Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 16
isttMðfrifr 21 dagar til jóla 276. tbl. — Fimmtudagur 3. desember 1953. Elzti Islendingurinn, Helga Brynjólfsdóttir, lézf í gær JHIAFNARFIRÐI — Hlzti íslendingurinn, Helga Brynjólfsdóttir, andaðist í gærmorgun að heimili sínu, Hringbraut 7 hér í bæ, i06‘A árs að aldri. — Helga var fædd 1. júní árið 1847 að Kirkjubæ Á. Rangárvöllum. KLÆDDIST DAGLEGA Helga var við fulla heilsu allt fram á síðasta dag. — Hún klædd íst daglega, og sat með prjóna 4Úna mestan hluta dags. Allt fram yfir nírætt las hún gleraugna- talist, en sama og ekkert nú síð- ustu ár. Einnig hlustaði hún orð- Í5 iítið á útvarp. — Að öðru leyti fylgdist Helga vel með og var træði andlega og líkamlega hress. -fajón hennar og heyrn var sæmi- Jeg allt fram til síðustu stundar. r Islenzkur einangrunarflóki befri og ódýrari en erlendur Búinn iil úr líit nýtilegu efni f RAMLEIDDUR er hér í Reykjavík einangrunarflóki fyrir mið- stöðvarlagnir. — Hefur það verið sannprófað af Atvinnudeild Há- ekólans, að flóki þessi þykir betri en erlend framleiðsla og er ódýr- ari. Efnið sem fer til flókagerðarinnar er allt fengið hér innanlands. ELZTI ÍSLENDINGURINN Geta má þess, að ættfræðing- ur nokkur tók sér það fyrir hend- ur að rannsaka, hvort nokkur annar íslendingur hefði náð eins háum aldri og Helga Brynjólfs- dóttir. Eftir gaumgæfilega eftir- grenslan, komst hann að því, að svo var ekki. — Var hún því . . . , ■ • elzti íslendingurinn, a. m. k. svo SfÖTxC TöSSI langt aftur í tímann sem kirkju- bækur ná. G. 1^^11(30^^31 _________________________ FORSETI íslands hefur í dag (1. jdesember), að tillögu orðunefnd- ar, sæmt þessa menn stórkrossi f álkaorðunnar: Forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur. Landbúnaðarráðherra Steingrím Steinþórsson, fyrrv. forsætis- ráðherra. Dómsmálaráðherra Bjarna Bene- diktsson, fyrrv. utanríkisráð- herra. (Frá orðuritara). Björns Ólais minnzi j Prófkosning fyrir biskupskjör: á Fiskiþingi , n ,« . r ■ rrotessorarnir Asinundur Gukjiiidsson og Hfagnús Jónsson hlutu flest atkvæði BJORN OLAFS skipstjóra frá Mýrarhúsum var minnzt á Fiski- þingi í gær. _ | Fundarstjóri Ól. B. Björnsson, flutti minningarorð og bað full- trúa votta aðstandendum Björns virðingu og samúð fyrir langt og heillaríkt æfistarf Björns Ólafs. I Tóku allir fulltrúar undir að hylla minningu þessa látna ágæt- I ismanns, sem um langt árabil var meðal fremstu manna í íslenzkri sjómannastétt. — A. SAMKVÆMT frétt í Rikisút- varpinu í gærkveldi fór s. 1. mánudag fram talning atkvæða í prófkosningu Prestafélags ís- lands fyrir biskipskjör. Kosninga- rétt höfðu 111 þjónandi prestar og guófræðikennarar við Há- skólann. Atkvæði féilu þannig, að prófessor Ásmundur Guð- mundsson hlaut 54% atkv. og prófessor Magnús Jónsson 46. Aðrir hlutu miklum mun færri, en 37 prestvígðir menn ails fengu atkvæði. Kosning þessi fór fram með sama hætti og biskupskjör. Hver sá, sem kosningarétt hefir kýs þrjá menn. Hlýtur sá, sem fyrst er talinn, 1 atkv., annar % atkv. og þriðji 'Ai atkv. Sjálft biskupskjörið hefst í þcssum mánuði. Verða kjörgögn send út á næstunni, en atkvæði skulu berast kjörstjórninni fyrir 12. janúar n. k. Rétt er að geta þess, að stjórn Prestafélagsins vildi ekki í gær- kveldi gefa neinar upplýsingar um úrslit prófkosninganna. Það er Valdimar Árnason, sem -fekur þessa flókagerð og hefur jgfirt um nokkur ár, en hún er til húsa í herskála við Múlabúið við Suðurlandsbraut. EFNIÐ í gær bauð Valdemar nokkr- «m mönnum að skoða flókagerð- jna. Meðal þeirra voru verkfræð- íngar. — Valdemar hefur fengið Jijá saumastofum og prjónlesstof- mn efni sem er ónýtilegt, affall ■og afskurð. — Eins hefur hann •fteypt ónýta kaðla, hrosshár (ólesandi) og ónýtilega ull. Eftir að hafa sett efnið í tætara, er J>að sett í pressuvél, sem pressar það í mottur og þæfir. Pressan .skilar svo flókamottunni, sem er um einn ferm. í ummál. JEfNANGRUN MJÖG ÁFÁTT Valdemar skýrði svo frá, að ■fiér væri kunnugt um, að ein- Æingrun miðstöðvarkerfa í húsum hór í bænum væri mjög áfátt. — Víðast hvar eru sementspokar látnir nægja. Mjög hefur skort á að fólki væri gefnar uppl. um þessi efni er það byggir hús. En Vegna lélegrar einangrunar á #ii iðstöðvarkerfum væri hitanýt- tngin ekkert svipað því sem hún ^gæti verið, ef einangrunin væri M.Ilkomnu lagi. Samkv. útreikningum Tekne- •ologisk Institut í Kaupmannahöfn «er hitatapið í óeinangruðum mið- ^töðvarlögnum í venjulegum hús- wm 20% á leið vatnsins frá katli «g að ofni og önnur 20% á leið frá ofni til ketilsins en hitatap í ofni, sem fara á út í íbúðina er eðlilegt 20%. Er þá augljóst að «40% af kyndingarkostnaðinum <er til einskis gagns og er þar ] því miklu fé á glæ kastað, aðeins | með því að einangra ekki hita- lagnir húsanna. Hér er um svo veigamikið at- riði að ræða í sambandi við upp- hitun húsa, sem allir vita að er dýr, að nauðsyn ber til að taka þessi mál fastari tökum en verið hefur. Kvaðst Valdemar vilja benda húsameisturum og pípulagningar meisturum á að hér hefðu þeir verk að vinna, sem veigamikið væri fyrir þá sem þeir eru að vinna fyrir. FYRSTA FLOKKS Einangrunarflóki þessi hefur verið reyndur í Atvinnudeild Háskólans og fengið þar þann vitnisburð að vera fyrsta flokks og jafngóður steinullinni, sem notuð er til einangrunar í hús- veggjum. Einangrunargildi flók- ans reyndist vera 35,5. Það mun vera hærra einangrunargildi en erlends flóka og að auki er flóki Valdemars nokkru ódýrari en er- lendur. Er sannarlega ánægju- legt til þess að vita að hér er á ferðinni iðngrein sem stenzt sam- anburð erlendrar framleiðslu. Uiiiferðar- ljósimam breytt LÖGREGLUNNI hefur þótt bíl- stjórar ekki taka nægilegt tillit til þess í umferðarljósmerkjun- um, er gula ljósið kviknar á und- an því græna. Þeir hafa ekið af stað á gulu ljósi, í stað þess að vera aðeins viðbúnir að aka af stað um leið og skiptir yfir á ] græna ljósið. Umferðarmálanefnd bæjarins hefur fyrir nokkru rætt þetta mál. Hún ákvað að gera það að tillögu sinni, að láta breyta um-' ferðarljósunum þannig, að gula1 ljósið Iogi samtímis því rauða, stanzljósinu. Sennilegt má telja að þessi breyting verði gerð á ljósunum í'yrir jól. Slysahættðii á Hsfnarfjarðarvegi Umferðíírmálanefnd ræðir málið UMFERÐARMÁLANEFND bæjarins hefur rætt um leiðir til að draga úr umferðarhættunni á Hafnarfjarðarvegi. — Engar gang- brautir eru meðfram veginum, þrátt fyrir hina gífurlegu umferð og eins er götulýsingunni mjög áfátt. Nýr bátur ti! Hafnsrfjarðar HAFNARFIRÐI — Jón Gíslason utgerðarmaður hefir fest kaup á vélbátnum Ágústi Þórarinssyni frá Stykkishólmi. — Báturinn var smíðaður í Svíþjóð fyrir um 7 árum og er 103 lestir að stærð. Vélbáturinn kom hingað í gær, og mun hann stunda línuveiðar í vetur. —G. Fjalla-Eyvindur frum sýndur í Hveragerði HVERAGERÐI, 2. des. — Leik- félag Hveragerðis frumsýndi Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sig- urjónsson hér í Hveragerði í gær 1. desember. Með aðalhlutverkin fóru Magnea Jóhannesdóttir, lék Höllu, Gunnar Magnússon lék Kára, Theódór Ha'lldórsson lék Arnes, Sigurjón Guðmundsson lék Björn hreppstjóra. Leikstjóri var Haraldur Björnsson, en Lot- har Grundth gerði leiktjöld og fannst leikhúsgestum mikið til þeirra koma. Var leikstjóra og leikendum afar vel fagnað, enda talið að vel hafi tekizt. Vegna óveðurs var leiksýning- in ekki eins vel sótt og æskilegt hefði verið. Þess má þó geta að um 20 manns komu frá Reykja- vík og ætluðu fleiri að koma, en Óveður hamlaði. —• F-réttaritari. Tvö hús sem valda trafala í umferðinoi Á FUNDI umferðarmálanefndar bæjarins var fyrir nokkru rætt um tvö hús, sem nefndin hefur áður fjallað um, með tilliti til öryggis í umferðinni. Annað þessara húsa er spenni- ] stöð Rafmagnsveitunnar, sem er á mótum Hafnarstrætis og Hverfisgötu. — Hitt er íbúðar-! húsið Vesturgata 7. Varðandi spennistöðina, telur nefndin nauð 1 synlegt að flytja hana burt, en varðandi íbúðarhúsið, að það verði flutt til eða því breytt þannig að umferðarskilyrðin verði ekki verri þar en annars staðar á Vesturgötunni. Fjaltfoss heitir sysl- urskip Tungufoss KAUPMANNAHÖFN, 2. des. — í dag var hleypt af stokkunum 2500 tonna vöruflutningaskipi Eimskipafélags íslands. Frú Ás- laug Benediktsson skírði skipið Fjallfoss og óskaði því allra heilla. Skipið er smíðað hjá zkipa- smíðastöð Burmeister og Wain og hafði fyrirtækið á eftir boð inni í skipasafni sínu. Þar fluttu ræður m. a. Munk framkvæmda- stjóri, Jón Guðbrandsson og Hall grímur Benediktscon. Um 50 manns voru viðstaddir athöfnina, en tvö skip Eimskipa- félagsins, Gullfoss og Dettifoss eru stödd í Kaupmannahöfn um þessar mundir. —Páll. Nefndin var sammála um að leggja fram tillögur í þremur liðum, sem mikil bót yrði að til að draga úr slysahættunni. Það er þá í fyrsta lagi að gang- brautir verði afmarkaður með fram veginum. Komið verði upp góðri götulýsingu á allri leiðinní og loks að mýluð verði sjálflýs- andi lína eftir miðri akbrautinni og að allir umferðasteinar á leið- inni verði málaðir með sams konar málningu. Bátnum bjargað STOKKSEYRI, 4. des. — Á flóði í nótt tókst að ná vélbátn- um Hólmsteini II. á flot aftur. Hann rak upp á klöpp óveðurs- nótt fyrir skömmu. Fór báturinn þá svo hátt að hægt var að ganga þurrum fótum kringum hann á fjöru. Báturinn er talinn lítið | skemmdur, enda var klöppin j slétt. Skemmdirnar hafa ekki verið fullkannaðar, en báturinn mun fara til viðgerðar á morg-1 un. — M. 1 Isfirðingafélagið gefur 4 þús. kr. til endurbyggingar skíðdskála í Selja- landsdal AÐALFUNDUR ísfirðingafélags ins var haldinn í Tjarnarcafé 24. f. m. Samþ. var tillaga stjórnar- innar um að færa Skíðafélagi ís- firðinga að gjöf 4 þús. krónur til endurreisnar skíðaskála félags- ins, sem fór í snjóflóði s. 1. vetur. Stjórn ísfirðingafélagsins skipa nú: Jón Leós form., Helgi Guð- bjartsson gjaldkeri, Ása Guð- mundsdóttir ritari og meðstjýrn- endur frú María Helgadóttir og Ólafur Einarsson. Hagur félagsins er góður og félögum hefir fjölgað. Félagar eru nú um 350. Hin vinsæla árshátíð félagsins „Sólarkaffi" verður þriðjudag- inn 25. janúar n. k. Ekið lil Akareyrar TVEIR vagnar Norðurleiða, full- skipaðir farþegum og með um 2—3 tonn af pósti, fóru til Ak- ureyrar í fyrradag. Gekk þeim svo vel, að ekið var á aðeins tveim klst. lengri tíma en ef sum ardagur væri. Erfiðasti kaflinn á leiðinni var norður að Hrúafjarðará. Var hríð svo dimm að illa sá til vegarins. — Bílar sem voru í Fornahvammi treystu sér ekki að halda áfram vegna hríðarinnar. f gærkvöldi um kl. 10 voru tveir vagnar væntanlegir að norð an með farþega og póst. Vagnarn ir komu I Fornahvamm um kl. 5. Næst mun verða ekið norður á föstudaginn kemur. Skdkeinvigi MbL: Akranes-Keflavík KEFLAVIK ■ítma m AKRANES 20. leikur Keflavíkur er: «6—c5 _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.