Morgunblaðið - 24.07.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1956, Blaðsíða 6
p MORCUISBLAÐIÐ f>riðjudagur 24. júlí 1956 Glæsileg skemmtiferð Varðar um Borgarfjarðarhérað Stærsta hópferðin — Sól eg suntar — Itlikil ánægja CNEMMA á sunnudagsmorg- un röðuðu sér 14 stærstu langferðabílar bæjarins um- hverfis Austurvöll og á þeim öllum blöktu merki Sjálfstæð isflokksins. Nú var að hefjast hin þráða skemmtiför Varðar um Borgarfjarðarhérað. Á fimmta hundrað manns hafði óskað að vera með, og þess vegna þurfti svo mikinn bíla- kosta. Er þetta fjölmennasta hópferð sem farin hefir verið hér á landi. ÚR RIGNINGU í SÓLSKIN Ferðaveður var heldur óálit- legt, dimmt yfir og þokusuddi. En enginn lét það á sig fá og var lagt af stað að ákveðinni stundu og ekið fyrst til Þing- valla. Á þeirri leið var dynjandi rigning. Síðax: var haldið norður Kaldadalsveg og þegar á Trölla- háls kom, tók að birta í lofti. Var svo ekinn Uxahryggjavegur, og þegar niður í Lundarreykjadal kom, létti enn þokunni og var komið sólskin þegar bílafylking- in fór um Bæjarsveit. Helzt svo sólskin og hið dýrlegasta veður allan daginn PÉTUR OTTESEN TEKUR Á MÓTI HÓPNUM í REYKHOLTI í Reykholtsdal kcm Pétur Otte sen alþm. og kona hans á móti hópnum og fylgdust þau með hon- um allan daginn og skildust ekki við hann fyrr en á sýslumótum hjá Botnsá í Hvalfirði um kvöld- ið. Reykholt var fyrsti ánirgar- staður. Þar var snæddur hádegis- verður og sátu menn í grænu túninu í hring umhverfis styttu Snorra Sturlusonar. Þá skein sól glatt og var fagurt um að litast í dalnum. aÞrna ávarpaði Pétur Ottesen hópinn og hauð hann vel kominn til Rorgaríjarðar. Kvaðst hann vona að förin yrði öllum til óblandinnar ánægju og fróð- leiks, því að á þessum slóðum gæti að iíta mikla náttúrufegurð, gæfist kostur a að skoða hina nafntoguðu Hraunfossa og Barna- foss, þar sem áður var sjálfgerð- ur steinbogi yfir Hvítá, en var að sögn brotinn, þegar tvö börn frá Hraunsási duttu út af hon- um og drukknuðu. Átti ekki að láta steinbogann valda fleiri Þingmaður Borgfirðinga býður gestina velkomna í byggðir Borg- arfjarðar. Myndirnar tók Þórarinn Sigurðs. slysum. Fyrir nokkrum árum átti að setja volduga brú á ána þarna og var allt efni komið til henn- ar. En þá hrundi um 3 metra breið spilda framan úr hamrin- .um — og þetta varð til þess að hin mikla brú varð aðeins að göngubrú yfir áná ÁHRIFARÍK RÆÐA í HÚSAFELLSSKÓGi. Héðan var haldið í Húsafells- skóg og dvalist þar um hríð. Þar er talinn einhver fegursti staður héraðsins og var nú baðaður í sól. Skyggði það eitt á að ekki var góð fjallasýn, því að þoka frjósamar sveitir, miklar fram-' lá á kollum jöklanna. kvæmdir og atorku héraðsbúa. Munu allir hafa sannfærst um í íerðinni, að þetta voru ekki inn- antóm orð. Síðan var staðurinn skoðaður og ferðinni svo haldið áfram norður yfir hálsinn og upp Hálsa-' sveit að Hraunsási. Þar var höfð nokkur viðdvöl svo að mönnum Þarna hélt Bjarni Benediktsson ráðherra snjalla ræðu og ræddi um stjórnarskiptin. Kvað hann þess engin dæmi á íslandi að nokkur stjórn hefði farið jafn ógiftusamlega á stað eins og sú, sem nú væri að taka við. Fyrst og fremst styddist hún við þing- fylgi, er fengið væri með brögð- ^um, og í öðru lagi licfði það verið : Hræðslubandalagsins fyrsta verk , • að svíkja kosningaloforð sín. Sein Um helgina efndi Landsmalafe-. us^u Ju-óp þess til kjósenda fyrir lagið Vörður tii skemmtiferðar; kosnjngarnar hefði verið þau, að um byggðir Borgarfjarðar. Voru^ aldrei skyldi j,að ganga til sam- töluvert á fimmta hundrað manns ? starfs við kommúnista. Mánuði með í þessari skemmtiferð. Tókst j seínna væri samstarfið hafið, og hún með afbrigðum vel, því ísmeð því hefði kjósendum verið glampandi sólskini var ferðazú sýnd meiri lítilsvirðing, en nokk um Borgarfjörðinn og er frásögn ^ ur dæmí væri til. — Þessir nýju af förinni á bls. 6, en þessi mynd \ menn hótuðu því nú aftur á móti, er tekin af bílalestinni, inni í) að ofsækja Sjálfstæðismenn á Bolabás, en þaðan var ekið um J alla lund. Nú mundu þeir, til Uxahryggi að Reykholti. Voru 14sþess að vera innræti sínu trúir, stórir bílar í förinni 5 koma alls konar hoftum og (Ljosm. Þórarinn ’Sigurðsson). • skerða frelsi emstaklinganna. Fn ef þeir hygðust koma Sjálfstæðis flokknum á kné með því, þá skjöplaðist þeim hraparlega. Þeir ættu ekki flokknum einum að mæta, heldur helming þjóðarinn ar, og það afl gæti þeir ekki brotið á bak aftur. — Hann kvað þetía ferðalag Varðarfélags ins vera táknrænt fyrir komandi tíma. Förin hefði verið hafin í dimmviðri og ískyggilegu útliti, en eftir stutta stund ljómaði sál um land og sæ. Á HEIMLEIÐ Úr Húsafellsskógi var ekið að Kalmannstungu og síðan niður Hvítársíðu, yfir Kljáfossbrú, fyr- ir mynni Reykholtsdals og Flóka dals og um Bæjarsveit. Var svo kvöldverður snæddur hjá Grímsá gegnt Fossatúni. Síðan var ekið upp í Skorradal, yfir Geldinga- draga, um Svínadal og Hvalfjörð og komið til Reykjavíkur um m '/j nætti. Voru þá allir sammála um, að þetta hefði verið dýrlegur dagur. Þess ber að minnast að farar- stjórn var öll í bezta lagi og eng- in óhöpp komu fyrir. Hafði stjórn Varðar annast allan undirbúning ágæta vel en fararstjóri var for- maður Varðar, Davíð Ólafsson. Sérstakur bíll var með, hlað- inn matvælum og var þeim útbýtt á áningarstöðum. Var ríflegur skammtur afhentur hverjum manni í pappaöskjum og gat svo hver sezt að mat sínum þar sem honum þóknaðist. Er þetta bæði hentugt og vinsælt fyrirkomulag. SKEMMTILEGAR FRÁSAGNIR | ÁRNA ÓLA Leiðarlýsingu hafði félagið lát-! ið prenta og var henni, ásamt 1 korti, er sýndi héraðið oð leið- ina sem ekið var, útbýtt meðal allra í bílunum. Auk þess hafði félagið fengið Árna Óla til þess að veita ferðafólkinu nokkrar upplýsingar bæði í Reykholti og Húsafellsskógi. ÁningarstaSur. — Kvöldverður, smurt brauð og öl handa hverjum í snyrtilegum umbúðum, allt gekk þetta í röð og reglu og cftir við- burðarríkan dag smakkaðist nesúð einstaklega vel. bandið þar á milli. Sagði hann ferðaíólkinu á skemmtilegan hátt frá sögustöðum og fléttaði inn í þá frásögn ýmislegu um atburði, sem skeð höfðu og menn, sem þar höfðu komið við sögu. Um leið og menn nutu hinnar óvið- Er Árni fróður mjög um land- ið og sögu þjóðarinnar og sam- jafnanlegu fegurðar Borgarfjarð- arhéraðs fengu þeir á þennan hátt margvíslega fræðslu um sögu héraðsins og kunnu menn vel að meta. Þá var með í förinni Vigfús Framh. á bls. 15 Gengið niður að hinum sérkennilega Barnafossi. (Ljósm.: Á. Ó.) r a lifinu Lélegur — en fjölfarinn vegarspotti FYRIR nokkru var vikið að þeim bráðabirgðasvip, sem einkennir húsakynni á Reykja- víkurflugveli, og bent á nauðsyn fyrir fullkomið flugstöðvarhús. Nú hefur „Flugfarþegi“ skrifað mér í tilefni þeirrar greinar, og kemst svo að orði: „Mér þót'ti allt jétt og gott, sem þú sagðir um bráðabirgða- keiminn að húsum Reykjavíkur- flugvallar. Ég hef oft hugsað um þetta sjálfur og tel ástæðu til að ýta við þessu. En fleira hefur bráðabirgðakeim á flugvellinum en húsakynnin, og það langar mig til að minnast á. Mitt starf er þannig vaxið, að ég á æðioft erindi út á land og fer þá langoftast fljúgandi. — í hvert skipti sem ég kem og fer, verður mér á að blöskrast yfir vegarspottanum, sem liggur frá Njarðargötunni að afgreiðsluhúsi Flugfélags íslands. Um þennan veg — ef veg skyldi kalla — er mikil umferð, og aliir, sem fljúga ' með Föxunum — útlendir sem innlendir — komast ekki hjá því að fara þessa leið. Vegarómyndin er víst þyrnir í augum allra hinna fjölmörgu, sem leið eiga um hana. Hún er jafnófær bílum sem gangandi fólki. Venjulegast er ruðningur- inn svo holóttur, að öll farartæki i ætla sundur að hristast, sem um hann fara. Og gangandi fólk verð ' ur annað hvort hulið rykmekki frá bílunum, þegar þurrt er, eða aurslettum, þegar blautt er. Á I vetrarkvöldum er svo niðamyrk- ur þarna, því að ekki er einu sinni svo vel, að götuljós séu til. Næsta umhverfi vegarins er litlu betra. Þar eru girðinga- ræflar og óræktarmelar, vaxnir njóla og öðru illgresi. Fyrsta ís- lenzka svipmótið, sem mætir fjöl- mörgum útlendingi, ber því vott um hirðuleysi, og það er allt ann- að en gott. Mér þætti fróðlegt að vita, hvernig stendur á því, að þessu er ekki kippt í lag“, í tilefni af bréfi „Flugfarþega“ sneri ég mér til Flugfélags ís- lands og spurðist fyrir um þenn- an illræmda veg. Fékk ég þau svör, að félagið hafi undanfarin tvö ár verið að jagast í opinber- um aðilum til að fá lagðan þarna malbikaðan, upplýstan veg, en hver af öðrum hafi skotið sér undan því máli og talið sér óviðkomandi bæði vegarlagningu og lýsingu á þessum kafla. Þetta er auðvitað alveg óvið- unandi. 50 þús. flugfarþégar aka árlega þessa vegarnefnu, og er það aðeins brot af allri umferð- inni. En hvorki ríki né bær telur rnálið koma sér við. Aflaunir — að r.óttu sem degi ÁFLRAUNASTEINARNIR, sem komið var fyrir í Tungunni við Snorrabraut, hafa vakið mik- ið umtal og deilur. Voru þeir fyrir skemmstu færðir úr stað, og hvílir mikil leynd yfir brott- flutningi þeirra. íbúi við Snorra- braut kom að máli við mig og kvaðst vara mjög þakklátur þeim, sem staðið hefðu fyrir því, að steinarnir voru fjarlægðir. Sagðist hann ekki vera einn um þakklætið. Mikið ónæði hefði fylgt þeim aflraunamönnum, sem komu til að reyna krafta sína á steinunum — jafnt að nóttu sem degi. Hefði jafnvel kveðið svo rammt að þessu, að mönnum hefði ekki verið svenfsamt í hús- unum í grennd. Einnig væri mönnum annt um þennan rækt- aða blett og þætti miður að sjá grasið traðkað niður. Vissulega væri engin ástæða til að hafa á móti því, að menn reyndu á krafta sína — á réttum stað og réttri stund. Vonandi verður höfð hliðsjón af óskum íbúanna við Snorra- braut, og aflraunasteinarnir ekki fluttir aftur í Tunguna— né held- ur á annan stað, þar sem líkt hagar til Hafði gaman af sinni cigin fyndni CHARLES Dickens er sagður hafa lýst sjálfum sér sem „herramanni, er skrifaði og hefði __gaman af því — r<'tt etns V 6 1 3 mÍög ^ar^ar segu jiisRHpÉ?K£.' I eru sv° skringi . legar, að engin ástæða er til að undrast, þó að áann h a f i skemmt sér konunglega við að iskapa þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.