Morgunblaðið - 24.07.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1956, Blaðsíða 10
10 MORGVNBl'AÐIÐ Þriðjudagur 24. júlí 1956 /tiTeð blöðrur á fáfum og blœ vann Kristján 10 km hlaupiB Kaupmannahöfn 19. júlí. IjAÐ VAR YFIR 20 STIGA HITI i kvöld er landskeppni íslands * og Danmerkur í frjálsum íþróttum hófst á Österbroleikvang- inum. Völlurinn var baðaður geislum kvöldsólarinnar og það mátti sjá að keppendur nutu sín í veðurblíðunni. Þeir gengu án hlífðar- galla um völlinn, njótandi góða veðursins. Þetta átti ekki sízt við um ísl. piltana, sem ekki eru vanir svo góðum aðstæðum. Það lá einhvern veginn í loftinu að þarna myndi eitthvað óvænt gerast. Liðsmennirnir allir höfðu svo mikinn áhuga, voru svo staðráðnir í að gera eitthvað mikið og stórt — að það eiginlega hlaut að koma. Og þetta „það“ var að þeir sigruðu þetta fyrra kvöld keppninnar. Island hafði eftir fyrri daginn 54J4 stig gegn 5014 stigi Dana. SETNIN G AR ATHÖFN. Þannig endaði kvöldið, en við skulum byrja á bjrrjuninni. Um 1500 manns voru komnir til að horfa á keppnina og öll fram- kvæmd var í bezta lagi og ná- kvæm. Þegar einhver kirkju- ltlukka í grenndinni sló 7, gekk formaður dr-' ' - ' ■'' Isíþróttasam bandsins, Knud 'fhomsen, að hljóðnemanum og bauð íslend- inga velkomna með stuttri ræðu. Hann rakti fyrri viðskipti þjóð- anna á sviði frjálsíþrótta, minnti á tvo sigra íslands til þessa og kvaðst vona að þessi þriðja keppni landanna yrði báðum til ánægju og sóma. Þegar ávarp hans var á enda var leikinn þjóðsöngur Danmerk ur og tveir íþróttamenn úr danska liðinu drógu fána lands síns að hún inni á leikvanginum. Þá gekk Brynjólfur Ingólfsson form. FRÍ fram og þakkaði með stuttu ávarpi. Hann minnti einn- ig á fyrri keppnir frændþjóðanna og lét í ljós þá ósk að sá aðilinn er sterkari væri mætti fara með sigur af hólmi. Jóel og Valbjörn drógu svo ísl.fánann að hún með- an þjóðsöngur íslands var leikinn. Og þá var komið að keppninni. Dagskrá öll var fyrirfram skipu- i lögð nákvæmlega. Allt hafði sinn vissa tíma — og allt stóðst, svo að aldrei var „dauður punktur" í þessari 6. landskeppni íslands. Hún byrjaði samtímis á kringiu- kasti, 100 m hlaupi og hástökki. k Kringlukast Hallgrímur Jónsson vár fyrsti maðurinn sem lagði stig í sjóð íslands þetta kvöld. Hann kast- aði fyrstur á meðan spretthlaup- ararnir og hástökkvaramir voru að undirbúa sig. í fyrsta kasti tryggði hann sigur. Kastið var 47 — 48 metrar og hann hefði þá getað hætt og sigrað samt. En maður óttaðist alltaf að Munk Plum mundi svara með góðu kasti. Hallgrímur hélt á- fram af sinu mikla öryggi. Öll hans köst gild og svipuð að lengd, unz hann í 5. kasti hitti á „punktinn" og kringlan lá réttu megin við 50 metra línuna. En Hallgrímur var einn okkar öruggasti sigurvegari í þessari keppni, og þegar 50 metra kastiö hans var komið, róuðust taugar manna og menn fóru að segja. Hvernig er ástatt hjá Friðriki? Og það var eins með hann. í fyrstu umferð náði hann öðru sæti og hélt því örugglega. Þessi annar maður okkar í kringlukasti hafði sigrað bezta Danann með tæp- lega 2 metra mun. Okkar bezti maður var 6 metrum á undan Munk Plum. Þetta er sigur sem kalla má stóran. :k 100 m hlaup Og á meðan á kringlukastinu stóð voru 100 m. mennirnir komn- ir í holurnar. Skotið reið af og Hilmar var frá upphafi fyrstur — greinilega í sérflokki og var aldrei ógnað. En baráttan stóð um 2 sætið. Fengel var á undan Hösk- uldi þegar um 30 metrar voru af hlaupinu, og hann hélt því for- skoti í mark. Það forskot var ekki stórt, því tími þeirra var hinn sami 11,0 sek. Stangarstökkvarinn Larsen var hinn keppandi Dana í 1,80 m. í fyrstu tilraun, þá átti hástökkið alla athygli manna. Sigurður stökk fyrstur og kannske hefur þetta ágæta stökk hans skotið Breum skelk í bringu. Að minnsta kosti felldi Breum og komst ekki yfir fyrr en í sömu tilraun og Jón, og þar sem þeir báðir felldu næstu hæð urðu þeir jafnir í 2—3 sæti og stigin skipt- ust hvor hlaut 2yz. Sigurður stóð einn uppi. Hann var hinn ókrýndi konungur hástökkvaranna þetta kvöld — og maður kvöldsins í liði íslands, því þetta höfðu menn aðeins þorað að vona — og það an sigur og aðeins 2 til Islands, því eitt „stigið týndist" þegar einn keppandinn féll úr. Grinda- hlaupið í þessari landskeppni varð því engin keppni. Áður en þetta skeði hafði verið ákveðið að Björgvin Hólm hlypi í stað! Guðjóns Guðmundssonar, (lands-! liðsmannsins í greininni) vegna • smámeiðsla hans. Það var því j hvorugur þeirra er fyrir ísland áttu að keppa í þessarri grein.' Hún var algjörlega töpuð — og' kannske hvort sem var, því j Danirnir hlupu mjög vel og náðu góðum tíma. Fytri hluta landskeppninnar lauk með ís/. sigri ■k 400 m hlaup Og þá var komið að 400 m hlaupinu — einhverri tvísýnustu grein keppninnar, og sem dönsku blöðin höfðu mest um talað vegna þess að þar var hið stórar danska nafn, Gunnar Nielsen. Satt að segja höfðu íslenzkir vonazt eft- ir sigri — en Danir sögðu: Þeg- ar Gunnar hleypur til að sigra þá sigrar hann og það ætlar hann að gera í kvöldd. Og þeg- ar skotið hvein hófst mesta keppni kvöldsins. Þórir ætlaði ekki að gefa sig og hann hafði forystuna framan af. Það var ekki fyrr en á síðari beygjunni að sjá mátti að Gunnar var kominn í fyrsta sæti og því tókst honum að halda. Þórir átti ekki krafta til að T>erjast við hann á síðustu metrunum. En þaS sem óvæntara var, var það að Hörður gaf sig algerlega á endasprettinum og hafnaði í fjórða sæti. Grein sem búizt hafði verið við að endaði jafnvel með islenzkum sigri, eða alls ekki ver en 6:5 fyrir Dani, var nú lokið með sigri Dana 7 stig gegn 4. En til þess að gera þetta varð Gunnar að bæta sinn bezta tíma og það gerði hann um hálfa sekúndu. Þessi grein var því ekki gefin af Islendingunum fyrr en i fulla hnefana. Hilmar Þorbjörnsson sigraði öiugglega í 100 metra blaupi á 10,8 sek. Hér sést hann koma í mark á undan Jörgcn Fengel D. og Höskuldi Karlssyni, sem báðir fengu sama tíma 11,0. þessari grein og stóð sig vel. Það var aldrei við því búizt að hann yrði framar. Þarna var Hilmar í sérflok.ki, og það vantaði aðeins herzlumuninn á að sigur íslairds yrði tvöfaldur. Fyrstu tölur um stig er komu upp á töfluna voru eftir 100 m. hlaupið. ísland hafði 7 stig, Danmörk 4. Byrjunin var góð. ★ Hástökk Byrjunaræsingurinn var ekki farinn úr íslendingum þarna á Österbro þegar athygli allra var dregin að hástökkvurunum, sem byrjað höfðu samtímis 100 m. hlaupurunum og kringluköstur- unum. En þó erfitt væri að stökkva hástökk þarna, vegna harðrar atrennubrautar, þá gerð- ust þarna stórir hlutir frá sjón- armiði íslendinga. Hástökkið var ein þessara greina í keppninni, sem var mjög tvísýn. Sá sem vann hana gat orðið sigurvegari keppn- innar. Og þegar annar Daninn, Erilt Nissen komst ekki 1,75 m., þá vöknuðu vonirnar. íslending- arnir og hinn Daninn, Breum, fóru þá hæð í fyrsta stökki. Og svo þegar Sig. Lárussou stökk veikt. Danir sögðu að hann stykki á gamaldags stíl, það er saksstíll- inn. En þessi gamli stíll dugði nú svo vel að Sigurður var ekki að- eins sigurvegari, heldur fór „2 hæðir“ þ.e. 1,83 m. og 1,85 metra þegar allir hinir voru dottnir úr keppninni. Afrek Sigurðar varð til að lyfta öllu liðinu. 'k 110 m grindahlaup En þá kom óhappið mitt í allri gleðinni. Stutta grindahlaupið var að hefjast. Það var þjófstart- að og menn sáu að Pétur Rögn valdsson fékk áminningu. Þetta gat orðið alvarlegt, en allir von- uðu að honum tækist vel við næsta start, en oft er það svo, að sá er áminningu fær liggur eftir þegar næst er startað. En það skeði ekki nú. Péíur þaut aftur upp áður en skotið kom — það kom að vísu nokkuð seint, en það er engin afsökun. Hann var sam kvæmt alþjóðareglum dæmdur úr. Það var ekki einasta, að við gætum ekki sýnt gott afrek í hlaupinu, heldur mátti í upphafi bóka 8 stig til Dana fyrir tvöíald- 10 km hlaup Nú lögðu 10 km. hlaupararnir af stað. Með sterkustu menn Dana í keppninni hefðum við ekki átt nokkra möguleika — og þeir voru jafnvel litlir þó að þeirra þriðji og fjórði bezti maður kæmi í liðið. En samt voru það vonir. Kristján tók forystuna með ann- an Danann, Rassmussen á hælun- um, en Bergur og Rosschou fylgd- ust að. Kristján kunni þessu úla tók „kipp“ og var um 20—30 m. á undan Rassmussen þegar 4 hringir voru búnir, en Bergur og Rosschou voru 50—60 m á eitir honum. Svona hélzt röðin nokkra hringi, en smám saman dróst Rass mussen aftur úr uns Bergur og Rosschou náðu honum. Kristján ruddi brautina. Það var erfitt að gera það alla leið, en hann vildi sýnilega ráða hraðanum. Um mitt hlaupið hófu Danirnir samvinnu. Þeir hjálpuðu hvor öðrum með því að leiða „aftari hópinn" til skiptis. Þannig tókst þeim að auka hraðann og Bergur varð að slá af. Danirnir sóttu nú að Krist- jáni, og svo fast að af 80—90 m. forskotinu var um tíma ekki nema um 20 metrar eftir. Hvað ætlar að gerast, spurðu menn og sum- ir bitu í neglurnar í æsingi. En þá svaraði Kristján með því að auka ferðina og hann kom í mark um 160 metrum á undan Rosschou. Þetta var óvæntur sigur — líklega sá óvæntasti. En hann var kærkominn. Og það munaði litlu að hann yrði stærri. Bergur, sem gefið hafði mikið eftir síðari helming hlaupsins tók nú sprett og var fast að því kom- inn að ná Rassmussen. Hefði Berg ur haít meiri reynslu í keppni í svona Iilaupi, hefði hann k -mizt upp á milli Dananna. En þetta hlaup var erfitt. Brautin var mjög hörð — svo hörð að allir hlaupararnir voru með bicðrur á fótum og blæðandi sár. Þetta var orsök hins lélega tíma. En minnumst þess að það var Krist- ján Jóhannsson sem „dróg“ hina áfram. Það þurfti hörku til og cin beitni, en af slíku hefur Kristján nóg. "k Langstökk Langstökkið hvarf einhvern veginn. Það var ekkert merki sem gaf til kynna lengd stökkanna, en tilkynnt að þegar 5. umferð hófst þá voru Vilhjálmur Einarsson og Friðleifur Stefánsson í fyrstu tveim sætunum. En þá hitti danski stangarstökkvarinn — þeirra „altmuligmand" á plank- ann og stökkið mældist 6,91 m. Eftir það breyttist ekki röðin. Larsen sigraði en strákarnir okk- ar tóku 2. og 3. sætið, og ísland fékk 5 stig á móti 6 stigum Dana. 1500 m hJaup Meðan á langstökkinu stóð tóku 1500 m hlaupararnir sér stöðu. Skotið var og Sigurður Guðnason tók forystuna, síðan komu Danirnir og Svavar rak lestina. Þegar röðin var enn ó- breytt er 800 m. voru búnir á fremur hægri ferð tóku menn að Framhald á bls. 11. Stefán reyndi allt hvað hann gat og bætti ísl. metið um 5 sek. En það var ekki nóg. Hér sézt liann reyna að brjóta Sönder- gaard af sér, en tókst ekki, daninn varð annar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.