Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. des. 1956 MnnrrnvrtT AntÐ II II II II Jólahald í æsku minni eftir Ásmund G ísl ason pr'óf ast JÓLIN voru á.æskuárum mínum, sem jafnan fyrr og síðar hér á landi, aðalhátíð ársins, og var þó hátíðarhaldið hið ytra einkum fólgið í því að betri matur var þá á borð borinn en endranær, húsin prýdd eftir föngum, meira um ljós og voru menn þá að jafnaði hreinir og betur búnir. Á páskum og hvítasunnu var og reynt að bregða hátíðablæ yfir heimilin og halda sig beiur í mat og drykk, en þá voru föngin til veizluhalds orðin vandfengnari, því flestir bjuggu betur, hvað mat snerti, framan af vetri, og geymdu sitt hvað gott til jólanna, en að vor- inu var, einkum hjá fátæklingun- um, orðin vöntun á mörgu. Þá var og venja að hafa ein- hverja tilbreytni í mat á 1. sd. í jólaföstu — nýjársdag, 1. þorra- degi (bóndadeginum) og 1. Góu- degi (konudeginum), þriðjudegi í föstuinngang (Sprengikvöldi) og svo auðvitað á töðugjaldadag- inn, þegar búið var að hirða tún- ið. Ég ætla hér að lýsa með fám orðum jólatilhaldinu, eins og ég þekkti það á æskuárunum. Þegar farið var að búa sig undir jólin var aðallega lögð áherzla á tvennt, sem sé að hreinsa bæina og allt sem í þeim var og að reyna að hafa sem bezt og mest að borða SÚ GREIN, sem hér birtist, er kafli úr allstóru hand- riti, sem höfundur lét eftir sig, um þjóðhætti og líf alþýðu manna, eins og hann kynntist því í uppvexti síniun á síðasta fjórðungi aldarinnar sem leið. — Ásmundur próf. Gíslason var fæddur árið 1872 en lézt árið 1947 og er lýsing hans á jólahaldi frá árunum kringum 1880, eða fyrir um 75 árum síðan. ar heima fyrir, af munaðarvörum að minnsta kosti. Oft var þá beð- ið um sitt pundið af hverju, kaffi og sykri og hálft pund af exporti. Ekki voru kröfurnar meiri en þetta, á stundum. Þá reyndu kon- urnar að ná í eina brennivíns- flösku, til þess að gleðja karlana sína með á jólanóttina eða jóla- dagsmorgun. Flasltan kostaði þá ekki nema 35—40 aura, að mig minnir, svo ekki sýnist, að mikið hafi þurft í sölurnar að leggja til þess. Þó kostaði nú flaskan 1—2 pör af sjóvetlingum, og varla hefir verið minna en 1—2 daga verk að vinna þá að öllu leyti. Auk þessarar munaðarvöru lang- aði konurnar að fá sér 2—3 pund af hveiti, því að það var aldrei keypt, en aðeins notað heima- því jafnan kom hann með lérefts- pjötlur og eitthvað af smávarn- ingi, sem um hafði verið beðið, og öllu fylgdi því einhver ilmur, sem okkur fannst nýr og ljúf- fengur. Mig minnir líka að það væri meiri lykt af sirzum og kramvörum þá, en nú á dögum, en vera má að ég hafi sjálfur verið lyktnæmari þá. lögð síðasta hönd á ýmsar spjarir eða flíkur, sem verið var að kepp ast við að koma upp fyrir jólin, því helzt þurfti hver heimilis- maður að fá einhverja nýja spjör, svo ekki lenti hann í jólaköttinn. Jólaþvottur . malað grjónamjöl í lummur. Þá Vegna lotningarinnar fyrir helgi þurm Dg lyftíduft, kardemomm- jólahátíðarinnar var reynt til að ur> kanei ut á jólagrautinn og vísa öllum óhremindum a bug, sem ráðið varð við, og þá vildu menn líka jafnframt hinni and- legu jólagleði, njóta þeirrar lík- amlegu vellíðunar, sem kostur var á. Er það skiíjanlegt, að á þeim tímum, þegar oft var frem- ur þröngt í búi, og lítið um kræs- ingar hversdagslega, var tilhlökk unarefni og mikil nautn, að fá mikinn og góðan mat á jólunum, sem sumir treindu sér í margar vikur. Um skemmtanir var óvíða ofurlítið af rúsínum. Hinir efn- uðu fengu sér pund af súkkulaði, ef þeir höfðu ekki haft fyrir- hyggju um að kaupa það að sumrinu, og eitthvað meira leyfðu þeir sér að draga að, til glaðnings og góðgætis. Kertin voru búin til heima og aðalmatföngin voru heimafeng*- in úr kjöti og mjólk. Það þurfti þó að kaupa vaxið í kertin, ef það var ekki til í fyrningum frá , , . ... ... , fyrra ári. Alltaf vakti það gleði að ræða, a.m.k. ekkx eftir nutimajog tilhlökkun þegar komið var heim úr kaupstaðnum. Það var hætti, aðalskemmtunin var að njóta góðs matar og drykkjar í hóp vina og vandamanna heima fyrir. Sent í kaupstaú Nokkrum dögum fyrir jól var hafinn viðbúnaðurinn undir há- tíðina. Hafði þá víðast verið búið að senda í kaupstaðinn, eða ná þaðan með ferð einhverri vöru, sem orðið gæti til jólaglaðning- ar. Venjulega var hamast við smábandið á jólaföstunni, sem vera átti til skuldalúkningar hjá kaupmanninum, eða hjá hinum betur stæða til þess að kaupa eitthvað fyrir til jólanna. Á þeim árum, sem ég minnist fyrst, var ennþá meiri mismunur á kjörum og efnahag bænda í sveitum held ur en nú er orðinn. Þá voru all- margir fátæklingar, sem litla út- tekt gátu fengið fyrir jólin, af því aðþeir stóðu í skuld'hjá kaup manninum og höfðu jafnvel ekki getað staðið við loforð sín við hann. Urðu þeir því oft að fara krókaleiðir til þess, að geta náð í það, sem þá vanhagaði mest um, svo sem að senda ullarhnoðra, smjör eða smáband undir nafni annars manns og fá út á það, eða þá að fá það lánað beint úr reikn ingi einhvers granna síns, sem var betur stæður, og greiða hon- um þetta svo annaðhvort með vinnu eða vörum. Alla langaði til að fó eitthvað úr kaupstað fyr- h' jólin, því birgðirnar voru litl- þó vonast eftir sykurmola, ekki voru þá ávextir lcomnir í búð- irnar og varla brjóstsykur held- ur. En þótt fólkið, sem fagnaði kaupstaðarsendimanninum, fengi lítið sælgæti við komu hans, þá naut það þó kramlyktarinnar, sem kom með honum í bæinn, Viku fyrir jól var farið að þvo föt, bæði úr rúmum og af fólk- inu, svo allt væri orðið þurrt fyr- ir hátíðina. Ekki var um annað að ræða en þurrka þvottinn úti, því að í eldhúsunum sótugu, var ekki hægt að þurrka hann, en veðráttan var eigi ætíð hagstæð eða hentug til að þurrka þvott á þeim árstíma. Þó var það almennt trú manna, að einhvern næsta daginn fyrir jólin hlyti að koma þurrkur — „fátækraþurkurinn“, sem kallaður var, enda varð mönnum oftast að trú sinni hvað það snerti. Húsin voru og þvegin þar sem fjalir voru, en sópaðir veggir og moldargólf í göngum og í eldhúsi. Yfirleitt voru menn þá hjálpsamir hver við annan og vikaliðugir venju fremur og lögð- ust á eitt um að styðja sameigin- lega að undirbúningnum undir þessa aðalhátíð ársins. Tilhlökk- unin var að vísu mest hjá börn- unum og yngra fólkinu, en hún var einnig til staðar hjá hinum eldri, sem gaman höfðu af gleði annara, og áttu sjálfir ef til vill einhvers glaðnings von, auk þess mikla fagnaðarefnis, sem jólin flytja alltaf að nýju, og yngir þá í anda, sem farnir eru að eldast. Þegar þvottinum var lokið, var Kertin Eitt af því sem hugsa þurfti um og vinna að voru kertin. Þau voru steypt úr tólg í blikkformum og útlent rak eða kveikur haft í þeim. Þar sem margt fólk var í heimili, þurfti að steypa allmik- ið af þeim, því auk þess, sem láta þurfti kerti hér og þar um bæinn á jólanóttina og meiri kertanotk- un var um jól og nýjár, en hvers- dagslega, þá var almenn venja að gefa heimilisfólkinu kerti á hátíðinni, eldri börnum og full- orðnum og fékk hver sitt kerti, þó minnir mig að vinnumennirn- ir fengju tvö hver hjá foreldrum mínum. Þessi kerti átti fólkið að nota fyrir sig, ef það þurfti t.d. að vera út af fyrir sig við skrift og lestur að kvöldlagi og það gat eigi notið olíulampaljóssins í bað- stofunni. Fyrst eftir að farið var að nota olíulampa, var aðeins einn á flestum heimilum og þá auðvitað hvergi notaður að stað- aldri nema í baðstofunni. í fjósi og eldhúsi voru þá lýsislampar eða kolur, en kerti í búri meðan skammtað var. Þó fóru fljótlega að koma týruglös með raki í blikkpípu og var steinolíu brennt í þeim, en ekki voru þau hentug né hættulaus, því ef þau ultu um koll, gat kviknað í olíunni og orðið tjón af. Kvenfólkið hafði ósköpin öll að gera fyrir jólin, og þó karl- mennirnir, ekki sízt ungu pilt- arnir, væru þá venju fremur vikaiiðugir við þær, þá gátu þeir svo lítið létt undir með þeim, af því þeir kunnu eigi nógu vel til verkanna. svonefndu „dönsku skó“, en d!- ir, bæði ungir og gamlir, notuðu þá íslenzka sauðskinnsskó á fót- um, jafnt á stórhátíðum sem öSr- um dögum. Spariskórnir voru búnir til úr góðu sauðskinni, seua legið hafði í legi af sortulyngi og blásteini og síðan í helíulk, svo það yrði vel svart og epjað- ist síður. Saumaðar voru svo hvítar bryddingar á þá úr elti- skinni, en það var þannig útbúið, að nýr sauðskinnsbjór var látinn frjósa, og er hann hafði verið nokkra daga úti í froststormi, var hann tekinn inn og eltur. Var hann þá oft dreginn fram og aft- ur yfir baðstofubita eða rúm- mara og núinn þannig heila kvöld vöku eða lengur, eftir því, sem þurfti til þess að gera hann vel hvítan og lungamjúkan. Seinna voru þessir bjórar, að mig minn- ir, bleyttir í álúnsvatni, áður en þeir voru látnir frjósa og hvítn- uðu þeir þá fyrr. Svo voru þeir að síðustu skafnir með hníf, og öll fita eða kleprar teknir úr þeim. Þá þurfti líka að hafa lag- lega leppa innan í skónum, heb.t rósa, eða tíglaleppa í spariskóm, voru hinir síðarnefndu settir saman úr klæðispjötlum, sinni með hvorum lit. Skógerð Eitt af því, sem tók talsverðan tíma fyrir jólin var að búa til nýja brydda skó handa öllu heim- ilisfólkinu. Nálega engir áttu þá stígvélaskó í sveitum, eða hina Sveitabær á síðari hluta 19. aldar Laufabrauð og hangikjöt Einum eða tveim dögum fyrir Þorláksmessu var laufabrauðið hnoðað og skorið. Það voru næf- ur þunnar kökur úr hveiti ©g sigtuðu rúgmjöli til helminga á stærð við grunnan disk af meðal- stærð. Voru síðan teknar vand- lega þvegnar rúmfjalir eða hrein- ir hlemmar og kökurnar lagðar þar á og skornar á þær ýmiskon- ar' rósir og stafir, svo sem upp- hafsstafir á nöfnum heimafólks- ins og orðin „Gleðileg jól“ o. fl. Þótti það mikil list að kunna að skera vel laufabrauð. Næsta dag voru svo kökurnar steiktar í tólg í potti fram á hlóðum í eldhús- inu, því óvíða þelcktust þá elda- vélar í sveitum. Á Þorláksdag var hangikjötið soðið, læri, bógar, bringukollar og síður, svo og sperðlar og rúllu- pylsur, og feit, söltuð sauðarrif. 'laffibrauðið Þá var líka búið til kaffibrauð- ið, kleinur, pönnukökur og rús- ínulummur og dellur með rúsín- um í. Nokkru eftir 1880 fóru jóla- kökuformar að flytjast í verzl- anir, og var þá farið að baka jóla- kökur, en eigi var gott við þær að fást meðan engin var elda- vélin. Var það gert á hlóðunum með því að hvolfa litlum potti yfir kökuformin, og leggja svo glóð að. Fyrsta jólakakan sem ég man eftir að kæmi á heimili for- eldra minna, var send móður minni rétt fyrir jólin frá fröken Jónínu Möller, dóttir Edv. Möll- er verzlunarstjóra við C. Hoepfn- ers-verzlun á Akureyri. Þótti kakan hið mesta sælgætL Hreingerning Á Aðfangadagsmorgun var fé látið út með fyrra móti, ef veður leyfði, svo að hægt væri að hýsa það heldur fyrr að kvöldinu, og ’júka útistörfum. Kvenfólkið hafði nóg að gera við að ganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.