Morgunblaðið - 03.12.1953, Síða 2

Morgunblaðið - 03.12.1953, Síða 2
2 MORGUNBLAÐÍÐ Fimmtúdagur 3. des. 1953. Kosnmgnlagnirumv^i: fiokksmanna og úrsknrinr Hnl dérs Ásgrímssanar Eftir Jón Pálmason9 alþm. í>AÐ hefur vakið talsvert umtal, sem frá hefur verið sagt í blöð- um og útvarpi, að ég einn greiddi atkvæði gegn því, við atkvæða- greiðslu í Neðri aeild Alþingis hinn 19. f. m. að vísa kosninga- lagafrumvarpi Alþýðuflokks- manna til annarrar umræðu. Það er því ekki úr vegi, að ég geri grein fyrir því opinberlega á hverju ég byggi mitt nei í þéssu efni, enda þó ég viti, að margir aðrir alþingismenn séu mér sam- mála, þó þeir ætli sér að geyma sína andstöðu til síðari stiga máls ins. Mín neitun byggist á því, að ég tel umrætt frumvarp ekki þing- Jhæft í þeirri mynd, sem það er, •og því sé sá úrskurður, sem vara- forsetinn, Halld. Asgrímss., kvað upp við umrædda atkvæða- greðslu ekki réttur. Til þess að hægt sé með einföldum lögum að gerbreyta kosningareglum við alþingiskosningar verður breyt- ingin að hafa grundvöil í stjórn- arskrá landsins. Það hafa ákvæði þessa frum- varps ekki og því geta þau eigi náð lagagildi nema stjórnar- skránni sé breytt. Skipan Alþingis er ákveðin í 31. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: „Á Alþingi eiga sæti allt að 52 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum, þar af a) 8 þingmenn í Reykjavík. Kosning þeirra er hlutbund- in. Jafnmargir varamenn skulu kosnir samtímis og á sama hátt. b) 6 þingmenn í þessum kaup- stöðum, einn fyrir hvern kaupstað: Hafnarfirði, Isa- firði, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyj- um. c) 27 þingmenn í þeim ein- mennings- og tvímennings- kjördæmum, sem nú eru öðr- um en kaupstöðum. Skal kosn : ing vera hlutbundin í tví- menniiigskjördæmum og jafn- margir varamenn kosnir sam- tímis og á sama hátt. Deyi þingmaður, kosinn í einmenn- ingskjördæmi, eða fari frá á kjörtímanum, þá skal kjósa þingmann í hans stað fyrir það sem eftir er kjörtímans. •d) Allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllsta samræmi við at- kvæoatölu sína við almennar kosningar. Heimiit er flokk- um að hafa landlista í kjöri við almennar kosningar, enda' greiði þá kjósendur atkvæði annað hvort frambjóðanda í kjördæmi eða landslista. — Frambjóðendur þess flokks, sem landslista hefur í kjöri og nær jöfnunar þingsæti taka sæti eftir þeirri röð, sem þeir eru í á listanum að lokinni kosningu. Skal að minnsta kosti annað hvert sæti tíu efstu manna á landslista, skip- að frambjóðendum flokksins í kjördæmum utan Reykjavik- ur. Að öðru leyti fer um skip- un jöfnunar þingsæta eftir kosningalögum. — Jafnmargir varamenn skulu kosnir jöfn- unar þingsætum samtímis og á sama hátt. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára“. I næstu greinum stjórnarskrár- innar er ákveðið um deildaskipt- ingu Alþingis, kosningarrétt og kjörgengi til þess. En um skipan þingsins og kosningaúrslit eru ekki önnur ákvæði í stjórnar- .skránni en 31. grein. Getur nú hver sem hana les séð að þár éru engin ákvæði ef heimili það, að gerbreyta með kosningalögum viðurkenndum og alkunnum reglum um úrslit kosn inga. Hafa þó sumar þeirra gilt asoimrn sma óbreyttar frá því fyrst var kosið til Alþingis og fram á þennan dag, eins og t.d. sú, að sá fram- bjóðandi í eir.menningskjördæmi, sem fær flest átkvæði við kosn- ingar fengi þingsætið. Reglur um hlutfallskosningar eru miklui yngri, en hafa þó gilt á sama veg við alþingiskosningar frá því sú kosningaaðferð var upptekin og yngsta reglan er um hlutfalls-i kosningu í tvímennings kjördæm um. Skipun Alþingis er svo þýðing- armikið grundvallaratriði í stjórnskipun íslands, að það mætti nærri geta að um það hefðu verið sett ákvæði í stjórn- arskrána, ef þeir, sem hana sömdu og samþykktu hefðu hugs að sér það, að með einföldum lögum væri hægt að gerbreyta alkunnum reglum um úrslit kosn inga. Engin slík ákvæði eru í stjórnarskránni og því-er þar eng mn grundvöllur fyrir ákvæðum umrædds frumvarps. í því efm er þýðingarlaust að segja, að eng- in ákvæði séu í stjórnarskránni, sem banna breytinguna. Það verða að vera til ákvæði, sem heimila hana. En þau eru engin til. Þvert á móti eru ákvæði 31. greinar byggð á alkunnum regl- um um úrslit kosninga og jöfn- unarsæta ákvæðið beinlínis grundvallað á því, að þeim regl- um, sem verið hafa sé fylgt á- fram. Það ákvæði er aukinn réttur Í3rrir stjórnmálaflokka og trygging fyrir þeim rétti. Að hægt sé að gerbreyta honum með kosningalögum eða drepa hcila flokka á þann hátt er því fráleitt. Til þess þari breytingu á stjórn- arskránni. Eina atriðið, sem telja má til raka í úrskurði varaforsetans er það, að með kosningalögum sé nú ákveðið, að landslistaatkvæði reiknist frambjóðanda flokks og þá geti komið fyrir, að sá sé kos- inn sem fær færri atkvæði per- sónulega, en annar sem fellur. — Þess vegna megi ganga miklu iengra í þá átt, án þess að breyta stjórnarskránni. Þcssi kenning heldur ekki, af því hér er ólíku saman að jafna. Landslistaatkvæðin eru flokks- atkvæði. Þau eiga því að koma þeim frambjóðanda að gagni sem er viðurkenndur af íiokknum í viðkomandi kjördæmi. Sú regla, sem nú gildir um þetta atriði er því rétt og sjálfsögð. Að öll lands listaatkvæði þýði vantraust eða mótmæli gegn frambjóðanda er fullkominn misskilningur. Eitt- hvað af þeim er þannig til komið, en sennilega mikill minni hluti. Eg skal nefna ljósustu dæmin frá síðustu kosningum. Á Akureyri komu 103 atkvæði á landslista Framsóknarflokks- ins. I Gullbringu- og Kjósarsýslu féllu 185 atkvæði á landslista Sjálfstæðisflokksins og 140 á landslista Alþýðuflokksins. Ég efast um, að hægt sé að finna marga Framsóknarkjósend- ur á Akureyri, sem vilja heldur flokkinn en frambjóðandann dr. Kristinn, núverandi utanríkisráð- herra, eða Alþýðuflokksmenn í Gullbríngu- og Kjósarsýslu, sem viija heldur flokkinn en fram- bjóðandann, Guðm. í. Guðmunds son, bæjarfógeta. Hitt staðhæfi ég, að ekki mundi unnt að finna marga Sjálf stæðiskjósendur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem vilja heldur flokkinn en frambjóðandann, Olaf Thors, forsætisráðherra. Svo vinsæll er Ólafur í kjördæmi sínu. Hér er líka allt annað sem ræður. Það er misskilningur kjós enda á aðferðinni. Margir halda að það sé rétta aðferðin að krossa við landslistann. Það er íyrir sí- endurtekinn áróður í blöðum og útvarpi. Að þctta sé mest áberandi í Gullbringu- og Kjósarsýsiu er eðlilegt. Hluti af henni er sama og Reykjavík og þar sjást nokk- uð oft og heyrast setningarnar: „Kjósið D-listann“, „Kjósið A- listann“ o. s. frv. Þess vegna tel- ur margt af fólkir.u rétt að krossa við lista bókstafinn. Hvernig mundi bandalagsregl- an verka? Til að sýna hvernig reglan um kosningabandalög getur verkað og hve fjarri hún er því sem til er ætlast með 31. gr. stjórnar- skrárinnar er ljósast, að taka á- kveðin dæmi. Að vísu getur þessi .regla þýtt allavega bandalög sitt á hvað eftir því sem braskgjörn- um flokksforingjum kæmi í hug. En almennast er litið á hana sem tilraun til bandalags milli Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Hefði það bandalag verið í gildi um síðustu kosning- ar, þá hefði það verkað þannig, að óbreyttum úrslitatölum kosn- inganna: Sex kjördæmakosnir alþingis- menn, sem nú eru á þingi, hefðu getað fallið. Flokkarnir hefðu þá fengið þessa tölu af kjördæmakosnum þingmönnum: Framsóknarflokkurinn .. 19 Sjálfstæðisflokkurinn . . 16 Alþýðuflokkurinn ....... 4 Sósíalistaflokkurinn .... 2 Þjóðvarnarflokkurinn hefði þurkast út. Framsóknarflokkurinn með 16. 959 atkv. hefði fengið 19 þing- menn, en Sjálfstæðisflokkurinn með 28.738 atkv. hefði fengið 16 þingmenn. Kjósendur á þing- mann Framsóknarflokksins hefðu verið að meðaltali 892, en Sjálfstæðisflokksins 1795. Það hefði þurft tvo Sjálfstæðis kjós- endur á móti hverjum einum Framsóknar kjósanda. Grundvöllurinn fyrir úthlutun jöfnunarsæta hefði umturnazt al- gerlega. Hlutfallstala kosning- anna varð í síðustu kosningum 1060, en hefði orðið með banda- laginu 892 og bilið milii kjósenda fjölda og þingmannatölu stórum aukizt, enda þótt Þjóðvarnar- flokkurinn hefði horfið út. Til að jafna alveg milli flokka samkvæmt síðustu kosningum hefði þurft 28 uppbótarþing- menn. En til að jafna alveg milli flokka miðað við ofannefnt bandalag hefði þurft 37 uppbótar þingmenn, þó flokkarnir hefðu orðið fjórir í stað fimm. En þetta er miðaö við óbreyttar kosningatölur, sem auðvitað hefði ekki komið fyrir (sbr. ísafjörð). Þetta dæmi er tekið til að draga upp mynd af því, hve gíf- urleg röskun gæti leitt af því stjórnarskrárbroti, sem hér er verið að bollaleggja um. — Það brot, ef framið yrði, er því miklu alvarlegra en flesta grunar. Færi nú svo. sem heldur er ó- trúlegt, að þetta frumvarp yrði samþykkt í neðri deild Alþingis, þá er ekki þar með sagt, að það ætti greiðan gáfig gegn um efri deild. , En yarðandi piina afstöðu, þá held eg Sjái áldrei eftir því, að hafa sagt neiið strax. JÓLASÖFNUN Mæðrastyrks- nefndar er nú í þann veginn að hefjast. Skrifstofa nefndarinnar er flutt í Ingólfsstræti 9B, þar sem barna- verndarnefnd Rej'kjavíkur er einnig til húsa. Frá og með 8. þ. m. verður skrifstofan opin alla virka daga kl. 2—6 e. h., og verð- ur þar tekið á móti pcningagjöf- um og hjálparbeiðnum og gefnar allar upplýsingar varðandi jóla- starfsemina. Símanúmer er þar 4349. Vegna þrengsla í Ingólfsstræti 9B hefur Mæðrastyrksnefnd feng- ið inni yfir jólamánuðinn á Amt- mannsstíg 1, og verður þar tekið á móti fatnaðargjöfum og þeim úthlutað. Þar verður opið alla virka daga kl. 2—6 e. h. frá og með 10. þ. m. og fram til jóla. Reykvíkingar hafa sýnt jóla- starfsemi Mæðrastyrksnefndar sívaxandi velvild, og má í því sambandi geta þess, að í fyrra söfnuðust nálega 100 þús. kr. í peningum, sem úthlutað var til fátækra mæðra og barna hér í bænum. Einnig hefur nefndinni borizt mikið af fatnaði fyrir jól- in, en þó aldrei eins og í fyrra. Gáfu m. a. sumar verzlanir og fyrirtæki nýjan fatnað fyrir stór- fé. Öllum þessum góðu gefendum þakkar Mæðrastyrksnefndin! stuðning þeirra, og i trausti þess, * að enn mæti hún skilningi og örlæti hefur hún, eins og und- Prófessor Ásmundur Guðmundssðn endur kjörinn form. BÆR 6. ÁRSÞINGI BÆR — Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur — var slitið fyrra föstudag. Þingið var sett hinn 15. f. m. en þá frestað um 12 daga á meðan nefndir störfuðu. í æskulýðshallarmálinu var eftirfarandi tillaga frá allsher.j- arnefnd samþykkt einróma: „6. ársþing BÆR samþykkir að fela stjórn BÆR að athuga þá mögu- leika, að framkvæmdir á bygg- ingu fyrsta áfangs í væntanlegri Æskulýðshöll verði ásamt BÆR í höndum aðila, sem er styrk- hæfur úr íþróttasjóði. Leiti stjórnin í því sambandi áfram- haldandi samvinnu við bæjar- stjórn Reykjavíkur. Felur þingið stjórninni að hafa lokið þessum athugunum eigi síð ar en fyrir lok febrúarmánaðar n. k. og kalli þá, eða fyrr, sam- an aukaþing og leggi fyrir það athuganir sínar og tillögur til afgreiðslu". Form. BÆR var einróma end- urkjörinn Ásmundur Guðmunds- son próf., en meðstjórnendur Stefán Runólfsson, Þorsteinn Valdimarsson, Sigurjón Daní- valsson, Theodór Guðmundsson, Kjartan Gíslason og Andreas Bergmann. í varastjórn voru kjörnir: Jens Guðbjörnsson, Þorvaldur Árnason, Hannes Sigurðsson, Hjörtur Guðmundsson, Helga Ápnadóttir og Böðvar Pétursson. anfarin ár, sent söfnunarlista tili fjölmargra fyrirtækja í bænum, Konur úr nefndinni munu up$ úr næstu helgi vitja um listana, og er þess vænzt, að þær mæt{ góðri fyrirgreiðslu bæði forráða- manna og starfsfólks fyrirtækj- anna. > Þegar nú Mæðrastyrksnefndirí hefur enn á ný jólasöfnun sína er það í trausti þess að Reyk- víkingar minnist eins og svo offc fyrr þeirra, sem við erfið kjöp búa, og láti sem flestir eitthvað af hendi rakna við nefndina, svai að hún geti fært bágstöddum, mæðrum og börnum jólaglaðn-< ing. Mæðrasty í ksnef nd. „Um öl! heimsins höf", ævinlýraleij bók sæfaranda „UM öll heimsins höf“ nefnistl ný bók eftir Karl Forsell, serrt komin er út í íslenzkri þýðingu, Nafn bókarinnar 'er réttnefni, þar sem höfundurinn hefir siglfc um „öll heimsins höf“ og ratacS í hin ótrúlegustu ævintýri. Sjómannsferil sinn hóf hann a seglskipum, en stjórnaði síðar: risastórum gufuskipum. Hanrt hefir verið umrenningur J Kanada, ,,strandræningi“ í Pata- góníu, selveiðimaður í Norður- íshafinu, lifði um tíma meðal San Blasindíánanna í Suður- Ameríku og er þá fátt eitt nefnt. Útgefandi er Draupnisútgáfan, og er frágangur vandaður. Firmakeppni Bridge- sambands fslands FIRMAKEPPNI Bridgesambands íslands hefst n.k. sunnudag í Mjólkurstöðinni. Fjölmörg fyrir- tæki taka þátt í keppninni og mætast þar allir beztu bridge- spilarar bæjarins. Ekki er enn fullvíst, hve mörg fyrirtæki verða meðal þáttlak- enda, en þau verða á annað hundrað. Fyrirlesfur **!■ dr. Hansens 1 r? NÆSTKOMANDI föstudag kl. 5 siðttegis flytur dr. Haye W. Han- sen fornfræðingur og listmálari erindi í I. kennslustofu Háskól- ans um Húsbyggingar og bygg- ingarlest á Víkingaöld. — í Þjóð- minjasafninu fer nú fram sýn- ing á teikningum og málverkum eftir dr. Hansen og hafa 300 manns .sótt. sýnjnguna. Fiskiþingið í gær FUNDIR Fiskiþings stóðu aUan daginn í gær. Voru þá þessi inál tekin til meðferðar: Fiskmat og afurðasala, fram- sogum.: Einar Guðfinnsson. Verðjöfnun á olíu, framsögum. Níels Ingvarsson. Hagnýting sjávarafurða, fram- sögum. Valtýr Þorsteinsson. Afkoma sjávarútvegsins, fram sögum. Valtýr Þorsteinsson. Vis- a, til sjávarútvegsnefndar. Skýrsla skipaverkfræðlngs Fiskiþingsins um fúa í skiiuim, framsögum. Páll Þorbjarnarson. Bárður G. Tómasson hefir gert skýrslu um fúaskemmdir í ís- lenzkum skipum. Hefir mest bor- ið á þes^um fúaskemmdum \ amerískri eik. Fræðslumál, framsögumaður: Hólmsteinn Helgason. Minningarrit um aldarafmælí sjómannafræðslu á ísafirði og Torfa Halldórsson skipherra, framsögum. Arngr. Fr. Bjarna- son. Beitumál, framsögum. Magnús Gamalíelsson. Fiskveiðiréttindi við Grænland framsögum. Hólmsteinn Helga- son. Try&ging vélbáta, framsögum, Valtýr Þorsteinsson. Bætur fyrir veiðarfæratjón í Hvalfirði, framsögum. Arngr. Fr. Bjarnason. Lög Fiskifélagsins, framsögum, Arngr. Fr. Bjarpaspn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.