Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐI9 Fimmtudagur 3. des. 1953 LJONID OC LHMBIÐ EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM &n Framhaldssagan 45 Milson hóstaði lítið eitt. „Vissulega ekki, hr. Grossett“, sagði hann. „En það eru nokkur atriði, sem við þurfum að grensl- ast eftir. Til dæmis Newberry lávarður. Ykkur kom ekki rétt vel saman, var það?“ „Ég þekkti hann ekki“, svaraði Reuben um hæl. „Þekktuð hann ekki? En þið voruð báðir í sama bófaflokkn- um fyrir ári síðan?“ „Hvaða flokk?“ Fulltrúinn brosti. „Þessi ungi maður er alinn upp í lögfræðiskrifstofu", sagði hann. „En þrátt fyrir það, er það álit okkar, vegna upplýsinga, sem við höfum fengið, að þér gætuð, ef þér vilduð, sagt okkur allt um fiokkinn. Látið það koma, ungi maður! Það er heitið tvö þúsund pundum fyrir morðingjana í í- þróttaskólanum og fimm hundr- uð pundum fyrir morðingjana í Milan-gistihúsinu. Segið okkur allt um þennan ágæta flokk, og þér kunnið að vinna til hvor- tveggja". . „Þér getið eins vel gert það“, sagði Milson ísmeygilega. „Þér, getið ekki farið til þeirra framar. j Þér mynduð aðeins vísa okkur á felustaði þeirra. Afram nú! Segið okkur alla söguna“. Af einskærri örvæntingu tók Reuben á öllu, sem hann átti til.! Það var undrun og ofurlítil þykkja í rómnum. „Ef þið hafið látið veita mér ^ <ú!tirför, þá er það erfiði til ó-' nýtis“, sagði hann. „Ég veit ekk- ert um bófaflokka. Ég er hálf- gerður iðjuleysingi, get ég viður- kennt, síðan mér áskotnuðust pen ingar, en hvað kemur lögregl- unni það við?“ „Sleppum því, Grossett“, sagði Milson hvasst. „Segið okkur hve langt er síðan þér komuð í „Ljónið og Lambið" í Bermonds- ey?“ Síminn á borði fulltrúans hringdi. Hann tók upp tækið og rétti Milson það. Milson hlustaði, ofurlítið leiður á svip. „Sendið hann hingað", sagði hann. „Ég fer“, tilkynnti Reuben. „Ég er orðinn dauðleiður á spurningum ykkar. Þið trúið engu, sem ég segi. Þið getið látið elta mig og séð hvað þið græðið á því“. „Andartak, hr. Grossett“, sagði Milson. „Við kunnum ekki við að þér yfirgefiS okkur svona. Auk þess“, bætti hann við og hlustaði á fótatak nálgast, „lang- ar yður ef til vill að hitta gamlan vin“. Það var drepið á dyr. Enn einu sinni kom lögregluþjónninn. — Hann nefndi ekkert nafn. Sá, ,sem hallaði sér fram á stafinn sinn í dyrunum var Tottie Green. XXXII. kafli. ‘ Reuben riðaði eitt andartak. Það var sem augu hans leituðu um allt eftir einhverri annarri útgönguleið til að flýja um. Svo gaf hann frá sér lágt, óhugnan- iegt óp og lak aftur niður í sætið. Tottie Green staulaðist inn, ægi- legur ásýndum. Hann var klædd- ur alsvörtum fötum, sem voru ötuð tóbaksösku. Vestið var frá- hneppt, andardráttur hans heyrð ist um alla stofuna. En munn- svipurinn var hörkulegur og vot augun glóðu. „Hvað sögðuð þér að nafn yðar væri?“ spurði fulltrúinn. „Tottie Green“, svaraði gestur- inn. „Þessi piltur þarna er að- stoðarforingi minn. Ég er for- ^prakki flokksins, sem þið eigið í höggi við og hefur náð í Dave Newberry. Nú get ég ekki staðið. Látið mig fá sæti. Ég hef allt, sem ykkur vantar. Þessi náungi með blýantinn, hraðritari? Látið hann skrifa allt, sem ég segi. Ég kom til að fullvissa mig um að þessi naðra þarna yrði hengd“. Það varð eftirvæntingarfull þögn. Milson hjálpaði Tottie Green að setjast. „Ég verð að reykja“, sagði hann. „Ég hef alltaf sagt, að ég skyldi kveðja reykjandi, og það verð ég að gera. Látið það koma! Eitthvað krassandi". Fulltrúinn opnaði skúffu og kom með fína Havanavindla. — Tottie Green valdi þann svart- asta og kveikti í. „Ég hef einkalækni", sagði hann og blés frá sér reykjar- mekki. „Hann hefur sagt mér síðasta árið að ég hangi í blá- þræði. Þess vegna ætla ég ekki að fara í felur með neitt. Ég vil verða viss um hann“. Hann otaði óhreinum vísifingri eins og rýting í áttina til Reub- ens. „Hann er morðingi", hélt Tottie áfram. „Skrifaðu það drengur minn þarna með blýant- inn. Hann hefur framið morð samkvæmt skipunum mínum áð-; ur. Hann myrti Dick Ebben í i- þróttaskólanum og það svín átti fyrir því. Hann kjaftaði um okk- ur. Hann myrti Dave Houlden í Milan-gistihúsinu fyrir fimm ár- um. Það skiptir heldur ekki máli. En það, sem hann skal í snöruna fyrir, er síðasta verkið hans. Hann drap Belle — Belle, sem ég hef litið eftir öll þessi ár — dóttur Morgans, félaga míns — drap hana af því hún var ást- fangin af Dave Newberry“. Hann þagnaði snöggvast og ekkert heyrðist nema þungur andardráttur hans og urgið í blý- anti hraðritarans. Reuben reyndi að rísa upp í sætinu með því að grípa í borðröndina. Hann sneri fölu andlitinu að ákæranda sín- um. „Þú lýgur, Tottie Green!“ hrópaði hann. „Það var ekki vegna Dave Newberry, þó mér félli það líka illa. Hún sveik okk- ur,_ segi ég. Ég faldi mig í her- berginu og heyrði hana hringja. j Hún ljóstraði upp — við Dave — að við yrðum fjölmennir, með hnífa og skammbyssur. Ég heyrði það. Hvað gerum við við svikara? Hún fékk það, sem hún átti skil- ið. Hún fékk —“ Hann snögg þagnaði. Óp hans kvað við um stofuna. Það var eins og móðursýkisóp kven- manns, sem allt í einu kemur auga á eitthvað skelfilegt. „Djöflar!“ grenjaði hann. ,,Hel vítis hræið þitt, Tottie! Þú komst mér til að tala, og ég hefði haldið mér saman. Þeir hefðu aldrei haft neitt upp úr mér. Djöfullinn sjálfur!" Hann stóð þarna skjálfandi þar til hnén biluðu og hann lak aftur niður í sætið. ístran á Tottie Green gekk í bylgjum. Hann hló. Hann sneri sér að full- trúanum. „Hvernig lízt ykkur á þetta? Þér heyrðuð hvað hann sagði Hann játaði, var ekki svo? Hann kemst inn í Milan þegar honum sýnis, hjá þjónunum. Þessi með blýantinn, hann hefur hripað! þetta niður. Reuben fer í snör- una fyrir þetta, eh? Segið að| hann skuli í snöruna — því ég get lognast út af þá og þegar, og ég vil vera viss“. „Hann verður vissulega hengd- ur“, fullvissaði fulltrúinn hann. „Þér segist vera forsprakki flokksins, sem slóst í Widows Row — flokksins, sem David Newberry var í“. „Aiveg rétt“, sagði Tottie Green. „Þér hafið meiri fíflin í þjónustu yðar, annars hefðu þeir hnotið um mig fyrr. Ég er Tottie Green og ég hef verið foringi Lambanna í mörg ár — smá- fyrirtæki fyrst í stað, en það stærsta í Evrópu þangað til í dag. Nú fá þeir að bíta í grasið. Ég hef undirritað dauðadóm yfir sjö mönnum fram að þessu fyrir að svíkja. Grafir þeirra eru í Highgate-kirkjugarðinum. Já, ég hef framið morð, en einungis RAUÐU SKÓRNIR Danskt ævintýri Allt fólkið flykktist að höllinni, og þar á meðal Katrín. Stóð kóngsdóttirin litla hvítklædd uppi í glugga og lofaði fólkinu að horfa á sig. Ekki hafði hún slóða á eftir sér og ekki bar hún kórónu á höfði, en á fótunum hafði hún ljóm- andi fallega rauða silkiskó. Nú var Katrín litla komin á þann aldur, að hún átti að fá nýja skó. Skóari nokkur í borginni tók mál af litla fætin- um hennar. Hann gerði það heima hjá sér í stofunni sinni. Þar voru stórir skápar með glerhurðum fullir af forláta skóm og gljáandi stígvélum. Það var skínandi fallegt. En frúnni gömlu var farin að förlast sjón, og hafði hún því enga ánægju af þess konar. Mitt á meðal skónna voru einir rauðir, alveg eins og skórnir 'prinsessunnar, og þeir voru einstaklega fallegir. — Skóarinn sagði líka, að þeir hefðu verið gerðir handa greifa- barni, en hefðu ekki reynzt mátulegir. „Það mun vera gljáleður í þeim,“ sagði frúin gamla. — „Þeir gljá.“ „Já, þeir glansa,“ sagði Katrín, og þeir reyndust henni mátulegir, en gamla frúin vissi ekki, að þeir voru rauðir, því að hún mundi aldrei hafa leyft Katrínu að ganga til fermingar með rauða skó á fótum, en það gerði nú Katrín engu að síður. Ollum varð starsýnt á fætur hennar, og þegar hún gekk inn eftir kirkjugólfinu að kórdyrunum, þá þótti henni, sem gömlu myndirnar á legsteinunum, þessar myndir af prest- um og prestkonum, með stífu kragana og síðu svörtu föt- unum væru að hvessa augun og horfa á rauðu skóna henn- ar. —• / í dc emur í verz L cmir ctg Saumujm eftir máli úr nýkomnum, vönduðum efnum. Korselet Lífstykki Magabelti Frúarbelti Slankbelti ' Brjóstahaldara Einnig sjúkrabelti fyrir dömur og herra. Nælonbelti, nýkomin. Lífstykkjagerðin S.E Tjarnargötu 5 ATT AR Útlendu hattarnir komnir. — Mjög smekklegt litaúrval, þar á meðal nýi, grái tízkuliturinn. Einnig barna- og dömuhúfur. HATTAVERZLUN ÍSAFOLDAR Austurstræti 14 **! Biireiðar til sölu Tii sölu eru 2 Chevrolet fólksbifreiðir, 21—30 farþega. Bifreiðarnar eru til sýnis og uppl. gefnar á Bifreiða- verkstæði Áætlunarbíla Hafnarfjarðar í kvöld og næstu kvöld kl. 7,30—9. — Sími 9276. Gólfdúkur hentugur á stiga, ganga og verzlanir — mjög sterkur. Regnboginn Laugaveg 62. — Sími 3858. ■nnw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.