Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 20
44 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 Sundið er einhver elzta grein íþróttanna. Margir hafa þeir af- reksmenn verið í sundinu, er hlotið hafa nafnbótina „konungur sundmanna". Hér sézt einn þeirra, Japaninn Furuhasi, sem skráði nafn sitt gullnum stöfum í metaskrána. En þróunin heldur áfram. Nú á hann ekkert metið og sund hans barnaleikur hjá því sem nú tíðkast. Svo ör er þróunin, þó saga íþróttanna sé löng. Er synt hafði verið í 7000 ár varð ný sund- aðferð til fyrir misskilning Það er 5 ÞAB er gömul saga og ný, \ að mennirnir eigi í sífelldu og S eilífu kappstríði. Á líf ein- i staklingsins má líta sem sam- | fellda keppni, sem hefst við S fæðingu og lýkur á dánar- ) dægri. Það er móðir náttúra, \ sm ýtir okkur út í þetta stríð, S og móðir náttúra hefur gert i einstaklinginn hæfan til þess- | arar keppni. Frá þessu sjónar- S miði má segja að lífið gjálft sé i íþróttin mesta. • Lífeðlisfræðin geymir ara- S grúa dæma um það, hvernig S einstaklingurinn ávinnur sér • þá kosti, sem gera hann hæf- S astan til að heyja lífsbarátt- S una, og hvernig líf manna, | dýra og jurta er barátta og S keppni um sem bezta lífsaf- S komu. | Líf mannsins er vettvangur S fjölbreyttrar keppni. *3runn- S tónn þeirrar keppni er: ár- í angur í lífsbaráítunni. Einn S stælir hug sinn og anda, ann- S ar líkama sinn til ýtrustu á- j taka og afkasta. Það er þröng- S sýnn andans maður, sem for- S smáir náungann fyrir líkams- s dýrkun. Jöfn er heimska þess, ^ sem telur að líkamsefling án S stælingar andans sé eina leið- i in til árangurs. Vitrir menn ; og lærðir forsmá ekki íþróttir. 1 Til sönnunar þess er sagan um S Aristoteles og Platon, sem eru S upphafsmenn fimleikakerfis s gömul og ní — en að því víkjum við síðar í greininni. Fáir munu þeir fslendingar vera, sem ekki hafa notið í- þrótta ýmist sem þátttakend- ur eða sem áhorfendur. — í heimi íþróttanna gerast at- burðir sem eru æsandi, hríf- andi og spennandi öðrum þræði en að hinum þræði til hvetjandi, þroskandi og vitna um viljastyrk, ötulieika og staðfestu. Ef veggir og brauíir íþróttavalla fengju mál, gætu þeir sagt sögur um einvígi án lífláts, um keppni þar sem að- eins einn gat sigrað, en allir hurfu þó á braut sem vinir. Utan þessara helgu staða í- þróttanna, gerast einnig slíkir atburðir — því íþróttamennsk an og hinn sanni íþróttaandi er alls staðar ómissandi, ekki hvað sízt í hinni mestu íþrótt allra íþrótta, íþróttinni, sem við köllum líf. En allir hlutir eiga sína sögu. Við, sem í dag sjáum mann í fimleikum, sundi, knattspyrnu eða einhverri grein frjálsíþrótta, gerum okk } ur sjaldan það ómak að hugsa 1 um það að allar þessar grein- ^ ar íþrótta eiga sér aldagamla s sögu, sumar tilkomnar af hefð i bundnu starfi margra kyn- ^ slóða. Þær hafa átt sín blóma- J skeið og sína banntíma. Þær i hafa verið í hávegum hafðar | — eins og nú — og það hefur s áður um aldaraðir verið sagt: j citius — aitius — fortius. • Ólympíuleikir setja sinn ( svip á ókyrrt líf jarðarbúa í S dag. Þeir hafa skotið rótum • — en fullorðnir menn á meðal ( vor muna þó upí-*af þeirra. S En Ólympíuleikarnir fornu ^ náðu yfir 11 alda tímabil. — ^ Þeirra saga er löng og ekki s bein, frekar en rennsli iækjar i fram sléttlendi. Blómaskeiðið ^ var langt. Bjartast var það er s heliensk menning náði hæst 1 — dimmast var það þegar ^ Rómverjar innleiddu atvinnu- ) mennskuna í íþróttirnar og 1 siðleysi, óheiðarleiki og mút- ^ ur mótuðu kappmóíin. Saga s er alltaf marglit, og löng saga i hefur flesta litina. ^ Þá erum við komin að efn- s inu — að skyggnast um sem S alira snöggvast í gamalli • sögu 4 íþróttagreina. Sú saga S er svipmyndir, örlítili þráður, > það er varla hægt að gera • langa sögu íþrótta mjög stutta. S VIÐ fslendingar höfum sannað með þátttöku okkar í 200 m sundkeppni Norðurlandaþjóða, að sundkunnátta er hér a landi al- mennari en nokkurs staðar ann- ars staðar. Sundkunnátt.a og sund mennt fer hér og vaxandi, og er það vel. ★ En þó að sú kynslóð, sem þetta land byggir í dag, sé vei synd, þá fer því víðs fjarri að það séu leifar af, eða þróun aldagamall- ar sundkunnáttu. Við kunnum að vísu ótal sögur um sundafrek forfeðranna, þeirra er lifðu á blómaskeiði ísl. meoningar á sögu öld. En frá söguöld til vorra tíma er langur tími — tími baráttu við hungur og dauða er íþróttir gleymdust. Menn hafa kannski ekki talið sig hafa tíma til að læra sund — en víst er um það, að ef fleiri hefðu kunnað það, þá hefðu margir náð hærri aldri en raun varð á. En lítum enn lengra. fsland á sér þúsund ára sögu eða rúm- lega það. En sundíþróttin á sér að minnsta kosti 6—7 sinnum lengri sögu. Og það er kannski einkennilegt að sú sundgreinm, sem sumir telja yngsta vegna þess að menn ná á henni mestum hraða, er elzt allra aðferða. Fæst munum við hugsa um það, er við sjáum Pétur eða Helga eða Ara synda á sundmótum hér, að svona hafi verið synt í heiminum í 7000 ár. En myndir af sundmönnum er fundizt hafa sýna að svo er. Hér á landi er mest synt bringu sund. Enginn veit með vissu hve gamalt það er. Myndir, egypzkar, sýna menn á sundi og líkist að- ferðin bringusundi. í Hómers- kviðu er sagt að Odysseifur hafi synt með hendurnar útréttar. Ýmsir sagnritarar geta líka um sundaðferð, sem líkisf vængja- blaki fugls. Gizkað er á að þar sé um bringusund að ræða. En með vissu er vitað, að um Krists burð var bringusund til. Þess er þá getið í riti og myndir sanna það. Bringusundið mættí kalla menningarsund. Það kemur til er sundmenning eykst. Frumstæðar þjóðir, börn náttúrunnar, beita skriðsundi, ófullkomnu að vísu. Tilkoma bringusunds á sennilega sína ástæðu í því, að hreyfingar eru léttari og þægilegri en á skriðsundi. En hraði bringusunds mannsins er ekki eins mikill, því mótstaðan er margfalt meiri. Auk þess er sundið rykkjótt. Sund- maðurinn knýr sig áfram með höndum og fótum, síðan stöðvar hann ferð sína með þvi að beygja hendur og fætur og þannig koll af kolli. Það er líkast því sem maður aki bifreið, gefi henni duglega inn, láti hana renna o. s. frv. — eða með öðrum orðum, aðferð, sem fáir mundu kæra sig um að beita. ★ Af bringusundi leiddi flugsund ið svokallaða. Og það er fárra ára gamalt. Engin sundaðferð á sér eins einkennilegt upphaf. Það er FIMLEIKARNIR eru sú íþróttin, sem almenningur í dag snýr sér helzt að sér til heilsubótar og hressingar. Sú leikfimi, sem al- mennust er hjá okkur — t.d. skólanemendum — á uppruna sinn að rekja til Þýzkalands. Þar í landi átti fimleikaíþróttin ötula og skelegga baráttumenn, s. s. Guts Muths, Jahn og Spiess. Orðið fimleikar táknar kerfi hreyfinga, sem fullnægja á þörfum líkamans fyrir hreyfingu. Takmark fimleikanna er að styrkja líkamann alhliða. Það má því segja með nokkrum sanni, að takmark fimleikanna sé öfugt við aðrar íþróttir, þar sem tak- markið með æfingunni er nán- ast að ná árangri í einni hreyf- ingu eða fáum, sem mæla má beinlínis sprottið af misskilningi — eða mistúlkun á reglum. í alþjóðareglum um sund, er bringusundi settar þrengri skorð- ur en öðrum sundaðferðum. — Reglurnar er lögum samkvæmt gefnar út á 3 tungumálum, og vegna mistúlkunnar varð flug- sundið til. í bringusundsreglun- um segir: Báðar hendur skulu færðar saman fram og samtímis aftur. í ensku útgáfunni er notað orð sem þýðir bæði saman og samtímis. í hinni þýzku útgáfu orð sem þýðir saman og í frönsku útgáfunni orð sem þýðir samtímis. Og af þessu leiddi að flugsund var aðeins talið af- brigði af bringusundi og leyft í bringusundskeppnum. Nú hafa greinarnar verið aðskildar — deilurnar jafnaðar en eru nú að spretta upp aftur vegna þess hve bringusundsmenn synda langt i kafi — en það er önnur saga. — Nýr kafli í hina 7000 ára sögu sundíþróttarinnar. með klukku, málbandi eða stiga- útreikningi. Fimleikar er íslenzka orðið, sem notað er fyrir gymnastike. Það orð varð til um 400 f. Kr., og er myndað af gymos, sem þýðir nakinn (Grikkirnir voru naktir við sínar íþróttaæfingar). Gríska orðið gymnastike má finna nær óbreytt í flestum tungumálum Evrópuþjóða. Hve langt rekja má sögu fim- leikanna er ekki gott að segja, en margt bendir til þess, að upp- hafsins sé að leita í Kína eða Ind- landi. Sértrúarflokkar þar höfðu æfingakerfi byggðu á trúarleg- um grunni. Þekktast þeirra kerfa er kong-fou, kínversk sjúkraleik- fimi. í Grikklandi þróuðust fim- leikarnir mest og þar má nánast finna fyrirmynd þeirrar leikfimi, er við í dag þekkjum, og þá stað- reynd, að fimleikar eru undir- staða allra annarra íþrótta- greina. Mörg fimleikakerfi komu fram og sagan segir, að hugsuð- irnir Platon og Aristoteles hafi verið upphafsmenn eins slíks. Á löngum og dimmum miðöld- unum gleymdist þessi íþrótta- grein hugsuðanna. Það var sjón- armið miðaldarkirkjunnar, að mannslíkaminn bæri eitthvað ó- hreint, sem menn skyldu sem minnst sinna. Fyrst á tímum franskra byltinga — er öldur frelsis, janfréttis og bræðralags skoluðust um lönd Evrópu, fædd- ist það sem við í dag köllum fim- leika. En víkjum aftur til Þýzka- lands, þar sem stóð vagga fim- leikanna í nútímaskilningi. Guts Muths gaf út árið 1793 ritverk, þar sem fimleikaíþróttin er grundvölluð. Um svipað leyti komu þeir fram Þjóðverjinn Jahn, sem telja má upphafsmann áhaldafimleika, sem nú, 160 ár- um eftir hans daga, hafa náð svo miklum vinsældum, og landi hans Spiess, sem lagði höfuð- áherzlu á mikilvægi og nytsemi frjálsra staðæfinga. Þá þróun er síðar hefur orðið má beinlínis eða óbeinlínis rekja til Svíans Per Henrik Ling (1776—1839). Það er um hann að segja, að hann leitaði eftir þeim æfingum, sem byggðar voru á þörfum mannslíkamans. Hann vildi umfram allt, að æfingarnar, sem hann lét fólkið gera á fim- leikagólfinu, yrðu því að gagni og styrktu sem flesta vöðva lík- amans. Or» hann var ekki í rónni * Þessi mynd er tekin úr riti er út kom 1793, en þar grundvallaði Þjóðverjinn Guta Mttiths fimleikana í nútímaskilningi, Myndin sýnir klifuræfingar í kerfi hans. Mannslíkaminn er eitthvað uhreint, sem engn sknl sinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.