Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 1
16 síður 40. árgangur 276. tbl. — Fimmtudagur 3. desember 1953. PrentsmiSja MorgunblaSsin* Þing S.U.S. vill að ríkið hætti starfi ækslu þeirra atvinnufyrirtækja sem eifistaklmgar geta rekið með betri árangri Þingið viSI íögákveða skattfrelsi á lágtekjum, gera spaifé skattfrjálst og sérsköttun hjóna 12. ÞING S.U.S. leggur höfuðáherzlu á jafnvægisbúskap í fjár- málum og viðskiptamálum, svo að æskumenn og konur, er stofna vilja til heimilis, búskapar eða annars atvinnureksturs og vilja vera sinnar eigin gæfu smiðir, séu ekki bundin á klafa hafta, ráða og ncfndavalds, sem eðli sínu samkvæmt hlýtur ávallt sérstaklega að bitna á hinum yngri í samkeppni við hina eldri. ★ Ungir Sjálfstæðismenn benda einkum á nauðsyn þess, AÐ lögákveðið verði skattfrelsi á lágtekjum og liækkun persónu- frádráttar; AÐ sparifé sé gert skattfrjáist; AÐ hjón verði skattlögð hvort í sínu lagi og að jöfnu; AÐ skattalöggjöfin heimili frádrátt vegna heimilisstofnunar, eigin íbúðarbyggingar, bústofnunar eða stofnunar annarra fyrir- tækja; AÐ skattalöggjöfin viðurkenni þá staðreynd, að velmegun sem flestra einstaklinga er traustasti grundvöllur atvinnuaukningar, öryggis og framfara; AÐ allur atvinnurekstur, hvort sem er í eigu eða undir stjórn i ríkis, bæja, sveitarfélaga, samvinnufélaga, hlutafélaga, sam- i eignarfélaga eða einstaklinga, sé skattlagður eftir sömu rcglum;' AÐ ákveðið sé með lögum, að samanlagðir skattar og útsvar megi ekki fara fram úr ákveðinni hlutfallstölu af nettó-tekjum; I AÐ skattar og útsvör verði innheimt jafnóðum og tekjur myndast; | AÐ ríkið hætti starfrækslu þeirra atvinnufyrirtækja, sem ein- staklingar geta rekið með betri árangri; AÐ ungu fólki og nýjum atvinnufyrirtækjum verði tryggður að- gangur að lánastofnunum; AÐ útibú bankanna fái aukna sjálfsstjórn frá því sem nú er, og telur að útlánum í hinum einstöku byggðarlögum sé betur fyrir komið í höndum útibússtjórnanna sjálfra, sem bera gleggri skil á þarfir atvinnu- og framfaramála úti á landi en aðal- bankastjórnirnar; AÐ þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að Fjárhagsráð verði lagt niður, sé framfylgt, og allt fjárfestingareftirlit afnumið. Síldaraflinn við England varð álíka 02 s. L vetur O En verðmæli er 40 þús. pundum lægra LOWESTOFT 28. nóv. — Nú er að mestu lokið síldveiðunum við austurströnd Bretlands að því er Fishing News skýrir frá. Síldar- aflinn reyndist í meðallagi, mjög álíka og s.l. vetur. Hins vegar er verðmæti aflans um 40 þúsund sterlingspundum lægra. Sólarsonur á ferð í Evrépu Eiscnhovier vill fjórveldafund en bíður eftir frekari skilyrðum Gerir lítið úr orðum McCarthys Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. WASHINGTON 2. des. — Eisenhower forseti lýsti því yfir í dag á fundi með blaðamönnum, að hann væri samþykkur fjórvelda- fundi með Rússum. Þó taldi hann nauðsynlegt að athuga betur, hvaða frekari skilyrði Rússar settu fyrir slíkum fjórveldafundi og ■ rétt væri að komast að samkomulagi fyrirfram um þýðingarmestu, umræðuefni ráðstefnunnar. Akihito heitir krónprins Japana. Samkvæmt japönskum sögnum er hann beinn afkomandi sólar- innar. Þessi sólarsonur var nýlega á ferðalagi um Evrópu og Ame- ríku. 1 -^RÆÐA EKKI ÞÁTTTÖKU i KÍNVERJA Er Eisenhower var spurður hvort Bandaríkin myndu fallast á að ræða þátttöku kommúnista- MOSKVA 2. des.: — Æðstaráð Kína í samtökum Sameinuðu Sovétríkjanna hefur skipað þjóðanna, svaraði hann, að eins Pavel Judin sendiherra í Kína í og málum væri nú háttað myndu Nýr sendiherra $ Kína stað Vasily Kusnetsovs varautan- ríkisráðherra, sem gegnt hefur þeirri stöðu undanfarið. Bermur.ida-ráðstefnan á að hef jast á fösftudag Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB HAMILTON á Bermuda 2. des. Forustumenn Vesturveldanna eru nú að koma til Bermuda, þar sem ráðstefna þeirra mun hefjast þann 4. þessa mánaðar. Komu Winston Churchill og Anthony Eden hingað í dag með Stratocruiser-flugvélinni Canopus. Þeir tóku þegar að undirbúa ráðstefnuna. HINIR Á LEIDINNI | Þeir Laniel og Bidault fóru seint í kvöld af stað frá Orly | flugvellinum í París og eru vænt anlegir hingað á morgun. Eisen- hower forseti og Dulles eru hins- vegar ekki væntanlegir fyrr en á föstudag eða sama dag og ráð stefnan byrjar. LOWESTOFT OG YARMOUTH Stærstu síldveiðihafnirnar eru Lowestoft og Yarmouth. I Lowe- stoft hefur verið landað á þess- ari vertíð 97 þúsund málum og í Yarmouth 137 þús. málum. VERÐMÆTI 819 ÞÚS. PUND Samkvæmt þessu er heildar- aflinn núna 234 þúsund mál sam- anborið við 235 þúsund mál í fyrra. Verðmæti aflans núna er 819 þúsund sterlingspund saman- borið við 861 þúsund sterlings- pund í fyrra. Verðmæti hans er því rúmlega 40 þúsund sterlings- pundum minna en s.l. ár. Verð- mæti aflans í Yarmouth er nú 20 þúsund sterlingspundum meira en í fyrra, en í Lowestoft er það 65 þúsund sterlingspund- um lægra. SÍLDVEIÐIN Á ERMASUNDI Fiskimenn væntu sér níikils af stórstraumnum nú í mánaðalok, en þær vonir brugðist að mestu. , Eru skipin nú flest að hætta veið- ! um við austurströnd Englands og eru komin suður á Ermasund, þar sem síldveiðin hefur glæðst —1 Þangað er einnig kominn all- mikill franskur síldveiðifloti. Norðmenn hafa r selt Islandssíldina HAUGASUND 2. des.: — Norð- menn eru búnir að selja alla I. flokks Islands síld sína. Heildar- afli Norðmanna á íslandsmiðum var í sumar 255 uppsaltaðar tunn- ur. Örlítið magn af II. flokks síld er enn ósclt. — NTB. □- -□ NOKKUR VANDAMÁL TIL UMRÆÐU Eitt helzta verkefni ráðstefnu hinna þriggja stóru verður að taka afstöðu til síðustu orðsend- ingar Rússa um fjórveldafund. Þá þykir ljóst að Laniel forsætis- ráðherra muni biðja Eisenhower um tryggingu fyrir því að banda- rískt herlið verði ekki kvatt heim frá Evrópu, en í Frakklandi geng ur orðrómur um að Bandaríkja- Ómannúðleguslu lög heims numin úr MOSKVA 2. des.: — Æðstaráð Sovétríkjanna felldi í dag úr gildi tilskipunina sem bannar rússneskum ríkisborgurum að giftast útlendingum. Nú hefur slík tilskipun verið 6 ár í gildi í Rússlandi og hefur hún ásamt við aukagreinum stíað hjónum og elskendum í sundur svo árum skiptir. Var tilskipunin sett á sín- um tíma bæði til að forða of miklum samskiptum við aðrar þjóðir vegna þjóðernisdrambs hins rússneska kommúnisma. Hún var skýrt brot á -mannrétt- i-ndayfirlýsmgu S. Þ. NTB og franska fréttastofan. menn hyggi á heimköllun alls herliðs úr Norðurálfu. Þá hefur Churchill á prjónun- um tillögur um að Bretar og Bandaríkin hefji gagnkvæm1 skipti á upplýsingum um atóm- j fræði og atómorkuframleiðslu, en Eisenhower á óhægt um vik,' þar sem bandaríska þingið vill gæta mestu varúðar um atóm- orkuupplýsingar. Bandarikin ekki ræða það mál. GAGNKVÆMUR SKILNINGUR Forsetinn skýrði frá þvi að Bermuda-ráðstefnan yrði mikils- verð til að koma á gagnkvæmum skilningi og samstarfi Vestur- veldanna þriggja. M. a. myndi þar verða rætt um afstöðu Frakka í Indó-Kína og afstöðu Breta til Sues- og Súdan-málsins. SETUR OFAN í VIÐ McCARTHY Að lokum vakti yfirlýsing Eis- enhowers, sem hann beindi til McCarthys öldungadeildarþing- manns mikla athygli. McCarthy sagði fyrir nokkru að næstu þing kosningar í Bandaríkjunum og forsetakosningar 1956 myndu að- allega snúast um það hvort kommúnistar hefðu áhrif á stjórn Bandaríkjanna eða ekki. Eisen- hower sagði á fundinum í dag að þessi skoðun McCarthys næði engri átt og væri algerlega út í bláinn. Hörð kosningabarátta í sdðurhluta Sádans Umma flokkurinn vaknaði upp við vondan draum er Sambandsflokkurinn sigraði í norðurhluta landsins Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. KHARTOUM og LONDON 2. des. — Nú er að hefjast hin harð- vítugasta kosningabarátta í suðurhluta Sudan, milli Sambands- flokksins sem vill að Sudan sameinist Egyptalandi og Umma- flokksins, sem vill sjálfstæði Sudans. UMMA-MENN VAKNA 4 í kosningunum í norðurhlutaj Sudans, sem fram fór fyrir; nokkru unnu Sambands-menn stórfelldan kosningasigur. Áður hafði Umma-flokkurinn lýst því yfir að hann myndi ekki sendaj fulltrúa til setu á hinu nýskipaða j þingi Sudan. En við sigur Sam- bands-flokksins bregður svo við, að Umma flokkurinn breytir stefnu og mun nú ætla sér að taka upp harðari baráttu gegn Sambandsmönnum. KOSNINGABARDAGINN í Suður-Sudan er talið að: Utnma-flokkurinn hafi sterkara1 fylgi. En flokkurinn hefur lítið búið sig undir kosningabaráttu. j Framb. k bls. 12. Dómar yfir pólsk um skæruliðum BERLIN, 2. des.: — Austur- þýzka fréttastofan ADN skýr- ir frá því að pólskur maður að nafni Twardowski hafi verið dæmdur til dauða af herrétti í Posen. Segir að þessi maður hafi verið stórbóndi, sem safn- aði kringum sig stórum hóp mótþróafullra stórbænda og unnu þeir margskonar skemmdarverk í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.