnudagur 4. okt. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 i 1 Sjötugur í désgs Jón Guðmundsson í Garði V Sí JÓN GUÐMUNDSSON, skáld og, hreppstjóri í Garði í Þistilfirði, er sjötugur í dag. Hann er einn þeirra manna, sem eigi hefur viljað láta mikið á sér bera um ævina og raunar forðast að vekja á sér alþjóðarathygli. En hinir stórbrotnu hæfileikar hans hafa sprengt skelina, sem hann hefur reynt að draga sig í, svo að hann er nú orðinn þjóðinni all kunnur, þrátt fyrir hina meðfæddu hié- drægni sína og yfirlætisleysi. En þó eru það enn alltof fáir, sem vita skil á manninum og hinum frábæru hæfileikum hans. — Það er því ekki að ástæðulausu, að hér verður gerð nokkur tilraun til þess, að kynna hann fyrir þjóðinni á þessum tímamótum sevi hans. Jón Guðmundsson í Garði er fæddur að Klifshaga í Öxarfirði hinn 4. október árið 1883. Faðir hans, sem um skeið var hrepp- Stjóri í Skinnastaðarhreppi hin- um forna, var Þorvaldsson, bónda að Klifshaga og Núpi, Hákonar- sonar, bónda á Grjótnesi, Þor- steinssonar. En kona Guðmundar og móðir Jóns var Kristín Bjarna dóttir Buck. Auðvelt er að rekja báðar ættir Jóns lengra, þótt því verði sleppt hér. En þess má að- eins geta, að gáfur sínar og hæfi- leika sækir Jón jafnt í báðar ættir. í Bucks-ættinni (móðurætt Jóns) er margt af ágætlega gáf- uðu fólki, sem var bókhneigt mjög og hafði trútt minni. En í föðurættina hefur hann sótt mestar gáfurnar til ömmu sinn- ar, Þóru Þorsteinsdóttur, konu Þorvaldar á Núpi, en hún var dóttir Þorsteins bónda á Staðar- lóni í Oxarfirði, Þorsteinssonar, prests að Skinnastað, Jónssonar, Einarssonar. Þeir Þorsteinn bóndi á Staðarlóni og Skíða-Gunnar voru albræður og er komin út af þeim mesti fjöldi af framúr- skarandi mikilhæfu og góðu fólki. Þess má t. d. geta, að út af Skíða-Gunnari voru tvoir Sigurðar Gunnarssynir, sem báð- ir urðu merkisprestar og alþing- ismenn, en bróðursonur Sigurðar yngra er Gunnar Gunnarsson, rithöfundur sem kominn er í beinan karllegg af Skíða-Gunn- ari. Að sögn kunnugra og fróðra manna, líkist Jón mjög Þóru ömmu sinni, bæði í raun og sjón, en hún var stórmerk kona, dreng- lynd og bráðgáfuð. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- Um í Klifshaga, þar til hann var á 10. árinu. Þau hjón voru bjarg- álna vel og bjuggu þrifabúi. Hjá þeim gisti jafnan Benedikt Sveinsson, sýslumaður á Héðins- höfða, er hann var á ferð um héraðið á þeim árum, sem var aerið oft. Á þessum árum kynntist Jón unglingspilti, Guðmundi að nafni, sem var vinnumaður að Ærlæk og Skinnastað. Hann var gjör- ólíkur öllum öðrum unglingum á þeim slóðum, og segir Jón, að þessi piltur hafi haft áhrif á sig, og það góð áhrif, þótt báðir væru þá ungir. Eftir þessi góðu kynni, kom það Jóni sízt að óvörum, þegar vinnupilturinn frá Ærlæk varð síðar hið frábæra sagna- skáld, Jón Trausti, sem gat sér ódauðlegan -orðstí með ritverk- tim sínum. Vorið 1892 fluttist fjölskylda Jóns austur að Kollavík í Þistil- firði og þar ólst hann upp til tullorðinsára. Um það leyti, sem Jón hefði helzt kosið að hefja nám, brann Möðruvallaskóli til kaldra kola, svo aldrei varð af því að hann færi þangað. En í þess stað fór hann í Eiðaskóia haustið 1902 og dvaldist þar í tvo vetur. -—Það má segja Jónasi Éiríkssyni,, sköiastjóra til m^k- legs loís,' að há'nn fann hváði í' Jóni b»jó, og er þáð meira f ,dri1 hægt eir ,að segja uip.pkólasíjóp,a> almennt, Hann lét ,Jón t. d. halda ■ faéáur, bæði' í tínVúrónög' við Óhb- ur tækifæri, og reyndi á allan hátt að glæða þann neista, sem hann fann hjá honum. En þarna var Jónas skólastj. með í deigl- unni eitt hið mesta ræðumanns- efni, sem uppi hefur verið á íslandi á þessari öld. Og þetta segi ég hiklaust, án þess að varpa skugga á nokkurn annan ræðu- mann ,sem við höfum átt á sama tíma. Um námshæfileika Jóns get ég verið fáorður. Hann var nefni- lega einn af þeim fágætu nem- j endum, sem aldrei virðast líta í ' bók, en vita þó allt sem um er spurt í prófinu, og skáka gjör- samlega öllum þeim, sem þræla í námsbókunum nætur og daga ' og unna sér engrar hvíldar. En í þess stað var Jón löngum að { yrkja og hafa sumar vísurnar er I hann orti á Eiðum, flogið um j land allt, t. d. bragur er hahn kvað um nokkra skólapilta, sem fóru á dansleik að Hjartarstöð- um. Þótti bragur sá með fádæm- um vel gerður, af svo ungum manni. Að námi loknu settist Jón að heima hjá sér í Kollavík og hafði lítið um sig, enda var hann ekki sterkur til heilsunnar. j Árið 1905 var brúin á Jökulsá byggð. Það vakti eigi litla furðu, þegar óþekktur sveitapiltur aust- an úr Þistilfirði gekk upp á brú- I arsporðinn og kvaddi sér hljóðs. En þessi óþekkti sveitapiltur var 1 enginn annar en Jón í Kollavík. j Hann flutti þarna kvæði, sem vakti undrun og athygli allra, sem á hlýddu, svo frábært var það að kyngikrafti og skáldlegum tilþrifum. Þetta er mér ennþá í I fersku minni, þótt liðin sé nær hálf öld síðan þetta gerðist. Og þó er mér það enn minnisstæð- ara, hvað almenningur talaði mik | Næstu árin heyrðist ekkert frá Jóni, nema nokkur kvæði, er birtust í Nýjum kvöldvökum á 1 Akureyri.' Þau þóttu snotur mjög og vel kveðin. | Vorið 1908 kvæntist Jón og gekk að eiga Kristrúnu ljósmóð- ur Einarsdóttur, bónda í Garði í Þistilfirði, Kristjánssonar. Hefur hún reynzt honum dásamlegur lífsförunautur og hjónaband þeirra verið svo farsælt, sem bezt verður á kosið. Þau fóru að búa að Garði umrætt vor og hafa búið þar síðan. En síðustu árin hefur Baldur sonur þeirra haft forráð búsins með höndum og þar með létt öllum áhyggjum af Jóni. Þrjú börn eignuðust þau hjónin. Elzt er Iðunn, gift Sig- urði Jakobssyni, frá Kollavík, nú yfirbókhaldara við Kaupfélag Langnesinga. Þá er Baldur bón.di í Garði, kvæntur Margréti Jak- obsdóttur, frá Kollavík. En yngst ur var Ari, bráðsfnilegur piltúr, sem þau misstu, er hartn var upp- kominn. Þau Jón og Kristrún bjuggu jafnan snotru búi og voru bjarg- álna, þrátt fyrir það þótt þau ya“ru í.þjóð.þrapt og hús þeirra fullt af gestum. svo að segja hæt- ur óg' daga1,' 4‘ fneðáh1 áéalqmljerð- 'aígatöíiuyftr íÖX'arfjarðarheiði lá ■|Uni G«,rð,(Íflú,þ?fur.1þett? tjekið míklum fereýtingum, síðah ýetr- Öiiíbrðir lög‘ðúkit '‘Úiðúr aðj, rriestu og bílvegurinn Var lagður fjatri bænum. Fyrstu 10 til 12 árin eftir að Jón fór að búa, sat hann löngum heima á búi sínu og hafði engin afskipti af málum almennings. Hann var þá alltaf mjög heilsu- tæpur (liðagigt) og þoldi afar illa erfiðisvinnu, en varð þó að vinna sleitulaust að kalla, á með- an bornin Voru að komast upp. Þar endurtók sig gömul saga, sem oft hefur verið sögð áður um einyrkja þessa lands. Vorið 1921 verða þáttaskil í lífi Jóns. Þá var hartn kosinn hreppsnefndaroddviti og sýslu- nefndarmaður, en fjórum árum síðar hreppstjóri. Oddvitastarfið losnaði hánn við eftir nær tutt- ugu ár, en hinum störfunum heldur hánn ennþá. Auk þess hefur hann verið stöðvarstjóri frá því að síminn kom þar 1916 og til þessa dags, en auk þess gegnt fjölda af öðrum trúnaðar- störfum. Þannig gat hann smám saman létt .af sér áhyggjum bú- skaparins, en tók þá jafnframt að gefa sig meira að ljóðagerð en áður. Hafa mörg af kvæðum hans komið út í blöðum og tíma- | ritum og vakið mikla athygli um land allt. en'þó raunar ekki eins og efni standa til, þar sem hann hefur ekki ennþá fengizt til þess að safna ljóðum sínum saman og gefa þau út. En óhætt er ,að segja það, að hann er mikið skáld og * gott og bragsnillingur frábær. Kímni hans, glettni og gaman- semi á sér engin takmörk. Sumir segja að vísu, að hann fari ekki nægilega vel með skáldgáfu sína, af því að „náttúrulýsingar" hans séu stundum fullgrófar. En ef þetta mál er skoðað ofan i kjöl- inn, þá verða slíkar ályktanir léttvægar fundnar, því að frum- leikinn, mannvitið og bragsnilld- in yfirskyggir svo gjörsamlega það, sem smásálum verður svo starsýnt á. Á héraðshátíð Norður-Þingey- inga á aldarafmæli Jóns forseta Sigurðssonar árið 1911, kom Jón fram í fyrsta sinn opinberlega sem ræðumaður. Öllum, sem þessa ræðu hans heyrðu. varð þegar ljóst, að hér var á ferðinni einstakur ræðumaður, sem átti fáa eða enga sína jafningja. Var einróma álit þeirra, er þarna voru viðstaddir, að þeir hafi aldr- ei heyrt þvílíka ræðu, bæði að efni, andagift og flutningi. Þarna var þegar Ijóst, að hann hafði yfir að ráða afburða ræðumannS- hæfileikum, sem eigi öðlast aðr- ir en þeir, sem innblásnir eru guðlegum krafti, hafa yfir að ráða djúpsærri þekkingu á mannlífinu og eru þrungnir af mannviti. Síðan þetta gerðist hefur Jón oft og mörgum sinnum komið upp í ræðustól, og ávallt haft einhvern boðskap að flytja. Og boðskap sinn hefur hann flutt með slíkum ágætum, að venju- lega verður hann áheyrandanum minnisstæður ævilangt. Og það, sem fruðulegast er: honum hefur aldrei mistekizt, hversu lítinn tíma sem hann hefur haft til undirbúnings, eða hvernig sem ástæður hafa að öðru leyti verið. Sem dæmi get ég nefnt þetta: Hann kemur með sláturfé sitt í kaupstað að kvöldi dags. Fréttir hann þá, að daginn eftir á að jarða þar gamlan mann, sem ekki hafði farið troðnar slóðir í líf- inu. Góðkunningi Jóns bað hann að „segja nokkur orð“ yfir líki gamla mannsins, og tók hann því vel. í þorpinu var þröngt í hí- býlum manna, svona í há slátur- tíðinni, og kom það niður á Jóni sem öðrum. Alla nóttina hafðist hann við í strákahóp, sem var með ærsl og gáskalætj og tók Jón fullkpminn þátt í gleðskap þeirra. Þfetta Virðíst' ekki beinlírt’iS ftafa'' verið heppilegur staður til and- legra hugleiðinga. En það skipti ZEISS-spegil- lir SPORTVORUHIJS REYKJ4VÍKUR Ujömjó og. JJntjuaró \ m • Vesturgötu 16 Höfum ávallt fjölbreytt úrvall af hinum þekktu KIENZLE • klukkum. •— Kvnnið ykkur: ■ verð og útlit. | Einnig mikið úrval af dömu ■ og herraúrum, þar á meðal: ■ vatnsþétt og höggvarin stálúrj . á kr. 688 00. • Dömuúr frá kr. 511.00. : Hentug til fermingargjafa. Z Prólon vörirr Bollapör og diska úr PRÓLON (óbrjótanlegt), útvegum við með stuttum fyrirvara frá Ameríku. Hentugt fyrir sjúkrahús, veitingahús, í skip o. fl. Sýnishorn fyrirliggjandi ÓLfu, • Cjtóíaóon (Co. L.f Hafnarstræti 10—12 — Suni 81370 Rókahillur Hinar vinsælu, útskornu bóltahillur fyrirliggjandi, nokkur stykki. áíaóon (jT* ^JJlt&lercj L.f. Þóroddsstöðum. hJW og til stóð og lét sér hvergi bregða. -Fullyrða þeir, sem ræðu Framh. á bls. 10. Uncfur söKuma^ur i Heiltí(3Ölufyrii.rtaaki óskar eftir ungum, reglusömum sölumanni. Nafn og aðrar uppl. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. þ. m. merkt: „Ungur sölumaður — 932“. ALUMINI1IM í SLÉTTUM PLÖTUM FYRIRLIGGJANDI. ST/ERDIR: 4x6 og 4x8 FKT ÞYI^KTIR: 0.90 Og 1.25 m.m. H LAUGAVEG 166

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.