Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. des. 1938 MORGUISBLAÐIÐ 33 dreymdi að hann væri staddur í risafenginni stóðrétt sem hlaðin var úr grjóti. Þegar hann teygði handleggina upp með veggjunum náðu fingurgómarnir tæplega upp á brúnina. Hrossin komu þjótandi úr öllum áttum, löður- sveitt og tryllt og stukku yfir veggina, svifu í loftinu. — Eng- inn réð við neitt, réttin hélt þeim ekki, þau geystust inn í hana og aftur út. Sjálfur sat hann í hnipri undir einum veggnum, skjálfandi af hræðslu við að merjast undir. Þegar hann leit upp sá hann endalausa röð af hófum og þanda nára. Hvergi heyrðist hósti né stuna, hestarnir svifu hljóðlaust yfir höfðum manna. Allt í einu kom hann auga á þrekvaxinn fola sem kom í loftinu langt að með flenntar nasir og í síðu faxinu hékk húsbóndi hans með báðum höndum eins og til að stöðva hann, draga hann í dilk. Hann var enn tröllslegri vexti en fyrr og lúkurnar eins og hrammar. En svo var ekki að sjá að folinn yrði hans var, heldur sveif með hann eins og fis hátt yfir almenn ingnum og áfram burt, burt .... Hvað hafði komið fyrir? Hann var rétt að segja dottinn aí baki. Hesturinn prjónaði undir iionum, vildi ekki feti lengra, loftið dun- aði af tryllingslegu öskri stóðsins, það ýlfraði sársaukafullt, og hross in steyptust niður hvert af öðru og huríu fyrir framan .hann. Ó- hljóðin skáru hann i eyrun, aldrei hafði hann heyrt jafri örvæntingarfull vein. Hann var gjörsamlega ringlaður, með stír- urnar í augunum horfði naiin skelfingu lostinn allt í kringum sig, hesturinn hringsnerist, hneggj aði látlaust og hörfaði nokkur skref aftur á bak; hundurinn æddi geltandi aftur og fram. Loks tókst drengnum að kalla, hann hrópaði eins hátt og hann gat í þá átt sein hann bjóst við húsbónda sínum: Hvað hefur komið fyrir? En ekk- ert svar, enda höfðu óhljóðin næstum yfirgnæft kallið. Hann reyndi að sveigja klárinn til hlíðni, en árangurslaust, svo hann stökk leiftursnöggt af baki. Um leið' rykkti hesturinn taumunum úr höndum hans og hljóp undan í flæmingi. Drengurinn lét hann eiga sig. Við hlið hans stóð hús- bóndinn og starði fram fyrir sig. Grá skíma hvíldi á andlitinu sem var óvenju fölt. Hann hélt í taum inn á hesti sínum sem reyndi að slíta sig lausan, stappaði niður hófunum og gerði tilraun til að hrista fram af sér beizlið. Drengurinn leit strax af hús- bónda sínum og þangað sem hann starði. Við honum blasti hrylli- leg sjón. Þeir voru staddir á barmi djúprar stórgrýtisgryfju og þar niður höfðu öll hrossin steypzt. Grjótnafir skjöguðu fram úr börmum gryfjunnar. í fallinu höfðu sum hrossanna henzt á þær, rifnað sundur og lágu brotin og dauð niðri á botn- jnum, en holdtætlur einar hengu eftir á nibbum. Sum höfðu meiðzt í hrapinu en komizt lifandi nið- ur og brutust þar stynjandi um í dauðateygjunum. Önnur sluppu heil. Þau voru tryllt af skelfingu og tróðu á hinum. Þröngt var í gryfjunni og óli hrossin í einni kös. Blóð- og hráalykt lagði á móti drengnum. Honum varð illt við þessa sjón og sneri sér undan. Þá heyrði hann húsbónda sinn tauta fyrir murmi: Loksins gat ég vanið ykkur af bölvuðu ráp- inu. Að því mæltu steig hann á bak og sagði: Þú kerour, drengur Síðan sló hann í og hvarf. Drengurinn treysti sér ekki til að líta við aftur, heldur tók til fótanna á eftir húsbónda sínum. Hann sá hann þeysa burt í fjarska með hundinn á eftir sér. Hann hljóp og hljóp. Skammt undan kom hann auga á klarinn sinn. Svo kastaði hann sér móður niður á þúfu og byrgði andlitið í höndunum, fór að gráta. Hann grét viðstöðulaust. Ómurinn af óhljóðum hrossanna bak við ás- inn barst til hans. Hvað hef ég gert, hvað hef ég gert, snökkti hann í sífellu, og »á gryfjuna fyrir sér þar sem hann hafði hrakið stóðið niður. Þar mundi það tærast upp smám saman og hrafnarnir leggjast á það. Ég vissi ekki hvað hann ætlaði að gera, ég hlýddi honum bara. Ég hefði aldrei hjálpað honum, hefði hann sagt mér hvert hann ætlaði að reka þau. Og hann sat tárvotur á búf- unni. Klárinn var á beit þar hjá, dró beizlistaumana á eftir sér. Drengurinn sagði aftur og aft- ur: Ég hef gert þetta, ég, ég; og samt er þetta ekki mér að kenna, ég gerði bara það sem mér var sagt. Ég verð alltaf að hlýða, hann segir mér aldrei hvað hann ætlar sér. Svo hélt hann áfram að gráta. Hann óaði við að þurfa aftur heim að Gloppu, en hvað gat hann gert? Honum varð hrollkalt af að sitja kyrr á þúfunni og var hrædd ur við að sofna. Úrvinda stóð hann á fætur, gekk að hestinum sínum, klappaði honum á vang- ann og steig á bak. Hann reið fetið og hrafnarnir voru teknir að krúnka úti í morgupskím- unni. Cleöileg jól!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.