Morgunblaðið - 04.10.1953, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.10.1953, Qupperneq 8
( MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. okt. 1953 .uttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavOc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjórnmálaritstjéri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintaklð. H ( Úk DAGLEGA LÍFINU 1 Kommúnistar og Stephan G. ÞAÐ hefur verið háttur komm- únista hér á landi allt frá því að flokkur þeirra varð til, að halda því fram, að flestir af mikilhæf- ustu og ástsælustu forvígismönn- um íslendinga í frelsisbaráttu þeirra hafi í raun og veru verið kommúnistar. — Mörg af beztu skáldum þjóðárinnar hafa þeir einnig eignað sér og talið þau framherja kommúnismans hér á landi. Flestir íslendingar hafa djúpa fyrirlitningu á þessum mannránum hins fjarstýrða flokks. Þetta nudd hans upp við minningu einlægra ættjarðar- vina, sem börðust fyrir sönnu lýðfrelsi en gegn kúgun og of- beldi stingur svo gjörsamlega í stúf við hina kaldrif juðu og hug- sjónasnauðu ofbeldisstefnu og ofsatrú, sem kommúnisminn boð- ar. Einn þeirra manna, sem komm únistar hafa lagt mesta áherzlu á að eigna sér ef® Klettafjalla- skáldið Stephan G. Stephansson. í allt sumar hefur „Þjóðviljinn11 rogast við að túlka ljóð hans, bréf og ræður á þann veg, að íslend- j ingar öðluðust þá skoðun á þeim, að undirtónn þeirra hafi verið kommúnisk lífsskoðun!! | Að sjálfsögðu er hér um stórfellda blekkingartilraun að ræða. Stephani G. var fyrst og fremst frelsisást í blóð borin. Af henni loguðu ljóð hans, ræður og rit. Hann barð- ist gegn kúgun og misrétti fyrir rétti þess minni máttar. Réttur fólksins til þess að lifa sem frjálsir einstaklingar í réttlátu og umburðarlyndu þjóðfélagi var honum hjart- ans mál. Hann unni landi sínu, sem hann ungur yfirgaf, heitt og innilega. — En hann var jafnframt víðsýnn og frjáls- lyndur alþjóðasinni, sem fyr- irleit ofstæki innantóms þjóð- rembings. Allt er þetta greinileg sönnun þess, hversu órafjarlægur Step- han G. var kommúnismanum. En hafði Stephan G. ekki sam- úð með kommúnistabyltingunni í Rússlandi, munu kommúnistar spyrja? Jú, hann hafði það. Hann leit á hana sem uppreisn kúgaðrar þjóðar gegn aldagamalli harð- stjórn. Stephan G. hataði hvers konar harðstjórn, einræði og of- beldi. Stjórn zarsins í Rússlandi vera honum ímynd einræðis og kúgunar. Þess vegna fagnaði hann falli hennar. — Ef Kletta- fjallaskáldið mætti nú líta upp úr gröf sinni og sjá það bænahús krjúpandi þræla, sem kommún- istar hafa tildrað upp í Rúss- landi myndi honum áreiðanlega verða ljóst, að rússneska þjóðin hefur ekki öðlazt það frelsi, sem hann áleit henni búið þegar zarn- um var velt af veldisstóli. i Kommúnisminn hefur sagt hugsjónum Stephans G. Step- j hanssonar stríð á hendur. — Klettafjallaskáldið barðist fyrir frelsi og réttlæti, afnámi . hvers konar ofbeldis og kúg- j unar. Takmark hans var frjáls ; heimur, þar sem þjóðirnar j þekktu hver aðra og unnu saman að eflingu friðar og farsældar. | Kommúnistar hafa afnumið < allt frelsi, þar sem þeir hafa brot- j izt til valda. Þeir hafa lokað löndurnúm og lagt myrkur van- þekkingar, haturs og tortryggni yfir mikinn hluta mannkynsins. Þeir hafa dregið merki einræðis- ins við hún og svipt fólkið öllum möguleikum til þess að hafa áhrif á stjórn landa sinna og sín eigin lífskjör. | „— — Hugstola mannfjöldans | vitund og vild er villt um og stjórnað af fám“. Þannig kemst Stephan G. m. a. að orði um stjórnskipulag einræðisins. Þegar þetta hefur verið athug- að verður það augljóst, hversu ósvífnir kommúnistar eru þegar þeir orða Stephan G. Stephans- son við harðstjórnarskipulag sitt. En þessi mannrán, þessi fölsun sögulegra staðreynda er eitt af höfuðeinkennum baráttuaðferða kommúnista um allan heim í dag. íslendingar þekkja þau mjög vel. Þess almennari, sem fyrirlitning þeirra hefur orðið á hinum fjar- stýrða flokki og þjónkun hans við hina rússnesku harðstjórn, þess áfergjulegar hafa kommún- istar nuddað sér utan í minningu Jóns Sigurðssonar, Stephans G. Stephanssonar, Þorsteins Erlings sonar og fleiri öndvegis stjórn- málamanna og skálda okkar. En þetta getur ekki blekkt . neinn um hið sanna eðli i kommúnismans. Hann hefur afhjúpað sig sjálfur. í hugum fslendinga mun nafn Stephans G. Stephans- sonar jafnan verða tengt trúnni á frelsið og baráttunni gegn hvers konar kúgun, mis- rétti og þrælkun hins minni máttar. íslenzk saga muh hins vegar skipa kommúnistum og skipulagi þeirra á bekk með svartasta einræði og niður- lægingu allra alda. Dagur S.Í.B.S. SAMBAND íslenzkra berkasjúkl- inga minnist í dag 15 ára starf- semi sinnar og leitar stuðnings þjóðarinnar við hana. Mun því enn sem fyrr verða vel til liðs. Varla nokkur samtök þessarar þjóðar hafa á svo skömmum tíma unnið sér jafn almennt traust og vinsældir. Ber þar einkum tvennt til: Málefni þeirra, sjálfshjálp fólksins sem orðið hefur fyrir barði berklaveikinnar, er mann- úðar- og heilbrigðismál, sem varðar hvern einasta íslending. Annað er það, að öll starfsemi S.Í.B.S. hefur mótast af einstæð- um dugnaði, hagsýni og fyrir- hyggju. Fyrir fórnfúst starf og baráttu þess hefur ein merkileg- asta heilbrigðisstofnun þjóðar- innar, Vinnuheimilið að Reykja- lundi, risið. Undanfarið hefur verið unnið að því að auka húsakost og tæki Vinnuheimilisins til þess að gera því kleift, að skapa vistmönnum sínum nauðsynleg vinnuskilyrði og fullnægjandi aðbúnað. Þetta starf og framtíðar- framkvæmdir að Reykjalundi verður öll þjóðin að efla. Vinnuheimilið er þegar orðin fyrirmyndarstofnun, sem ís- lenzku þjóðinni er sómi að. Það hlýtur því að vera metn- aðarmál hennar að halda áfram að fullkomna það og leggja um leið fram lið sitt til baráttunnar gegn berklaveik- inni, sem nú er á hröðu und- anhaldi í landinu. Styðjum S.Í.B.S., Reykja- lund og starfið þar. Sýnum að framtak forráðamanna sam- takanna njóti verðskuldaðs skilnings og samúðar alþjóð- ar. I ★ EINN af auðugustu mönn- 1 um Englands, ef ekki sá auð- ugasti — hertoginn af West- minster, lézt í sumar, 74 ára að aldri. Hann lét eftir sig 2800 millj. króna. Þessi risaháa upp- hæð er fólgin í fasteignum þeim, er hertoginn átti, fyrst og fremst Mayfair bæjarhlutann í Lund- únarborg — hinum glæsilega bæjarhluta milli Piccadilly og Oxfordstrætis, svo og Belgravia hverfinu þar sem all flestir sendi herrar erlendra ríkja búa. Auk þess átti bertoginn 14 stóra bú- garða víðsvegar um England. ★ ★ ★ ÞAÐ er útþensla Lundúnar- hún var 11 ára var hún gefin Tómai Grosveno, einum af for- togann af Westminster auðug- asta mann allra Englendinga. Ár ið 1676 stóðu tveir búgarðar (í Chelsea og Mayfair) þar sem borgarhverfin áðurnefndu standa nú. Sá sem átti þessa búgarða átti eina dóttur barna og þegar borgar sem gert hefur her- íeðrum hertogans. Þar með voru landsvæði þessi komin í eign Grosvenoættarinnar. Svo tók Lundúnarborg að vaxa íkg borg- in óx út yfir landareign Gros- venos. Heppnin var auk þess með fjölskyldunni því landareign hennar þótti fegursti hluti Lundúnaborgar og þar vildu all- ir ríkustu mennirnir búa. ★ ★ ★ HERTOGATITILINN fékk ættin árið 1874. Menn vita ekki hvort hann var veittur fyrir einhverja sérstaka þjónustu eða hvort Mr. Hugh Lupus Grosveno keypti hann fyrir nokkrar af milljónunum sínum. En þó svo cJCét ej^tir iig. 2800 L milljónir nrona hafi verið hefur kaupverð titils- ins ekki markað djúpt spor í fjárhirzlu Grosvenos — miklu minni en þau sem skattayfir- völdin munu marka í fjárhirzlu erfingja hertogans nú. Öll landsvæði hertogans í Mayfair og Chelsea eru nú byggð og hús hans leigð dýru verði. Fyrir nokkrum árum leigði Bandaríkjastjórn hluta af Gros- venos House til 99 ára fyrir um 55 milljónir króna. — Og hver einasti íbúi í þessum borgarhlut- um, hvort sem það er sendiherra, sem leigir heilt hús eða mörg hús, eða fátækur skrifstofustjóri, sem leigir litla kjallaraíbúð, greiða á mánuði hverjum hertog- anum af Westminster ákveðna leigu. ★ ★ ★ HERTOGINN af Westminster var fjórkvæntur. Þrjú fyrstu hjónaböndin enduðu með skiln- aði en árið 1947, þegar hann var 67 ára, kvæntist hann 33 ára her- foringjadóttur, sem lifir mann sinn. Hann á enga syni, en tvær dætur. Um líf hans er ekki margt að segja. Hann gætti eigna sinna, fór á veiðar og var tvívegis her- maður: fyrst í búastríðinu og síðan í fyrri heimstyrjöldinni og þá var hann sæmdur heiðurs- merki fyrir að bjarga nokkrum af félögum sínum úr höndum ó- vinanna. Fólk, sem þekkti hann sagði að hann þjáðist af alvarlegum sjúk- dómi, sem á síðari árum hefði haft mikil áhrif á hann. Hann var lífsleiður og lífsleiði hans jókst með aldrinum. ★ ★ ★ EN hann var góðhjartaður maður. Hinu mikla fé, sem honum áskotnaðist varði hann til að byggja enn meira. Þegar alþýðan fór að gera meiri kröfur og stéttarmunurinn minnkaði beitti hertoginn sér fyrir nútíma- þróun og breytti fjölmörgum óðalsbýlum í minni íbúðir, þar sem allt var sniðið eftir nýjustu tízku. Hann hefur marg oft gefið stórar fjárfúlgur til mannúðar- mála svo og verðmiklar jarðir, | með þeim ákvæðum að þar ' skyldu byggðir verkamannabú- | staðir. Hluta af fé sínu lagði i hann í landbúnað. Hann hóf I rekstur nútíma mjólkurbús og græddi skóga. ★ ★ A EFTIR dauða hertogans af Westminster eru aðeins 37 milljónamæringar eftir í Eng- landi — þ. e. a. s. menn, sem eiga svo miklar eignir að vextirnir af þeim nema 100 þúsundum punda. (Af því tekur ríkið 93.500 pund á ári). Meðal þessara 37 milljóna- mæringa eru bræðurnir John og Ceicil Moor, sem urðu milljóna- mæringar á knattspyrnugetraun- um. Áður var bílakóngurinn Nuffield í hópi milljónamæring- anna, en síðan hann gaf 1500 milljónir kr. er hann ekki lengur í þeirra hópi. VeU andi óhripar: Strætisvagnar til klukkan 1. STULKA, sem vinnur við fram- reiðslu. á veitingahúsi einu hér í bænum, skrifaði mér fyrir nokkru og vakti athygli á því, að full þörf væri á, að strætis- vagnarnir gengju til kl. 1 á kvöldin alla daga vikunnar, en ekki aðeins um helgar, eins og nú gerist. „Við stúlkurnar — segir hún — sem vinnum við afgreiðslu þangað til veitinga- og kaffihús- um bæjarins er lokað á kvöldin missum æfinlega af síðasta stræt isvagninum, kl. 12, og þá er ekki um annað að gera en að kaupa sér bíl, fyrir þær, sem eiga heima í úthverfum bæjarins og slíkt dregur sig fljótlega saman í drjúgan skilding. Nógu dýrt er nú að lifa samt, þó að þetta bæt- ist ekki við“. Hagsmunamál margra. FRAMREIÐ8LUSTÚLKAN hef ir mikið tiLsíns máls. . Þeif værú margir, sem fögnúðu þeifri nýbreytni áð strætisvagnarnir gengju til kl. 1 á nóttinni alla daga vikunnar, ekki aðeins næt- urslæpingjarnir, sem virðisl drolltilhneigingin ásköpuð — mér finnst engin ástæða til að bera þá fyrir brjóstinu í þessu tilliti — heldur fjöldi vinnandi fólks, sem atvinnu sinnar vegna ( hlýtur að verða síðbúið heim að vinnudegi loknum. Má þar nefna, eins og stúlkan benti á, alla þá, sem vinna að veitinga- og kaffihúsarekstri og ýmsa fleiri, sem vinna vakta- vinnu — að ógleymdum blaða- mönnunum, sem af óbugandi elju strita nótt með degi að því að fræða og upplýsa samborgara í úthverfin. ÞESSA uppástungu ætti að taka til athugunar — og fram- kvæma hana sem fyrst. Ástæðu- laust væri að fara fram á, að öll strætisvagnaumferðin héldi á- fram allt fram til kl. 1. Slíkt væri alger óþarfi. Nokkrir stræt- isvagnar á all löngum fresti út í úthverfi bæjarins væri strax mikil bót. Þeim, sem stutt eiga heim er vorkunnarlaust að labba. o—□—o EG óska þér blessunar, hlýlega hönd þó héðan ég rétt geti neina. En hvar, sem ég ferðast um firnindi og lönd, ég flyt með þá von mína eina, að hvað, sem þú, föðurland, fréttir um mig, sé frægð þinni hugnun. — Ég elskaði þig. (Stephan G. Stephansson). Það er fernt, sem ; ,a 1 d r e i k e m u r ,:<-i t i 1 baka: T ö 1 u íi orð,: skotin ör, liðin ævi og ónotað tækír færi. 1 - X - 2 ÚRSLIT leikjanna á síðasta get- raunaseðli urðu þessi: Arsenal 3 — Preston 2 1 Blackpool 2 — Manch. City 0 1 Bolton 2 — Tottenham 0 1 Chelsea 2 — Sunderland 2 x Huddersfild 4 — Astoa Villa 0 1 Liverpool 2 — Sheff. Wedn. 2 x Manch. Utd. 1 — Burnley 2 2 Newcastle 0 — Charlton 2 2 Portsmouth 1 — Cardiff 1 x Sheff. Utd. 3 — Wilves 3 x Birmingham 3 — Leeds 3 x Nottm. Forest 4 — West Ham 0 1 Aðrir leikir fóru þannig: WBA 2 — Middlesbro 1 Blackburn 4 — Bury 2 Brentford 1 — Everton 0 Bristol R 4 — Hull 2 Derby 3 — Oldham 1 Doncaster 1 — Rotherham 2 Lincoln 3 — Notts County 0 Luton 1 — Fulham 2 Plymouth 1 — Stoke 1 Swansea 0 — Leicester 0 Góð aðsókn að Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI, 3. október: — Tónlistarskóli Hafnarfjarðar tók til starfa 1. okt. — Aðsókn að skólanum er góð og eykst stöð- ugt. Eins og í fyrra verður starfað í þremur deildum: Hljóðfæra- deild, en í henni er venjulegt hljóðfæranám — Barnadeild (hljómlistarþjálfun fyrir börn) og listdansdeild. Hún tekur til starfa einhvern næstu daga. — Kennt er í Flensborgarskólanum og fer kennslan fram síðdegis. — Skólastjóri er Páll Kr. Pálsson. .' iuVmrno)! rni-mi>.:nic, •• — G. Njósnahringur nnu. RÓM;t i 3,i; nriptii i i-r- ítalska land- vamánáðuneytið tilkýiinti í dag, að' kqmizt hafi úp.p um víðtækan rijósnáhring í norður hluta ítalrú. — Heuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.